Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Blaðsíða 51
inberu framlagi árlega. Staðan í dag er afar
góð og rekstur ársins betri en áætlanir gerðu
ráð fyrir.“
Það er óvenjuleg staða hjá menning-
arstofnun. Hvernig ferðu að þessu?
„Heiðurinn af þessari stöðu á auðvitað allt
starfsfólk Borgarleikhússins og fram-
kvæmdastjórinn, Þorsteinn S. Ásmundsson og
deildarstjórar leikhússins, hafa stýrt rekstr-
inum traustri hendi. Ég vil að í kjarna starf-
seminnar, í æfingasal og á sviðinu, sé nær
óskorðað frelsi til sköpunar. Þar förum við á
flug og hugmyndir fá vængi. En forsendur
fyrir þessu frelsi er að agi sé á rekstri og
fjármálastjórn. Tilhneigingin í rekstri menn-
ingarstofnana er oft sú að líta svo á að vegna
þess hve mikil sköpun sé í starfseminni þurfi
reksturinn líka að vera frjálslegur. Ég lít hins
vegar alveg öfugt á það. Það þýðir til dæmis
ekkert að fara í stórar uppsetningar ef skipu-
lag og áætlanir eru lausbeislaðar. Við fyrstu
sýn virtist til dæmis afar óskynsamlegt að
ráðast í svo flókna, stóra og kostnaðarsama
uppsetningu og Mary Poppins en ástæða þess
að okkur tókst að bjóða upp á þá stór-
glæsilegu sýningu og af jafn miklum metnaði,
er hve agaður reksturinn er og hve sterkir
innviðir Borgarleikhússins eru. Við gátum
gert áætlanir sem við vorum nokkuð örugg
um að stæðust.“
Hver er galdurinn á bak við velgengnina?
„Þegar ég tók við hér 2008 gerðum við
starfsfólkið innanhússamning um að við
myndum alltaf segja já við góðum hug-
myndum! Það hljómar örugglega mjög einfalt
og barnslegt en er hins vegar góður grunnur
fyrir skapandi umhverfi. Það grundvallast á
því að fram komi góðar hugmyndir og þeim
sé hægt að kasta fram án þess að menn hafi
þurft að hugsa þær í þaula fyrirfram. Til að
hugmyndirnar fái vængi þurfa allir að vera til-
búnir að stökkva á þær og vinna áfram. Svo
þróast hugmyndin, breytist og leiðir mögulega
til þess að henni sé hent á seinni stigum. Að
mínu mati er þetta grundvallaratriði í skap-
andi starfi. Ef hugmyndir stranda á neikvæðu
andrúmslofti hættir fólk að varpa þeim fram.
Og til að hægt sé að stökkva á hugmyndir,
sem fyrirfram ættu að vera ómögulegar, verð-
ur starfsemin að standa á traustum grunni.
Ég er viss um að margt, sem hér hefur verið
gert á síðustu árum hefði ekki orðið að veru-
leika hefði þessi já-hugsun ekki ríkt.“
Hann nefnir dæmi: „Á fyrsta ári mínu hér
kom upp sú hugmynd, þegar Fólkið í blokk-
inni var sett upp á stóra sviðinu, að staðsetja
alla 400 áhorfendurna á sviðinu, snúa þeim í
hringi og leika allt í kring. Þetta var gríð-
arlega flókið dæmi sem hefði verið hægt að
stoppa vegna kostnaðar og ýmissa annarra
þátta en starfsfólk leikhússins sagði já og
þetta var gert. Og var ótrúlega skemmtilegt!“
Annað dæmi: „Þegar Gísli Örn Garðarsson
setti upp Faust kom hann með þá klikkuðu
hugmynd að strengja net yfir allan áhorf-
endasalinn, láta leikara stökkva úr mikilli hæð
á netið og leika stóran hluta sýningarinnar
þar fyrir ofan áhorfendur. Þarna voru ótal at-
riði, verkfræðileg og varðandi öryggi og
kostnað, sem hugmyndin hefði getað strandað
á en starfsmannahópurinn sagði já og því
fengu áhorfendur að njóta þessara töfra. Sýn-
ingin sló í gegn hér og hefur svo ferðast um
allan heim!“
Þú ert mjög drífandi, Magnús, og hefur átt
velgengni að fagna. Heldurðu að ekki sé erfitt
að taka við leikhúsi á eftir þér?
