Morgunblaðið - 09.04.2014, Qupperneq 23
23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014
Rautt spjald Kona lætur skoðun sína í ljósi með því að veifa rauðu spjaldi við Alþingishúsið.
Ómar
Ólíkt hafast þeir að, Stein-
grímur J. Sigfússon og Bjarni
Benediktsson. Sá fyrrnefndi
beitti hótunum sem fjár-
málaráðherra en sá síð-
arnefndi gefur fyrirheit um
lægri opinberar álögur á fyr-
irtæki og einstaklinga. Báðir
hafa þeir gripið til enskunnar
til að lýsa því sem þeir vilja
gera:
„You ain‘t seen
nothing yet“
Ekki verður það frá Stein-
grími J. Sigfússyni tekið að
hann stóð af trúmennsku við
yfirlýsingar sínar enda hafa
vinstrimenn alltaf haft ein-
falda lausn á flestum vanda-
málum, allt frá rekstri rík-
issjóðs til jöfnunar lífskjara:
Skattar skulu hækkaðir.
Margaret Thatcher, fyrr-
verandi forsætisráðherra
Bretlands, benti á að vinstri-
menn vildu jafna kjörin niður á
við – hægri menn vildu bæta
kjör allra.
Hugmyndafræðilegur
sigur
Vinstristjórn Samfylkingar
og Vinstri grænna hófst þegar
handa árið 2009 undir hand-
leiðslu Steingríms J. Sigfús-
sonar í fjármálaráðuneytinu
við að hækka
skatta. Þegar
Steingrímur
hafði verið í tæpt
ár í ráðherrastóli
stóð hann stoltur
á fundi Deloitte
endurskoð-
unarfyrirtæk-
isins og greip til
enskunnar. Í lok
kjörtímabilsins –
eftir mikinn
ósigur í kosn-
ingum leit fjár-
málaráðherrann
fyrrverandi hróðugur um öxl.
Vinstri grænir hefðu, með um-
byltingu skattakerfisins, unnið
„sinn stærsta hugmynda-
fræðilega sigur“ auk sigra í
umhverfismálum.
Skattar voru hækkaðir jafnt
á einstaklinga sem fyrirtæki
og alls voru gerðar um 200
breytingar á skattkerfinu á
valdatíma vinstrimanna. Allt
„nánast eftir okkar eigin form-
úlu og að grunni til í samræmi
við hugmyndir sem ég teiknaði
upp í bók sem ég skrifaði
2006,“ segir Steingrímur J.
stoltur í bók sinni, Frá hruni
og heim.
Fyrirtæki fengu að kynnast
„formúlunni“ og einstaklingar
fengu heldur betur að smakka
á henni. Þrepaskipt tekju-
skattskerfi með stighækkandi
skatthlutföllum
(þremur skatt-
þrepum) var inn-
leitt og tenging
persónuafsláttar
við vísitölu
neysluverðs af-
numin.
Skattprósenta
var hækkuð og
tekjutenging
barnabóta aukin.
Tekjuskattslög-
unum var breytt
tæplega 30 sinn-
um á kjör-
tímabilinu. Fjármagnsskattur
var hækkaður og sérstakur
auðlegðarskattur (eignaupp-
tökuskattur) var lagður á.
Stöðugar breytingar á
sköttum gerðu það nær úti-
lokað fyrir venjulegt fólk að
fylgjast með og erfitt fyrir litla
atvinnurekendur að gæta rétt-
ar síns í sífellt flóknara og
breytilegu skattaumhverfi.
Og eftir höfðinu dönsuðu
limirnir. Í samræmi við yf-
irlýsingar um að Ísland skyldi
ekki vera „skattaparadís“
kepptust þingmenn vinstri-
flokkanna um að boða of-
urskatta – 60-70% skatt á
tekjur yfir eina milljón og jafn-
vel 80% á tekjur yfir 1,2 millj-
ónir.
Öllum þessum hugmyndum
og allri sósíalískri „skatta-
formúlu“ Steingríms J. Sigfús-
sonar var hafnað í kosningum
á liðnu ári.
Tími hótana að baki
Almennir launamenn sem
og atvinnurekendur hafa
bundið miklar vonir við rík-
isstjórn Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks. Ekki síst í
skattamálum.
Ríkisstjórnin gaf strax í
upphafi loforð um að snúið
yrði af braut vinstristjórn-
arinnar. Hófsemd yrði inn-
leidd við álagningu skatta og
opinberra gjalda, samhliða því
að tryggja hallalausan rík-
isrekstur.
