Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Blaðsíða 47
að fyrst skekkjan hefði verið í þessa áttina væri hún
ekki eins alvarleg og ella hefði verið. Stalín virtist líta
á þessi mistök sem „ívilnandi gerning“ svo notað sé
mál lögfræðinnar.
Á frægum fundi miðstjórnarinnar í Moskvu, fáum
árum eftir dauða Stalíns, upplýsti Krústsjov um
nokkra helstu glæpi hans í frægri ræðu. Hún spurðist
smám saman út en sanntrúaðir neituðu lengi að trúa
því að hefði verið flutt. Í „leyniræðunni“ en þó eink-
um síðar viðurkenndi Krústsjov að hann sjálfur og
samverkamenn hans hefðu verið blóðugir upp að öxl-
um, í orðanna fremstu merkingu. En hann undir-
strikaði að menn hefðu ekki átt annars kost vildu þeir
halda lífi og ábyrgðin hefði öll verið Stalíns.
Annar fór á undan
Fljótlega upp úr því að kommúnistar náðu völdum í
Rússlandi voru gerðar miklar hreinsanir á Krím-
skaga. Handlangari Leníns og síðan Stalíns, Lev
Mekhlis, sá um að taka meinta andstæðinga af lífi í
þúsundatali og var ofsinn og grimmdin slík að jafnvel
Stalín þótti hún eftirtektarverð og sagði af henni sög-
ur.
Í lok góðs dagsverks þótti Stalín við hæfi að gera
Mekhlis að ritstjóra Prövdu, Sannleikans, og segir
Simon Montefiore í bók sinni að böðullinn af Krím-
skaga hafi sýnt í því starfi sömu taktana við rithöf-
unda og fyrri fórnarlömb sín.
En rétt er að hafa í huga að gjöf Krústsjovs á
Krímskaga til Úkraínu laut lögmálum veruleikans
sem var árið 1954. Hún var gerð í tilefni þess að
Úkraína hafði þá tilheyrt hinu Rússneska heims-
veldi í 300 ár. Það flögraði ekki að Krústsjov að hann
væri með þessum sýndargerningi að flytja Krím-
skaga undan Moskvuvaldinu, því að Úkraína laut
því valdi og það stóð ekki annað til en að svo yrði til
eilífðar. Enda héldu eftirmenn Krústsjovs áfram að
dvelja í sínum glæsilegu sumarhöllum á Krím allt
fram til síðustu daga sovétsins og það var einmitt á
Krímskaga sem síðasti forseti Sovétríkjanna, Gor-
batsjov, var hnepptur í stofufangelsi, þegar nokkrar
örlagafyllibyttur í æðstaráðinu reyndu að stöðva
klukkuna, tímann og heiminn á síðustu metrunum.
Yeltsín klifraði þá upp á skriðdreka, sem frægt er og
gagnbylting byttanna var þar með úr sögunni og
Sovétríkin sjálf skömmu síðar.
Hvernig verður endastaðan?
Krímskagatotan, sem áður var nefnd, er meira en
tota. Hann er einir 26 þúsund ferkílómetrar eða
nánast fjórðungur af stærð Ísland. Hann er þannig
10 sinnum landmeiri en ESB-ríkið Lúxemborg og 83
sinnum stærri en Malta, annað ESB-ríki. Landgæði,
hernaðarlegt mikilvægi og söguleg sjónarmið,
ásamt því hvernig íbúaskipting er á skaganum (þótt
hún sé illa fengin) leiðir til þess að Pútín lítur á það
sem hreint formsatriði að taka hann yfir. Það gera
vestrænir leiðtogar því miður líka, þrátt fyrir mála-
myndamótmæli þeirra. Þeir eru að vonast til þess, að
með því að andmæla af sæmilegum þrótti yfirtöku
Krímskaga nú geti þeir fengið Pútín til að ganga þó
ekki lengra en það. Það kann að ganga eftir. En það
er fjarri því að vera víst. Vestræn ríki fá ekki slíkt
loforð frá forseta Rússlands fyrr en áhrifavald
Kremlar yfir Úkraínu hefur verið viðurkennt í raun,
jafnvel þótt það verði aðeins gert í bakherbergjum.
Sá mikli garpur, Winston Churchill, af öllum
mönnum, skrifaði upp á plagg með Stalín eftir mik-
inn málsverð og með því, í Kremlarkastala árið 1944.
Þar „höfðu þessir kallar kaup“ á löndum og þjóðum
eins og þeir ættu það allt. Síðar skammaðist Churc-
hill sín fyrir þetta augnablik sinnar ævintýralegu til-
veru og kallaði herfangsplaggið (sem oftast var kall-
að „skjal um prósentuskiptingu“) „ósiðlega skjalið“
(The naughty document). (Strax eftir undirritun
urðu þessi orðaskipti: „Might it not be thought rat-
her cynical if it seemed we had disposed of these
issues so fateful to millions of people, in such an off-
hand manner? Let us burn the paper,“ said Churc-
hill.
„No, you keep it,“ replied Stalin.)
Vonandi mun þetta ógæfulega pólitíska skamm-
arstrik ekki verða dregið aftur á næstunni.
Vonandi hefur heimurinn eitthvað lært.
Morgunblaðið/RAX
9.3. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47