Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Blaðsíða 48
 Pútín fer þess á leit við efri deild rússneska þingsins að veitt verði heimild fyrir því að beita vopnuðum hersveitum í Úkraínu.  Íbúar Úkraínu upplifa mikla hræðslu og óöryggi samkvæmt fréttum.  Sergiy Aksyonov, nýkjörinn forsætisráð- herra Krímar, óskar eftir aðstoð frá Pútín við að koma á friði á Krímskaga í deilum við ný stjórn- völd í Kænugarði. Hann segir allar öryggissveitir í Krím hliðhollar Pútín.  Utanríkisráðherra Breta hvetur rúss- nesk stjórnvöld til að virða sjálfstæði Úkraínu. V orið 2013 úrskurðaði Mannréttindadómstóll Evrópu fangelsun Júlíu Tímósjenkó ólög- lega og gerræðislega. Þetta flækti fyr- irhugaðan samstarfssamning Úkraínu við Evrópusambandið því lausn fyrrverandi forsetans var eitt þeirra skilyrða sem landið varð að uppfylla til að fá inngöngu í sambandið. En flækti og ekki flækti. Ljóst þykir að Viktor Janúkóvitsj leit til austurs og þess möguleika að gerast aðili að tollabanda- lagi Rússlands. Samtök iðnrekenda í landinu sögðu samning við ESB myndu skaða viðskiptatengsl við Rússland sem hótaði refsiaðgerðum gegn úkraínsku efnahagslífi ef af yrði. Í október á síðasta ári benti margt til að Úkraína myndi gera viðskipta- og stjórnmálasamning við Evr- ópusambandið en aðeins mánuði síðar stöðvuðu ráða- menn í landinu þá undirbúningsvinnu og fljótlega sagði Janúkóvitsj að það hefði verið vegna þrýstings frá Rússum. Í kjölfarið mótmæltu þúsundir manna næstu vikur í Úkraínu sem vildu efla tengsl landsins við Evr- ópu. Þeir mótmæltu einnig spillingu embættismanna, of- beldi lögreglunnar og einræðistilburðum forsetans og kallað var eftir afsögn hans. 15. desember komu 200.000 manns saman í Kænugarði. Kannanir bentu þá til að 70% úkraínskra kjósenda vildu samning við Evrópusam- bandið fremur en náin tengsl við Rússa. Í janúar síðastliðnum fóru fréttir af dauðsföllum í mótmælunum að berast en efnahagsráðgjafi Pútíns sak- aði stjórnvöld í Washington um að fjármagna og vopna úkraínska uppreisnarmenn. 20. febrúar var sorgardagur í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu en talið er að um 88 manns hafi verið drepnir. Tugir þeirra voru skotnir af nákvæmni af leyniskyttum í höfuð og háls. Óeirðalögregla landsins, Berkut, sem nú hefur verið lögð niður, er talin bera ábyrgð á dauða flestra þeirra sem létust í blóðbaðinu. Mikil reiði ríkti meðal stjórnarandstæðinga og tveim- ur dögum síðar samþykkti úkraínska þingið að koma Janúkóvitsj frá völdum og Oleksandr Túrtsjínov var í kjölfarið kjörinn forseti þingsins og kom á sam- steypustjórn. 27. febrúar samþykkti þing Úkraínu að út- nefna Arsení Jatsenjúk forsætisráðherra landsins en hann er hlynntur nánara samstarfi við Evrópusam- bandið. Jatsenjúk verður forsætisráðherra þar til kosn- ingar fara fram í landinu í maí. Pattstaða er í málefnum Úkraínu og talið ótrúlegt að enn hafi ekki soðið upp úr. Á suðu- punkti í Úkraínu MARGIR ÓTTAST AÐ BRÁTT SJÁI FYRIR ENDANN Á FRIÐARTÍMUM Í EVRÓPU. VESTRÆNIR LEIÐTOGAR SEGJA HERTÖKU RÚSSA Á KRÍMSKAGA BROT Á ALÞJÓÐALÖGUM OG BROT GEGN ÚKRAÍNSKU ÞJÓÐINNI OG SAKA ÞÁ UM HEIMSVALDABRÖLT. PÚTÍN SEGIR ÞAÐ SKYLDU SÍNA AÐ VERNDA RÚSSNESKA BORGARA, LÍKA Í ÚKRAÍNU. