Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Blaðsíða 39
#12stig
Það styttist í árshátíð Twitter-notenda á Íslandi, sjálfa Eurovision-keppnina. Eins og áður segir
eru beinar útsendingar frá vinsælum viðburðum í sjónvarpi með vinsælasta umfjöllunarefni fólks á
samfélagsmiðlum. Þannig voru alls send 20.710 tíst merkt #12stig á úrslitakvöldi Eurovision í
fyrra. Vinsældirnar má rekja til þess að fólk vill upplifa stórar stundir saman og segja hvað öðru
frá sinni upplifun. Kosningar eru annar hápunktur fyrir Twitter-notendur, en íþróttaviðburðir
standa líka alltaf fyrir sínu. Þannig er úrslitaleikur ameríska fótboltans iðulega sá atburður sem
mest er tíst um á hverju ári í Bandaríkjunum.
Osama er allur
Fréttir af því að Osama Bin Laden
hefði verið drepinn bárust fyrst á Twitter.
Það var Keith Urbahn, fyrrverandi skrif-
stofustjóri Donalds Rumsfelds, sem var
fyrstur til að segja frá þessu, en fjöl-
miðlar gripu söguna á lofti um leið, og
fjölluðu um málið áður en staðfesting lá
fyrir af hálfu Bandaríkjastjórnar. Meðan
á árásinni stóð lýsti pakistanskur maður
að nafni Sohaib Athar atburðarásinni á
Twitter, án þess að hafa hugmynd um
hvað raunverulega var að gerast.
Flugslys í Hudson
Löngu áður en fjölmiðlar
komust á staðinn til þess að
segja frá því hvað var að ger-
ast náði maður að nafni Janis
Krums að segja heiminum frá
brotlendingu flugvélar í Hud-
son-ánni í New York. Hann
sendi tíst með mynd af flugvél-
inni í ánni og lýsti því að hann
væri í ferju á ánni sem væri á
leið að flugvélinni til að hjálpa
farþegum að komast frá flak-
inu. Fljótlega var hægt að
finna fjölda mynda og mynd-
banda frá slysstað og af björg-
unaraðgerðum á Twitter.
9.3. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39
Smáralind | Sími 512 1330
Opið Sunnudaga 13-18
iPadmini
Nettur ogflottur
Verð frá:49.990.-
SmartCover
Fyrir iPad, flottir litir
Verð frá:7.990.-
iPadAir
Kraftmikill og léttur
Verð frá:84.990.-
iPad
hvarsemer,
hvenærsemer
iPad leiðarvísir
Allt um iPad íeinni bók
Verð:4.490.-