„Það held ég ekki en fer sennilega eftir því
hvernig á það er litið. Hvort vilja menn taka
við leikhúsi þar sem allir innviðir eru sterkir
eða leikhúsi þar sem þarf að fara í mikla til-
tekt? Staða Borgarleikhússins er afar sterk,
starfsmannahópurinn einstakur, hópur fastra
gesta hefur aldrei verið stærri, ímyndin er
sterk, fjárhagurinn góður og búið að tryggja
rétti að mörgum frábærum leikverkum. Þá
hefur sviðs- og ljósabúnaður verið endurnýj-
aður af miklum metnaði og nú er að fara í
gang endurbygging á forsal hússins sem mun
stórauka möguleika á að opna veitingahús,
kaffihús og bar. Ég held að nýr leikhússtjóri
taki við góðu leikhúsi og geti einbeitt sér að
hinu listræna starfi og byggt á traustum
grunni.“
Þær raddir heyrast af og til að gott mark-
aðsstarf, eins og bæði þú og Borgarleikhúsið
hafið verið heiðruð fyrir, komi niður á list-
rænu hliðinni. Að því fylgi óhjákvæmilega að
listrænn metnaður sé minni en ella. Hefurðu
orðið var við þetta?
„Þau sjónarmið koma upp annað slagið og
það nýjasta í umræðunni er að tala um stjórn-
unarnám í neikvæðri merkingu; eins og það,
að menn hafi tæki og tól til að stýra hlutum
faglega útiloki það að drifkraftur og nálgun
geti verið listræn. Þetta er út í hött, því allt
snýst um kjarnann og söguna sem verið er að
segja en fagleg stjórnun og góð markaðssókn
skiptir auðvitað miklu máli líka. Ef markmið
leikhússins er að hafa afgerandi áhrif, sem
það hlýtur að vera, þá hlýtur markmiðið að
vera að hafa áhrif á fleiri en færri. Þá hljótum
við að byrja á því að velja verkefni sem skipta
máli að okkar mati, vanda okkur sem best við
uppsetninguna og beita svo markaðsstarfi sem
tóli. Ég tel að dagskrá Borgarleikhússins síð-
ustu ár hafi verið metnaðarfull, hér hefur ver-
ið mikil frumsköpun, við höfum sýnt eldfim
verk og þorað að taka á samfélagsmálum. Hér
hafa verið sett upp glæný erlend verk, klass-
ík, barnaleikrit og söngleikir. Aðsókn hefur
verið afar góð en það er eins og þessi árangur
trufli suma í umræðunni og þeir vilja draga
upp þá mynd að vegna þess að leikhúsið njóti
vinsælda þýði það óhjákvæmilega að listrænn
metnaður sé minni. Það er afar mikil einföld-
un. Staðreyndin er nefnilega sú að hin áleitn-
ari verk eru þau sem hafa grætt mest á að-
sóknaraukningunni. Við höfum átt því láni að
fagna að áhorfendur hafa streymt í leikhúsið á
metnaðarfull verk eins og Kirsuberjagarðinn,
Fólkið í kjallaranum var sýnt í heilt ár, Rúst-
að, átakaverk eftir Söru Kane, var vinsælt,
Tengdó og Jesús litli; tvö þau síðastnefndu
sannarlega mikil frumsköpun og áræðin verk-
efni. Metnaðarfullar menningarperlur hafa
náð til miklu fleiri en venjan er í íslenskum
leikhúsum. Kortasala hefur 24-faldast á sex
árum og hún skiptir miklu máli til framtíðar
litið. Sá sem kaupir kort fer ekki bara einu
sinni í leikhús á árinu til að sjá léttmetið held-
ur velur blöndu leikverka. Sú blanda sam-
anstendur gjarnan af einu þekktu verki og
svo öðrum sem kortagesturinn þekkir minna
til. Þannig byggjum við hægt og bítandi upp
stærri hóp sem má telja til „menntaðra“ leik-
húsáhorfenda og það fólk kemur í leikhúsið í
framtíðinni. Ég er auðvitað stoltur af því að
aðgengilegar sýningar eins og Mary Poppins
fái metaðsókn en ég er enn stoltari yfir því
hve margar áræðnar og krefjandi sýningar
hafa náð almennri hylli.“
Þú þekkir vel til hjá Ríkisútvarpinu eftir að
sitja þar í stjórn. Blásið hefur á móti, m.a.
vegna niðurskurðar, en stofnunin hefur líka
verið gagnrýnd fyrir að sinna ekki innlendri
framleiðslu af nógu miklum metnaði. Hvernig
metur þú stöðuna?
