Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Blaðsíða 59
9.3. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59
Veröld sem var eftir Stefan
Zweig er bók sem fjölmargir
bókaunnendur hafa í hávegum.
Fyrsta útgáfa bókarinnar kom
út hér á landi árið 1958 og hún
var síðan endurútgefin árið
1996 og 2010 og kemur nú út í
fjórða sinn. Það er ekki hægt
að mæla nógsamlega með
þessari dásamlegu bók sem
hefur djúp áhrif á flesta þá sem
hana lesa. Hér er á ferð upp-
gjör höfundar við samtímann,
en Zweig hóf að skrifa þessa
sjálfsævisögu sína árið 1934
þegar uppgangur nasista var í
algleymingi. Hann lauk verkinu
árið 1942 og setti handritið í
póst til útgefanda. Daginn eftir
stytti hann sér aldur ásamt
konu sinni.
Tímalaus
klassík
Fjölmiðlakonan Sally Magnusson, dóttir
sjónvarpsmannsins þekkta, Íslendingsins
Magnúsar Magnússonar, hefur skrifað bók
um móður sína. Bókin, sem er á metsölulista
Sunday Times, nefnist Where Memories
Go: Why Dementia Changes Everyt-
hing. Magnús Magnússon, sem var í áratugi
einn þekktasti sjónvarpsmaður Bretlands, lést
árið 2007. Hann eignaðist fimm börn með eig-
inkonu sinni, blaðakonunni Mamie Baird.
Sonur þeirra Siggy lést ellefu ára gamall árið
1973 í bifreiðaslysi. Mamie var heltekin af sorg
en það voru orð eiginmanns hennar sem gerðu
að verkum að hún ákvað að láta sorgina ekki
yfirbuga sig. Hann sagði við hana: „Börnin hafa
misst bróður sinn. Ekki láta þau missa móður
sína líka.“
Þegar Magnús lést hafði Mamie sýnt fyrstu
einkenni þess að vera með alzheimer sem síð-
an ágerðist. Mamie lést árið 2012, 86 ára göm-
ul. Í bók sinni, sem hefur vakið nokkra athygli,
segir Sally Magnusson frá veikindum móður
sinnar og lýsir hnignun hennar og umbreytingu
og örvæntingu þeirra sem verða vitni að henni.
Bók Sally Magnússon um veikindi móður sinn-
ar hefur vakið nokkra athygli.
SÖNN SAGA UM MÓÐUR OG ALZHEIMER
Breski glæpasagnahöfundurinn Ann
Cleeves, sem í fyrra var meðal gesta
á glæpahátíðinni Icelandic Noir í
Reykjavík, valdi nýlega tíu glæpasögur
sem henni þykja góðar og áhugaverð-
ar. Cleeves, sem sennilega er þekkt-
ust fyrir bækur sínar um Veru Stan-
hope sem framhaldsmyndir hafa verið
gerðar um, ákvað að velja aðrar
glæpsögur en þær skandinavísku sem
hún segir vera svo áberandi að hætta
sé á að þær skyggi á aðrar glæpasög-
ur. Íslensk glæpasaga er á lista Clee-
ves en það er Röddin eftir Arnald
Indriðason. Cleeves segist ekki vera
að svindla með því að velja bók eftir
íslenskan höfund, því þótt Ísland teljist til Norðurlanda tilheyri það ekki Skandinavíu.
Röddin kom út hér á landi árið 2002. Jólahátíðin er að ganga í garð þegar starfsmaður á
stóru hóteli í Reykjavík finnst myrtur í kjallara þess. Hann reynist hafa verið vinafár og lifað fá-
breyttu lífi en upplýsingar um æskuár hans, ævintýraleg og dapurleg í senn, koma lögreglunni á
sporið. Cleeves segir að lýsingar Arnaldar á lífi starfsfólks á hótelinu og lýsingar á jólaboði
sem þar er haldið sýni vel andstæðurnar í lífi ólíkra þjóðfélagshópa.
Meðal annarra höfunda sem komust á listann hjá Cleeves má nefna meistara George
Simenon, Deon Mayer og Fred Vargas.
