Morgunblaðið - 09.04.2014, Blaðsíða 17
svæða. Tækifærin til þessa liggi
einkum í endurbættum tengslum
við höfnina og endurskipulagningu
gamla hafnarsvæðisins.
Íbúðarbyggð í Elliðaárvogi
Í Elliðaárvogi á að byggja 3.200
íbúðir á skipulagstímabilinu. Eftir
það er síðan gert ráð fyrir 100 þús-
und fermetra aukningu atvinnu-
húsnæðis. Búist er við að í nýju
húsunum muni um 7.400 manns
búa og í hverfinu verði um 1.500
störf.
Í tengslum við þessi áform ætla
borgaryfirvöld að finna iðnfyrir-
tækjum á svæðinu nýjan stað. Sagt
er að mikilvægasti áfanginn sé að
flytja brott starfsemi Björgunar
sem hafi valdið neikvæðum um-
hverfisáhrifum á aðliggjandi byggð
og við voginn. Björgun á að flytja
brott ekki síðar en árið 2016, starf-
semi Ísaga ekki seinna en 2023, og
steypustöðvar og malbikunar-
stöðvar á árunum 2018-2022.
„Ný vistvæn tenging yfir Elliða-
árósa (strætó, hjól, gangandi veg-
farendur) er lykilforsenda fyrir
þróun vistrænnar og þéttrar
byggðar á svæðinu og er mikilvægt
að hún verði að veruleika strax í
öðrum áfanga uppbyggingr á svæð-
inu,“ segir í greinargerðinni. Við
framkvæmdirnar verður byggt á
rammaskipulagi sem VSÓ-ráðgjöf
og Kanon arkitektar unnu fyrir
borgaryfirvöld.
Flugvallarsvæðið
Á flugvallarsvæðinu í Vatnsmýri
er gert ráð fyrir 1.300 þúsund fer-
metra byggingarmagni í heild. Þar
eiga að vera þegar fram líða stund-
ir 6.900 íbúðir og 600 þúsund fer-
metrar atvinnuhúsnæðis. Í nýju
húsunum munu íbúar verða um
fimmtán þúsund og í hverfinu eiga
að skapast um tólf þúsund störf. Á
skipulagstímabilinu fram til 2030 er
þó ekki gert ráð fyrir svo miklum
framkvæmdum. Miðað er við að
byggðar verði 3.600 íbúðir og at-
vinnuhúsnæði á 230 þúsund fer-
metrum. Framkvæmdirnar taka
mið af vinningstillögu arkitekta-
stofunnar Graeme Massie í hug-
myndasamkeppni sem efnt var til
árið 2007.
Talsverð óvissa ríkir um Vatns-
mýrarsvæðið vegna þeirrar hörðu
andstöðu sem flutningur Reykja-
víkurflugvallar hefur mætt. Sam-
kvæmt könnun frá því í september
í fyrra vilja 73% Reykvíkinga hafa
flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni.
Tæplega 70 þúsund manns, alls
staðar að af landinu, skrifuðu undir
áskorun til borgaryfirvalda um að
hætta við að leggja völlinn af. Búist
hafði verið við því að flugvallar-
málið yrði eitt helsta umræðuefnið
í kosningabaráttunni í vor, en dreg-
ið hefur úr líkum á því eftir að
borgaryfirvöld og innanríkisráðu-
neyti gerðu með sér samning í lok
október sem frestar flutningi flug-
vallarins til ársins 2022. Á tíma-
bilinu á að leita að öðrum kostum
fyrir framtíðarstaðsetningu flug-
vallar á höfuðborgarsvæðinu.
Ljósmynd/Graeme Massie 2012
Nýbyggingar Hugmynd að
þróun byggðar á svæði gömlu
hafnarinnar í Reykjavík, frá
Grandagarði um Miðbakka að
Hörpu, samkvæmt nýju aðal-
skipulagi Reykjavíkur.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014
Við bjóðum
góða þjónustu
islandsbanki.is | Sími 440 4000
Birting viðauka við grunnlýsingu sértryggðra
skuldabréfa Íslandsbanka hf.
Útgefandi: Íslandsbanki hf., kennitala 491008-0160, Kirkjusandi 2, 105 Reykjavík
Íslandsbanki hefur birt viðauka við grunnlýsingu sértryggðra skuldabréfa sem
skráð eru á skipulegan verðbréfamarkað, NASDAQ OMX Iceland hf.
