Morgunblaðið - 11.03.2014, Blaðsíða 31
hans og var hann búinn að afla
sér góðrar þekkingar á því sviði.
Það var auðheyrt að hvergi undi
hann sér betur en í sveitinni
sinni fyrir norðan.
Faðir Magnúsar var í mörg ár
garðyrkjubóndi í Hveragerði og
þekkti Magnús því vel til garð-
yrkjunnar og fylgdist vel með
málefnum hennar.
Magnús var um árabil um-
sjónarmaður húseignarinnar við
Dalbraut í Reykjavík, þar sem
eru íbúðir fyrir eldri borgara.
Þar vann hann gott starf og um
það get ég sjálfur vitnað þar sem
móðir mín bjó þar síðustu æviár-
in sín. Til Magnúsar var alltaf
gott að leita.
Magnús var hreinn og beinn
og gat sagt skoðanir sínar um-
búðalaust á mönnum og málefn-
um en þeir sem þekktu hann
vissu að undir niðri sló gott og
viðkvæmt hjarta.
Fjölskyldan var honum mjög
dýrmæt, hún var honum allt.
Það var þeim hjónum og fjöl-
skyldunni allri mikið áfall er
Margrét dóttir þeirra féll frá í
blóma lífsins en synir hennar
hafa veitt þeim mikla gleði.
Það er með sorg í hjarta að
við kveðjum nú Magnús með
þakklæti fyrir samfylgdina og
allar góðu og skemmtilegu sam-
verustundirnar.
Við vottum eiginkonu hans,
Hallfríði, dóttur þeirra Elsu og
Stefáni manni hennar og barna-
börnunum okkar dýpstu samúð.
Megi ykkur farnast vel á ókomn-
um árum.
Guðrún og Grétar J.
Unnsteinsson.
Þegar við hjónin fluttumst
heim frá Kanada, fyrir tólf ár-
um, stóð okkur til boða tóm íbúð
foreldra minna í Bólstaðarhlíð
45, sem við þáðum feginshendi
og ætluðum að hafa þar stuttan
stans en erum þar enn og líkar
vel.
Brátt var maður dreginn inn í
stjórnsýslu hússins eins og
gengur og þegar hjónin Hallfríð-
ur og Magnús fluttu í húsið,
nokkrum árum síðar, leið ekki á
löngu þar til Magnús var kominn
í stjórn hússins og það af lífi og
sál. Svo sannarlega réttur mað-
ur á réttum stað. Aldrei bar
skugga á samstarf okkar og
Magnús er einn af þeim úrvals-
mönnum sem ég hefði viljað
hitta fyrr á lífsleiðinni, hrein-
skiptinn, sanngjarn og úrræða-
góður.
Fyrir hönd húsfélagsins í Ból-
staðarhlíð 45 vil ég senda ekkju
hans og aðstandendum samúð-
arkveðjur og þakkir fyrir vel
unnin störf í þágu húsfélagsins.
Grétar H. Óskarsson
formaður.
Kynni okkar Magnúsar hóf-
ust er hann kom sem unglingur
til mín í Hlíðardalsskóla árið
1968. Frá þeim tíma varð vin-
semd okkar nánari svo aldrei
bar skugga á. Hann var bráð-
greindur, mjög listrænn og við-
kvæmur – fremur hlédrægur –
mikill bókamaður, víðlesinn og
fróður. Allt sem hann fékkst við
lék í höndum hans, enda fram-
úrskarandi smiður svo af bar.
Hjálpsamur var hann og óspar á
sjálfan sig, trúaður og traustur.
Ég kveð hann með djúpri virð-
ingu og þakklæti fyrir allt sem
hann gerði fyrir mig af miklu ör-
læti.
Kæra Haddý og allir aðrir
ástvinir, meðtakið hjartahlýja
samúð frá mér. Í ljósi þess hve
kært var með okkur Magnúsi,
finn ég hversu mikið þið hafið
misst. Lítum fram til endur-
fundanna samkvæmt fyrirheiti
Krists um nýjan himin og nýja
jörð – þar sem dauðinn verður
ekki framar til.
Blessuð sé minning Magnús-
ar. Guð blessi ykkur öll og
styrki.
Sólveig og Jón Hjörleifur
Jónsson.
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2014
✝ Dagbjört fædd-ist á Akranesi
15. júní 1931. Hún
andaðist á líkn-
ardeild Landspít-
alans í Kópavogi 24.
febrúar 2014.
