Morgunblaðið - 11.03.2014, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2014
Elsku vinur minn
hann Siggi er dáinn.
Fréttin um það kom
mér verulega á
óvart, ég á enn erfitt með að trúa
þessu. Við Siggi kynntumst þegar
ég var framkvæmdastjóri ABC
Barnahjálpar fyrir um 10 árum.
Hann kom inn á skrifstofuna til
mín og kynnti sig fyrir nýráðna
framkvæmdastjóranum. Eftir
það kom hann alltaf inn til mín
þegar hann kom í ABC að heyra
hvernig gengi í nýja starfinu.
Strax tók ég eftir jákvæðninni,
hlýjunni og léttleikanum sem ein-
kenndi hann. Alltaf spurði hann
frétta og var strax uppörvandi og
hvetjandi við þessa bláókunnugu
konu.
Við Siggi áttum það sameigin-
legt að eiga trú á Guð, ég minnist
þess eitt sinn á síðasta ári þegar
við töluðum saman í síma að hann
sagði mér frá því að hann hefði
upplifað föðurkærleika Guðs, það
gladdi mig mikið að heyra hvað
hann naut þess að vita af því að
hann var elskaður af föður sínum
á himnum. Þetta veitti honum
lífsfyllingu sem hann hafði alltaf
þráð og ég samgladdist honum
innilega. Við Siggi gátum talað
saman endalaust, vorum miklir
trúnaðarvinir, áttum margt sam-
eiginlegt og höfðum oft sömu
skoðanir á hlutunum. Hann var
opinn og jákvæður og kom til dyr-
anna eins og hann var klæddur,
það er eiginleiki sem er eftirsókn-
arverður. Samtölin okkar gáfu
mér mjög mikið og honum líka.
Siggi var djúpur og einstaklega
næmur og „las“ mig algjörlega, sá
það jákvæða sem í mér bjó og
sagði það hreint út, þetta var mér
óendanlega mikils virði. Um-
hyggju hans gleymi ég aldrei. Við
hittumst oft í kirkjunni Krossin-
um og ef ég mætti ekki í einhver
skipti fékk ég hringingu og hann
vildi vita hvort ekki væri allt í lagi.
Ég hef gengið í gegnum erfiða
tíma og var Siggi mér yndislegur
stuðningur og bað fyrir mér dag-
Sigurður S. Wiium
✝ Sigurður S.Wiium fæddist
27. desember 1944.
Hann varð bráð-
kvaddur 2. mars
2014. Útför Sig-
urðar fór fram 10.
mars 2014.
lega. Þetta er um-
hyggja sem ekki er
á hvers manns færi,
raunveruleg um-
hyggja er vandfund-
in í þessum heimi.
Vinir mínir eru
eins og blómagarð-
urinn minn, þar eru
alls konar blóm,
mjög ólík að litum
og ilmi. Eitt feg-
ursta blómið er
horfið.
Elsku Siggi minn, ég mun aldr-
ei gleyma samtölunum okkar, það
er tómlegt til þess að hugsa að við
getum ekki talað saman, ekki al-
veg á næstunni. Ég vil fá að þakka
þér fyrir yndislega vináttu þína
sem var mér mikils virði og sam-
fylgdina sem var alltof stutt, við
áttum eftir að tala og gera svo
miklu meira. Takk af hjarta fyrir
hvatninguna og hrósin þín sem
gerðu endalaust mikið fyrir mig,
þau munu fylgja mér út ævina!
Mér finnst virkilega vont að sjá á
eftir þér en ég veit hvar þú ert og
hlakka til að hitta þig á himnum
hjá Guði föður okkar seinna þeg-
ar ég kem, það verður gaman! Ég
sakna þín mikið elsku Siggi, þú
varst mér kær vinur.
Þín einlæg vinkona,
María Magnúsdóttir.
Meira: mbl.is/minningar
Ég átti ekki von á dauða hans
svona skyndilega. En snögglega
eru menn kvaddir heim og aðal-
atriðið er að „eitt sinn skal hver
deyja og eftir það að fá sinn dóm“.
Ég kynntist Sigga ágætlega að
mér fannst í Englandsför 1979.
Okkur hafði verið boðið út af
kristnum hópi sem hafði það að
markmiði að efla starf heilags
anda hér á landi. Ferðin var í alla
staði mjög ánægjuleg, fræðandi
og Siggi var skemmtilegur ferða-
félagi – okkur varð vel til vina.