„RÚV er ein af lykilstofnunum í íslensku
samfélagi. Ég stend fullur lotningar og til-
hlökkunar frammi fyrir þessu verkefni og geri
mér grein fyrir því hve RÚV skiptir þjóðina
miklu máli. Ég hlakka til að leiða RÚV inn í
nýja tíma. Innandyra er hæfileikaríkt fólk
sem skapað hefur ógleymanlega útvarps- og
sjónvarpsþætti um árabil. Ég hlakka til að
kynnast þessu fólki, læra af því og vinna með
því á næstu árum. Með nýju fólki koma nýjar
áherslur en byggt er á góðum grunni. Ég
vona að á næstu árum svífi andi sköpunar yfir
Ríkisútvarpinu.“
Hyggstu reyna að taka já-viðhorfð upp þar
eins og í Borgarleikhúsinu?
„Ég held sannarlega að það viðhorf sé öll-
um hollt. Orðið já opnar fyrir svo margt,
hvernig við tölum saman, nálgumst verkefni
og síðast en ekki síst gerir það lífið skemmti-
legra.“
Hvert er hlutverk Ríkisútvarpsins í raun að
þínu mati?
„Hlutverk RÚV er að auka lífsgæði þjóð-
arinnar; að stuðla að því að hún njóti fram-
úrskarandi menningar, að standa fyrir vand-
aðri samfélagsumræðu og að fréttaflutningur
sé góður, traustur og faglegur. Fræðslu-
hlutverkið er afar mikilvægt; unga kynslóðin
og við sem eldri erum eigum að sjá nýjar hlið-
ar á heiminum og okkur sjálfum í gegnum
dagskrá Ríkisútvarpsins. Þannig getur RÚV
verið eitt af þeim öflum sem styrkir sjálfs-
mynd íslensku þjóðarinnar. RÚV á að vera
mannúðleg stofnun þar sem jafnrétti er í há-
vegum haft; það á að ríkja gagnvart starfs-
fólki, viðmælendum í þáttum og umfjöllunar-
efnum. Við eigum að stefna að jafnri stöðu
kynjanna og landsmanna út frá búsetu. Ég vil
efla starfsemi RÚV á landsbyggðinni. Ég
stefni að því að kjarna starfsemina enn betur,
að áherslan færist í auknum mæli á innihald
og framleiðslu á innlendu gæðaefni fyrir ís-
lenska þjóð. Eitt af helstu áhersluatriðum
mínum í starfi útvarpsstjóra verður að opna
samtalið um Ríkisútvarpið, inn á við og út á
við. Ég vil að RÚV hvetji til umræðu og skoð-
anaskipta, að starfsfólk hlusti á þjóðina og
þannig hafi eigendur meira um starfsemina að
segja. Ég vona að þetta leið til aukinnar sátt-
ar um Ríkisútvarpið og meiri uppbyggilegrar
umræðu.“
* Tilhneigingin í rekstrimenningarstofnana eroft sú að líta svo á að
vegna þess hve mikil sköp-
un sé í starfseminni þurfi
reksturinn líka að vera
frjálslegur. Ég lít hins veg-
ar alveg öfugt á það
Kirsuberja-
garðurinn
Gauragangur Jeppi Fjalli
SKREFI ÁUNDAN
PI
PA
R\
TB
W
A
-S
ÍA
-1
40
69
8
Um síðustu áramót tóku gildi ný lög um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum
á landi. Þau kveða á um skyldu olíufélaganna til að tryggja að ákveðið hlutfall
eldsneytis til samgangna sé af endurnýjanlegum uppruna. Olís hafði þá þegar
uppfyllt þessi skilyrði.
Vorið 2013 hóf Olís að blanda alla sína díselolíu með VLO, eða vetnismeðhöndlaðri
lífrænni olíu. Í byrjun sumars 2013 opnaði svo Olís sína fyrstu metanafgreiðslu
í Mjódd og fljótlega verða opnaðar tvær aðrar, í Álfheimum og á Akureyri.
Öll þessi skref eru í samræmi við umhverfisstefnu félagsins.
Taktu grænu skrefin með Olís! Vinur við veginn
9.3. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51