Morgunblaðið - 11.03.2014, Blaðsíða 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2014
Sölustaðir: ELKO búðirnar • Byggt og Búið • Húsasmiðju búðirnar • BYKO búðirnar • Hagkaup • Max • Geisli
Kaupfélag Skagfirðinga •Skipavík • Ormsson búiðirnar • Árvirkinn • SR-Byggingavörur • Hljómsýn • Þristur
Act Heildverslun
Dalvegi 16b • 201 Kópavogur
577 2150 • act@actehf.is
R5150- Remington Rotary
herrarakvél
Hleðslan dugar í 30 mín. 90 mín. að hlaða.
Má skola hnífana í vatni. 5 mín. flýti hleðsla.
Alþjóðlegur straumur 110-220V
XR1350 – Remington Hyper Flex
PLUS Rotary rakvél – Lithium
Hleðslan dugar í allt að 60 mín. 90 mín. að hlaða.
Má skola hnífana í vatni. 5 mín. flýti hleðsla.
Alþjóðlegur straumur 110-220V
S9600-Remington SILK sléttujárn
Digital LCD skjár sem sýnir hitan 150˚C - 240˚C
Mjóar extra langar plötur 110mm. Fjótandi plötur
sem fylgja hárinu eftir. Hitnar á
10 sek.Hægt að læsa
hitastilli.
Ci96S1 – Silk alhliða hár-mótunartæki
25mm klofin töng sem býr til margar tegundir af hár-
greiðslum, meðalstórar krullur, lausar krullur,
bylgjur, mjúka liði. Digital skjár 120-230˚C,
hitnar upp á 30 sek., læsing
á hitastillir,
AC 9096 – Remington Silk hárblásari
Kraftmikill 2400W hárblásari. Hárgreiðslustofu gæði
með AC motor. Blæs 140 km/h. 6 x hita/hraða
stillingar. Turbo boost. Kaldur blástur.
Fermingagjafir
2014
Ci96W1-Silk
keilujárn
25mm - 13mm. Digital LCD skjár
sem sýnir hitan 120˚C - 220˚C
Skáldsaga Marks Haddon,Furðulegt háttalag hundsum nótt, hefur heillað margalesendur frá því hún kom út
fyrir rúmum áratug og ekki að
ástæðulausu. Bókin veitir einstaka
innsýn í hugarheim fimmtán ára
drengs, Kristófers Boones, sem er á
einhverfurófinu. Hann býr m.a. yfir
einstökum stærðfræðihæfileikum og
tekur eftir öllum sjónrænum smáat-
riðum í kringum sig, en á samtímis
erfitt með að lesa í mismunandi svip-
brigði fólks, vill alls ekki láta snerta
sig og er ófær um að segja ósatt.
Dag einn finnur hann hund ná-
granna síns dauðan úti í garði, rekinn
í gegn með garðkvísl og ákveður að
rannsaka drápið og skrifa út frá því
leynilögreglusögu eftir hvatningu frá
kennara sínum, Siobhan. Við rann-
sóknina kemst Kristófer hins vegar
að fleiru en hvernig örlögum hunds-
ins var háttað og segja má að heimur
hans hrynji til grunna, sem er sér-
staklega ógnvekjandi fyrir dreng eins
og hann. Í framhaldinu leggur Krist-
ófer í hættuför frá rólegum heimabæ
sínum Swindon á Suður-Englandi til
stórborgarinnar London.
Eitt af því sem gerir skáldsögu
Haddon jafn heillandi og raun ber
vitni er sterk rödd aðalpersónunnar
sem miðlar upplifun sinni og áhuga-
verðri sýn á heiminn í fyrstu persónu
frásögn. Sú rödd nýtur sín ekki að
fullu í annars ágætri leikgerð Simons
Stephens. Nálgun hans byggist á því
að Siobhan hvetji ekki aðeins Krist-
ófer til að skrifa leynilögreglusögu,
líkt og í bókinni, heldur sé hún að
sviðsetja söguna í samvinnu við m.a.
annað starfsfólk og nemendur skólans
þar sem Kristófer er við nám. Sú
nálgun er fyrst kynnt áhorfendum,
mjög stuttaralega, eftir hlé en hefði
þurft að vera skýrari frá upphafi.
