Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Síða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Síða 48
 Pútín fer þess á leit við efri deild rússneska þingsins að veitt verði heimild fyrir því að beita vopnuðum hersveitum í Úkraínu.  Íbúar Úkraínu upplifa mikla hræðslu og óöryggi samkvæmt fréttum.  Sergiy Aksyonov, nýkjörinn forsætisráð- herra Krímar, óskar eftir aðstoð frá Pútín við að koma á friði á Krímskaga í deilum við ný stjórn- völd í Kænugarði. Hann segir allar öryggissveitir í Krím hliðhollar Pútín.  Utanríkisráðherra Breta hvetur rúss- nesk stjórnvöld til að virða sjálfstæði Úkraínu. V orið 2013 úrskurðaði Mannréttindadómstóll Evrópu fangelsun Júlíu Tímósjenkó ólög- lega og gerræðislega. Þetta flækti fyr- irhugaðan samstarfssamning Úkraínu við Evrópusambandið því lausn fyrrverandi forsetans var eitt þeirra skilyrða sem landið varð að uppfylla til að fá inngöngu í sambandið. En flækti og ekki flækti. Ljóst þykir að Viktor Janúkóvitsj leit til austurs og þess möguleika að gerast aðili að tollabanda- lagi Rússlands. Samtök iðnrekenda í landinu sögðu samning við ESB myndu skaða viðskiptatengsl við Rússland sem hótaði refsiaðgerðum gegn úkraínsku efnahagslífi ef af yrði. Í október á síðasta ári benti margt til að Úkraína myndi gera viðskipta- og stjórnmálasamning við Evr- ópusambandið en aðeins mánuði síðar stöðvuðu ráða- menn í landinu þá undirbúningsvinnu og fljótlega sagði Janúkóvitsj að það hefði verið vegna þrýstings frá Rússum. Í kjölfarið mótmæltu þúsundir manna næstu vikur í Úkraínu sem vildu efla tengsl landsins við Evr- ópu. Þeir mótmæltu einnig spillingu embættismanna, of- beldi lögreglunnar og einræðistilburðum forsetans og kallað var eftir afsögn hans. 15. desember komu 200.000 manns saman í Kænugarði. Kannanir bentu þá til að 70% úkraínskra kjósenda vildu samning við Evrópusam- bandið fremur en náin tengsl við Rússa. Í janúar síðastliðnum fóru fréttir af dauðsföllum í mótmælunum að berast en efnahagsráðgjafi Pútíns sak- aði stjórnvöld í Washington um að fjármagna og vopna úkraínska uppreisnarmenn. 20. febrúar var sorgardagur í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu en talið er að um 88 manns hafi verið drepnir. Tugir þeirra voru skotnir af nákvæmni af leyniskyttum í höfuð og háls. Óeirðalögregla landsins, Berkut, sem nú hefur verið lögð niður, er talin bera ábyrgð á dauða flestra þeirra sem létust í blóðbaðinu. Mikil reiði ríkti meðal stjórnarandstæðinga og tveim- ur dögum síðar samþykkti úkraínska þingið að koma Janúkóvitsj frá völdum og Oleksandr Túrtsjínov var í kjölfarið kjörinn forseti þingsins og kom á sam- steypustjórn. 27. febrúar samþykkti þing Úkraínu að út- nefna Arsení Jatsenjúk forsætisráðherra landsins en hann er hlynntur nánara samstarfi við Evrópusam- bandið. Jatsenjúk verður forsætisráðherra þar til kosn- ingar fara fram í landinu í maí. Pattstaða er í málefnum Úkraínu og talið ótrúlegt að enn hafi ekki soðið upp úr. Á suðu- punkti í Úkraínu MARGIR ÓTTAST AÐ BRÁTT SJÁI FYRIR ENDANN Á FRIÐARTÍMUM Í EVRÓPU. VESTRÆNIR LEIÐTOGAR SEGJA HERTÖKU RÚSSA Á KRÍMSKAGA BROT Á ALÞJÓÐALÖGUM OG BROT GEGN ÚKRAÍNSKU ÞJÓÐINNI OG SAKA ÞÁ UM HEIMSVALDABRÖLT. PÚTÍN SEGIR ÞAÐ SKYLDU SÍNA AÐ VERNDA RÚSSNESKA BORGARA, LÍKA Í ÚKRAÍNU. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Flatarmál: 26.100 km2 85% Íbúar eru 2 milljónir Hlutfallsleg samsetning íbúa: Krímskagi Heimild: Manntal í Úkraínu frá 2001. Aðrir Tatarar* Úkraínumenn 24,4% tala rússnesku Rússar 58,5% 5% *Aðallega múslimar, afkomendur Mongóla, sem réðust inn á skagann á 14. öld 12,1% 60 kmSVARTAHAF Krímskagi Simferopol Sevastopol AZOV-HAF AFP Úttekt 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.3. 2014 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR  Rússar áfram með umfangsmiklar heræfingar við landamæri Úkraínu.  Óþekktir rússneskumælandi byssu- menn ná þinghúsinu og stjórnarráðinu í Simferopol, höfuðborg Krímar, á sitt vald. Úkraínskar örygg- issveitir umkringja húsin í kjölfarið.  Rússnesk dagblöð saka Tatara, íbúa Krímar af mongólskum uppruna, um að magna spennuna að ásettu ráði. Tatarar sættu ofsóknum í valdatíð Jósefs Stalíns sem lét flytja þá nauðungarflutningum frá Krím og geta ekki hugsað sér rússnesk yf- irráð. Spenna milli íbúa Krímskaga; Rússa, Úkra- ínumanna og Tatara. Bráðabirgðaforsetinn í Úkraínu sagði í ræðu á þinginu í gær að litið yrði á hvers konar liðsflutninga innan Krímar frá rúss- nesku herstöðinni í Sevastopol sem „árás að fyrra bragði“. FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR  Fulltrúi forseta Úkraínu á Krím- skaga segir þrettán rússneskar flutn- ingaflugvélar hafa lent í nágrenni Sim- feropol. Lofthelgi landsins lokað.  Janúkóvítsj lýsir nýju valdhöfunum í Kænugarði sem „ungum nýfas- istum“.  Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa náð aðalflugvellinum í Simfero- pol og herflugvelli nálægt hafnarborginni Sevasto- pol á sitt vald.  Pútín hvetur and- stæðar fylkingar í Úkraínu til að slíðra sverðin. Barack Obama Bandaríkjaforseti varar stjórnvöld í Moskvu við hernaðarí- hlutun. FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR Barack Obama LAUGARDAGUR 1. MARS SUNNUDAGUR 2. MARS  Yfirmaður úkraínska flotans snýr baki við stjórnvöldum í Úkraínu og hyggst fylgja tilskip- unum stjórnvalda á Krímskaga, sem eru á bandi Rússa.  Utanríkisráðherra Bandaríkj- anna fordæmir hernaðaríhlutun Rússa í Úkraínu og hótar við- skiptaþvingunum. Segir framkomu Rússa í líkingu við framkomu ríkja á 19. öld. Utan- ríkisráðherra Þýskalands varar við því að Rússar verði útilok- aðir úr G8-hópnum.  Pútin samþykkir tillögu kansl- ara Þýskalands um að koma á fót viðræðuhóp um Úkraínu. Pútín SÍÐUSTU 10 DAGAR Í ÚKRANÍU  Átök í höfuðborg Krímskaga milli stuðningsmanna Rússlands og stuðnings- manna nýju bráðabirgðastjórnarinnar. Einn deyr í troðningi.  Þrír fyrrverandi forsetar Úkraínu gagnrýna rússnesk stjórnvöld fyrir íhlut- un í stjórnmál Krímskaga.  Úkraínumenn hafa áhyggjur af her- æfingum Rússa í grennd við landamæri Úkraínu. Rússneskar orrustuþotur fljúga einnig yfir landamærasvæðin.  Þingið í Krím, sem er sjálfstjórnar- lýðveldi innan Úkraínu, lýsir yfir van- trausti á forsætisráðherra sjálfstjórn- arlýðveldisins. Krímarþing skipar leiðtoga Rússneska einingarflokksins for- sætisráðherra. Þingið í Krím samþykkir einnig tillögu um að efna til almennrar at- kvæðagreiðslu 25. maí á skaganum um aukin sjálfstjórnarréttindi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.