Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Blaðsíða 50
Nálgast allt á
jákvæðan hátt
M
agnús Geir Þórðarson heill-
aðist sem barn af leikhúsi,
þeirri miklu töfraveröld,
eins og hann kemst að orði.
„Ég var svo heppinn að for-
eldrar mínir fóru mikið með okkur í leikhús
og á aðra menningarviðburði, menning var því
hluti af daglegu lífi fyrir mig. Ég lék sem
barn í Þjóðleikhúsinu og í kvikmyndum, stofn-
aði barnaleikhús og leikstýrði. Eitt leiddi af
öðru þangað til ég fór út í nám og lærði leik-
stjórn.“
Ekki varð aftur snúið. „Þegar ég kom heim
úr námi leikstýrði ég fjölbreyttum leiksýn-
ingum og smám saman fór áhuginn á stjórnun
að aukast. Árið 2004 var ég ráðinn leik-
hússtjóri á Akureyri.“
LA var í miklum vanda þegar Magnús fór
norður en viðsnúningurinn var hraður, leik-
húsið varð fljótlega mjög áberandi og aðsókn-
in sú mesta í sögu þess. „Starfsemin var al-
gjörlega stokkuð upp og nýr, samheldinn
hópur reisti hið gamalgróna leikhús við. Þarna
varð einstakur andi og margir þeirra lista-
manna sem fremstir standa í dag hófu ferilinn
á þessum árum á Akureyri. Við rifjum þessa
góðu tíma iðulega upp með vissum söknuði
enda var þetta í raun ævintýri líkast. Það var
gaman að byggja upp leikhúsið í góðu sam-
bandi við bæjarbúa en leikhúsið stuðlaði að
auknum ferðamannastraumi til bæjarins. Þeg-
ar ég lít til baka er ég stoltur af þeirri blöndu
sem var í verkefnavali LA á þessum tíma:
boðið var upp á vel heppnaðar, ágengar sýn-
ingar eins og Maríubjölluna, Herra Kolbert,
Ökutíma og Dubbeldusch í bland við sýning-
arnar sem mestrar aðsóknar nutu eins og
Litla hryllingsbúðin, Fullkomið brúðkaup,
Óvitar og Fló á skinni.“
Viðsnúningurinn hjá LA var kraftaverki lík-
astur og Borgarleikhúsið hefur blómstrað á
síðustu árum undir þinni stjórn. Vinnur þú
eftir einhverri leyniformúlu?
„Engin tvö leikhús eða fyrirtæki eru eins.
Meta þarf í hverju tilviki fyrir sig hver þörfin
er og í báðum tilvikum, hjá LA og Borgarleik-
húsinu, blasti við eitt og annað sem betur
mætti fara. Vandinn var mun augljósari hjá
LA við fyrstu sín en raunin varð þó sú að við
endurskoðuðum alla starfsemi Borgarleikhúss-
ins í heilmiklu breytingarferli árið 2008. Þess-
ar breytingar voru grunnurinn að þeim ár-
angri sem náðist í kjölfarið og þær stoðir sem
Borgarleikhúsið hvílir á í dag.
Fyrsta árið einkenndist af miklu breyt-
ingaferli þar sem öllum steinum var velt við.
Við endurskoðuðum stefnu leikhússins og alla
nálgun í verkefnavali, endurskilgreindum hlut-
verk og markmið og samhliða var öllu skipu-
lagi leikhússins breytt; sýningarfyrirkomulagi,
framleiðsluferli og fjármálastjórn. Eðlilega
urðu breytingar á mönnun leikhússins en þó
nokkru minni en margir virðast halda. Mark-
aðsmálum var umbylt og allri ásýnd leikhúss-
ins breytt. Við stokkuðum upp áskriftarkerfið
og lögðum aukna áherslu á það. Afrakstur
breytinganna skilaði sér fljótt og síðan hefur
leikhúsið siglt meira og minni eftir þeirri
stefnu sem sett var á þessum tíma.“
Breytingar geta oft verið erfiðar, ekki síst á
mannahaldi. Mörgum finnst sá þáttur erfiður.
Hvað með þig?
