Morgunblaðið - 11.03.2014, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.03.2014, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2014 Morgunblaðið/Golli Tveir fjórðu Steinar Sigurðarson og Kári Árnason eru í kvartettinum. Á djasskvöldi Kex hostels í kvöld, þriðjudagskvöld, kemur fram hljómsveitin Q56. Hana skipa þeir Kári Árnason á trommur, Steinar Sigurðarson á saxófón, Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar og Þor- grímur Jónsson á kontrabassa. Frá stofnun sveitarinnar hefur efnisskrá hennar tengst saxófón- leikurunum Wayne Shorter og Joe Henderson. Fleiri áhrifavöldum hefur verið gert hátt undir höfði, þar á meðal John Coltrane, Joshua Redman og Joe Farrell. Á tónleik- unum hyggjast félagarnir í Q56 hylla alla þessa mætu listamenn. Flutningurinn hefst kl. 20.30 og stendur í um tvær klukkustundir, með hléi. Kex hostel er á Skúlagötu 28. Kvartettinn Q56 á Kex Síðumúla 11, Sími 5686899, netfang vfs@vfs.is, 108 Reykjavík. www.vfs.is RAFMAGNSVERKFÆRI FAGMANNSINS Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is „Ég vissi hver Hallgrímur Péturs- son var og þekkti auðvitað Hall- grímskirkjuna og Passíusálmana, en áhugi minn vaknaði ekki fyrr en ein besta vinkona mín, Guðrún Ás- mundsdóttir, sagði mér frá sögu hans,“ segir óperusöngkonan Alex- andra Chernyshova í samtali við Morgunblaðið. Alexandra hefur samið sína fyrstu óperu í fullri lengd, Skáldið og bisk- upsdóttirin, og verður hún frumflutt hinn 11. apríl í Hallgrímskirkju í Saurbæ í Hvalfirði. Verkið fjallar um vináttu Ragnheiðar Brynjólfs- dóttur, dóttur Brynjólfs Sveinssonar biskups, og Hallgríms Péturssonar, prests og sálmaskálds. Alexandra, sem fæddist og ólst upp í Úkraínu en flutti hingað til lands árið 2003, sem- ur alla tónlistina í verkinu en hand- ritið skrifar Guðrún Ásmundsdóttir leikkona. Alexandra segir að hugmyndin að verkinu hafi kviknað fyrir þremur árum, þegar hún var í meistaranámi í nýsköpun í tónlist við Listaháskóla Íslands. „Mig langaði að skrifa óperu og fór þess vegna að leita að einhverri lifandi og einstakri sögu. Ég heyrði í vinum mínum en ein besta vinkona mín, Guðrún, er einmitt svo góður sögumaður. Hún sagði mér margar sögur en þessi saga, um Ragnheiði og Hallgrím, hreif mig mjög og ég gat ekki hætt að hugsa um hana.“ Alexandra hafði heyrt sögunnar get- ið en aldrei gefið henni neinn sér- stakan gaum fyrr en Guðrún sagði henni frá henni. „Hún er sérfræðingur í þessum málum,“ segir Alexandra kímin. Kynntust fyrir tíu árum Samstarf þeirra vinkvenna nær nokkur ár aftur í tímann en Alex- andra segir að þær hafi kynnst fyrir um tíu árum. Guðrún hafi síðan þá leikstýrt nokkrum óperum sem Ópera Skagafjarðar, sem Alexandra stofnaði, setti upp og þá hafi Alex- andra jafnframt komið fram í mörg- um verkefnum Guðrúnar. Að sögn Alexöndru fjallar óperan um ást, vináttu og samfélagið á sautjándu öldinni og dregur hún fram áðurnefnda vináttu Ragnheið- ar og Hallgríms. „Ég fann hvað Hallgrímur hafði mikil áhrif á líf hennar þegar ég skrifaði óperuna, hvað hann auðgaði líf hennar. Hann færði