Morgunblaðið - 11.03.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.03.2014, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2014 LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 | SPÖNGIN GRAFARVOGI - SÍMI 577 1660 Verslunin í Spönginni LOKAR – allt á að seljast SILFUR 50% afsláttur GULL 30% afsláttur ÚR 50% af sláttur DKNY - Casio - Fossil - Diese l Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þótt ýmsar áhyggjur sæki að þér skaltu ekki láta þær draga úr þér kjarkinn. Allir verða stressaðir og óttast um frama sinn. 20. apríl - 20. maí  Naut Hægðu ferðina aðeins, maki þinn gæti skipt um vinnu á næstu tveimur árum. Heppnin er með þér þessa dagana og því ættu hlutirnir yfirleitt að ganga vel á næst- unni. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Besta leiðin til þess að nýta orku dagsins er að vinna af kappi. Sú tilbreyting gleður sálina. Lymska gerir vart við sig í samningaviðræðum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Kannski rökvísin sé ekki fullkomin – ekki nærri því. Festa þín gerir það að verkum að enginn reynir að andmæla þér. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er löngu tímabært að þú sýnir ást- vinum þínum hvern hug þú berð til þeirra. Ef þú hlustar vel gætirðu komist að einhverju mikilvægu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Leyfðu sköpunargáfu þinni að fá útrás og vertu hvergi hrædd/ur við að sýna þínum nánustu afraksturinn. Tækifærið felur reynd- ar í sér að það sé lognið á undan storminum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er oft gagnlegt að leita á vit sög- unnar þegar leysa þarf vandamál nútímans. Gefðu þér tíma til að sinna þeim og þá muntu fyllast þreki til að glíma við verkefni vinnunn- ar. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert meira en tilbúin/n til að synda á móti straumnum til að upplifa það sem fáir upplifa. Eitthvað sem virkaði í fortíð- inni passar ekki inn í framtíðarsýnina. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú verður að ná stjórn á hlut- unum, bæði heima fyrir og á vinnustað. Slík upphlaup mega ekki ganga út yfir eðlileg mörk. Sýndu stillingu, þá hlusta allir. 22. des. - 19. janúar Steingeit Forvitni þín leiðir þig á ókunnar slóðir þar sem óvænt verkefni bíða þín. Ekki er víst að mörg orð falli, en spennan greini- lega í loftinu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Nú verður ekki lengur undan því vikist að sinna því fólki sem þú hefur vanrækt að undanförnu. Sjálfshjálparbækur eru upp- lagt lestrarefni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Föðurímyndir koma þér til aðstoðar. Allt sem þú tekur þér fyrir hendur skilar hugsanlega hagnaði. Stundum fæst ekki úr því skorið,hver sé „endanlega rétt“ út- gáfa vísu. Höfundarrétturinn er höfundarins og hann getur enda- laust breytt vísunni, – líka eftir að hún er komin á prent. Svo er um vísu Bólu-Hjálmars um Sölva Helgason, sem birtist í Vísnahorni fyrir nokkrum dögum. Í 1. útgáfu ljóða hans er vísan svona eftir handriti höfundar sjálfs: Maður kom með þunnleit þjó, ég þekti’ hann gegnum ljóra, á sér bar og eftir dró óhamingju stóra. Þorvaldur Ágústsson hefur bent mér á, að í útgáfu Finns Sigmunds- sonar stendur „þrýstin þjó“ og vís- að í „eiginhandarsyrpu í JS, 162. 