Morgunblaðið - 09.04.2014, Side 16

Morgunblaðið - 09.04.2014, Side 16
FRÉTTASKÝRING Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Þétting byggðar vestan Elliðaár er lykilstefna í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur sem nær til ársins 2030. Ekki er deilt um ágæti þess að þétta byggð þar sem við á, en talsverður ágreiningur hefur orðið um útfærslu einstakra hugmynda aðalskipulagsins, samspil þéttingar við umferðarstefnuna og afleiðing- arnar fyrir uppbyggingu í öðrum borgarhlutum. Sumir segja að rétt- ara sé að lýsa stefnu borgaryf- irvalda sem þrengingu byggðar fremur en þéttingu því þrengt sé að íbúum í vesturhluta borgarinnar og lífsgæði þeirra skert í sumum tilvikum. Ný byggð verður blönduð Áætlað er að íbúum höfuðborg- arinnar fjölgi um 25 þúsund á skipulagstímabilinu. Í gamla skipu- laginu var gert ráð fyrir að ný- byggða hverfið í Úlfarsárdal tæki við þessum mannfjölda, en hætt hefur verið við þau áform og nán- ast alla frekari uppbyggingu sem þar var fyrirhuguð. Þrjú svæði gegna lykilhlutverki í nýju þéttingarstefnunni: Vatns- mýri, Elliðaárvogur og svæðið við gömlu höfnina í miðborginni. Þessi svæði hafa öll náin tengsl við sjáv- arsíðuna og eykur það „samspil borgarinnar við náttúrulegar að- stæður og styrkir ímynd hennar sem borgarinnar við Sundið“, segir í greinargerð með skipulaginu. Þétting er þó fyrirhuguð miklu víð- ar í grónum hverfum í borginni, en engar nýbyggingar verða í úthverf- unum í austurhlutanum ef undan eru skildar lítilsháttar fram- kvæmdir í Úlfarsárdal og í Grund- arhverfi á Kjalarnesi. Nýta betur fjárfestingar Í greinargerð borgaryfirvalda segir að markmið þeirra sé að skapa heildstæðari og þéttari borg- arbyggð og nýta þar með betur land og fjárfestingar í gatna- og veitukerfum og þjónustustofn- unum. „Með þéttari byggð dregur almennt úr vegalengdum, sam- göngukostnaði og umhverfisáhrif- um samgangna,“ segir ennfremur. Hugmyndin er að á nýju upp- byggingarsvæðunum skapist blönd- uð byggð, þar sem samtvinnast íbúðir, skrifstofur, verslun og þjón- usta innan sömu götureita. Mark- miðið sé að auka fjölbreytni og blöndun innan núverandi mið- kjarna, og auka almennt nálægð íbúða og vinnustaða eins og framast sé unnt. Efling miðborgarinnar Á gamla hafnarsvæðinu í mið- borg Reykjavíkur á að byggja 2.200 íbúðir og að auki er gert ráð fyrir 160 þúsund fermetra rými undir nýtt atvinnuhúsnæði. Talið er að í nýju húsunum muni um fimm þús- und manns búa og um sjö þúsund störf tengist atvinnuhúsnæðinu. Við framkvæmdirnar verður stuðst við vinningstillögu arkitektastof- unnar Graeme Massie frá 2010. Yfirlitsmyndin hér á síðunni gef- ur hugmynd um hvernig byggðin mun líta út. Fram kemur að það hafi verið leiðarljós við alla stefnumörkun Reykjavíkurborgar undanfarin ár að efla miðborgina, auka aðdrátt- arafl hennar, viðhalda fjölbreyttri starfsemi og mannlífi, auka gæði byggðarinnar og stuðla að endurskipulagningu vannýttra Byggðin þétt í stað útþenslu  Mikil uppbygging í Vatnsmýri, Elliðaárvogi og við gömlu höfnina MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014 SKIPULAGSMÁL ÞÉTTING BYGGÐAR Í REYKJAVÍK Útfærsla borgaryfirvalda á fyrir- hugaðri þéttingu eða þrengingu byggðar í grónum hverfum hefur sums staðar mætt andstöðu íbúa sem telja að hún feli í sér of mikla röskun og rýri lífsgæði þeirra. Ætla má að deilur um slík atriði magnist enn frekar þegar nær dregur fram- kvæmdum. Þeirri spurningu hefur ekki verið svarað á raunhæfan hátt hvernig leysa eigi umferðarvandann sem óhjákvæmilega skapast við hina miklu fjölgun íbúa miðsvæðis í borg- inni. Ennfremur er nefnt að þéttingar- stefnan eigi mestan stuðning ungs fólks sem vill njóta kosta miðborg- arlífsins, en síður sé tekið mið af hagsmunum barnafjölskyldna sem henti frekar stærra rými og græn svæði sem lífið í úthverfunum bjóði upp á. Meðal þeirra sem mótmælt hafa eru íbúasamtökin í Skerjafirði. Þau eru ósátt við það hvernig ný byggð austan núverandi hverfis á að líta út þegar NA/SV-flugbraut Reykjavík- urflugvallar verður lokað. Samtökin gagnrýna meðal annars að ímynd hverfisins sem sveit í borg verði fyr- ir bí og lýsa áhyggjum af auknum umferðarþunga sem fylgi stærri byggð. Þannig benda þau á að aðeins sé ein akleið út úr hverfinu. Fyrirhugaðar byggingar við gömlu höfnina hafa mætt andstöðu. Telja gagnrýnendur að útlit og hæð sumra bygginganna sé ekki í neinu samræmi við það sem eðlilegt sé í þessum borgarhluta. Miðbærinn ekki allra Þá hafa fyrirhugaðar fram- kvæmdir í Rauðarárholti einnig orð- ið deiluefni. Hafa margir íbúar og verslunareigendur lýst áhyggjum yfir því að bílastæðaskortur verði á svæðinu vegna stúdentagarða í Brautarholti sem ráðgerðir eru með Þrenging byggð- ar sögð rýra lífs- gæði borgarbúa  Íbúar víða ósáttir við nýbyggingar í grónum hverfum Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.