henni til dæmis gjafir þegar hún var lítil, samdi handa henni ljóð og gaf henni loks Passíusálmana. Þegar hún varð ástfangin af Daða Halldórssyni sagði hún Hallgrími það fyrst. Hún fór ekki til mömmu sinnar eða pabba, heldur Hallgríms vinar síns,“ útskýrir hún. Hún segir að verkið verði flutt í Hallgrímskirkju í Saurbæ í Hval- firði. „Sagan tengist kirkjunni því þar þjónaði Hallgrímur sem prestur í átján ár og mér finnst hún líka vera flottur staður til að frumsýna verk- ið.“ Athygli vekur að ópera Gunnars Þórðarsonar, Ragnheiður, sem frumsýnd var í Hörpu fyrir helgi, fjallar einnig um sögu Ragnheiðar bisk- upsdóttur. Alexandra bendir þó á að verkin séu ansi ólík. Nálgunin við áhorfendur sé til dæmis önnur í hennar verki og tónlistin öðruvísi. Semur óperu um Hall- grím og biskupsdótturina  Alexandra Chernyshova heillaðist af örlagasögu Ragnheiðar Brynjólfsdóttur Ljósmynd/Jón Hilmarsson Vinkonur Samstarf þeirra Guðrúnar Ásmundsdóttur og Alexöndru Chernyshovu nær nokkur ár aftur í tímann. Alexandra Chernyshova semur alla tónlistina í óperunni Skáldinu og biskupsdótturinni en Guðrún Ásmundsdóttir skrifar handritið. Ljóð- skáldið Rúnar Kristjánsson var fenginn til að semja ljóð við textana en einnig eru notuð ljóð eftir Hallgrím Pétursson, Brynjólf Sveinsson bisk- up, Guðnýju frá Klömbrum og Daða Halldórsson, að sögn Alex- öndru. Eiríkur Hreinn Helgason fer með hlutverk Hallgríms Péturssonar, Kristján Jóhannsson með hlutverk Brynjólfs biskups og túlkar Elsa Waage móður Ragnheiðar, Margréti Halldórsdóttur. Alexandra syngur hlutverk Ragnheiðar og Egill Árni Pálsson hlutverk Daða Halldórssonar, biskupsþjónsins sem átti barn með Ragnheiði. Verkið verður frumsýnt hinn 11. apríl næstkomandi, einmitt á 400 ára afmælisári Hallgríms Péturssonar. Þá er ennfremur fyrirhugað að gefa út efni frá óperunni á diski í júní, en Alexandra segir að farið verði í hljóðver í byrjun aprílmán- aðar. „Ég er alveg handviss um að sagan mun heilla fólk upp úr skónum og tónlistin vekja aðdáun,“ segir hún. Lögin verða gefin út á diski ÓPERA FRUMSÝND Á 400 ÁRA AFMÆLISÁRI HALLGRÍMS Hallgríms- kirkja í Saurbæ. Heimspekispjall verður í Hann- esarholti, Grund- arstíg 10, í kvöld, þriðjudagskvöld, og hefst klukkan 20. Rætt verður um vanda ís- lensks lýðræðis, starfsvenjur, kosningaloforð og þjóðaratkvæðagreiðslur. Stuttar framsögur flytja Vilhjálmur Árna- son, prófessor í heimspeki, Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar, og Þorbjörn Broddason, prófessor emeritus í fjölmiðlafræði. Efnt er til þessa opna umræðu- fundar í tengslum við að enn hafa vaknað spurningar um vandamál og styrkleika beins lýðræðis í ís- lensku samfélagi. Spurt er hvort stjórnmálamönnum beri að hlusta á vilja kjósenda og hvaða máli loforð gefin í aðdraganda kosninga skipti eftir að ríkisstjórn hefur verið mynduð. Siðfræðistofnun hefur undanfarin ár unnið að þverfaglegu rannsóknarverkefni um einkenni á íslensku lýðræði og stendur starfs- hópurinn að fundinum. Rætt um lýðræði Salvör Nordal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.