Grunnlýsingin, dagsett 2. október 2013 og viðaukar við grunnlýsingu, dagsettir
18. október 2013, 4. mars 2014 og 8. apríl 2014 eru gefin út á ensku og birt á
vefsíðu bankans:
www.islandsbanki.is/um-islandsbanka/fjarfestatengsl/fjarmognun/sertryggd-skuldabref
Skjölin má nálgast á pappírsformi hjá útgefanda, Íslandsbanka hf., Kirkjusandi 2,
105 Reykjavík næstu 12 mánuði frá 2. október 2013.
Reykjavík,
9. apríl 2014
Vinstri meirihlutinn í borgarstjórn
Reykjavíkur á árunum 1978 til 1982
ákvað að fylgja ekki aðalskipulags-
tillögu sem borgarstjórn hafði sam-
þykkt árið 1977, enda hafði hún ekki
hlotið staðfestingu ráðherra fyrir
kosningar. Meirihlutinn, sem sam-
anstóð af átta borgarfulltrúum Al-
þýðubandalags, Alþýðuflokks og
Framsóknarflokks, hafði efasemdir
um margt í nýja skipulaginu og
markaði þá stefnu að þétta skyldi
byggðina í borginni. Áætlað var að
byggja í Fossvogi í landi Borgarspít-
alans, í kringum Öskjuhlíðarskóla, í
Laugardal við Heimana, sunnan Suð-
urlandsbrautar á móts við Vogana, í
Laugarási og Ártúnsholti.
Fram kemur í Sögu Reykjavíkur
1940 til 1990 eftir Eggert Þór Bern-
harðsson að rökin hafði einkum ver-
ið þau að þörf fyrir ný íbúðarhverfi
væri ekki jafn knýjandi og áður
vegna minni fólksfjölgunar. „Ekki
spillti fyrir að hægt var að styrkja
fjárhag borgarsjóðs í leiðinni en með
nýja fyrirkomulaginu var talið að
gera mætti talsvert margar lóðir
byggingarhæfar fyrir lágmarks-
kostnað eða brot af því sem ella
kostar á ónumdu svæði. Þá var einn-
ig kostnaðarsamt að halda við
gatnakerfinu og standa að rekstri
strætisvagna og með betri nýtingu
borgarlandsins mátti reyna að auka
hagkvæmni í rekstri borgarinnar enn
frekar.“
Skipulagsmálin urðu helsta kosn-
ingamálið í borgarstjórnarkosning-
unum 1982. Segir í bókinni að Sjálf-
stæðisflokkurinn hafi snúist gegn
ýmsum áformum meirihlutans um
þéttingu byggðar og gagnrýnt nýja
skipulagið harðlega. Meirihlutanum
gekk illa að kynna hugmyndir sínar
og verja þær og sjálfstæðismenn
náðu meirihluta í borgarstjórn á ný.
gudmundur@mbl.is
Vinstri meirihlutinn vildi þétta
byggðina en tókst það ekki
Vildu þétta Forysta vinstri meirihlutans í borgarstjórn frá 1978 til 1982.
F.v. Björgvin Guðmundsson, Sigurjón Pétursson og Kristján Benediktsson.
Með nýju aðalskipulagi Reykjavíkur er
útþensla borgarinnar stöðvuð og áhersla
lögð á þéttingu byggðar miðsvæðis. Markmiðið er að skapa heildstæðari borgarbyggð. Þrjú svæði eru í lykil-
hlutverki á næstu árum: Vatnsmýrin, Elliðaárvogur og svæðið við gömlu höfnina í miðborginni. Miklu víðar er þó
stefnt að verulegri þéttingu byggðar. Hafa þau áform sums staðar orðið umdeild. Sumir kjósa að tala frekar um
þrengingu byggðar í stað þéttingar því útfærsla borgaryfirvalda feli í sér of mikla röskun í grónum hverfum.
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR
mun færri bílastæðum en óbreyttar
reglur segja til um.
Margir hafa mótmælt harðlega
ákvörðuninni um að hætta uppbygg-
ingu í nýja hverfinu í Úlfarsárdal.
Meðal þeirra er Knattspyrnufélagið
Fram sem hafði samið við borgar-
yfirvöld um framtíðaraðstöðu í
hverfinu, en allar forsendur þess
hafa nú breyst. Í bréfi félagsins til
borgaryfirvalda í fyrravor sagði:
„Einhverra hluta vegna virðast
skipulagsyfirvöld halda að allir vilji
búa í gamla miðbæ Reykjavíkur.
Slíkt er hins vegar fjarstæða þótt
það kunni að vera að hátt hlutfall
ungs fólks á ákveðnu tímabili lífs
síns vilji gjarnan búa nálægt gamla
miðbæ borgarinnar. Slíkt á hins veg-
ar ekki almennt við um íbúa borg-
arinnar og höfuðborgarsvæðisins.“
gudmundur@mbl.is
Ljósmynd/Graeme Massie 2012
Óánægja Hugsanlegt fyrirkomulag uppbyggingar nýs hverfis í Skerjafirði
þegar NA/SV-flugbrautin er farin. Íbúar hafa mótmælt áformunum.