Morgunblaðið - 09.04.2014, Page 34

Morgunblaðið - 09.04.2014, Page 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014 Afmælisdagur Bjargar er gleðskapur vináttu og gleði þar semgóðir vinir koma saman til að fagna afmælisdegi hennar ogeina krafan er að afmælisgestir taki með sér góða skapið. „Ég hef alltaf verið mikið afmælisbarn og að sjálfsögðu held ég upp á afmælið mitt því þegar ég hef ástæðu til að fagna læt ég það ekki renna mér úr greipum,“ segir Björg en henni þykir vænt um fólkið í kringum sig og segir félagsskap þess vera bestu afmælisgjöfina. „Með aldrinum kemur ákveðinn þroski og ég bið því fólk að láta það vera að koma með gjafir. Þær verða aldrei jafnverðmætar og góðu stundirnar með vinum og fjölskyldu.“ Björg starfar sem fréttamaður á Ríkisútvarpinu en í frítíma sín- um skyggnist hún inn í hugarheim annarra í gegnum heim skáld- sögunnar. „Mér finnst mjög gaman að lesa og þá helst skáldsögur. Nú síðast las ég bókina IQ84 eftir Haruki Murakami og gerði sú bók mjög mikið fyrir mig,“ segir Björg sem sjálf hefur fengist við bóka- skrif en í maí í fyrra gaf hún út sína fyrstu bók sem nefnist Ekki þessi týpa. Segir Björg bókina hafa fengið góðar viðtökur í vinahópi sínum sem hún segist hafa sótt innblástur í við persónusköpun bók- arinnar. „Ég leitaði einfaldlega í nánasta umhverfi mitt en breytti auðvitað öllum nöfnum,“ segir Björg skellihlæjandi. Hún segir eng- in vinslit hafa orðið vegna þess. „Nú er ný bók á leiðinni svo það er aldrei að vita hvað gerist. Enginn hefur verið ósáttur enn en ég er líka lunkin í að kæfa vandamál í fæðingu.“ vilhjalmur@mbl.is Björg Magnúsdóttir er 29 ára í dag Veisla Björg lætur aldrei góðan fögnuð fram hjá sér fara og leitast við að vera innan um vini sína og ættingja á góðri stundu. Brosmildur og glað- legur rithöfundur Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Reykjavík Benjamín Vilberg fæddist 13. júlí kl. 3.40. Hann vó 4034 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru María Þórdís Ólafsdóttir og Björn Vil- berg Jónsson. Nýir borgarar Reykjavík Röskva fæddist 30. nóv- ember kl. 18.18. Hún vó 3.090 g og var 51,5 cm löng. Foreldrar hennar eru Louisa Sif Jóhannesardóttir og Jó- hann Hermannsson. H elga Dögg er fædd í Reykjavík 9.4. 1974 og alin upp í Fossvog- inum þar sem hún gekk í Fossvogsskóla og Réttarholtsskóla. Þaðan lá leiðin svo í Verzlunarskóla Íslands en þar lauk hún stúdentsprófi af stærð- fræðibraut 1994. Helga Dögg lauk BA-prófi í al- mennri bókmenntafræði frá HÍ snemma árs 1999. Síðasta árið í bók- menntafræðinni tók hún í Erasmus- skiptinámi við University College London og árið eftir brautskráningu dvöldu hún og verðandi eiginmaður hennar í London þar sem Helga Dögg starfaði hjá ferðaskrifstofunni Discover the World. Þegar heim var komið hóf hún störf á nýstofnuðum SkjáEinum og var síðan blaðamaður hjá tímaritaút- gáfunni Fróða. Á þeim tíma sat hún í stjórn Blaðamannafélags Íslands og tók m.a. þátt í því að koma á fót Blaðamannaverðlaununum sem veitt hafa verið árlega síðan. Haustið 2003 lá leiðin aftur í Há- skóla Íslands, að þessu sinni í við- skiptafræði og lauk Helga Dögg M.Sc-prófi í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði og alþjóða- viðskipti. Að því loknu hóf hún störf Helga Dögg Björgvinsdóttir markaðsstj. Microsoft Íslandi – 40 ára Við Goðafoss Helga Dögg á ferðalagi með börnunum sínum, Ingu Sif, Björgvini Hauki og Stefáni Gauta. Úr blaðamennsku og bókaútgáfu til Microsoft Litríkar Helga Dögg, þriðja frá vinstri í efri röð Bollywood-danshópsins. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isVagnhöfða 11, 110 Reykjavík | S. 577-5177 | linuborun@linuborun.is | www.linuborun.is Af hverju grafa þegar hægt er að bora? Reynsla - þekking - við komum og metum Við notum stýranlegan jarðbor sem borar undir götur, hús, ár og vötn. Umhverfisvænt - ekkert jarðrask• Meira öryggi á svæðinu• Sparar bæði tíma og peninga.• Borum fyrir nýjum síma-, vatns-, rafmagns- og ljósleiðaralögnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.