Eins hefði verið gaman að nýta svið-
setningarpælinguna betur en gert er í
leikgerðinni. Aðeins á örfáum stöðum
leyfir Kristófer sér að leiðrétta per-
sónurnar sem eru að leika söguna
hans á móti honum þegar honum
finnst þær fara vitlaust með og upp-
skáru slíkar aðfinnslur aðalpersón-
unnar allnokkurn hlátur hjá áhorf-
endum, enda virkuðu þær vel. Í
leikgerðinni er Siobhan ýmist látin
fara með utanbókar eða lesa stóran
hluta þess texta sem Kristófer miðlar
milliliðalaust til lesenda í bókinni og
dregur það að nokkru úr vægi
drengsins í leikgerðinni og neyðir
leikarann sem fer með hlutverk hans
til að miðla tilfinningum og hugs-
unum aðeins í þöglum leik.
Framvindan er fremur hæg fram
að hléi, en samt iðulega keyrð áfram
á nokkuð þvingaðan hátt líkt og að
leikstjórinn væri ósáttur við hæga-
ganginn í handritinu. Tempó sýning-
arinnar var best um miðbikið og náði
hápunkti í vel heppnaðri útfærslu á
ferðalagi Kristófers til London. Þar
léku sviðshreyfingar Lee Proud lyk-
ilhlutverk í að skapa þá ógn sem
drengurinn upplifir af umhverfi sínu.
Fjölskylduuppgjörið sem við tók í
framhaldinu einkenndist hins vegar
af of miklum öskrum sem urðu þreyt-
andi til lengdar.
Val Hilmars Jónssonar leikstjóra á
Þorvaldi Davíð Kristjánssyni í hlut-
verk Kristófers er snjallt, enda býr
Þorvaldur Davíð yfir miklum sviðs-
sjarma sem nýtist honum ein-
staklega vel í þessu vandasama hlut-
verki. Hann nær listilega vel að feta
einstigið milli þess að vera annars
vegar mjög sympatískur og hins veg-
ar óþolandi þegar hann er sem erf-
iðastur í samskiptum sínum við ann-
að fólk. Best tókst Þorvaldi Davið
upp í frábærri útfærslu á viðauka
bókarinnar, en þar tók leikgleðin
völdin í skemmtilegu og mjög svo
sjónrænu samspili við leikmyndina
þar sem vídeótækni Petrs Hloušek
var nýtt eins og best verður á kosið.
Gaman hefði verið að sjá slíkt sam-
spil leikara við leikmyndina og vídeó-
tæknina enn betur nýtt víðar í sýn-
ingunni. Nína Dögg Filippusdóttir
fór fallega með hlutverk Judyar,
móður Kristófers, þannig að auðvelt
var að hafa samúð með henni þrátt
fyrir svik hennar við einkasoninn.
Brynhildur Guðjónsdóttir var fín í
hlutverki Siobhan, þótt hlutverkið
byði ekki upp á mikil leikræn tilþrif.
Sama verður einnig sagt um hlutverk
Eds, föður Kristófers, sem Bergur
Þór Ingólfsson lék. Aðrir leikarar
brugðu sér í margvísleg hlutverk, allt
frá manneskjum af holdi og blóði til
húsgagna, og gerðu það með ágæt-
um.
Öll umgjörð sýningarinnar, hvort
heldur er búningar, leikmynd, ljós,
tónlist, lýsing eða vídeó, þjónaði inni-
haldinu og sögunni vel. Leikmynd
Finns Arnars Arnarsonar samanstóð
af tveimur löngum færanlegum
veggjum með földum dyrum. Hægt
var að varpa vídeói á svarta veggina
sem og kríta á þá og mátti m.a. sjá
kunnunglegar teiknaðar myndir úr
bókinni. Aftast á sviðinu sveif risa-
stór teningur sem iðulega var not-
aður sem tjald fyrir vídeótæknina.
Meðal atriða sem voru sérlega vel
útfærð sjónrænt séð voru sjósund
móðurinnar og leit Kristófers að
gælurottunni sinni á neðanjarðar-
lestarteinunum í London. Hins vegar
hefði þurft að huga betur að lykil-
senum á borð við bréfafundinn ör-
lagaríka, sem náði ekki að vera sá
dramatíski vendipunktur sem hann
hefði þurft að vera. Einnig hefði
þurft að gera meira úr þeirri rök-
rænu niðurstöðu Kristófers að hon-
um sé ekki lengur óhætt hjá föður
sínum, sem er lykilatriði í allri fram-
vindu verksins. Stundum gætti
óþarfa ósamræmis í innbyrðis
reglum verksins. Sem fyrr segir vill
Kristófer ekki láta snerta sig og
ræðst jafnvel á þá sem það óvart
gera. Þeir feðgar lenda í heiftarlegri
rimmu þegar Ed reynir að faðma
Kristófer, en örstuttu síðar fá aðrar
persónur verksins að bera Kristófer
um sviðið án þess að hann mótmæli
því með neinum hætti. Síðar í verk-
inu sættir hann sig einnig ítrekað við
að haldið sé utan um hann og virkar
það ankannalega í ljósi þeirra upp-
lýsinga sem áhorfendur hafa fengið
um persónu hans. Hér hefði farið
betur á því að leikstjórinn hefði valið
aðrar sviðslausnir og haldið í inn-
byrðis samræmi persónunnar.