Það sem ég tók fyrst og fremst
eftir í hans fari var metnaður
hans að verða áhrifamaður til
góðs. Hann hafði mikinn áhuga á
því að þeir sem töldust vera
prestar eða safnaðarhirðar væru
ámælislausir menn. Siggi vann
hjá skattinum, hjálpaði fólki við
framtöl og var áfram um að allt
væri uppi á borðinu, engin belli-
brögð í gangi. Ég var honum inni-
lega sammála og þegar menn eru
sammála þá geta samtöl í síma
eða á mannamótum orðið nokkuð
tímafrek. Einu sinni sem oftar
hringdi hann í mig og sagði að í
erindisbréfi safnaðarhirða ætti
auðvitað að vera þetta vers: „Allt
sem er satt, allt sem er göfugt,
rétt og hreint, allt sem er elsku-
vert og gott afspurnar, hvað sem
er dyggð og hvað sem er lofsvert
hugfestið það.“ Þetta var til þess
að boðskapur Biblíunnar yrði
ekki fyrir lasti af þeim sem flyttu
hann. Við vorum nefnilega sam-
mála um að þeir sem boða Guðs
orð eiga að hafa lífsmáta sinn í
samræmi við Guðs orð.
Eitt sinn fór hann á Biblíuskóla
til Noregs ásamt eiginkonu sinni
Sólveigu Traustadóttur hjá Aril
Snorra Edvardsen, miklum trú-
boða og góðum dreng. Þau hjónin
ákváðu að verða annað ár í skól-
anum og vinna við trúboðsstarfið
þá um sumarið. Siggi fór í bók-
haldið enda var það hans sterka
hlið. Þegar hann sá hvernig fjár-
hagsleg staða skólans og trúboðs-
ins var þá varð honum ljóst að
gjaldþrot blasti við og nú yrði að
taka til hendinni. Hann greiddi
upp alla smáreikninga og hreins-
aði upp skuldir við fyrirtækin í
Kvinnesdal. Menn voru mjög fús-
ir til samninga og eftir fáeina
daga var allt komið í skil nema hjá
stóru skuldareigendunum. Með
elju og útsjónarsemi samdi Siggi
við alla þessa aðila og kom málum
þannig fyrir að Aril gat haldið
trúboðinu áfram á myndarlegan
hátt í fjölda ára.
Siggi var þannig að það munaði
sannarlega um hann til góðra
verka. Nú er þessi félagi og vinur
horfinn til himins og kominn í þá
dýrð sem honum stóð til boða
ásamt öllum þeim sem trúa á
lausnarverk Jesú Krists. Því full-
yrði ég að honum er augljós ár-
angurinn af því verki sem hann
tók þátt í, að gera trúboðið um
Jesú sterkt og lifandi, því sú trú
opnar fyrir okkur himininn.
Drottinn blessi minningu góðs
drengs.
Snorri í Betel.
Bara örfá orð um hann Sigurð
sem fór svo snögglega frá okkur.
Hans er sárt saknað en við vitum
að hann er eldhress á þeim stað
sem hann dvelur á í dag og til ei-
lífðar. Við föðurhjarta Guðs, sem
hann elskaði svo mikið.
Sigurður, eða afi Ú eins og
barnabörnin kölluðu hann, vegna
þess að hann átti uppstoppaða
uglu sem hann hermdi eftir þegar
þau komu í heimsókn til hans, var
litríkur persónuleiki. Það fór fyrir
honum þar sem hann kom, hann
hafði skoðanir á flestum málum
og lét þær óspart í té.
Hrókur alls fagnaðar var hann
í veislum hjá fjölskyldunni og það
er erfitt að hugsa sér veislur
framtíðarinnar án hans. Þar verð-
ur djúpt skarð sem engan veginn
er hægt að fylla.
„Hver á nú að tala um pólitík-
ina og annað?“ sagði eitt barna-
barnið um daginn. Það fór um
mann sorgartilfinning við þessi
orð. Umræður munu verða dauf-
ari án hans, það er alveg á hreinu.
Það var svo ótrúlega skrýtið að
sjá Sigurð allt í einu í kistu, þenn-
an kraftmikla mann, við erum
ekki enn búin að átta okkur á því
að hann er raunverulega horfinn
á braut. En það var falleg stund
við kistulagninguna og tárin
runnu þegar við sáum heklaðar
uglur í kringum höfuð hans á
koddanum í kistunni. Elstu dætur
sonar okkar og dóttur hans eyddu
heilum degi í það verk.