Foreldrar henn-
ar voru Ólafur Sig-
urjón Magnússon, f.
15.3. 1898, d. 2.6.
1972, og Svanbjörg
Davíðsdóttir, f. 9.4.
1895, d. 27.1. 1941. Systkini Dag-
bjartar eru Magnús Aðalsteinn, f.
19.7. 1923, Margrét, f. 15.4. 1927,
d. 15.11. 1977, Sigríður Ester, f.
14.12. 1924, Guðrún, f. 18.4. 1933,
d. 11.11. 2010, og Svanberg, f.
12.6. 1936, d. 10.6. 1999.
Dagbjört giftist 1.1. 1954 eig-
inmanni sínum, Gísla Guðmunds-
syni, f. 11.9. 1926, d. 4.7. 2008.
Dagbjört og Gísli eignuðust fjög-
ur börn: 1) Svanbjörg, f. 7.6.
1953, í sambúð með
Jóni Hanssyni, hún
á fjögur börn með
fyrri manni sínum,
Stefáni Sigurjóns-
syni. 2) Ester, f.
14.1. 1956, hún á
þrjú börn með fyrr-
verandi manni sín-
um, Hallgrími
Árnasyni. 3) Viðar
Gíslason, f. 21.12.
1957, d. 23.11. 2013,
kvæntur Kristínu Svövu Svav-
arsdóttur, f. 1.4. 1957, d. 4.2.
2012, eiga þau einn son. 4) Þórir
Gíslason, f. 16.7. 1960, kvæntur
Sigrúnu Hinriksdóttur, f. 2.8.
1962, hann á tvo syni með fyrr-
verandi konu sinni, Sigrúnu
Brynju Jónsdóttur. Lang-
ömmubörn Dagbjartar eru tólf.
Útför Dagbjartar fer fram frá
Grensáskirkju í dag, 11. mars
2014, og hefst athöfnin kl. 15.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér
(Hallgrímur Pétursson)
Elsku mamma. Mikið var gam-
an að vera með þér í afmælinu
þínu í Skorradalnum þegar þú
varðst sjötug, þarna mættu marg-
ir og fögnuðu með þér í sumar-
blíðunni. Ferðalög voru ykkur
pabba líf og yndi. Áttuð það jafn-
vel til að fara á sunnudagsrúnt en
koma ekki heim fyrr en eftir tvo
eða þrjá daga vegna þess að þið
fóruð hringferð um landið. Já,
svona vorið þið, gistuð bara þar
sem var pláss.
Ferðin okkar til Benidorm,
þegar pabbi varð áttræður, er
mjög eftirminnileg, þarna vorið
þið á heimavelli. Þið þekktuð stað-
inn eins og fingurna ykkar, enda
var þetta uppáhaldsstaður ykkar í
sólinni.
Eftir að pabbi dó fórum við oft
saman í ferðalög, þó ekki erlendis
en innanlands fórum við, hvort
heldur sem var á ísrúnta eða helg-
arferðir um landið okkar. Þarna
naust þú þín og talaðir um að þið
pabbi hefðuð farið þesar slóðir.
Það var gaman að heyra þig segja
frá þessum minningum þínum um
ykkur og fann ég þá fyrir því að
þú saknaðir hans mikið.
Þegar ég spurði þig, elsku
mamma mín, hvort þú vildir fara í
Múlabæ, dagvist fyrir eldri borg-
ara, sagðir þú: „Nei, þetta er nú
bara fyrir gamalt fólk, þangað hef
ég ekkert að gera.“ En þú lést
undan og sást ekki eftir því, því
þarna voru jafningjar þínir og þú
skemmtir þér mjög vel við að
spila og spjalla.
En nú, elsku mamma, ert þú
komin í faðm hans pabba aftur og
Viðar bróðir með ykkur ásamt
Stínu sinni.
Þinn sonur,
Þórir.
Elsku mamma mín.
Það er mér dýrmætt að hafa
getað verið hjá þér þegar þú and-
aðist á líknadeildinni efir erfið
veikindi.
Líkt og þegar Viðar bróðir dó
fyrir aðeins þrem mánuðum, var
sólin að koma upp, stillan úti var
algjör og umhverfið fagurt, enda
var útsýnið frá herberginu þínu
þar alveg yndislegt.
Ég er alveg óendanlega þakklát
fyrir að hafa haft þig hjá okkur
allan þennan tíma, það er meira
en þú upplifðir í æsku, misstir
mömmu þína aðeins níu ára göm-
ul.
