Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Blaðsíða 40
Chanel í stórmarkaði *Grand Palais í París breyttist í stórmarkað fyrr í vikunni.Karl Lagerfeld sýndi þar vetrarlínu tískuhússins Chanelfyrir næsta haust. Þar gengu heimsþekktar fyrirsætur nið-ur „verslunargangana“ og fylltu innkaupakörfur sínar afChanel-merktum varningi en allar vörur, þvottaefni, bréf-þurrkur og matvæli, voru merkt með vísunum í tískuhúsið eða söguþess. Í lok sýningarinnar heyrðust skemmtileg skilaboð í kallkerfinu: „Kæri viðskiptavinur, Chanel-búðinni verður nú lokað. Vinsamlegast nældu þér í ávöxt og grænmeti í boði verslunarinnar á leiðinni út.“ Morgunblaðið/Golli Ein klassísk – hver hafa verið bestu kaupin þín fatakyns? Ef ég horfi 1-2 ár aftur í tímann þá er það gulllitaður kjóll sem ég keypti í GK fyrir skírn yngri dóttur minnar. Ég get dressað hann upp og niður og er alltaf jafn ánægð með hann. Svo hafa góðar vinkonur fengið að njóta hans líka. Leð- urbuxurnar sem ég keypti í Selected og er búin að nýta vel voru eftir á að hyggja líka afar góð kaup, ég er hvergi nærri hætt að nota þær. Svo eru það flíkurnar mínar frá ELLU, kjólar og pils, sem eru algjör klassík. Þær flíkur munu án efa fylgja mér um ókomna tíð. En þau verstu? Það eru nokkrar ónefndar flíkur sem ég hef keypt í sterkum litum, sem eiga bara hreint ekki við mig. Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó, þegar kemur að fatakaupum? Ég hef í seinni tíð reynt að tileinka mér að fara með möntruna „Vantar mig þetta“ í hvert sinn sem ég handfjatla nýja flík. Einnig er ráðlagt að huga að því hvort maður eigi e-ð sem passi við það sem mann langar í áður en skrefið er stigið. Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð? Ég fékk öran hjartslátt þegar ég skoðaði sumarlínu Isabel Marant fyrir skemmstu. Ég er einnig aðdáandi Stellu McCartney, Marc Jacobs, THAKOON, Rag & Bone og Costume National. Svo ber ég ómælda virð- ingu fyrir Coco Chanel heitinni. Það er ástæða fyrir því að hún ein fatahönnuða komst á lista Time ma- gazine yfir 100 áhrifamestu einstaklina á 20. öldinni. Karl Lagerfeld heldur einnig að mínu mati vel um taumana á samnefndu tískuhúsi. Síðan eru auðvitað margir hérlendir hönnuðir að standa sig frábærlega og mætti þar nefna ELLU, Spakmannsspjarir, JÖR, KRON KRON, STEINUNNI, Magneu Einars, AFT- UR o.fl. Hvar verslar þú helst föt? Hér heima versla ég að lík- indum mest hjá ELLU, Sel- ected, KRON KRON, GK og Evu. Áttu þér uppáhaldsflík eða fylgihlut? Ég bið dýravernd- unarsinna um að færa sig beint yfir í næstu spurningu! Ég á við skinnkápurnar sem ég klæðist á vetrum, sem og vesti og trefla úr skinnum af ýmsum toga sem ylja mér á köldum vetrardögum. Þetta eru allt flíkur sem ég hef fengið í jólagjöf frá manninum mínum sl. áratug, en honum hefur tekist einkar vel við val á fallegum flíkum sem ég lít á sem lífstíðareign. Fylgihlutir í uppáhaldi um þessar mundir eru helst stóra Marc Jacobs taskan mín sem virðist geta tekið endalaust við, og slíkt kemur sér vel þegar maður á lítið barn. Síðan eru það Stellu McCartney sólgleraugun mín sem ég fékk í sængurgjöf, en þau eru ávallt innan seilingar nú með hækk- andi sól. Skartið mitt frá Kríu og Hildi Hafstein er nánast ómissandi, að ég tali nú ekki um giftingarhringinn og dem- antshringinn sem ég tek aldrei af mér. Hverju myndir þú aldrei klæðast? Ég myndi að líkindum aldrei fara í Crocks skó! Hverju er mest af í fataskápnum? Yfirhöfnum, kápum, slám og jökkum. „Mantran“ góða hefur enn ekki alveg náð í gegn þar. Hvert er þitt eftirlætis tísku-tímabil og hvers vegna? Það er ekkert eitt tímabil í uppáhaldi hjá mér. Þau hafa flest sinn sérstaka sjarma, nema kannski „eighties“ tímabilið, sem síst höfðar til mín. Hvað ætlarðu að fá þér fyrir sumarið? Ætli ég fái mér ekki einhverja hvíta eða ljósa flík fyrir sumarið, svona til að létta aðeins á fataskápnum. Birna á gott safn af skinnkápum sem ylja henni á veturna. Birna heldur upp á íslenska tískuhúsið ELLU. Morgunblaðið/Eva Björk Glæsileg sumarlína Isabel Marant 2014. STELLU MCCARTNEY SÓLGLERAUGUN ÁVALLT INNAN SEILINGAR Skinnkápurnar lífstíðareign BIRNA RÚN GÍSLADÓTTIR STARFAR SEM SÉRFRÆÐINGUR Á ÞRÓUNAR- OG MARKAÐSSVIÐI ARION BANKA. BIRNA HEFUR VAKIÐ ATHYGLI GEGNUM TÍÐINA FYRIR GLÆSILEGAN OG JAFNFRAMT PERSÓNULEGAN FATASTÍL. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Coco Chanel komst á lista Time magazine yfir 100áhrifamestu einstaklinga á 20. öldinni Birna Rún hefur sérlega fágaðan stíl. Föt og fylgihlutir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.