„Við lögðum frá upphafi
áherslu á að lækka skatta,“
sagði Bjarni Benediktsson,
formaður Sjálfstæðisflokksins
og fjármálaráðherra, í ræðu á
flokksráðsfundi síðastliðinn
laugardag. Hann tók um leið
fram að það hefði ekki gerst
án átaka enda virðast vinstri-
menn líta svo á að „óskatt-
lagður eyrir sé tapað fé“.
Réttum tíu mánuðum eftir
að Bjarni Benediktsson tók
við stjórn fjármálaráðuneyt-
isins er árangurinn að koma í
ljós. Hagur heimilanna og fyr-
irtækjanna er 25 milljörðum
króna betri en undir óbreyttri
stefnu vinstrimanna. Fyr-
irheit Bjarna á flokksráðs-
fundinum var skýrt:
Hann er rétt að byrja, ekki
aðeins með lækkun skatta
heldur með gagngerum
breytingum á skattkerfinu:
Það á að endurskoða tekju-
skattskerfið, draga úr
beinum sköttum og treysta
fremur á neysluskatta.
Endurskoða á allt virð-
isaukaskattskerfið, auka
jafnvægi milli atvinnu-
greina og einfalda um-
sýslu.
Vörugjöld verða afnumin af
öllum vörum nema bifreið-
um, eldsneyti, áfengi og
tóbaki.
Tollkerfið verður endur-
skoðað, tollar lækkaðir og
felldir niður í tvíhliða
samningum við önnur lönd.
Ef það hreyfist …
Það er allur annar bragur á
málflutningi núverandi fjár-
málaráðherra en forvera hans
sem sagðist hafa unnið „hug-
myndafræðilegan sigur“ með
200 breytingum á skattkerfinu
og stórhækkun skatta.
Vinstristjórn Samfylkingar
og Vinstri grænna rak skatta-
stefnu sem setti allt íslenskt
samfélag í spennitreyju. Orð
Ronalds Reagan, fyrrverandi
forseta Bandaríkjanna, lýsa
ágætlega stefnu sem fylgt var
af trúmennsku á síðasta kjör-
tímabili:
Ef það hreyfist skattleggðu
það. Ef það heldur áfram að
hreyfast, settu lög. Ef það
stoppar, settu það á ríkisstyrk.
Ræða Bjarna Benedikts-
sonar gefur fyrirheit um að
unnið verði markvisst að því
að lækka opinberar álögur á
einstaklinga og fyrirtæki.
Fyrstu skrefin hafa verið stig-
in, þó að mörgum finnist þau
of lítil og of fá. Loforðið er hins
vegar skýrt:
Íslensk heimili og fyrirtæki
verða leyst úr spennitreyju
sem gerð var samkvæmt form-
úlu sósíalista sem vildi láta
gamlan draum rætast.
Eftir Óla Björn Kárason » Það er annar
bragur á mál-
flutningi núverandi
fjármálaráðherra
og forvera hans
sem sagðist hafa
unnið hugmynda-
fræðilegan sigur
með stórhækkun
skatta.Óli Björn
Kárason
Höfundur er varaþingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
Annar hótar en hinn gefur fyrirheit
auki er hit-
unarþörf
íbúða mest
þegar raf-
orkukerfið
hefur minnstu
fram-
leiðslugetuna.
Varmadæl-
ur nota
vinnslumiðil í
lokuðu kerfi
og nýta þar
óreiðubreyt-
ingu hans þ.e.
þegar vinnslu-
miðillinn fer úr t.d. vökva-
fasa í gasfasa. Þannig er
hægt að fá 2-5 kWst af hita-
orku úr hverri kWst af raf-
orku sem knýr dæluna á
meðan bein rafhitun skilar
aðeins einni kWst af hita
fyrir hverja kWst raforku
sem fer inn í kerfið. Með
notkun varmadæla má því
mæta sömu hitunarþörfinni
með færri kWst af hágæða
raforku.
Afkastageta raforkukerf-
isins skerðist ekkert með
uppsetningu varmadæla
sem þýðir að þær kWst sem
sparast má nota í aðra upp-
bygginu eða til að mæta
aukinn raforkuþörf til fram-
tíðar.
