Morgunblaðið - 09.04.2014, Síða 2

Morgunblaðið - 09.04.2014, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Áætlað er að ferðir um 4.000 farþega hafi raskast þegar allir félagsmenn Félags flugmálastarfsmanna ríkisins, SFR og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sem starfa hjá Isavia lögðu niður störf á flug- völlum landsins á milli klukkan fjögur og níu í gærmorgun. Um var að ræða fyrsta lið í verkfallsaðgerðum í kjara- deilum starfsmanna við Isavia. Þeir munu einnig leggja niður störf á sama tíma 23. og 25. apríl semjist ekki fyrir þann tíma en 30. apríl verður allsherj- arverkfall ef staðan er enn óbreytt. Langar biðraðir tóku að myndast við innritunarborð í flugstöð Leifs Ei- ríkssonar á milli klukkan sjö og átta í gærmorgun. Vel gekk að vinna úr röðinni þegar innritun hófst klukkan níu. Guðni Sigurðsson, talsmaður Isavia, sagði í samtali við mbl.is að farþegar hefðu tekið biðinni með ró. Seinkun var á nánast öllu flugi í gær, mest fyrir hádegi en síðdegis fór að draga úr henni. Tekið með jafnaðargeði Guðjón Arngrímsson, talsmaður Icelandair, sagði síðdegis í gær að nokkuð vel hefði gengið að greiða úr þeirri flækju sem verkfallið skapaði. „Það voru þriggja til fjögurra klukku- stunda tafir í morgun, um tveir tímar síðdegis og væntanlega verður allt flug komið nokkurn veginn í samt lag í fyrramálið [í morgun],“ sagði Guð- jón í gær. Spurður út í tjónið af verkfallinu sagði Guðjón að ekki hefðu verið sett- ar neinar tölur á skaða flugfélagsins en í fyrsta lagi væri um að ræða óþægindi fyrir farþegana. Guðjón segir félaginu ekki hafa borist kvart- anir vegna tafanna, flestir hafi tekið verkfallinu með jafnaðargeði og allt hafi verið gert til að reyna að greiða úr þeim flækjum sem upp komu. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýs- ingafulltrúi WOW air, segir að það hafi gengið vonum framar að vinna úr töfunum. Vélar WOW air til London og Kaupmannahafnar hafi verið komnar af stað klukkan hálfellefu í gærmorgun, vél til London hafi verið á réttum tíma seinnipartinn, en vél sem fór til Berlínar hafi farið í loftið um kl. hálfsjö í staðinn fyrir hálffjög- ur. Eftir það hafi þau náð að rétta allt flug af og ferðir WOW air eigi að vera á áætlun í dag. Svanhvít segir að þau hafi náð að láta langflesta farþega sína vita af töfunum með tölvupósti og smáskilaboðum, engar kvartanir hafi borist. Verkfall flugvallarstarfsmanna Isavia hafði áhrif á um 350 farþega í innanlandsflugi. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Ís- lands, segir að fimm brottförum hafi seinkað í gærmorgun en allt flug hafi verið komið á réttan tíma eftir há- degi. Samtök ferðaþjónustunnar hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna yf- irstandandi verkfallsaðgerða, ferða- þjónustan sé sérstaklega viðkvæm fyrir slíkum truflunum. „Það þarf oft ekki annað en orðróm um verkfall til að ferðamenn hætti við heimsókn til landsins,“ segir í tilkynningu SAF. Vel gekk að vinna úr töfunum  Flug raskaðist í gærmorgun vegna verkfalls flugvallarstarfsmanna Ljósmynd/Hilmar Bragi Innritun Flugfarþegar tóku verkfallinu með jafnaðargeði og biðu rólegir. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Viðtökurnar hafa verið mjög góð- ar og töluvert margir hafa náð í for- ritið,“ segir Þórir Ingvarsson rann- sóknarlögreglumaður, en í síðasta mánuði gaf lögreglan á höfuðborg- arsvæðinu út snjallsímaforritið Lögregluþjóninn, sem virkar bæði í iPhone og Android-snjallsíma og er ókeypis. Þórir segir tilganginn þann að hafa á einum stað alla þá þjónustu sem lögreglan veitir í gegnum samfélagsmiðla. „Flestir þekkja fésbókarsíðuna og það sem við erum að gera þar, en það vita kannski færri að við erum líka með Twitter, setjum inn myndbönd á YouTube og ljósmyndir á Flickr,“ segir Þórir. Það sem lögreglan er þó stoltust af núna er Pinterest-vefur lögregl- unnar þar sem óskilamunir eru birt- ir. „Það er svo gleðilegt að óskila- munadeildin okkar hefur náð að skila munum, sem var ekkert skilað áður.