„Ég geri það sem þarf að gera en reyni að
nálgast breytingar og stjórnun á jákvæðan
hátt og sætta sjónarmið þannig að sem flestir
séu sáttir. Ég hef ekki sérstaka ánægju af því
að taka erfiðar ákvarðanir og breyti ekki
breytinganna vegna heldur til að láta hlutina
ganga betur upp með heildarhagsmuni að
leiðarljósi. Það getur tekið á en sá sem kýs að
vera í forystu þarf að axla ábyrgð og taka
ákvarðanir en þær geta verið erfiðar. En það
er auðveldara ef tilgangurinn er göfugur, vel
rökstuddur og nálgun öll eins manneskjuleg
og kostur er.“
Af hverju ákvaðstu að fara frá leikhúsinu
þegar gengur svona vel?
„Ég hef lagt líf og sál í Borgarleikhúsið síð-
ustu ár og hafði alls ekki hugsað mér að
hverfa á braut. Mér líður afskaplega vel þar
og er búinn að leggja drög að mjög spennandi
dagskrá sem er framundan, en þarna blasti
við mér ný og afar spennandi áskorun. Rík-
isútvarpið er stærsta og sennilega mikilvæg-
asta menningar- og lýðræðisstofnun þjóð-
arinnar. Ég er líklega galinn að fara úr
draumastarfinu, en eftir að hafa legið yfir
málinu komst ég að þeirri niðurstöðu að
ástæða væri til þess að taka slaginn, vegna
þess að ég held að það sé ekki hollt, hvorki
manni sjálfum né stofnun sem þarf að var
jafn frjó og leikhús, að stjórnandi sé þar of
lengi. Þá er alveg sama hve staðan er góð,
hætta er á að hlutirnir staðni. Þess vegna
ákvað ég að standast þá freistingu að vera
áfram og hætta áður en það blasti við að hollt
væri að ég myndi hverfa á braut.
Ég er fyrst og fremst leikhúmaður af lífi og
sál og ég sé fyrir mér að ég snúi aftur í leik-
húsið síðar á lífsleiðinni. Þá mæti ég vonandi
endurnærður í draumaveröld leikhússins,
vopnaður nýjum og ferskum hugmyndum. Ég
hlakka mikið til starfsins á Ríkisútvarpinu og
vona að mér takist að koma með nýja sýn á
hlutin þar.“
Gengurðu sáttur frá borði?
„Já, ég fer stoltur og þakklátur frá Borgar-
leikhúsinu. Ég er fyrst og fremst mjög stoltur
af þeim frábæra hópi sem hér starfar; hér eru
ekki bara sterkir einstaklingar heldur ekki
síður einstaklega öflugur og samheldinn hópur
sem hefur flutt fjöll.
Hópurinn getur verið stoltur af því sem
hefur áunnist og hver staða Borgarleikhússins
er í dag. Á undanförnum árum höfum við
skapað margar ógleymanlegar sýningar og
okkur hefur tekist að vekja áhuga og velvild
þjóðarinnar, sem hefur streymt í leikhúsið.
Það hefur tekist ágætlega að setja saman
góða blöndu verkefna og byggja upp stóran
hóp reglulegra leikhúsgesta. Verðmætin sem
felast í því að um 12.000 manns teljist til
áskriftarkortagesta eru ómetanleg.
Hér eru fjármál og skipulag í afar góðum
og föstum skorðum, jafnvægi hefur verið í
rekstri og jákvæð rekstrarniðurstaða af op-
MAGNÚS GEIR ÞÓRÐARSON HEFUR STÝRT BORGARLEIKHÚSINU Í SEX ÁR
EN SEST Í STÓL ÚTVARPSSTJÓRA RÍKISÚTVARPSINS Á MÁNUDAGINN.
HANN BLÆS Á RADDIR UM AÐ GÓÐ MARKAÐSSÓKN BITNI Á FAGLEGUM
METNAÐI. SEGIR BORGARLEIKHÚSIÐ DÆMI UM HIÐ GAGNSTÆÐA.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Faust
Rústað
Mary Poppins
GRÆNU
Viðtal
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.3. 2014