8vo með orðréttum athugasemdum og skýringum höfundar“. Karlinn á Laugaveginum gekk hvatlega niður Ingólfsstræti og stefndi til sjávar. Hann gaf sér rétt tíma til að kasta til mín kveðju: Vondslega oft í veröld hér víxlast hvað rétt sé að borgi hver; bankaráðsformaður örlát er um of sýnist bæði mér og þér málarekstur gegn sjálfum sér Seðlabankinn þá útgreiðer. Davíð Hjálmar Haraldsson vísar til þess á Leirnum að aðstoðar- framkvæmdastjóri menntamála hjá OECD haldi því fram að kennarar hér á landi gefi nemendum of háar einkunnir. – „Ekki stenst það sam- kvæmt minni reynslu,“ segir hann og bætir við: Í skólan gekk ég glaður sérkvern dag – gáfaður ég tíðum fékk að heira – Réttritunn mér þótti frábært fag, og fékk þar jafnan níju eða meira. Hólmfríður Bjartmarsdóttir eða Fía á Sandi hefur orð á því að mis- jafnir séu hæfileikar, „Davíð skóla- bróðir“: Í skóla gekk ég geðprúð, sérhvern dag gáfnafarið taldist þó í hófi. Réttritunin fannst mér versta fag þar fékk ég aldrei hátt, á nokkru prófi. Hreinn Þorkelsson yrkir „Hörpu- vísu á Góu“: Gera ær við okkur dælt austanbrælu netin. Víst mun kæra vorið sælt varast kæluhretin. Davíð Hjálmar Haraldsson skrif- ar á Leirinn um aðildarviðræður: Sitthvað menn ræddu á samningafundum, sögðu og lofuðu – meintu það stundum – . Þeir eru margir sem muna þá daga en mæla þarf nefið á Gunnari Braga. halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Gamlar vísur, Seðlabanki, réttritun og langt nef Í klípu „ÞAÐ VAR SPENNANDI, EN LÍKA ÓGNVÆNLEGT. MÉR LEIÐ EINS OG SYKURSJÚKUM KRAKKA Í NAMMIBÚÐ.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HANN HREYFÐI SIG!“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að gera það besta úr aðstæðum hverju sinni. ERTU ÖRUGGLEGA EKKI REIÐ VIÐ MIG, FYRIR AÐ HAFA VERIÐ SVO LENGI Á KRÁNNI Í GÆRKVÖLDI AÐ ÉG MISSTI AF KVÖLDMATNUM? AUÐVITAÐ EKKI. FRÁBÆRT! HVAÐ ER Í MORGUNMAT? KVÖLD- MATURINN SÍÐAN Í GÆR. EIGUM VIÐ AÐ GERA EKKERT SAMAN Í KVÖLD? JAHÁ! ÞÚ VERÐUR BARA AÐ STARA EINN ÚT Í LOFTIÐ. ÉG LIFI ÞAÐ AF. Víkverji gekk á dögunum inn íverslun vopnaður keðjusög. „Ætlarðu að ráðast á mig?“ veinaði kona við afgreiðsluborðið svo gestir verslunarinnar ráku upp stór augu. Horfðu fyrst í forundran á af- greiðslukonuna og síðan uggandi á Víkverja. Orðum afgreiðslukonunnar var fylgt úr hlaði með hrossahlátri enda vissi hún líklega sem var, að Víkverji væri ekki kominn til að ráðast á nokkurn mann með söginni, heldur bara til að skila henni í áhaldaleigu verslunarinnar. Til að komast þang- að þurfti nefnilega að nota aðal- innganginn. Kómískt eigi að síður. x x x Víkverji viðrar hundinn sinnreglulega, eins og góðum eig- anda sæmir. Gengur gjarnan sömu leið enda vanafastur að eðlisfari. Sumir halda því jafnvel fram að hann sé á einhverfurófi. Það er önn- ur saga. Á þessari leið gengur Víkverji framhjá húsi, þar sem hundur er svo að segja alltaf í garðinum. Enginn ami hefur hlotist af þessu enda garð- hundurinn afskaplega rólegur í tíð- inni. Augljóslega aldraður. Horfir bara hinn spakasti á Víkverja og hund hans er þeir ganga hjá. x x x Þetta breyttist fyrir skemmstu. Þávar skyndilega annar hundur, sömu gerðar en yngri, kominn í garðinn. Öllu spenntari á taugum. Byrjaði strax að hreyfa sig ólund- arlega og gelta af öllum lífs og sál- arkröftum. Brá hundi Víkverja upp- haflega við þetta en jafnaði sig fljótt. Fyrst um sinn starði upprunalegi garðhundurinn bara opinmynntur á hinn nýja félaga sinn – án þess að gefa frá sér hljóð. Að líkindum hefur hann ekki haft hugmynd um hvað sá nýi væri að gera. Eftir nokkur skipti færði sá gamli sig á hinn bóginn upp á skaftið. Byrjaði að reyna að gelta sjálfur. Það hefur gengið afleitlega hjá hon- um enda löngu búinn að gleyma hvernig það er gert. Orðið „ískur“ nær mun betur yfir hljóðið sem hann hefur frá sér en „gelt“. En prik fær hann fyrir viðleitnina. víkverji@mbl.is Víkverji Hjá Guði er hjálpræði mitt og veg- semd, minn örugga klett og athvarf mitt hef ég í Guði. (Sálmarnir 62:8)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.