Við sátum oft saman með Sig-
urði á kirkjulegum samkomum og
hlustuðum með stolti á son okkar
og tengdason hans stjórna tónlist
og söng. Það var á slíkri stund
fyrir þremur vikum að við hitt-
umst, eins og svo oft áður, töluð-
umst við í lágum hljóðum og nut-
um samvistanna. Sunnudaginn
þar á eftir gerðum við jafnvel ráð
fyrir að hann smeygði sér í sæti
við hliðina á okkur, en hann kom
ekki þann daginn. Við fréttum
seinna að hann hefði verið með
flensu, hann kæmi örugglega
næst. En þar sem við sátum í sæt-
um okkar vissum við að hann
kæmi alls ekki, því nóttina áður
kvaddi hann þennan heim. Það
var vond tilfinning og sár sökn-
uður.
Við kveðjum þennan vin okkar
með trega en verðum að sætta
okkur við staðreyndina, að svona
er þetta og enginn getur því
breytt. Það veitir þó gleði að
hugsa til þess að hann er kominn
á endastöðina þar sem hann hefur
fengið að sjá og hitta Sólveigu
sína, sem fór á undan honum og
allt of snemma, en nú eru þau
saman á ný og fagna því að fá að
dvelja með frelsara sínum um alla
eilífð. Blessuð sé minning þeirra
beggja!
Halldór og Árný.
Áslaug Magnús-
dóttir tengdamóðir
mín er fallin frá á
nítugasta og
fimmta aldursári.
Áslaug fæddist í Miðhúsum í
Biskupstungum 7. ágúst 1919,
fjórða í systkinaröðinni sem
áttu eftir að verða sjö. Þegar
Áslaug var á þriðja ári fluttist
fjölskyldan að Vatnsholti í
Grímsnesi, en við búinu í Mið-
húsum tóku hjónin Þórður
Kárason og Þorbjörg Halldórs-
dóttir. Eins og algengt var á
þessum tíma varð það úr að Ás-
laug varð eftir í Miðhúsum hjá
Þórði og Þorbjörgu sem voru
barnlaus. Þetta var velferðar-
kerfi þess tíma, enda fátt annað
í boði þegar barnahópurinn
stækkaði ört og eftir erfiðar
búsifjar og veikindi, Dísa fædd-
ist 1915, Siggi 1916, Þóra 1917,
Ása 1919, Binni 1920, Hulda
1926 og Gísli 1929.
Þó að Áslaug hafi verið
heppin og lent hjá góðu fólki
sem hún bar alltaf mikla virð-
ingu fyrir er ljóst að það eru
þung spor að skilja barn sitt
eftir hjá vandalausum og slíkt
veldur alltaf sárindum hjá for-
eldrunum, systkinunum og auð-
vitað hjá barninu sjálfu. En
þetta voru aðstæður þess tíma
og upp óx kynslóð æðruleysis
og þolgæðis. Kynslóð sem
kunni ekki að kvarta yfir erf-
iðum aðstæðum ólíkt yngri
kynslóðum velferðarríkisins.
Stundum fannst mér eins og að
Ása liti á tilveruna eins og nátt-
úruna sjálfa þar sem allra
veðra er von og til lítils að æsa
sig yfir því, heldur bara að búa
sig vel og vera klár í slaginn.
Maður yrði bara að taka því
sem lífið færði manni í fang og
vinna úr því eftir aðstæðum.
Það var einmitt það sem hún
gerði þegar hún kom kornung
sveitastelpa suður til Reykja-
víkur og sameinaðist systkina-
hópnum. Það var ekki boðið
uppá það á þeim tíma að al-
þýðustúlkur gengju mennta-
veginn.
Ása gekk í þau störf sem
buðust og án stuðnings, án
hjálpar og án velferðarkerfis
braust hún í gegnum lífið með
reisn, með sitt æðruleysi og
þolgæði að vopni.
Þegar Ása var að flytja úr
sinni yndislegu íbúð í Gnoða-
voginum í þjónustuíbúð fyrir
aldraða og einkadóttir hennar,
Guðrún, var að hjálpa henni að
pakka rakst Guðrún á gamalt
og slitið en fallegt útsaumað
koddaver.
Þegar Guðrún spurði
mömmu sína hvort ekki mætti
henda þessu gamla koddaveri
fórnaði Ása höndum og sagði:
„Nei nei, þetta koddaver var
það eina sem fylgdi mér þegar
ég var skilin eftir.“ Þannig sat
viðskilnaðurinn við fjölskylduna
í Áslaugu alla ævi og sú höfn-
unartilfinning sem slíku óum-
flýjanlega fylgir, jafnvel þótt
hún vissi fullvel að þetta var
gert með hennar hagsmuni að
leiðarljósi.