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Flatarmál: 26.100 km2 85% Íbúar eru 2 milljónir Hlutfallsleg samsetning íbúa: Krímskagi Heimild: Manntal í Úkraínu frá 2001. Aðrir Tatarar* Úkraínumenn 24,4% tala rússnesku Rússar 58,5% 5% *Aðallega múslimar, afkomendur Mongóla, sem réðust inn á skagann á 14. öld 12,1% 60 kmSVARTAHAF Krímskagi Simferopol Sevastopol AZOV-HAF AFP Úttekt 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.3. 2014 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR  Rússar áfram með umfangsmiklar heræfingar við landamæri Úkraínu.  Óþekktir rússneskumælandi byssu- menn ná þinghúsinu og stjórnarráðinu í Simferopol, höfuðborg Krímar, á sitt vald. Úkraínskar örygg- issveitir umkringja húsin í kjölfarið.  Rússnesk dagblöð saka Tatara, íbúa Krímar af mongólskum uppruna, um að magna spennuna að ásettu ráði. Tatarar sættu ofsóknum í valdatíð Jósefs Stalíns sem lét flytja þá nauðungarflutningum frá Krím og geta ekki hugsað sér rússnesk yf- irráð. Spenna milli íbúa Krímskaga; Rússa, Úkra- ínumanna og Tatara. Bráðabirgðaforsetinn í Úkraínu sagði í ræðu á þinginu í gær að litið yrði á hvers konar liðsflutninga innan Krímar frá rúss- nesku herstöðinni í Sevastopol sem „árás að fyrra bragði“. FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR  Fulltrúi forseta Úkraínu á Krím- skaga segir þrettán rússneskar flutn- ingaflugvélar hafa lent í nágrenni Sim- feropol. Lofthelgi landsins lokað.  Janúkóvítsj lýsir nýju valdhöfunum í Kænugarði sem „ungum nýfas- istum“.  Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa náð aðalflugvellinum í Simfero- pol og herflugvelli nálægt hafnarborginni Sevasto- pol á sitt vald.  Pútín hvetur and- stæðar fylkingar í Úkraínu til að slíðra sverðin. Barack Obama Bandaríkjaforseti varar stjórnvöld í Moskvu við hernaðarí- hlutun. FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR Barack Obama LAUGARDAGUR 1. MARS SUNNUDAGUR 2. MARS  Yfirmaður úkraínska flotans snýr baki við stjórnvöldum í Úkraínu og hyggst fylgja tilskip- unum stjórnvalda á Krímskaga, sem eru á bandi Rússa.  Utanríkisráðherra Bandaríkj- anna fordæmir hernaðaríhlutun Rússa í Úkraínu og hótar við- skiptaþvingunum. Segir framkomu Rússa í líkingu við framkomu ríkja á 19. öld. Utan- ríkisráðherra Þýskalands varar við því að Rússar verði útilok- aðir úr G8-hópnum.  Pútin samþykkir tillögu kansl- ara Þýskalands um að koma á fót viðræðuhóp um Úkraínu. Pútín SÍÐUSTU 10 DAGAR Í ÚKRANÍU  Átök í höfuðborg Krímskaga milli stuðningsmanna Rússlands og stuðnings- manna nýju bráðabirgðastjórnarinnar. Einn deyr í troðningi.  Þrír fyrrverandi forsetar Úkraínu gagnrýna rússnesk stjórnvöld fyrir íhlut- un í stjórnmál Krímskaga.  Úkraínumenn hafa áhyggjur af her- æfingum Rússa í grennd við landamæri Úkraínu. Rússneskar orrustuþotur fljúga einnig yfir landamærasvæðin.  Þingið í Krím, sem er sjálfstjórnar- lýðveldi innan Úkraínu, lýsir yfir van- trausti á forsætisráðherra sjálfstjórn- arlýðveldisins. Krímarþing skipar leiðtoga Rússneska einingarflokksins for- sætisráðherra. Þingið í Krím samþykkir einnig tillögu um að efna til almennrar at- kvæðagreiðslu 25. maí á skaganum um aukin sjálfstjórnarréttindi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.