En nú eru endurfundir eftir öll
þessi ár og hafa allmargir bæst í
hópinn síðan, ég trúi því að pabbi,
Viðar og Stína hafi tekið vel á
móti þér og vísað þér veginn, enda
sagðir þú það fyrir skömmu að þú
ættir orðið litlar fjölskyldur báð-
um megin.
Eitt sinn sagðir þú mér að þú
hefðir fyrst upplifað sælu þegar
þú kynntist pabba, þá upplifðir
þú fyrst að þú værir elskuð og
virt á mannlegan hátt, ég trúi því
að þú sért núna að upplifa sælu á
annan hátt á öðrum stað og pabbi
er líka þar hjá þér.
Hjá mér verða nú kaflaskipti.
Það verður skrítið að geta ekki
hringt í mömmu eða farið út í
smá kaffi og spjall, en erfiðu
veikindi þín undanfarma mánuði
gerðu það að verkum að við hitt-
umst samt alltaf reglulega bara
heima hjá þér. Það má taka ofan
fyrir þér hversu dugleg þú varst í
þínum veikindum og tókst þessu
af æðruleysi.
Ég er þakklát fyrir svo margt,
má þar t.d. nefna hvalaskoðunar-
ferðina sem við fórum bara tvær,
það var svo gott að spjalla, borða
nestið, hlusta á fuglana og niðinn
í sjónum, þar eignuðumst við
okkar leyndamál meðal annars.
Og svo viðtalið sem ég átti við
þig þegar ég gerði ritgerðina, þá
fékk ég innsýn í bernsku þína
sem var skelfileg og virkar eins
og lygasaga. En svona spjall hef-
ur verið mér dýrmætt.
Elsku mamma, í dag er komið
að hinstu kveðjustundinni, ég vil
þakka þér fyrir að hafa alltaf ver-
ið til staðar fyrir mig, í minning-
unni munt þú ávallt vera þessi
samviskusama, heiðarlega og
duglega mamma mín.
Nú hverfi oss sviðinn úr sárum
og sjatni öll beiskja í tárum,
því dauðinn til lífsins oss leiðir,
sjá, lausnarinn brautina greiðir.
(Þýð. Sigurbjörn Einarsson)
Góða nótt, elsku mamma,
þangað til næst.
Ástarkveðja frá dóttur,
Ester Gísladóttir.
Elsku mamma mín.
Það er mjög erfitt að sitja hér
og skrifa minningargrein um þig
og vita til þess að ég mun ekki sjá
þig hér á jörðu meir. Ég á svo
margar góðar minningar um þig
en vonandi hjálpa þær mér næstu
vikur, mánuði og ár að muna eftir
þér sem bestu mömmu. Það var
yndislegt þegar við systkinin vor-
um í okkar skólagöngu að vita af
þér heima þegar við komum heim
og ef að þú svaraðir okkur ekki,
þá hugsaði maður: hvar er
mamma eiginlega, en þá varst þú
kannski bara í símanum eða í
heimsókn hjá vinkonu þinni í
næsta húsi. En núna eru breyttir
tímar, flestar mæður úti að vinna
og börnin á leikskóla eða í skól-
anum og svo er farið í vistun á
eftir skóla. Þegar ég bjó í Eyjum
og ég kom í bæinn með börnin þá
var alltaf tekið vel á móti okkur
og oft, ef ég var lengur, þá áttum
við góðar stundir saman og töl-
uðum mikið um þína æsku, sem
ekki er hægt að lýsa í orðum hér,
en þú áttir mjög erfiða æsku.
Eftir að pabbi dó 2008 urðu
kaflaskipti í þínu lífi en þið voruð
mjög góðir vinir og voruð dugleg
að fara í sund og spila félagsvist
alla daga, en við systkinin reynd-
um að hafa það þannig áfram hjá
þér eftir að hann dó. Svo voru
ógleymanlegar stundirnar sem
við mæðgur, þ.e. þú, ég og Est-
er, hittumst alltaf á miðvikudög-
um og prjónuðum og fórum í
kaffihús saman og höfðum þenn-
an dag fyrir okkur. Síðustu átta
mánuðir hafa verið okkur fjöl-
skyldunni erfiðir vegna veikinda
hjá þér og Viðari bróður sem
lést fyrir aldur fram í nóvember
úr krabbameini og svo veikist þú
um svipað leyti, líka með
krabbamein, og lést 24. febrúar
sl.