Nú hvílir Ása í sinni hinstu
hvílu á koddaverinu góða sem
mun fylgja henni í hinstu ferð-
inni eins og í hinni fyrstu.
Einar Eiríksson
tengdasonur.
Í dag kveðjum við Áslaugu
sambýliskonu föður okkar.
Kynni okkar hófust þegar þau
Áslaug
Magnúsdóttir
✝ Áslaug Magn-úsdóttir fædd-
ist 7. ágúst 1919,
hún lést 28. febrúar
2014. Útför Áslaug-
ar fór fram 10.
mars 2014.
hófu sambúð. Ás-
laug og faðir okkar
höfðu þekkst þegar
þau voru ung og
endurnýjuðu kynni
sín á efri árum. Ás-
laug og pabbi náðu
vel saman þrátt
fyrir að þau væru
að mörgu leyti ólík.
Áslaug var glað-
lynd og félagslynd
og þótti fátt
skemmtilegra en að safna sam-
an fólkinu sínu í matar- og
kaffiboð.
Pabbi var aftur á móti minna
gefinn fyrir fjölmenni og meira
fyrir ýmiss konar grúsk. Ás-
laug átti fallega íbúð í Reykja-
vík og pabbi átti lítið hús í Þor-
lákshöfn. Á sumrin var húsið í
Þorlákshöfn þeirra annað heim-
ili, þar fannst þeim gott að vera
og þar höfðu þau nóg fyrir
stafni.
Áslaug hafði góða nærveru,
hún naut þess að taka á móti
gestum sem varð til þess að
heimsóknir m.a. barnabarna
urðu tíðari en ella. Hún var líka
mjög stolt af afkomendum sín-
um og talaði oft um þá. Áslaug
hafði gaman af ferðalögum,
saman ferðuðust þau víða, bæði
á Skódanum og í félagsskap
annarra. Áslaugu tókst meira
að segja tvisvar að fá pabba
með sér til Kanaríeyja, en hann
hafði ekki verið mikið gefinn
fyrir ferðalög til útlanda án er-
inda. Þessi sambúð var þeim
báðum gæfuspor þar sem þau
voru bæði orðin ein og komin á
efri ár. Eftir að pabbi dó talaði
Áslaug oft um það hvað hún
saknaði hans og allra bíltúr-
anna sem þau fóru saman í. Við
héldum áfram sambandi við
hana þótt heimsóknirnar yrðu
færri. Síðustu árin dvaldi Ás-
laug á dvalarheimilinu Grund.
Við áttum góða stund með Ás-
laugu þegar við heimsóttum
hana fyrir síðustu jól. Hún var
þá ræðin og við spjölluðum
heilmikið saman. Við systkinin
og fjölskyldur okkar vottum
ástvinum Áslaugar okkar inni-
legustu samúð. Blessuð sé
minning Áslaugar Magnúsdótt-
ur.
Steinunn, Jóhann
og Þorbjörg.
Við andlát Áslaugar er mér
þakklæti efst í huga fyrir að
hafa fengið að kynnast henni.
Áslaug kom inn í líf fjölskyldu
minnar þegar hún og afi minn
fóru að búa saman upp úr 1990.
Strax við fyrstu kynni sá ég
að þarna var afar elskuleg kona
komin inn í líf afa sem hafði
verið einn um tíma og í mjög
litlu sambandi við fjölskyldu
sína, enda maður sem var ekki
mikið fyrir fjölmenni.
Fljótlega breyttist þó sam-
bandsleysið því Áslaug var
mjög dugleg að bjóða allri fjöl-
skyldunni í kaffi hvort sem það
var í Gnoðarvoginn eða í Þor-
lákshöfn en þar var „sumar-
hús“ þeirra.
Við fjölskylda afa eigum Ás-
laugu mikið að þakka, það að
afi kom meira inn í líf okkar
aftur þegar þau kynntust. Afi
dó sumarið 2003 og því miður
fækkaði samverustundum okk-
ar með Áslaugu sem og fjöl-
skylduboðunum hennar. Ég
hitti hana síðast á 90 ára af-
mæli hennar og ég man það vel
hvað mér fannst hún glæsileg
þá og bar aldurinn vel.
Ég vil að endingu þakka Ás-
laugu fyrir allt og votta dóttur,
barnabörnum og allri fjölskyld-
unni samúð mína vegna fráfalls
Áslaugar.
Blessuð sé minning hennar.
Guðný Lára Jóhannsdóttir.
