Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Blaðsíða 44
Fjármál heimilanna Starfsmannaviðtöl borga sig *Í síðustu launakönnun VR voru heildarlaunfélagsmanna að meðaltali 507.000 kr. á mán-uði en meðalgrunnlaun 473.000 kr. Að jafn-aði var vinnuvika svarenda 43,5 klst á viku.Karlar vinna lengri vinnuviku en konur eða45,1 klst á móti 42,1 klst.Könnunin leiddi m.a. í ljós að þeir sem fara árlega í starfsmannaviðtal hafa 7,7% hærri laun. Stefán Ólafsson er ungur maður á réttri braut í lífinu. Hann starfar í hlutastarfi hjá Konfúsíusarstofnuninni Norðurljósum (www.konfusius.is) en samhliða því leggur hann stund á meistaranám í máltækni við HR, en námið tvinnar saman tölvunarfræði og málvísindi. Hvað eruð þið mörg í heimili? Við erum þrjú á heimili, ég, unnustan og dóttir okkar. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Það er alltaf til mjólk, brauð, ostur, smjör. Klassískt fóður á morgnana. Hvað fer fjölskyldan með í mat og hreinlætis- vörur á viku? Það er mismunandi á milli vikna en ætli það séu ekki um 15 til 20 þúsund krónur. Hvar kaupirðu helst inn? Við kaupum eins lengi og hægt er í Fjarðarkaupum en þegar veskið tekur að þynnast förum við í svínið. Hvað freistar helst í mat- vörubúðinni? Ég verð veikur í hnjánum þegar ég sé bláu Hob-nobs-kexpakkana, það er eins og heróín. Krakkar, ef einhver býður ykkur Hob-nobs, segið bara nei. Hvernig sparar þú í heimilishaldinu? Við spörum helst á því að skipuleggja hvað verður í matinn viku fram í tím- ann og kaupa fyrir vikuna á einu bretti. Hvað vantar helst á heimilið? Á komandi mánuðum verður fjárfest í flatskjá grunar mig. Ég veit ekki hversu mikið lengur ég þoli túbuna. Eyðir þú í sparnað? Við leggjum alltaf til hliðar í hverjum mánuði eins mikið og við komumst upp með. Skothelt sparnaðarráð? Það er ekkert skothelt í þessu, en ætli aðalatriðið sé ekki bara skipulag. Ef þú veist nokkurn veginn hvað er fram- undan er auðvelt að ráðstafa pening- unum. STEFÁN ÓLAFSSON NEMI Veikur fyrir Hob-nobs kexi Stefán reynir að spara með því að skipuleggja útgjöldin vel og helst kaupa í matinn fyrir alla vikuna á einu bretti. Morgunblaðið/Þórður Aurapúkinn horfir varla lengur á sjónvarp. Í staðinn hefur hann gerst sinn eigin dagskrár- stjóri á YouTube. Þar hefur Púkinn fundið ógrynni „sjónvarpsstöðva“ sem senda frá sér frumsamið og vandað efni dag hvern. Púk- inn er í „áskrift“ að þessum stöðvum og hefur vanið sig á að skoða daglega hvort eitt- hvert áhugavert myndband hefur verið sett inn. Efnið er af fjölbreyttum toga en endurspeglar áhugasvið Aurapúkans. Blandast þar saman fræðandi þættir um vís- indi og heimspeki, hnitmið- aðar kennslustundir um sögu og tækni, gamanþættir, um- ræður um málefni líðandi stundar og viðtöl við áhuga- vert fólk. Púkinn sparar ekki bara pen- inga með þessu, enda efnið ókeypis, heldur líka tíma. Hann ræður hvenær hann horfir og hverju má sleppa. Hefðbundnar sjónvarps- stöðvar af gömlu gerðinni standast ekki samaburð. púkinn Aura- YouTube er allt sem þarf Þ að er margt sem hugurinn girnist. Eflaust dreymir flesta um dýrari föt í fataskáp- inn, flottari bíl í innkeyrslunni og glæsi- legri húsgögn á heimilinu. Aðra dreymir um ævintýri og upplifanir: rómantíska viku í New York, að rápa um gamla markaðinn í Marrakesh eða þræða aldagömul musteri í frum- skógum Asíu. Það er kannski vandinn, að hugurinn girnist svo margt. Hvað á að