Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Blaðsíða 13
útiverkum sem mér datt í hug að gaman yrði að setja upp við hvert eyðibýli á Langanesi. Þetta yrði gert úr rekaviði og unnið í grunn- skólanum á Þórshöfn. En þetta er reyndar ennþá bara hugmynd hjá mér.“ Margir eru sestir í helgan stein á þessum aldri, jafnvel fyrir löngu, en það hvarflar ekki að Nóa. Hann er uppfullur af hugmyndum og hef- ur til að mynda nýlega hannað stól. „Hugmyndin er reyndar svo góð að ég hélt að ég hlyti að vera að stela henni! Fletti í gegnum bækur og skoðaði þúsundir stóla en enginn þeirra er svona. Hugmyndin er bara svona góð! Ég er búinn að teikna hann í fullri stærð og dauð- langar að vinna hann.“ Athyglisvert er að fylgja Nói úr herbergi hans og niður á jarðhæð, þar sem hann hefur komið upp smíðaaðstöðu í gamla eldhúsi dval- arheimilisins. „Þetta pláss var fullt af dóti og ekkert notað þannig að ég fékk leyfi til að koma hér upp vinnustofu. Hér vann ég öll verkin á sýningunni og fleiri hafa hér að- stöðu. Hér læt ég líka karlana á elliheimilinu setja saman leikföng sem ég hanna, þau eru seld og heimilið fær ágóðann þannig að hægt er að kaupa meira efni til að smíða úr.“ Nói gefur ekkert eftir og er full- ur af hugmyndum. „Ég geri tölu- vert af því rissa; það heldur mér alveg gangandi að vera í handverki og teikna þess á milli. Ég er ekki eins og sumir karlarnir hér á elli- heimilinu að vilja bara lúra inni á herbergi. Ég vil hafa nóg að gera,“ segir Jóhann Ingimarsson við blaðamann Morgunblaðsins. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson 9.3. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 „Meitillinn er hljómmikið nafn og yf- irleitt á fólkið hér góðar minningar tengdar því og fyrirtækinu sem var,“ segir Guðrún Sigríks Sigurð- ardóttir í Þorlákshöfn. Þau Karl Sig- mar Karlsson eiginmaður hennar tóku á dögunum við rekstri pítsu- staðar í byggðarlaginu. Þau færðu fljótlega út kvíarnar í rekstrinum og auk pítsanna eru þau nú farin að bjóða upp á venjulegan heimilismat á virkum dögum, til að mynda steikt- an fisk og kjötbollur. „Karl missti vinnuna í haust og þá var bara að skapa sér ný tækifæri,“ segir Guðrún. Hún er grunnskóla- kennari í hálfu starfi. Í annan tíma stendur hún gjarnan vaktina í Meitl- inum. „Hamborgararnir á matseðl- inum fengu ný nöfn þegar við tókum við. Nú kennum þá við A-götu og B- götu,“ segir Guðrún. Vísar þar til þess að lengi voru götur í Þorláks- höfn aðeins bókstafsmerktar. Fyrstu húsin í bænum voru reist um 1950, en það var ekki fyrr en 1974 sem formleg götunöfn voru tekin upp. Þá varð A-gata Egilsbraut og B-gatan Oddabraut. Þau Guðrún og Karl Sigmar eru bæði uppalin við B- götuna og hamborgarar hennar eru með gulri béarnaise-sósu. Meitillinn var á sínum tíma eitt af stærri sjávarútvegsfyrirtækjum landsins. Það var 1949 sem starf- semi þess hófst sem aftur varð drif- fjöður þess að þéttbýli myndaðist í Þorlákshöfn. Lengi hverfðist tvinnu- líf í bænum í kringum þetta eina fyr- irtæki sem var sameinað Vinnslu- stöðinni í Eyjum fyrir um 15 árum. „Meitillinn, litli og stóri, eru annars lág fell við Þrengslaveginn sem við sjáum hér út um gluggann á veit- ingastaðnum. Það er af mörgum ástæðum sem okkur þótti þetta nafn alveg tilvalið,“ segir Guðrún Sigríks Sigurðardóttir. ÞORLÁKSHÖFN Béarnaise við B-götu Guðrún Sigríks Sigurðardóttir og Karl Sigmar Karlsson reiðubúin til þjónustu á veitingastaðnum Meitlinum, sem er við