Látinn er Stein-
þór Jóhannsson,
Kópavogsskáld,
langt fyrir aldur
fram.
Ég kynntist honum í kringum
síðustu aldamót, bæði á fundum
hjá Ritlistarhópi Kópavogs, og
hjá Rithöfundasambandi Íslands.
En í RSÍ hafði hann gengið ár-
ið 1977, og er skráður þar ein-
göngu sem ljóðskáld. Er það við
hæfi, þar eð hann lagði sérstakan
metnað í að túlka uppeldisbæ
okkar, Kópavog, í ljóðum sínum;
frá sjónarmiði heimamannsins.
Mun hann hafa orðið vel þekktur
þar sem slíkur á sínum langa ljóð-
skáldsferli.
Ég hafði vonast til að hitta
hann aftur nýverið, er ég tók við
Ljóðhattinum, nýjum ljóðskálda-
verðlaunum, í Bókasafni Kópa-
vogs á Menningarnótt Kópavogs-
bæjar.
Þar las ég m.a. upp úr ljóðum
mínum er tengdust minningum
Steinþór
Jóhannsson
✝ Steinþór Jó-hannsson
fæddist 10. júlí
1954. Hann lést 11.
febrúar 2014. Útför
Steinþórs fór fram
27. febrúar 2014.
frá fuglaskoðunar-
árum mínum í
Kópavogi; en þar í
bæ er fólk meðvit-
aðra um nálægð
náttúrunnar en hér í
Reykjavíkinni.
Vil ég nú kveðja
hann með því að
birta hér nokkur er-
indi úr bálkinum
þeim, Fuglaskottís,
(sem ekki hafa birst
í blöðum áður; en þau ljóð birtust
í áttundu ljóðabók minni, Evr-
ópuljóðum og sögum, 2004). En
þar segir svo:
Skógarþröstur
Gulur skoltur, brún augu
þessa kæna maðkatogara
verða að martröðum drengja
er berst hann um í búri.
Auðnutittlingur
Hryssingslegi litli haustfugl
með þitt stríðóma gulkeilda nef,
þig fékk ég sjaldan að skoða
splundrandi haglbyssu með.
Lundi
Andlitsmálaði trúður:
með þínu skoplega ropi
Ert þú eftirlæti eyjapeyja.
En er flýgur þú í háfana
þegir þú þunnu hljóði.
Tryggvi V. Líndal
Við Steinþór vorum samferða í
gegnum Iðnskólann í Reykjavík.
Vorum við að læra þá eðla iðn-
grein húsgagnasmíði, en ekki
voru það örlög okkar að smíða
stóla og borð tilverunnar. Við
vorum með stóra drauma eins og
ungt fólk hefur gjarnan í fartesk-
inu hvar húsgögnin eru bara not-
uð á stopulum stundum á milli
stríða.
Steinþór var traustur félagi og
bjargaði mér oft út úr hinum
ýmsu smá vandræðum, sem vilja
fylgja okkur sem ekki læðumst
staðfastlega með veggjum heldur
geysumst fram, oft meira af
kappi en forsjá. Við Steinþór höf-
um þó að mörgu leyti farið ólíkar
leiðir í lífinu og listinni.
Steinþór var athafnaskáld með
fram ferðalagi sínu á Pegasusi,
en á þeim fáki er hægt að öðlast
frelsið sem sálin þráir en lífið er
brokkgengara oft á tíðum. Við
höfum alltaf haldið einhverju
sambandi, enda var Steinþór
skemmtilegur að hitta og ef eitt-
hvað blés á móti var aldrei um
uppgjöf að ræða og barist til síð-
asta blóðdropa. Ég vona að Guð
gefi Steinþóri frið og sátt til að
halda áfram í nýjum víddum til-
verunnar.
Daði Guðbjörnsson.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is
má finna upplýsingar um inn-
sendingarmáta og skilafrest.
Einnig má smella á Morgunblaðs-
lógóið efst í hægra horninu og
velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birt-
ingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virk-
um dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, jafnvel þótt
grein hafi borist innan skilafrests.
Lengd | Hámarkslengd minning-
argreina er 3.000 slög. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda stutta
kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem aðstandendur
senda inn. Þar kemur fram hvar
og hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og hvenær út-
förin fer fram. Þar mega einnig
koma fram upplýsingar um for-
eldra, systkini, maka og börn, svo
og æviferil. Ætlast er til að þetta
komi aðeins fram í formálanum,
sem er feitletraður, en ekki í
minningargreinunum.
Minningargreinar