Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Blaðsíða 36
Græjur og tækni Hægt að hlaða öll batterí *Fólk vill geta sett tækin sín í samband. Á hátíðum víða um heimlenda skipuleggjendur í því að þeir hafa ekki nægar innstungur tilað hlaða öll þau raftæki sem þurfa rafmagn. Því dattfyrirtækinu Kaleidoscope í hug að hanna sól-artjaldið þar sem hægt er að hlaða öll þaubatterí sem hugsast getur með sólarork-unni einni saman. Stefnt er að því að frumsýna tjaldið á Glastonbury- hátíðinni næsta sumar. HEIMURINN LOGGAR SIG INN Í ÁR ERU TÍU ÁR SÍÐAN FACEBOOK BIRTIST Á NETINU UNDIR NAFNINU THEFACEBOOK.COM. MARGT HEFUR BREYST SÍÐAN ÞÁ VARÐANDI ÞENNAN VINSÆLASTA SAMSKIPTAVEF HEIMSINS OG MARGIR NOTENDUR VITA EKKI AF FÖLDUM FJÁRSJÓÐUM VEFJARINS. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Á hverjum 20 Facebook-mínútum Heimild: Facebook newsroom 1.323.000 notendur eru merktir í mynd 1.484.000 viðburðir eru búnir til 1.587.000 skilaboð eru skrifuð á veggi 1.851.000 stöðuuppfærslur eru skrifaðar 1.972.000 samþykkja vin 2.716.000 myndir eru settar inn 4.600.000 skilaboð eru send 10,2 milljónir athugasemdir eru gerðar ? 31 Ástæðan fyrir því að Face- book er öll blá er sú að Mark Zuckerberg er litblindur. Blái liturinn er svo vinsæll að það er meira að segja til naglalakk sem er með litnum Social butterfly blue. Blátt vegna litblindu Heimskort sem Facebook gaf út árið 2013. Hvítu fletirnir sýna útbreiðslu Facebook. Í árdaga Facebook var forrit þar inni sem kall- aðist Wirehog og var skráadeiliforrit. Mark Zuckerberg og félagar hættu hinsvegar með það árið 2006 því notendur voru farnir að senda heilu kvikmyndirnar sín á milli og annað stolið efni. Trú- lega var þetta ein besta ákvörðun Facebook. Wirehog deildi ólöglegu efni milli notenda Facebook en var lagt niður 2006. Forritið Wirehog Hægt er að gera Facebook alveg stórskemmtilegt með því að breyta tungumálinu í sjórængjamál. Fa- cebook er með rúmlega 80 mis- munandi tungumál og eitt þeirra er English (pirate). Far- ið er í settings, language og tungumálinu er breytt. Í staðinn fyrir að læka segir þú: Arr! Það er einnig hægt að snúa stöfunum við ef einhver vinnufélaginn gleymir að læsa tölvunni. Jack Sparrow úr myndinni Pirates of the Caribbean. Hægt er að tala eins og sjóræningi á fésbókinni. Vertu sjóræningi Þegar Facebook byrjaði var mynd í horninu á vefsíðunni af Al Pacino. Myndin varð þekkt sem einfaldlega Facebook-maðurinn enda pældi fólk lítið í myndinni. En þegar var farið að skoða myndina nánar mátti sjá að þarna fór Al Pacino og var myndinni snögglega kippt úr umferð. Facebook-maður- inn Al Pacino Árið 2006 notaði fólk sex prófílmyndir af sér á ári en 2011 var talan komin upp í 18. Konur breyta prófílmyndum oftar en karlmenn samkvæmt könn- un Facebook. Að meðaltali eru 350 milljónir mynda settar á Facebook-veggi á hverjum degi og segja Mark Zuckerberg og félagar að 20% allra mynda sem séu teknar í heiminum endi á Facebook. Hver notandi hefur hlaðið upp að meðaltali 217 myndum. Telja að 20% allra mynda í heiminum endi á Facebook Þeir sem nota Facebook einu sinni í mánuði Heimild: Facebook 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 1 milljón 6 milljónir 12 milljónir 58 milljónir 145 milljónir 360 milljónir 608 milljónir 845 milljónir 1,056 milljarðar 1,230 milljarðar Fjör á Facebook * Einn af hverjum 13 í heiminumer skráður notandi á Facebook. * Um 80% landsmanna 13 ára ogeldri eru skráð á Facebook sam- kvæmt könnun MMR frá 2012. * 65% fólks á aldrinum 16-67 notaFacebook daglega eða oftar sam- kvæmt sömu könnun. * Í Bandaríkjunum eru 71,2%þjóðarinnar á Facebook. * Rúm 40% þarlendra landsmannaskrá sig inn á hverjum einasta degi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.