Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Blaðsíða 12
Nói flutti í haust á dvalarheimilið Hlíð á Akureyri og horfir þaðan daglega yfir einbýlishúsið þar sem fjölskyldan bjó lengst af, Aust- urbyggð 15. „Það er skemmtilegt að horfa heim á hverjum degi! Ég hafði ekki í myndað mér það, þeg- ar ég byggði húsið ungur maður, að ég ætti eftir að lenda hér á dvalarheimilinu við hliðina,“ segir þessi lífsglaði öldungur og hlær. Jóhann er mikið á ferðinni; tíður gestur á ýmsum listviðburðum í bænum og brunar líka um ná- grennið þegar gott er veður á far- artæki sínu, ellinöðrunni, sem hann kallar svo. Nói situr ekki auðum höndum eins og glöggt má sjá á sýningunni í Listasafninu. Verk hans þar eru unnin á þessu ári og í fyrra, auk þess sem sýndir eru stólar sem hann framleiddi á árum áður. „Meiningin var að safna saman gömlum verkum en svo hljóp ein- hver spenna í mig … Halldór er systursonur minn og bauð mér þess vegna að hafa verk inni á sýn- ingunni sinni, sem ég er honum mjög þakklátur fyrir. Ég vinn mín verk ekki eftir hefðbundnum form- um heldur eftir hugdettum sem skapast í draumi eða í formum hluta er ég sé á verkstæðum eða úti í náttúrunni. Við erum mjög ólíkir í myndformum, hann mörg- um árum yngri og hefur myndlist sem aðalstarf en mér finnst samt passa vel að við sýnum saman.“ Jóhann Ingimarsson er þekktur maður á Akureyri og hefur verið í áratugi. Hann hóf nám í hús- gagnasmíði 17 ára og fór að því loknu til Danmerkur og lærði hönnun. Rak síðan húsgagnaverk- smiðju á Akureyri, Valbjörk, frá 1951 til 1970 en þau hjón, hann og Guðrún Helgadóttir, jafnan kölluð Didda, komu þá á fót hús- gagnaverslun. Það var Örkin hans Nóa og fluttu þau inn vönduð hús- gögn frá Ítalíu. Fyrirtækið seldu þau, verslunin var síðar lögð niður, en nú höndla raunar Helga dóttir hjónanna og Kristján eiginmaður hennar með húsgögn í Örkinni hans Nóa í innbænum þótt ekki sé í sama mæli og á árum áður. Lífið snerist sem sagt meira og minna um húsgögn og það var ekki fyrr en Didda lést, 1993, að Nói snéri sér að einhverju ráði að list- inni en hefur sinnt henni af krafti allar götur síðan. „Hún var alltaf á móti þessu rugli í mér! Fannst þetta ljótt,“ segir Nói og hlær. Fjöldi listaverka Nóa prýðir Ak- ureyrarbæ og fyrsta skúlptúrinn, Kærleika, gerði hann einmitt í minningu eiginkonu sinnar og gaf bænum. Verkið stendur á Oddeyri. Annað áberandi verk Nóa er Heimur vonar, stórt verk sem stendur norðan við hús Mennta- skólans á Akureyri, og það þriðja sem nefna má er Samstaða sem stendur neðst við Strandgötu; minnisvarði sem reistur var 1996 í tilefni 100 ára samfellds starfs verkalýðsfélaga í Eyjafirði. Heim vonar og fleiri verk gerði Nói úr afskurði af bobbingum; stál- kúlum sem notuð eru í troll. Efnið hefur hann fengið gefins og var einmitt með stórt verk úr slíkum afskurði í bígerð – Viskuvitann, 30 metra hátt verk sem hann hugðist færa Háskólanum á Akureyri. Teikning er af Viskuvitanum á sýningunni, upplýstum á klöpp- unum sunnan við húsnæði skólans. AKUREYRI Handverkið heldur mér gangandi JÓHANN INGIMARSSON – ALLTAF KALLAÐUR NÓI – VERÐ- UR 88 ÁRA Í SUMAR EN ER ENN Í FULLU FJÖRI OG SÍSKAP- ANDI. NÓI ER GESTUR Á SÝNINGU FRÆNDA SÍNS, HALL- DÓRS ÁSGEIRSSONAR, Á LISTASAFNINU Á AKUREYRI. Nói á vinnustofu sinni í gamla eldhúsi dvalarheimilisins Hlíðar. Þarna eru módel af listaverkum sem til eru eða hann von- ast til að verði að veruleika, t.d. borðið og bekkurinn sem hann langar að koma upp við hvert eyðibýli á Langanesi. * Í fyrra var þetta komið út í það að fólkkunni sér ekki magamál og át sér til óbóta.Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, sem seldi saltkjöt og baunir ekki á túkall eins og síðustu ár heldur 995 kr. Landið og miðin SKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is UM ALLT LAND EYJAFJARÐARSVEIT Framkvæmdir standa nú yfir við Jólagarðinn í Eyjafjarðarsveit þar sem hús mun rísa undir verslunina Bakgarðinn, sem var áður á Akureyri; gjafavöruverslun með skandinavísku ívafi en eigendur eru þeir sömu. Svæðið verður kallað Sveinsstaður. VESTMANNAEYJAR Vinnslustöðin, Ísfélag Vestmannaeyja og Vestmannaeyjabær hafa undanfarið unnið að samkomu- lagi um aðkomu að því að leysa skuldavanda íþróttafélagsins ÍBV. Skuldsetning var nánast óviðráðanleg í árslok 2012 en ÍBV hefur síðan lyft grettistaki þó það dugi ekki til að leysa vandann. KÓPASKER Bæjarráð Norðurþings hefur samþykkt að leggja fram 800.000 króna hlutafjárframlag til Framfarafélags Öxarfjarðar vegna kaupa á fasteign þar sem rekin hefur verið dagvöruverslun. Félagið vill gja reksturinn.tryg HORNAFJÖRÐUR Stofnaður hefur verið fornbílaklúbbur og er aðal- markmiðið að viðhalda og gera upp gamla bíla, sem og eldri landbúnaðarvélar og önnur tæki. Klúbburinn hyggst einnig standa vörð um menningarsögulegt gildi heimasmíðaðra tækja úr héraðinu. KÓPAVOGUR Minningarskjöldur var afhjúpaður við Kópavogslæk á dögunum. Tvö systkini á unglingsaldri frá Hvammkoti drukknuðu í læknum á leið frá Reykjavík 1874 en þriðja systkinið, Sigríður Elísabet Árnadóttir, komst af við illan leik. Langömmubörn hennar, Árni Sigurðsson og Þórunn Anna Sigurðardóttir, afhjúpuðu skjöldinn. 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.3. 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.