hafa forgang og hvað má bíða? Hver kannast líka ekki við að hafa keypt eitt- hvað, til þess eins að sjá eftir kaupunum? Þurfti ég raunverulega þessa skó? Hefði ekki mátt bíða með að kaupa þetta sjónvarp? Hefði ekki verið skemmtilegra að fara til Berlínar en til Brussel? Hvernig á að henda reiður á öllum draum- unum, velja, hafna og forgangsraða? Óskirnar í einu albúmi Þar kemur tæknin til bjargar. Ein besta leiðin sem greinarhöfundur þekkir er að safna öllum draumum og markmiðum í myndaalbúm, og nota forrit á borð við Picasa til að búa til „sjónrænan“ óskalista. Ferlið er nokkurn veginn á þessa leið: Með því að gera myndaleit á Google (images.google.com) er auðveldlega hægt að finna mynd af flestu því sem hugurinn girnist. Væri gaman að eignast nýjan ísskáp? Kannski með tveimur hurðum og klakavél? Það þarf bara að slá in orðin á ensku og Google birtir myndir af óteljandi ísskápum sem passa við lýsinguna. Myndirnar af þeim ísskápum sem virðast passa best og eru fallegastir eru vistaðar í sérstakri möppu á tölvunni og þar er hægt að bæta áfram við eftir sömu reglu öllu öðru sem fólki dettur í hug að það vilji eignast. Það má t.d. safna myndum af draumafötunum, safna í albúm fallegum húsgögnum og bús- áhöldum, eða viða að sér myndum af draumabíl- unum í uppáhaldslitunum. Á þessu stigi má oft gera einfalda grisjun á myndunum sem komin eru í möppuna. Það sést kannski strax að drauma-Benzinn er fallegri en drauma-Volvoinn, eða að leðursófinn sem gaman væri að kaupa er miklu fallegri en tausófinn. Þá er farið í Picasa, sem er ókeypis ljósmynda- forrit frá Google. Picasa er hið mesta þarfaþing sem auðveldar allt skipulag á ljósmyndasafninu og gerir mögulegt að geyma öryggisafrit í skýinu með einum músarsmelli. Picasa má líka nota til að búa til n.k. „klippimyndaalbúm“ (e. collage). Opna má myndamöppuna sem búið er að safna í og hrúgar Picasa öllum myndunum á einn stóran flöt. Þar er hægt að stækka myndirnar og minnka, snúa og raða upp eftir eigin höfði. Það er hér sem forritið gagnast mjög vel til að stilla upp sambærilegum valkostum á óskalistanum og sjá hvor hentar betur. Hvort væri betra að hafa ara- bískt teppi eða þykka ullarmottu með leðursóf- anum? Hvort myndi fara betur við gráu jakkaföt- in, svartir skór eða brúnir? Svona er hægt að vinsa hluti úr listanum smátt og smátt. Loks þegar búið er að grisja og sortera er komin heildarmynd af óskum og markmiðum. (Fyrir óáþreifanlega hluti s.s. ferðalög á ákveðna áfangastaði eða að greiða upp tilteknar skuldir, má setja táknrænar myndir, s.s. af Eiffel- turninum eða af seðlabúntum). Hvað á að hafa forgang? Nú má byrja að forgangsraða. Hvað langar þig mest í? Hvað á að koma á undan hverju? Raða má lóðrétt eða lárétt og jafnvel sortera listann í ólíka flokka þar sem hvert atriði hefur sína for- gangsröðun, t.d. ein röð af draumaferðalögum, önnur röð af draumahúsmunum og enn önnur af draumafatnaði. Útkoman er skýrt yfirlit og vegvísir sem nota má til að skipuleggja útgjöldin og ná fram há- markshamingju fyrir hverja krónu. GÚGGLAÐU ÞAÐ SEM ÞIG LANGAR Í Úthugsaður óskalisti NOTENDAVÆNT LJÓSMYNDAFORRIT OG ÓTÆMANDI MYNDASAFN NETSINS SKAPAR ÁHUGAVERÐA NÝJA LEIÐ TIL AÐ FORGANGSRAÐA Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Sýnishorn af óskalista sem púslað hefur verið saman með ljósmyndaforritinu Picasa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.