Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Blaðsíða 15
er fjölskyldumeðlimur sem myrti hann. Ég ávarpa krakkana með sömu virðingu og ég myndi gera á kvöldsýningu með fullorðnum. Kannski myndi ég bæta inn nokkrum klúryrðum! En ég hef mikið leitað ráða hjá stelpunum mín- um í gegnum tíðina og til dæmis kom þessi ellefu ára með mér að horfa á Mary Poppins og tók nið- ur nótur og kom með ábendingar. Ég leita álits hjá þeim og sumt sem ég nota í minni vinnu kem- ur frá þeim. Þannig er leynimálið í Horni á höfði komið úr þeirra leikjum. Ég myndi segja að heimilislíf okkar væri ærslafullt en ábyrgt, sem skilar sér inn í leiksýningarnar.“ Um helgina verður leikritið Furðulegt háttalag hunds frumsýnt í Borgarleikhúsinu en þar leikur Bergur föður einhverfs drengs. Hvernig hefur sú reynsla verið? „Ég held að fólk eigi eftir að finna til mikillar samhygðar með þessum dreng. Ef okkur tekst ætlunarverk okkar, sem við komum til með að gera, verður þetta skemmtileg, hröð og hjartahlý en kannski um leið hjartaskerandi tilfinning. Verkið fjallar um hvað drengurinn þarf að takast á við í heimi sem við höfum búið til, okkar sam- félagi, sem er heimur sem hann upplifir öðruvísi en við hin. Og svo hvernig heimurinn sér hann. Ég held að við höfum stefnt að því að fólk sem þekkir til þessara aðstæðna eigi eftir að kannast við sig í verkinu en einnig að hinir sem þekkja þessar aðstæður ekki geti fylgst með, komist að ýmsu og fengið að vera hluti af þessu mynstri eina kvöldstund. Maður komst að því við vinnslu verksins að sjálfur, eins og kannski flestir, er maður með einhvers konar þráhyggju. Konan mín kallar það þrjóskuröskun í mínu tilfelli. „Ég er al- veg að koma að borða, ég verð bara að klára þetta og hitt.“ Og þetta að fá lög á heilann sem maður getur ekki bægt frá, að geta ekki stigið á strik á gangstéttum og þurfa að telja ljósastaura. Ef maður myndi svo stilla þessi atriði aðeins hærra, setja þau í magnara, getur maður auðvitað ímyndað sér að það væri erfitt að lifa. Sumt af þessu nýtist manni samt í að einbeita sér og klára verkefni.“ Þú komst sterklega til greina sem borgarleik- hússtjóri. Á vel við þig að ráða og stjórna? „Það má segja það jú. Ég á helling af orku og hugmyndum handa leikhúsinu en er sáttur við valið á Kristínu, held að þar hafi tekist vel til. Það á vel við mig að fá fólk til að vinna saman og finna hæfileika þess og veita þeim farveg. Ég held að ég hafi alltaf verið þannig. Leikhúsið í mínum huga snýst um að virkja hæfileika fólks en ekki beisla þá. Leikhúsið snýst líka að stærstum hluta um að leyfa fólki að finna til sam- hygðar. Á sviðinu eru leikarar og þeim líður einhvern veginn saman, annaðhvort vel eða illa. Svo kemur fólk í salinn og það fær að upplifa þessa líðan með persónunum á sviðinu. Það er hægt að gera ótrúlegustu hluti í gegnum þessa samkennd, jafnvel lækna og laga ein- semd. Fyrir nokkrum árum voru svokallaðar spegilfrumur uppgötvaðar og þá var einn þekktur leikhúsmaður sem sagði að það kæmi honum ekkert á óvart – leikhúsið hefði vitað þetta lengi. Speg- ilfrumur gera okkur að manneskjum og skil- greina okkur. Við erum ekki lengur homo sapiens sapiens. Við erum homo empatíkus. Menn sam- kenndar en ekki hinir ofboðslega vitiborni- vitibornu menn. Ég tengi frekar við það en að vera ógeðslega gáfaður. Hvað á ég líka að gera við það? Á ég að finna upp nýja kjarnorku- sprengju? Finna upp app? Tengja betur við fjöl- skylduna? Aldeilis ekki. Við í leikhúsinu höfum ekkert við vitiborna-vitiborna-vitiborna- skilgreininguna að gera. Vinátta er afl sem ég skil.“ *Við erum ekkilengur homosapiens sapiens. Við erum homo empatíkus. Menn samkenndar en ekki hinir ofboðs- lega vitiborni- vitibornu menn.“ Morgunblaðið/Eggert 9.3. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Sófaborð margar gerðir og stærðir Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is Model 2811 Sófi L207 D89 H75 Áklæði Ct.83 verð 299.000,- | Leður Ct.10 verð 398.000,- | Fæst einnig 2ja sæta og stóll. Drop 180x86 verð 169.000,- Marta (tvö borð og bakki) verð 184.000,- Samuel 105x70 verð 169.000,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.