Að öllu framansögðu var samt
ánægjulegt að rifja upp kynni sín af
hinum heillandi Kristófer og fylgjast
með þroskandi ferðalagi hans bæði í
tíma og rúmi.
Ljósmynd/Grímur Bjarnason
Hundsdráp „Þorvaldur Davíð [býr] yfir miklum sviðssjarma sem nýtist honum einstaklega vel í þessu vandasama
hlutverki,“ segir m.a. í rýni um Furðulegt háttalag hunds um nótt, en þar kemur óvænt hundsdráp sögunni af stað.
Þroskasaga einstaks pilts
Borgarleikhúsið
Furðulegt háttalag hunds um nótt
bbbnn
Leikgerð eftir Simon Stephens byggð á
skáldsögu eftir Mark Haddon. Þýðing:
Guðrún Vilmundardóttir. Leikstjórn:
Hilmar Jónsson. Leikmynd: Finnur Arn-
ar Arnarson. Búningar: Þórunn María
Jónsdóttir. Lýsing og vídeó: Björn Berg-
steinn Guðmundsson og Petr Hloušek.
Sviðshreyfingar: Lee Proud. Hljóð:
Thorbjoern Knudsen. Tónlist: Ásgeir
Trausti og Frank Hall. Hljóðmynd: Frank
Hall og Thorbjørn Knudsen. Leikgervi:
Margrét Benediktsdóttir. Leikarar: Þor-
valdur Davíð Kristjánsson, Brynhildur
Guðjónsdóttir, Bergur Þór Ingólfsson,
Nína Dögg Filippusdóttir, Jóhanna Vig-
dís Arnardóttir, Maríanna Clara Lúth-
ersdóttir, Jóhann Sigurðarson, Sigurður
Þór Óskarsson, Álfrún Helga Örnólfs-
dóttir og Arnar Dan Kristjánsson. Frum-
sýning á Stóra sviði Borgarleikhússins
8. febrúar 2014.
SILJA BJÖRK
HULDUDÓTTIR
LEIKLIST
Hasarmyndin 300: Rise of an Emp-
ire var sú kvikmynd sem mestum
miðasölutekjum skilaði yfir helgina
af þeim myndum sem sýndar eru í
kvikmyndahúsum landsins. Alls sáu
rúmlega 4.400 manns þá mynd.
Teiknimyndin Ævintýri hr. Píbodýs
og Sérmanns var einnig vinsæl hjá
landanum, en hana sáu rúmlega
5.400 manns um helgina.
Myndirnar tvær skákuðu þar með
The Lego Movie sem trónt hefur á
listanum sl. þrjár vikur, en á sl.
fjórum vikum hafa rúmlega 28 þús-
und manns séð hana. Mest sótta
myndin í bíóhúsum landsins um
þessar mundir er sem fyrr Frozen,
en hana hafa tæp 48 þúsund manns
séð á sl. þrettán vikum.
Alls rötuðu fjórar nýjar myndir inn
á topp-tíu-listann þessa vikuna,
þeirra á meðal er Saving Mr. Banks
sem fjallar um rúmlega 20 ára bar-
áttu Walts Disneys fyrir því að fá
Helen Lyndon Goff, höfund Mary
Poppins, til að samþykkja kvik-
myndun bóka hennar um barnfóstr-
una ástsælu.
Bíóaðsókn helgarinnar
Bíólistinn 7. - 9. mars 2014
Nr.
Var
síðast
Vikur
á listaKvikmynd
300: Rise of an Empire
Mr. Peabody and Sherman
Lego The Movie
Non-Stop
Gamlinginn (Hundraåringen som klev ut genom fönstret och försvann )
Ride Along
3 Days to Kill
Monuments Men, The
12 Years A Slave
Saving Mr. Banks
Ný
Ný
1
2
3
4
Ný
5
15
Ný
1
1
4
2
3
3
1
2
8
1
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
Hasar og krúttlegheit
hafa betur en legóið