Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Blaðsíða 25
9.3. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 Fæstir Íslendingar átta sig eflaust ekki á sögulegu mikilvægi þess aðbandaríski körfuboltamaðurinn Jason Collins spilaði sinn fyrstaleik í Barclay-höllinni í Brooklyn í NBA-deildinni síðastliðinn mánudag. Þátttaka Collins í leiknum markaði söguleg þáttaskil því hann er fyrsti karlkyns NBA-leikmaðurinn í sögunni sem leikur þar eftir að hafa greint frá samkynhneigð sinni opinberlega. Þetta var mjög stórt skref fyrir réttindabaráttu samkynhneigðra þar í landi því áður hafði enginn karlkyns leikmaður í fjórum stærstu íþróttadeildum Bandaríkjanna spilað leik eftir að hafa opinberað samkynhneigð sína. Bandarískir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um málið og fjölmargir aðdáendur Brooklyn Nets- liðsins stóðu upp, öskruðu nafn Collins og fögnuðu ákaft er honum var skipt inn á völlinn. Collins er þó enginn nýliði í NBA-deildinni því þar hefur hann spilað með ýmsum liðum frá árinu 2001. Hann kom út úr skápnum eftir síðasta tímabil og fékk í kjölfarið engan samn- ing fyrr en 23 febrúar. Collins stendur ekki einn í baráttunni ytra því bandaríski fótboltamaðurinn Michael Sam er á góðri leið með að verða fyrsti leikmaður NFL-deildarinnar sem viðurkennir opinberlega samkynhneigð sína. Málið vakti mikla athygli um allan heim því ýmsir töldu samkynhneigða menn ekki eiga heima í „karlmannlegum“ heimi NFL-deildarinnar og töldu hann ekki vera velkominn í búningsklefann. Þar á meðal var faðir leikmannsins en hann viðurkenndi að hugmyndin um samkynhneigða NFL-leikmenn truflaði hann. Fjölmargir lýstu yfir stuðningi við leikmanninn og þar má nefna for- setafrúna, Michelle Obama, og yfirmann NFL-deildarinnar, Roger Goodell. Þá vakti skeleggur íþróttafréttamaður frá Texas, Dale Hansen, mikla athygli fyrir umfjöllun sína. Hann benti á að það væri fáránlegt viðhorf að nota saklausa ást tveggja karlmanna sem afsökun fyrir því að leikmaðurinn væri ekki velkominn í búningsklefann á sama tíma og þar fá að sitja leikmenn sem hafa orðið uppvísir að alvarlegum glæpum á borð við neyslu fíkniefna, nauðganir, morð af gáleysi og kynbundið of- beldi. Á sama tíma og íhaldsöm vígi hómófóbíu halda áfram að riða til falls í bandarísku íþróttalífi er merkilegt að hugsa til þess að ástandið í þess- um málaflokki virðist ekki mikið skárra hér á landi. Þessi staðreynd stingur í stúf í ljósi þess að Íslendingar telja sig almennt vera langt komna í réttindabaráttu samkynhneigðra. Jason Collins spilar í treyju nr. 98 til að heiðra minningu Matthew Shep- ard sem var barinn til dauða vegna samkynhneigðar sinnar árið 1998. AFP FRUMKVÖÐLAR Heilbrigt líf JÓN HEIÐAR GUNNARSSON Sundkonana Hrafnhildur Lúthersdóttir er margfaldur Íslandsmeistari og Íslandsmethafi í bringusundi og fjórsundi. Hún hefur tekið þátt í fjölda alþjóðamóta og keppti m.a. á Ólympíuleikunum í London árið 2012. Hún stundar nám og sundþjálfun við einn virtasta há- skóla í Bandaríkjunum og er tilbúin til að veita les- endum góð ráð varðandi líkamsrækt og heilsu. Hversu oft æfir þú á viku? Ég æfi alls 17 sinnum á viku í samtals 28 tíma. Ég æfi 11 sinnum í lauginni og þrisvar á bakkanum þar sem við hlaupum, sippum og gerum magaæfingar. Þá lyftum við einnig þrisvar í viku. Svo gerir maður auka líka, því aukaæfingin skap- ar meistarann! Henta slíkar æfingar fyrir alla? Svo stíft prógramm hentar alls ekki öllum en sund nokkrum sinnum í