CLEEVES HRIFIN AF RÖDDINNI
Ann Cleeves er hrifin af bókum Arnaldar Indriðasonar.
Ein af metsölubókum síðasta
árs var Lygi eftir Yrsu Sigurð-
ardóttur. Þessi dúndurtryllir er
nú kominn út í kilju. Í bókinni
eru nokkrar spennandi og ólík-
ar sögur sagðar, en engan veg-
inn er ljóst hvernig þær og per-
sónur þeirra tengjast. Yrsa er
hér í toppformi í hörkuspenn-
andi bók þar sem ýmislegt
óvænt gerist. Nokkur hroll-
vekjandi atrið hljóta að gleðja
lesendur sem eru gefnir fyrir
slíkt.
Fínn spennu-
tryllir frá Yrsu
Ógleymanleg-
ur Zweig og
Lygi frá Yrsu
NÝJAR OG NÝLEGAR BÆKUR
HIN MARGLOFAÐA BÓK STEFANS ZWEIG, VER-
ÖLD SEM VAR, ER KOMIN Í KILJU, SANNKALLAÐ
MEISTARAVERK. LYGI EFTIR YRSU SIGURÐAR-
DÓTTUR SELDIST VEL FYRIR SÍÐUSTU JÓL OG
ÞAÐ SAMA MUN ÖRUGGLEGA EIGA VIÐ UM
KILJUÚTGÁFUNA. EINAR ÁSKELL ER ENDUR-
ÚTGEFINN OG NÝ LJÓÐABÓK ER KOMIN ÚT.
Af kynjum og víddum... og loftból-
um andans er ljóðabók eftir Pétur
Örn Björnsson arkitekt. Hann er
fæddur á Sauðárkróki árið 1955 og
lærði bókmenntafræði við Háskóla
Íslands og síðan arkitektúr í Dan-
mörku. Hann hefur lengi fengist við
ljóðagerð og ljóð eftir hann hafa
birst í blöðum og tímaritum. Í þess-
ari ljóðabók má finna þversnið af
ljóðagerð hans.
Af kynjum og
víddum
Bækurnar um Einar Áskel eftir Gunillu Bergström
njóta stöðugra vinsælda. Fyrsta bókin um ærslabelg-
inn heitir Góða nótt, Einar Áskell, og er nú endur-
útgefin ásamt einni af fyrstu bókunum um hann, Engan
asa, Einar Áskell. Í fyrstu bókinni getur Einar Áskell
ekki sofnað og er það til nokkurra vandræða fyrir föð-
ur hans. Í seinni bókinni flýtir Einar Áskell sér of mikið
og faðir hans gerist reyndar sekur um það sama.
Sívinsæll ærslabelgur
snýr aftur
* Fjarlægðin gerir fjöllin blá og menninamikla. Jóhann Sigurjónsson BÓKSALA 26. FEB.-4. MARS
Allar bækur
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 Sannleikurinn um málHarrys Quebert
Joël Dicker
2 HHhHLaurent Binet
3 Marco áhrifinJussi Adler Olsen
4 KonungsmorðiðHanne-Vibeke Holst
5 5:2 mataræðiðMichael Mosley / Mimi Spencer
6 5:2 mataræðiðUnnur Guðrún Pálsdóttir
7 Iceland Small World lítilSigurgeir Sigurjónsson
8 EftirköstinRhidian Brook
9 Skuggasund - kiljaArnaldur Indriðason
10 Skrifað í stjörnurnarJohn Green
Vasabrotsbækur - kiljur
1 Sannleikurinn um málHarrys Quebert
Joël Dicker
2 HHhHLaurent Binet
3 Marco áhrifinJussi Adler Olsen
4 KonungsmorðiðHanne-Vibeke Holst
5 EftirköstinRhidian Brook
6 SkuggasundArnaldur Indriðason
7 ÓlæsinginnJonas Jonasson
8 Furðulegt háttalag hunds um nóttMark K. Haddon
9 Að gæta bróður mínsAntti Tuomainen
10 MánasteinnSjón
MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR
Maður kemur manns í stað.