Selvogsbrautina í miðri Þorlákshöfn. Ljósmynd/Þórarinn Gylfason Kristaug María Sigurðardóttir, kölluð Kikka,skrifaði Ávaxtakörfuna fyrir rúmum 15 árum,verkið var frumsýnt haustið 1998 og vakti strax mikla athygli. Það hefur tvisvar verið sett upp í atvinnuleikhúsi, er sýnt á hverju ári í skólum eða áhugaleikhúsum og notað við lífsleiknikennslu í skól- um. „Ég er auðvitað ánægð með þetta og vil meina að við höfum að töluverðu leyti startað umræðunni um einelti með Ávaxtakörfunni,“ segir Kikka. Einelti var ekki á allra vörum á þeim tíma, og sumum fannst orð- ið reyndar ekki við hæfi. „Ég var hvött til þess að nota ekki orðið í leikritinu því fólki fannst það svo gróft, en ég gaf mig auðvitað ekki með það.“ Leikfélag Keflavíkur frumsýndi Ávaxtakörfuna á föstudaginn og Kikka, sem býr í Reykjanesbæ, lánaði félaginu alla búningana sem saumaðir voru áður en sagan var kvikmynduð. „Ég hef ekki lánað þá áður, þetta eru mjög dýrir búningar en ég þekki til hjá leik- félaginu og veit að farið verður vel með þá.“ Kikka hefur ákveðið að helga sig Ávaxtakörfunni næstu árin. Kvikmyndin hlaut Edduverðlaunin í fyrra og nú situr höfundurinn og skrifar framhald, þáttaröð. Í haust verður Ávaxtakarfan sett upp á ný á þann veg að áhorfendur geti tekið þátt í sjóinu. Ákveðið hefur verið að setja það afbrigði ævintýrisins á svið í Ósló á næsta ári. Þá er Kikka nýbyrjuð á því stóra verkefni að koma Ávaxtakörfunni á framfæri við sjónvarps- stöðvar erlendis. Nánar um það síðar … REYKJANESBÆR Lánar leikfélaginu alla upprunalegu búningana KRISTLAUG MARÍA SIGURÐARDÓTTIR ÆTL- AR AÐ HELGA SIG ÁVAXTAKÖRFUNNI NÆSTU ÁRIN OG STEFNIR Á ÚTRÁS Kikka, þriðja frá vinstri í aftari röð, ásamt nokkrum leik- urum í Ávaxtakörfunni - í gömlu, góðu búningunum. Morgunblaðið/Svavnhildur Eiríksdóttir Austfjarðaþokan verður í hávegum á Þokusetri sem áformað er á Stöðvarfirði. Fleiri hugmyndir kvikna og nú velta menn því fyrir sér að leggja þokustíga á Egilsstöðum í tengslum við verkefnið. Margt býr í þokunni Nói lagði drög að fyrsta skúlptúrnum fyrir mörgum áratugum, en verkið varð þó ekki að veruleika fyrr en nýlega. „Ég hitti Skapta í Slippnum, sem sagðist hafa verið að fá nýja járnskurðarvél sem hann vildi að ég skoðaði; vélin myndi skera út fyrir mig hvað sem ég teiknaði. Ég rissaði eitthvað, vélin skar og ég geymdi þetta. Sá svo, þegar ég skoðaði útskurðinn löngu seinna, að þetta var ágætis mynd! Þetta eru Helgi magri og Þórunn hyrna að sigla inn Eyjafjörð. Verkið heitir Landtaka og er á sýning- unni á Listasafninu.“ LANDTAKA VARÐ TIL Í SLIPPNUM Umhverfisfulltrúi Ísafjarðarbæjar, Ralf Trylla, laumast þessa dag- ana til að fjarlægja ruslafötur samstarfsmanna sinna í stjórnsýsl- unni í því skyni að hvetja til aukinnar flokkunar. Daníel Jakobsson bæjarstjóri slapp ekki frekar en aðrir á skrifstofunni … Umhverfisfulltrúinn í rusli „Ég hafði safnað efni í nokkur ár en fékk þær fréttir í haust að það hefði allt verið selt í brotajárn eftir að nýr aðili kom að rekstrinum. Það tók svo á mig að ég fékk áfall og lenti á sjúkrahúsi. Þetta verk verður því aldrei unnið.“ Nói sýnir blaðamanni líkan af listaverkinu Síðasti vatnsberinn á Íslandi, verkið sjálft stendur á Þórshöfn en Nói er einmitt sjálfur af Langanesinu. Hann dregur fram fleiri módel, m.a. af borði og bekkj- um: „Ég gerði módel af þessum Stórt verk Nóa, Heimur vonar, við hús Mennta- skólans á Ak- ureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.