Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.3. 2014
Myndlistarkonan Rut Rebekka opnar á laug-
ardag kl. 14 sýningu í sal Íslenskrar grafíkur,
sjávarmegin í Hafnarhúsinu í Reykjavík. Sam-
tímis kemur út listaverka- og ljóðabók með
verkum hennar.
Bókin nefnist „Málverk og ljóð – Paintings
and Poems“ og eru ljóðin bæði á íslensku og
á ensku. Í bókinni gefur að líta verkin á sýn-
ingunni, og fleiri til, en með hverri mynd birt-
ist ljóð. Rut Rebekka hefur ort ljóðin sam-
hliða því að mála verkin.
Listakonan er fædd í Reykjavík árið 1944
og er þetta afmælissýning því hún verður sjö-
tug í þessum mánuði. Hún hefur stundað
myndlist í 40 ár og haldið 20 einkasýningar á
ferlinum, hér heima og erlendis.
RUT REBEKKA SÝNIR
AFMÆLISSÝNING
Hluti af einu verka Rutar Rebekku á sýningunni.
Í bókinni sem kemur út eru einnig ljóð hennar.
Tölvugerð mynd af „Minnissárinu“, 3,5 metra
breiðum skurði gegnum Sørbråten-nesið.
Mynd/Jonas Dahlberg Studio
Sænskur myndlistarmaður, Jonas Dahlberg,
bar sigur úr býtum í samkeppni um minn-
ismerki um fórnarlömb hryðjuverka öfga-
mannsins Anders Behrings Breiviks í Utøya
og Ósló sumarið 2011.
Dahlberg mun skapa þrjá minnisvarða.
Einn þeirra, kallaður „Minnissár“, er 3,5
metra breiður skurður gegnum nes sem
gengur út í stöðuvatnið þar sem Utøya er. Á
annan vegginn verða grafin nöfn allra fórn-
arlambanna og verður hægt að lesa þau gegn-
um glugga á hinum veggnum. Grjótið sem
verður tekið úr skurðinum verður flutt til
Óslóar og notað í gerð annars minnismerkis,
um bílsprengjuna sem Breivik sprengdi þar.
MINNISVARÐI UM HRYÐJUVERK
MINNISSÁR
Sýning til heiðurs skáldkon-
unni, myndhöggvaranum og
leikkonunni Melittu Urban-
cic (1902-1984) verður
opnuð í Þjóðarbókhlöðunni
í dag, laugardag. Málþing
verður um leið um ævi
hennar og verk og stendur
dagskráin frá kl. 13-15.
Melitta Urbancic leitaði
hælis á Íslandi árið 1938 ásamt eiginmanni
sínum, hljómsveitarstjóranum Victor Urban-
cic (1903-1958) og börnum þeirra. Fjöl-
skyldan fluttist hingað frá heimalandinu,
Austurríki, eftir valdatöku nasista, en Melitta
var af gyðingaættum.
Ljóðabók Melittu, „Frá hjara veraldar /
Vom Rand der Welt“, kemur út í tvímála út-
gáfu hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og
Háskólaútgáfunni nú í mars. Þýðandi
ljóðanna á íslensku er Sölvi Björn Sigurðsson
en eftirmála ritar Gauti Kristmannsson.
SÝNING OG MÁLÞING
MINNAST MELITTU
Melitta Urbancic
Sýning er nefnist „Nútímakonur“ með verkum eftir Björgu Þor-steinsdóttur, Ragnheiði Jónsdóttur og Þorbjörgu Höskulds-dóttur verður opnuð í Listasafni Árnesinga í dag, laugardag,
klukkan 15. Kveikjan að sýningunni er þrjú verk eftir listakonurnar
þrjár sem voru í gjöf Bjarnveigar Bjarnadóttur og sona hennar til
safnsins á áttunda áratugnum. Verkin voru unnin á þeim tíma, sem
oft er skírskotað til sem „kvennaáratugarins“, en nýju kvennahreyf-
ingunni, sem nefnd hefur verið önnur bylgja femínisma, laust þá nið-
ur víða um lönd.
Sýningarstjóri er Hrafnhildur Schram listfræðingur.