viku, klukkutíma í senn, er mjög gott fyrir flesta. Það reynir á marga vöðva í einu og kemur manni auðveldlega í form. Hvernig er best fyrir nýliða að koma sér af stað? Það er alltaf best að stinga sér í djúpu laugina bókstaflega, og byrja að gera eins mikið og maður treystir sér til, en passa sig að ofgera sér ekki strax, frekar byrja létt og bæta við fleiri dög- um, fleiri mínútum, fleiri ferðum eftir því sem líður á og maður treystir sér í meira. Svo er líka alltaf gott að hafa ein- hvern með sér, það styttir tímann og æf- ingarnar virðast léttari. Þannig ann- aðhvort að fá einhvern með sér í laugina eða skrá sig á námskeið eða í sund- félagið og kynnast nýju fólki. Hvað ráðleggurðu fólki sem vill hreyfa sig meira? Ef fólk vill hreyfa sig meira er best að byrja létt og gera eins mik- ið og maður treystir sér til. Sumir eiga það til að byrja á fullu og gefast upp ef þeir sjá ekki neitt gerast. En að byrja létt og bæta við sig jafnt og þétt er betra. Og mundu að það er alltaf erfitt að byrja, en þegar þú ert kominn yfir „vegg- inn“ geturðu allt! Ertu meðvituð um mataræðið? Ég reyni að vera meðvituð um mat- aræðið en ég er mannleg rétt eins og allir aðrir, mig langar í pítsuna um helgar og súkkulaðið þegar ég fer í bíó. En ég reyni að hugsa um það eins mikið og ég get og það hjálpar mikið að við erum með næring- arfræðinga hérna úti í skólanum sem hjálpa okkur með allt varðandi mat- aræðið. Ég reyni bara að passa hvað ég borða og passa að borða ekki of mikið. Reyni alltaf að borða grænmeti og ávexti á hverjum degi og ekki of mikið af brauði, þó að það gangi aldrei upp hjá mér. Hvað ráðleggurðu fólki sem vill bæta mataræðið? Það geta auðvitað ekkert allir verið að pæla í kaloríum og telja hvað þeir borða allann daginn. En það sem er hægt að gera er að reyna að passa að borða reglulega og ekki sleppa morgunmat! Svo er um að gera að reyna að finna sér eitthvað hollt til að borða þegar maður vill teygja sig í óhollustuna, eins og hnetur, jóg- úrt eða ávexti. Hver er lykillinn að góðum árangri? Mataræði, svefn og æfingar. Svo er aðallykillinn, finnst mér, að hafa gaman af því sem þú ert að gera. Hver eru erfiðustu meiðsli sem þú hefur orðið fyrir? Þegar ég braut olnbogann á mér rétt fyrir Ólympíuleikana 2012. Ég var búin að vera að æfa fyrir leikana í alveg fjögur ár og svo meiddist ég rétt áður en ég átti að fara til London, það tók verulega á mig andlega. Sér- staklega af því að ég meiddist ekki einu sinni þegar ég var að synda eða lyfta eða neitt slíkt, ég datt í matvörubúðinni í Frakklandi þegar ég var að kaupa kex og slíkt til að hafa uppi á herbergi meðan við vorum þar í æfingabúðum. En sem betur fer höfðum við gott teymi sem hjálpaði mér í gegnum allt og ég lærði af reynslunni. Meiðslin gerðu mig sterkari og gerðu það að verkum að ég er enn ákveðnari í að standa mig ennþá betur á leikunum árið 2016. ÍÞRÓTTAKEMPA VIKUNNAR HRAFNHILDUR LÚTHERSDÓTTIR Slasaðist við kexinnkaup Það er ekki nóg að passa eingöngu upp á mataræðið því ýmis eitur- efni inni á heimilinu geta einnig haft skaðleg áhrif á þig og þína. Ef þú vilt búa til náttúrulegan rúðuúða er hægt að blanda saman 4 msk. af ediki saman við 1 l af vatni og skrúbba með góðri samvisku. Náttúrulegur rúðuúði*Munurinn á hinu ómögu-lega og hinu mögulegaliggur í vilja mannsins. Tommy Lasorda hafnaboltahetja KEMUR HEILSUNNI Í LAG EIN TAFLA Á DAG SYKURLAUSAR LITLAR VÍTAMÍNTÖFLUR SEM GOTT ER AÐ GLEYPA ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.