“ Þá sé sérstaklega verið að tala um litla hluti eins og húslykla og alls kyns smáhluti, sem áður var erfitt að finna réttan eiganda að. Þórir segir að Lögregluþjónninn sé þannig uppsettur að hægt sé að bæta við hann. Verði þá vonandi síð- ar bætt við útgefnu efni eins og árs- skýrslum og tölfræðilegum sam- antektum. Þá sé einnig vonast til þess að hægt verði að nýta hann í að taka á móti skilaboðum frá almenn- ingi, eins og til dæmis ljósmyndum úr snjallsímum. „Það gleymist stundum að lögreglan er þekking- arfyrirtæki, og það skiptir okkur miklu máli að vera í miklum og góð- um samskiptum við fólk,“ segir Þór- ir og bætir við að samskiptamiðl- arnir hafi þar sannað gildi sitt. Biggi lögga Lögreglan hefur verið dugleg á samfélagsmiðlum. Lögreglu- þjóninum vel tekið  Skil aukist á óskila- munum á Pinterest Ósamáfur (Larus cachinnans) fannst í fyrsta skipti hér á landi í fyrradag. Fuglinn sást í Ós- landi á Höfn í Hornafirði. Brynjúlfur Brynjólfsson, fuglaáhugamaður á Höfn, fann máfinn. Björn G. Arnarson, safnvörð- ur og fuglaáhugamaður, tók myndir af honum. Þær má sjá á vefnum www.fuglar.is. Um er að ræða fugl á fyrsta ári. Ungir máfar eru ekki auð- greindir, en hvað vakti athyglina á þessum fugli? „Þessi hvíti haus og svart langt nef,“ sagði Björn. Brynjúlfur tegundargreindi svo nýjasta gestinn í fuglafánu Íslands. gudni@mbl.is Ljósmynd/Björn Arnarson Ósamáfur sást í fyrsta sinn í Óslandi Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hvetur landeigendur Reykjahlíðar til að fresta gjaldtöku á ferðamanna- stöðum og bíða þess að niðurstaða komi í vinnu stjórnvalda varðandi gjaldtöku. Sveitarstjórnin sam- þykkti einróma ályktun í þessa veru á fundi sínum nýlega, að sögn Dag- bjartar S. Bjarnadóttur oddvita. Sveitarstjórnin vitnaði m.a. til ályktana frá Markaðsstofu Norður- lands og eins frá stjórn Mývatns- stofu og var mjög samróma þeim. Mývatnsstofa harmaði fyrirhug- aða gjaldtöku og taldi hana ekki vera réttu leiðina til að byggja upp á ferð- mannastöðum, í ályktun sem send var sveitarstjórninni. Hún hvatti sveitarstjórn til þess að beita sér fyr- ir frestun gjaldtökunnar. Markaðsstofa Norðurlands lýsti yfir miklum áhyggjum vegna fyrir- hugaðra aðgerða landeigenda í Reykjahlíð í Mývatnssveit varðandi sölu passa sem gildi á þrjú svæði, Dettifoss, Hveri og Leirhnjúk- Kröflu. „Mikilvægt er að nú þegar verði skoðað hvort og hvernig megi koma í veg fyrir að aðgengi að land- inu verði heft með þessum hætti,“ sagði Markaðsstofan. Hún segir að óskipulögð gjaldtaka muni skaða orðspor Íslands. Landeigendur Reykjahlíðar í Mý- vatnssveit hafa opnað heimasíðu, natturugjald.is, þar sem seldir eru passar að þremur náttúruperlum í þeirra eigu. Passi inn á hvert svæði um sig kostar 800 krónur en sé keyptur passi inn á öll svæðin í einu er veittur 25% afsláttur og verður heildargjaldið 1.800 krónur. Innifalið í náttúrugjaldinu er skoðun á Víti. Á síðunni segir að svæðin séu komin að hættumörkum vegna mik- illar fjölgunar ferðamanna. Gjaldinu verður varið til uppbyggingar á svæðunum. gudni@mbl.is Sveitarstjórn Skútustaða- hrepps vill fresta gjaldtöku  Landeigendur Reykjahlíðar hvattir til að bíða eftir niðurstöðu stjórnvalda Morgunblaðið/Árni Sæberg Hverir Vinsæll viðkomustaður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.