Heiti sýningarinnar, „Nútímakonur“, vísar til þess að mótunarár
þeirra Bjargar, Ragnheiðar og Þorbjargar voru árin eftir heimsstyrj-
öldina síðari, þegar íslenskt þjóðfélag hafði tekið grundvallarbreyt-
ingum og breyttist hratt úr hefðbundnu norrænu bændasamfélagi í
nútímavætt borgarsamfélag og við blasti ný heimsmynd. Árin eftir
stríð urðu því uppgangstímar og alþjóðlegir straumar í bókmenntum,
myndlist og fatatísku bárust hratt til landsins og settu sterkan svip á
þjóðfélag og menningarlíf. Í þessari þróun öðluðust konur stöðugt
aukið frelsi, pólitískt, menntunarlega, fjárhags- og kynferðislega.
Í sýningarstjórn Hrafnhildar Schram er áherslan lögð á þá og nú-
sýningu, það er að segja að sýna verk frá áttunda áratugnum en
einkum verk sem þær hafa unnið að á síðustu árum og undirstrika
þannig virkni kvennanna sem enn reka eigin vinnustofur.
NÚTÍMAKONUR Í LISTASAFNI ÁRNESINGA
Hafa allar átt
frækinn feril
Listakonurnar á samsettri mynd sem birtist hér í Morgunblaðinu 11. maí
vorið 1975, fyrir tæpum 39 árum, þegar rætt var við þær allar saman.
Listkonurnar í dag: Björg Þorsteinsdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir og Þor-
björg Höskuldsdóttir. Þær sýna bæði ný og eldri verk.
SÝNING MEÐ VERKUM BJARGAR ÞORSTEINSDÓTTUR,
RAGNHEIÐAR JÓNSDÓTTUR OG ÞORBJARGAR HÖSK-
ULDSDÓTTUR VERÐUR OPNUÐ Í HVERAGERÐI Í DAG.
Menning
N
ú er ég á leiðinni aftur til Ís-
lands. Við skemmtum okkur
afskaplega vel síðast og þegar
ég var spurður að því hvort
ég vildi leggja leið mína öðru
sinni til landsins, þá gat ég ekki annað en tek-
ið hugmyndinni fagnandi,“ segir ástralski gít-
arleikarinn Tommy Emmanuel sem kemur
fram í Háskólabíói í kvöld, laugardagskvöld.
Hann lék fyrir fullu húsi í Háskólabíói fyrir
tveimur árum og komust færri að en vildu.
Margir sem voru á tónleikunum höfðu á orði
að annan eins gítarleik hefðu þeir ekki upp-
lifað. Plötur með leik hans seljast afar vel og
þá er hann með vinsælustu gítarhetjum sem
sjá má á vefnum YouTube; milljónir horfa á
hann taka gítarinn til kostanna.
Íslenska gítarhetjan Björn Thoroddsen mun
hefja leikinn hér í kvöld, eins og síðast, áður
en hann kallar Emmanuel á svið.
Emmanuel var að ljúka við tveggja mánaða
tónleikaferð um Bandaríkin og lék fyrir fullu
húsi öll kvöld. Blaðamaður náði í hann á Flór-
ída og hann bjóst við að lenda í annarskonar
veðri hér.
„Kvöldið þegar ég lék á Íslandi var bandvit-
laust veður en engu að síður var húsfyllir og
gestir virtust skemmta sér vel,“ segir hann.
„Björn lék afar vel og ég held að kvöldið hafi
verið mjög vel lukkað.
Það er mikilvægt fyrir mig að fólk fari
ánægt af tónleikum og minnist þeirra með
þakklæti.“
Emmanuel er á tónleikaferðalagi stóran hluta
ársins. „Það er það sem ég geri. Líf mitt hefur
lengi snúist um það. Síðustu tólf ár hef ég verið
búsettur í Bandaríkjunum, í Tennessee, en hef
haldið ástralskra ríkisborgararéttinum.
Mér finnst gaman að ferðast um heiminn.
Ég er hálfgerður heimsborgari,“ segir hann.
Þegar Emmanuel er spurður að því hvort
viðbrögð áheyrenda séu honum mikilvæg, þá
stendur ekki á svarinu: „Viðbrögðin skipta
mig öllu máli,“ segir hann ákafur. „Þess vegna
er ég á sviðinu. Það er hlutverk mitt að
skemmta fólki og bjóða því í ferðalag, á brott
frá öllu amstri og angri. Það er mikilvæg
vinna sem lætur fólki líða vel.“
Þegar fylgst er með honum leika er aug-
ljóst að hann nýtur þess að vera með hljóð-
færið í fanginu, kitla það, ögra og töfra úr því
hljóma og tónarunur sem koma jafnvel hörð-
ustu unnendum kassagítarsins á óvart.