Tökum dæmi: Bóndi á
Snæfellsnesi notar 40.000
kWst í beina rafhitun. Til
að lækka orkukostnaðinn
hjá sér setur hann upp
varmadælu og minnkar með
því raforkunotkun sína um
t.d. 50% eða 20.000 kWst.
Þessi einfalda framkvæmd
bóndans hefur nákvæmlega
sömu áhrif og bygging
virkjunar sem getur fram-
leitt 20.000 kWst. Bóndinn
hefur því „frelsað“ 20.000
kWst sem nota má annars
staðar t.d. til að anna al-
mennri raforkunotkun 4-5
nýbygginga í Reykjavík eða
ársnotkun 8 rafbíla. Græn
raforka er verðmæt afurð
og hver kWst sem sparast
við rafhitun má nota í annað
og því má segja að raf-
Menn geta
deilt endalaust
um virkj-
anafram-
kvæmdir en
flestir eru sam-
mála um hversu
dýrmæt end-
urnýjanleg raf-
orka er að verða.
Íslendingar búa
svo vel að öll
raforka á Íslandi
flokkast sem græn raforka
þ.e. á ekki uppruna í end-
anlegu jarðefnaeldsneyti.
Eftirspurnin eftir þessari
grænu orku hefur aukist
talsvert en hægt hefur
gengið að koma virkj-
unarframkvæmdum á kopp-
inn. Í þessum stutta pistli
er ætlunin að benda á orku-
auðlind sem oft vill gleym-
ast en er líklega ódýrasti og
umhverfisvænasti virkj-
unarkostur landsins.
Sem betur fer eiga Ís-
lendingar jarðhitann, gríð-
arlega auðlind sem sér 90%
landsmanna fyrir ódýrri og
umhverfisvænni húshitun.
Þau 10 prósent sem ekki
hafa aðgang að jarðhita
þurfa hinsvegar að notast
við rafhitun sem er mun
dýrari húshitunarkostur þó
að ríkið niðurgreiði rafhitun
að hluta. Þrátt fyrir að hlut-
fallslega fáir íbúar búi við
rafhitun er hún umfangs-
mikil og talsverður hluti af
almennri raforkunotkun í
landinu. Ætla má að heild-
arraforkunotkun til húshit-
unar sé í kringum 700
GWst. Líta má á þessar
GWst sem vannýtta auðlind
vegna þess að auðveldlega
má draga úr þessari rafhit-
un með stækkun hitaveitna,
bættri einangrun húsa og
uppsetningu varmadæla.
Það er ekki skynsamleg
orkunýting að nota há-
gæðaraforku til að mynda
lágæðahitaorku og þar að
orkusparnaður með varma-
dælum sé einnig ein ódýr-
asta leiðin til að „virkja“ til
grænnar raforkufram-
leiðslu.
Með einföldun má segja
að ef rafhitun yrði helm-
inguð með uppsetningu
varmadæla þá myndu losna
um 350 GWst í raforkukerf-
inu sem samsvarar um 50
MW virkjun sem þarf ekk-
ert umhverfismat og festist
aldrei í bið- eða vernd-
arflokki Rammaáætlunar.
Varmadæluuppsetningar
hafa tekið rækilega við sér
með breytingum á lögum
um niðurgreiðslur húshit-
unarkostnaðar. Með breyt-
ingunum var opnað á mögu-
leika ríkisins til að taka þátt
í stofnkostnaði við umhverf-
isvæna orkuöflun sem dreg-
ur úr rafhitun. Einnig er nú
starfandi vinnuhópur sem
vinnur að tæknilegu mati á
möguleikum á ísetningu
stórra varmadæla inn í raf-
kynt veitukerfi sem finna
má á nokkrum stöðum á
landinu.
Á meðan Íslendingar
deila um hina ýmsu virkj-
unarkosti rís nú orkusparn-
aðarvirkjun bak við tjöldin
öllum landsmönnum til
hagsbóta. Ekki verður
klippt á neina borða við
framkvæmdina en kannski
verður orkan sem þú notar í
næsta bíltúr á rafbílnum
þínum aðgengileg vegna
varmadælu hjá framsýnum
íbúa á köldu svæði.
Íslands smæstu virkjanir
Eftir Sigurð
Friðleifsson
Sigurður Ingi
Friðleifsson
» Varmadælu-
uppsetningar
hafa tekið rækilega
við sér með breyt-
ingum á lögum um
niðurgreiðslur hús-
hitunarkostnaðar.
Höfundur er fram-
kvæmdastjóri Orkuseturs.