Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Blaðsíða 21
Morgunblaðið/Einar Falur * Krafturinn og hugmynda-auðgi þessara ungu lista-manna skilar sér vitaskuld beint út í sýningarsalina, sem eru af ýms- um toga og ástæða til að hvetja gesti til að kynna sér þá senu alla. Málverk eftir Sando Botticelli gleðja gesti í sal með ítölskum verkum í Gemäldegalerie: Heilagur Sebastian, frá 1447, Jómfrúin og barnið með Jóhannesi skírara og guðspjalla- manninum Jóhannesi, frá 1484, og Jómfrúin og barnið ásamt syngjandi englum, frá 1477. Gríðarstórt og áhrifamikið minnismerkið um helför gyðinga, skammt frá Brandenburgarhliðinu, er gert úr 2.711 misstórum steyptum formum. Gestir hverfa þar inn í þröng og kuldaleg gljúfur. 9.3. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 Uppbyggingin virðist engan enda ætla að taka í hjarta sameinaðrar Berlínar. Þótt hver menningarmiðstöðin á fætur annarri sé opnuð eft- ir endurbætur, svo sem hin glæsilegu söfn Neues Mu- seum og Alte Nation- algalerie á safnaeyjunni, þá þurfa gestir að fara hjáleiðir að inngangi Berlínaróper- unnar, vegna framkvæmda, stórir hlutar hinnar frægu breiðgötu Unter den Lind- en eru sundurgrafnir og svo sveiflast byggingarkranar uppi í himninum og verka- menn puða við að færa jarðveg og steypa veggi á bygg- ingarreitunum sem kallast Humboldt Forum og Hall- artorgið. Framkvæmdir trufla gesti sem koma til borgarinnar þó lítið, þeir streyma inn á söfnin, versl- anir, veitingastaði og kaffihús í miðborginni, og fjöldi þeirra kýs líka að líta inn á margmiðlunarsýninguna um uppbygginguna alla sem hefur verið sett upp í sér- kennilegri byggingu með framtíðarblæ, Humbolt- boxinu, sem var opnað fyrir rúmum tveimur árum og á að rífa árið 2019, þegar framkvæmdum á bygging- arreitunum þar í kring verður lokið. Úr boxinu er framúrskarandi útsýni yfir miðborgina og er hægt að fræðast um breytingarnar sem eiga sér þar stað, auk þess sem hægt er að tylla sér með kaffibolla og taka inn í rólegheitum hræringarnar á svæði sem lét mikið á sjá þegar það var hluti Austur-Berlínar. Byggingarkranar sveiflast yfir reitnum þar sem endurgerð Berlínarhallarinnar rís og í Humboldt-boxinu er marg- miðlunarsýning um viðamikla uppbygginguna. Sífelld uppbygging og framkvæmdir Inngangurinn í hið reisu- lega Alte Nationalgalerie. Þegar stjörnuarkitektinn Mies van der Rohe var fenginn til að teikna nýja þjóðarlistasafnið, Neue Nat- ionalgalerie, þá ofur formhreinu byggingu sem var vígð árið 1968 og var síðasta byggingin sem hann hannaði, þá var það enn einn merk- isáfanginn í klasa bygginga sunnan við Tiergarten sem áttu að verða miðstöð listanna. Bygingarnar risu þar ein af annarri – tónleikahöll Berlínarfílharmóníunnar var vígð árið 1963, kammermúsíksalurinn við hliðina árið 1987 og safnbygg- ingin Kulturforum, með hinu ein- staka málverkasafni Gemäl- degalerie, var loks opnuð 1998. En lengst af voru þessar menningar- miðstöðvar „úti í horni“ Vestur- Berlínar. Það breyttist þó þegar múrinn féll og síðan hafa þessi mik- ilvægu menningarsetur öðlast verðskuldaðan sess sem annar helsti menningarkjarni miðborg- arinnar, á móti söfnunum á og við Museum Insel, eyjuna í Spree-ánni. Boxers, skúlptúr bandaríska lista- mannsins Keiths Harrings, fyrir fram- an Kammermúsíksalinn og tónleika- höll Berlínarfílharmóníunnar. Klasar menningarhúsa Reynir Björnsson lögg. fasteignasali Sími 895-8321 Mjög glæsileg og björt 127 fm 4ra herbergja íbúð á 2. hæð í fallegu fjölbýlishúsi. Sérinngangur og stæði í bílageymslu. Nýlegt eldhús með granít borð- plötum, þvottahús innan íbúðar og stórar ca 17 fm svalir til suðurs. Eignin verður sýnd sunnudaginn 9. mars milli kl. 14:30 og 15:00. sunnudaginn 9. mars Gvendargeisli 24 – Opið hús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.