„Já, það er stórkostlega gaman að leika á
gítarinn! Ég nýt sérstaklega þeirra tónleika
þar sem ég er einn með áhorfendunum. Það
er svo mikil nálægð í þeirri upplifun.“
Set mér engar reglur
Þegar haft er á orði að Emmanuel sé róm-
aður virtúós á hljóðfærið, þá grípur hann
fram í og biður um að farið sé gætilega, hann
noti ekki þetta orð. En hvers vegna?
„Ég er alltaf að berjast áfram og leita að
einhverju nýju. Alltaf. Ég er alltaf að læra.
Ég nýt þess bæði að læra af öðrum hljóðfæra-
leikurum og af nýrri tónlist sem ég uppgötva.
Það er aldrei að vita hvað það getur gert
manni gott að nálgast tónlist með opnum
huga.“
Sumir gagnrýnendur segja Emmanuel geta
leikið hvað sem er á gítarinn en hann segir að
vitaskuld sé það ekki rétt.
„Nei, nei. Mörkin á því hvað hægt er að
gera ráðast líklega af því í hvaða stíl maður
leikur, það er hægt að fara margar leiðir. Ég
dái flamengó-tónlist en get ekki leikið hana svo
vel sé. Ég er líka unnandi klassískrar tónlistar
en er enginn sérfræðingur á því sviði. Ég leik
eins og ég leik, ég sem mín eigin lög og leik
einnig lög annarra sem ég kann vel að meta.“
En hann er afskaplega hugmyndaríkur
hljóðfæraleikari og viðurkennir að það sé
nokkuð sem hann gerir sér far um að vera.
„Þannig hef ég verið síðan ég byrjaði að
leika á gítar. Ég set mér engar reglur.
Ég tel það vera mikil mistök þegar börn
vilja læra á gítar og foreldrarnir neyða þau til
að læra klassíska tónlist fyrst. Þannig EIGI að
læra á gítar. Ég hafna því alfarið. Það er hægt
að læra á gítar með því að leika hvaða tónlist
sem er og það á ekki að neyða börn til að læra
eitthvað sem þau hafa ekki áhuga á. Kannski
vilja þau frekar leika tónlist eftir Rolling Sto-
nes – hvers vegna ekki að spyrja þau?
Vissulega er klassíska nálgunin frábær til
að kynnast hljóðfærinu vel, og hún er erfið en
afar áhrifamikil. Sjálfur byrjaði ég á að leika
tónlist eftir The Shadows og aðra slíka. Ég
var í hljómsveit, lék á ryþmagítar, en svo
kynntist ég leik manna eins og Chet Atkins
sem beittu annarri tækni. Mér fannst það
áskorun að læra að leika eins og þeir og það
hef ég gert allar götur síðan. Hef lagt áherslu
á fingrasetningu og plokk og hef samið mína
eigin tónlist og útsett.“
Emmanuel bætir við að leikstíl sinn byggist
í raun á píanóleik. „Ég held að það sé ein
ástæðan fyrir því hvað það virkar vel fyrir
mig að koma fram einn. Ég þarf ekki að hafa
aðra tónlistarmenn til að styðja við það sem
ég þarf að segja, ég get séð um þetta allt
saman sjálfur.
Það er góð áskorun að þurfa að gera allt
saman einn – og það er líka gríðarlega
skemmtilegt.“
Emmanuel hefur verið sagður einstakur
sendiherra kassagítarsins og segist gleðjast
við að heyra það, enda sé kassagítarinn „sval-
asta hljóðfæri sem til er! Það má taka hann
fram hvar sem er og leika á hann á svo fjöl-
breytilegan hátt, þetta er viðráðanlegt hljóð-
færi á allan átt. Auðvitað tekur langan tíma
að læra vel, og endalausar æfingar og fórnir,
en það á við um allt sem maður reynir að ná
góðum tökum á í lífinu,“ segir hann.
ÁSTRALSKI GÍTARLEIKARINN TOMMY EMMANUEL KEMUR FRAM Í HÁSKÓLABÍÓI
„Kassagítarinn er svalasta
hljóðfæri sem til er“
„ÞAÐ ER STÓRKOSTLEGA GAMAN AÐ LEIKA Á GÍTARINN! ÉG NÝT SÉRSTAKLEGA ÞEIRRA TÓNLEIKA ÞAR SEM ÉG ER
EINN MEÐ ÁHORFENDUNUM. ÞAÐ ER SVO MIKIL NÁLÆGÐ Í ÞEIRRI UPPLIFUN,“ SEGIR GÍTARHETJAN EMMANUEL.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is