Þú vildir alltaf vera fín og
varst mjög ánægð ef að maður
sagði við þig voðalega ert þú fín,
þá ljómaðir þú öll. Svo varst þú
mjög myndarleg í höndunum,
saumaðir allt á okkur systkinin
og prjónaðir og vildir alltaf hafa
eitthvað að gera. En það verður
skrýtið að heyra ekki í þér eða
sjá þig daglega eins og við reynd-
um að gera. Ég vil að lokum
þakka starfsfólki Líknardeildar-
innar í Kópavogi og heimaþjón-
ustu Karitas fyrir frábæra um-
mönnun í veikindum þínum.
Guð geymi þig.
Þín elskandi dóttir,
Svanbjörg Gísladóttir.
Þegar ég horfi hér á gler-
klukkuna sem afi gerði velti ég
fyrir mér öllum góðu minning-
unum sem ég á um Dæju ömmu
eins og við kölluðum hana alltaf.
Frá því ég man eftir mér hefur
saumaskapur alltaf verið í há-
vegum hafður, það voru saum-
aðir pelsar á okkur stelpurnar
og apaskinnsgallar í öllum regn-
bogans litum runnu út úr bíl-
skúrnum eins og heitar lummur
þegar ég var krakki. Fjölskyldu-
boðin þegar við komum saman í
sunnudagssteik voru alltaf
skemmtileg og lífleg.
Ég gleymi því aldrei þegar
Dæja amma sat í sæta sófanum
og var að segja frá einhverju
mjög mikilvægu og stóð upp og
var að lýsa einhverju með hönd-
unum, þá tók Gísli afi sig til og
færði sófann því hann sá að það
var of þröngt þarna og auðvitað
kippti hann því í lag svo það færi
betur um ömmu, svo settist hún
og datt beint á gólfið, mikið var
hlegið þá. Þegar ég var krakki
földum við okkur inni í skápum
og út um allt og alltaf var sama
góða lyktin heima hjá ömmu og
afa. Nú kalla börnin mín þessa
lykt ömmu Dæju lykt og svo
fylgir á eftir „hún er svo góð“,
auðvitað er þetta lyktin af ilm-
vatninu sem hún bar allt frá því
ég var barn.
Amma og afi voru alltaf dug-
leg að ferðast og höfðu sérstakt
dálæti á Spáni og ósjaldan komu
þau með glaðning handa okkur
krökkunum. Á jólunum bakaði
Dæja amma alltaf margar sortir
og kenndi mér að þegar maður
fer í boð þá á maður að smakka
eina af öllum sortum, það er
kurteisi. Já, svona var Dæja
amma og ég og fjölskylda mín
munum sakna hennar mikið en
erum á sama tíma þakklát fyrir
þann tíma sem við höfum haft
saman.
Fósturlandsins Freyja,
fagra vanadís,
móðir, kona, meyja,
meðtak lof og prís.
Blessað sé þitt blíða
bros og gullið tár.
Þú ert lands og lýða
ljós í þúsund ár.
(Matt. Joch.)
Við viljum senda mömmu,
Svönu, Þóri, ættingjum og vinum
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Ásdís, Ingi, Petra María
og Viktor Ingi.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Ég vil skrifa nokkur orð um
Dæju ömmu mína sem er fallin
frá.
Þrátt fyrir að ég vissi að hún
myndi kveðja á næstu dögum
var það samt sem áður áfall þeg-
ar mamma hringdi og sagði mér
að hún væri dáin. Ég fann fyrir
svo miklum tómleika. Það er erf-
itt að kveðja svona góða og ör-
láta manneskju sem hefur verið í
lífi mínu í 27 ár.
Ég ólst upp í Vestmannaeyj-
um, en amma og afi bjuggu í
Reykjavík. Þrátt fyrir fjarlægð-
ina hittumst við reglulega, ann-
aðhvort þegar þau heimsóttu
Eyjarnar eða þegar við fjöl-
skyldan ferðuðumst upp á fasta-
landið. Þau voru alltaf svo gest-
risin og það var algjörlega
stjanað við okkur. Mér fannst ég
alltaf velkomin hjá þeim, og þau
voru svo hjálpsöm. Ég man eftir
hversu gaman mér fannst að að
fá ömmu og afa í heimsókn til
Eyja, og sömuleiðis var það allt-
af svo huggulegt að vera hjá
þeim í Reykjavík.
