Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Blaðsíða 18
Ferðalög og flakk Handhæg ráð við pökkun *Mörgum vex í augum að pakka niður fyrir ferðalög. Á vef USAToday er að finna handhæg ferðaráð. Góð regla fyrir borg-arferðir er t.d. að takmarka skópör við tvö, eitt betraog eitt hversdags, og pakka þeim neðst í ferðatöskuna.Líka er mælt með að ferðafötin séu valin í hlutlausumlitum (þá má fá úr fylgihlutum). Til að draga úr líkum áað fötin krumpist er tilvalið að rúlla þeim upp áður en þau eru sett í töskuna. Best er líka ávallt að hafa tímann fyrir sér og pakka ekki í flýti. (Nánar: travel.usnews.com). Nú höfum við búið hér í Vínarborg í eitt ár og líkar vel. Vín er ein fal- legasta borg sem við höfum komið til og hér er gaman og gott að búa. Byggingarnar eru mikilfenglegar (við erum svo heppin að hafa heila höll og meðfylgjandi hallargarð nánast í bakgarðinum hjá okkur!), samgöngurnar eru frábærar og möguleikar til afþreyingar margir, allt frá tónlist og listum til veitingastaða og skemmtigarða. Það er líka gaman að fara örlítið út fyrir borgina og upplifa austurrísku sveitina. Í haust fórum við t.d. á uppskeruhátíð vínbænda í grennd við Vín. Þar sátum við, hlustuðum á alpapopp og gæddum okkur á nýjustu vínafurðum Austurríkis á meðan við nutum útsýnisins. Nú er farið að vora eftir nokkuð mildan vetur en til stendur að fara í eins og eina skíðaferð áður en við tökum á móti sumrinu. Vorkveðjur, Herdís, Örvar og Emil Dagur Schloss Belvedere er í 2 mínútna göngufæri frá heimilinu okkar. Hér er- um við Emil ásamt Ellu ömmu og Ellu frænku, með höllina í baksýn. Örvar og Emil á einum af fjölmörg- um jólamörkuðum fyrir jólin. Menningarlíf í miðaldaborg Hjónin á vínekru rétt utan við Vín. PÓSTKORT F RÁ VÍN É g tók eina önn í skiptinámi í Sjanghæ ár- ið 2007, sem opnaði á einhverjar gáttir,“ segir Páll, spurður um tilurð þess að áhugi hans á Suðaustur-Asíu var vak- inn. Leitaðist hann við að nýta allan lausan tíma til að ferðast, þar sem hann heillaðist mjög af Taílandi. „Fólkið, maturinn og menningin var einhvern veginn svo allt öðruvísi en maður átti að venjast. Fólk býr við alls konar aðstæður og heimsmynd þess er allt öðruvísi – en samt virk- ar samfélagið einhvern veginn,“ segir hann. Eftir útskrift frá Háskólanum á Bifröst komst Páll inn í meistaranám í Suðaustur-Asíufræðum við Chulalongkorn-háskólann í Bangkok. Nam hann þar menningu, sögu og stjórnmál þessa heimshluta. Skólinn er afar virtur að sögn Páls en hann stofnaði taílenski konungurinn í upphafi 20. aldar. Sýnir konungsfjölskyldan skólanum enn mikla tryggð en Páll tók m.a. við útskrift- arskjali sínu úr hendi Maha Chakri Sirindhorn prinsessu, þegar hann lauk námi árið 2010. „Það þurfti að æfa athöfnina vel og virða ýmsar regl- ur, eins og að horfa ekki í augu prinsessunnar eða brosa til hennar – ekkert mátti fara úr- skeiðis,“ segir hann kankvís. Mildari útgáfa af Kína Eftir útskrift bjó og starfaði Páll ytra um tveggja ára skeið, við ýmis verkefni, svo sem markaðsmál og fararstjórn. Enda þekkir hann svæðið orðið vel og er orðinn þar heimavanur. „Af þeim stöðum í Asíu sem ég hef komið til er mín upplifun að Taíland sé einna aðgengileg- ast og nútímavæddara að mörgu leyti en önnur lönd. Gott netsamband í borgum og Starbucks og 7/11-búðir víða eru birtingarmyndir nú- tímans. Síðan er maður líka með hina hliðina, utan borganna, þar sem landið er minna þróað og gamla Asía mætir nútímanum,“ segir hann. Páll ber einnig Taílendingum vel söguna sem gestgjöfum. „Taílendingar taka mjög vel á móti fólki. Mín upplifun var að landið væri eins konar mildari Asíuútgáfa af Kína,“ segir hann léttur í bragði. Segir hann heimamenn almennt þekkta fyrir að vera létta í lund. Jafnari veðursæld sé líka í Taílandi, t.d. getur gerst mjög kalt í Kína á vetrum. Bæði eiga löndin það hins vegar sam- eiginlegt að státa af ríkri og fjölbreyttri mat- arhefð. Margt sé hægt að kynna sér í þeim efn- um. Páll hefur hug á að kynna þessa hlið Taílands frekar fyrir áhugasömum og mun gera senn. Á komandi hausti mun hann, í samstarfi við Gló- eigendurna Sollu Eiríksdóttur og Elías Guð- mundsson, verða fararstjóri í matar- og heilsu- ferð til landsins á vegum Ferðaþjónustu bænda. „Markmiðið er að fólk upplifi eitthvað meira en bara færiband á milli helstu ferðamannastaða. Ég vil kynna landið betur frá sjónarhorni heimamannsins,“ segir Páll. Dvalið verður í Bankok í upphafi ferðar, þar sem m.a. betri taí- lenskir veitingastaðir og ferskvörumarkaðir verða sóttir heim. „Fólk mun líka prófa besta götumat Bangkok-borgar,“ segir Páll. Leiðin liggur síðan til eyjunnar Koh Samui þar sem dvalist verður í heilsumiðstöðinni Vikasa í 10 daga. „Þar er hægt að gera ýmislegt uppbyggj- andi, eins og að stunda jóga, hugleiðslu, detox, líkamsrækt eða annað, auk þess sem Solla mun kenna taílenska matreiðslu,“ segir Páll. Bætir hann við að allir eigi að geta tekið eitthvað meira með sér heim frá Taílandi en bara sól- brúnkuna. FÓLK, MATUR OG MENNING Í TAÍLANDI Heillaðist af nýjum heimi PÁLL ARNAR STEINARSSON HAFÐI EKKERT SÉRSTAKLEGA VELT FYRIR SÉR AÐ ÍLENGJAST Á FJARLÆGUM SLÓÐUM ÞEGAR HANN HÉLT TIL KÍNA Í SKIPTINÁM. HANN FÉLL HINS VEGAR KYLLIFLATUR FYRIR ÁLFUNNI OG LAUK SÍÐAR MEISTARAPRÓFI Í FRÆÐUM SUÐAUSTUR-ASÍU, FRÁ VIRTUM TAÍLENSKUM HÁSKÓLA. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Páll tók þátt í hjálparstarfi eftir að flóð ollu miklu tjóni í Taílandi 2011. Útskrift úr Chulalongkorn háskólanum. Dr. Sunit komst ekki, svo að búið var til pappaspjald af honum. Frá Vikasa-heilsusetrinu, á eyjunni Koh Samui. Um 60 þúsund manns búa þar að staðaldri en ár- lega sækir vel á aðra milljón ferðamanna eyjuna heim að sögn Páls, enda algjör paradís. Með Dr. Sunit, deildarforseta, við Ankor Wat í Kambódíu, í námsferð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.