Ég verð ævinlega þakklát fyr-
ir allar góðu stundirnar sem við
áttum saman.
Elsku amma, minning þín
mun lifa um ókomin ár. Ég kveð
þig með miklum söknuði og virð-
ingu. En ég trúi því að þú sért
komin á góðan og friðsælan stað
með Gísla afa. Hvíl í friði, elsku
amma mín.
Kristín Stefánsdóttir.
Dæja amma er látin eftir stutt
en erfið veikindi. Það var alltaf
gaman að koma til Dæju ömmu
og Gísla afa. Ég ólst upp í Vest-
mannaeyjum og þau bjuggu í
Reykjavík þannig að við hitt-
umst ekki eins oft og við hefð-
um viljað en við gistum alltaf
hjá þeim þegar við komum til
Reykjavíkur. Alltaf var vel tek-
ið á móti okkur og ekki vantaði
bakkelsið og gestrisnina.
Haustið 1998 varð ég þeirrar
gæfu aðnjótandi að búa hjá
ömmu og afa á meðan ég sótti
námskeið í Reykjavík. Á með-
an ég var hjá þeim prjónaði ég
peysu á mig og þar sem amma
var mikil prjóna- og hannyrða-
kona þá gat ég leitað til hennar
þegar mig vantaði hjálp. Sum-
arið 2008 lést Gísli afi og varð
það ömmu Dæju mikill missir.
Mér er minnisstætt þegar
hún tók slátur með mér og
mömmu. Það var í fyrsta sinn
sem ég tók sjálf slátur og var
það mjög fróðlegt. Dæja
amma, Sigrún systir, Rebekka
Rut og Róbert Elí voru hjá
okkur á aðfangadagskvöld 2011
og var það mjög dýrmæt og
skemmtileg stund.
Í fyrra fór heilsu hennar
hrakandi og í fyrstu fannst
ekki hvað amaði að henni en
hún varð oft veik, hún sem
hafði alltaf verið mjög heilsu-
hraust. Í haust greindist hún
svo með krabbamein í brisi.
Hún varð síðan fyrir miklu
áfalli þegar sonur hennar lést
úr krabbameini í lok nóvem-
ber. Í kringum jólin hrakaði
heilsu hennar mikið. Í byrjun
janúar fór hún á Líknardeild
Landspítalans í Kópavogi þar
sem hún dvaldi þar til hún
lést.
Dæju ömmu er sárt saknað.
Ég sendi mömmu, Ester og
Þóri og fjölskyldum mínar
dýpstu samúðarkveðjur og
þakka Dæju ömmu fyrir allt.
Hvíl í friði.
Dagbjört Stefánsdóttir.
Dagbjört
Ólafsdóttir
Sumir eru svo
samofnir lífi manns
og tilfinningum, að
erfitt er að setja
það í orð. Þannig
var samband okkar við Lilju
frænku, systur hans Guðna afa.
Tilfinningar, myndir, hlutir og
lykt koma í hugann en færri orð.
Heimili hennar var að mati okk-
ar systra heilt ævintýraland.
Geymslan geymdi fjársjóði, búr-
ið fullt af góðgæti, baðherbergið
ilmaði af baðsalti. Jólaboð með
ilmandi súkkulaði og kökum.
Þar komu fullorðnir og börn
saman við stofuborðið og
spiluðu stopp. Margs er að
minnast og ekki hægt annað en
að nefna erfiða tíma þegar Lilja
missti Óla sinn í snjóflóðinu
1974. Það var mikill harmur og
aðdáunarvert hvernig hún og
fjölskyldan hélt áfram. Lilja var
í vinkvennahópi sem allar konur
ættu að eiga, þær ferðuðust,
innanlands sem erlendis, héldu
Lilja Sumarrós
Þorleifsdóttir
✝ Lilja SumarrósÞorleifsdóttir
fæddist 30. október
1923. Hún lést 26.
febrúar 2014. Útför
Lilju fór 7. mars
2014.
Eurovisionpartí og
gerðu sér glaðan
dag. Samband okk-
ar breyttist þegar
barnæskunni
sleppti og þá í sam-
veru deildi hún
dýrmætu lífi sínu,
gleði, sorgum og
innileika með okk-
ur. Fyrir hönd
systkina og for-
eldra þökkum við
Lilju frænku, sem var okkur svo
kær, samfylgdina.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Ólína Freysteinsdóttir.
Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030
ALLAR SKREYTINGAR UNNAR
AF FAGMÖNNUM