Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Blaðsíða 13
Svanfríður Jónasdóttir Guðný Sverrisdóttir Náfrænkur og vinkonur, Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri í Dalvík- urbyggð, og Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi, hafa báðar ákveðið að láta af störf- um í vor. Svanfríður hefur setið á stóli bæjarstjóra í átta ár en Guðný hefur verið í embætti í 27 ár! Inga í Grímsey, langamma Svan- fríðar, og Valgerður á Ljómatjörn, amma Guðnýjar, voru systur, Jó- hannesdætur frá Kussungsstöðum í Fjörðum. „Oft var talað um Kussungsstaðasystur því þær þóttu svo fallegar að ort var um þær að óséðu í fjarlægum héruðum. Ég er ekki viss um að fegurð þeirra hafi erfst!“ segir Guðný við blaðamann og hlær hátt. Enginn ómissandi Svanfríður segist telja átta ár hæfi- legan tíma fyrir sig sem bæj- arstjóra. „Hver og einn verður að meta hvað er raunsætt, enginn er ómissandi og mér finnst tímabært að láta af störfum eftir tvö kjörtímabil,“ sagði hún við Morgunblaðið. „Ég var líka tvö kjörtímabil al- þingismaður og held að hollt sé fyrir fólk sem er í fullri vinnu sem stjórn- málamenn að velta því reglulega fyr- ir sér hvort tími sé kominn til að gefa öðrum eftir sviðið.“ Svanfríður var oddviti J-listans í kosningunum fyrir fjórum árum þegar litlu munaði að framboðið næði hreinum meirihluta. J-listinn, sem er óháð framboð, fékk þrjá bæj- arfulltrúa kjörna og Byggðalistinn, A-listi, einn. Þessir mynda meiri- hluta í bæjarstjórn. „Það hefur gengið vel í Dalvík- urbyggð. Okkur hefur tekist tala okkur að niðurstöðu og friður verið um flest mál. Og það verður að segj- ast eins og er að ég hætti með nokkru stolti.“ Svanfríður segist ekki hafa gefið sér tíma til að leita að annarri vinnu. „Ég byrjaði á því fyrir nokkrum ár- um að skrifa kafla og kafla um Svan- fríði ömmu mína sem bjó hér í sama húsi og ég núna, í Görðum, og set hér með á mig þá plikt að klára það verk um leið og ég leita mér að ann- arri vinnu. Ég keypti húsið hennar og gerði það upp. Ákveðin tilvik úr fortíðinni leituðu á mig á tímabili og þá fór ég að dunda mér við þetta. Þegar maður skrifar um ömmu sína skrifar maður líka óhjákvæmilega um sjálfa sig í leiðinni.“ Guðný segir ekkert í hendi með nýja vinnu. „Ég sé bara til hvað framtíðin ber í skauti sér.“ Hún er ekki kjörinn fulltrúi heldur fram- kvæmdastjóri sveitarfélagsins. Eig- inmaður hennar, Jóhann Ingólfsson, hefur setið í sveitarstjórn í 32 ár og hættir einnig í vor. „Mörgum finnst líklega mál að linni,“ segir Guðný og hlær ekki minna en hið fyrra skipti. EYJAFJÖRÐUR „Ekki viss um að fegurð systranna hafi erfst!“ 6.4. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Fyrir helgi voru undirritaðir samn- ingar um víðtækt samstarf með stofnun Svæðisgarðsins Snæfells- ness. Unnið hefur verið að undirbún- ingi síðastliðin tvö til þrjú ár, en það eru sveitarfélögin fimm á Snæfells- nesi og ýmis fé- lagasamtök í at- vinnulífi á svæðinu sem standa að framtakinu. Marg- ir fleiri hafa komið að undirbúningi. Hér er um frumkvöðlaverkefni að ræða hjá Snæfellingum, sem segja að svæðisgarður snúist um að koma á fjölþættu samstarfsneti aðila á svæðinu. Svæðisskipulag er notað sem tæki í þessari vinnu, þar sem sameiginleg sýn um auðlindir og þróun Snæfellsness er fest í sessi. „Svæðisgarður er verkfæri til að ýta undir jákvæða þróun og búsetu á Snæfellsnesi – eins konar byggða- þróunarmódel – með áherslum sem heimamenn þróa út frá sínum að- stæðum. Erlendar fyrirmyndir sýna að þessi leið til að stilla saman strengi íbúa, fyrirtækja og stjórn- valda á samstæðu svæði er líkleg til að skila góðum árangri,“ segir Björg Ágústsdóttir hjá ráðgjafarfyrirtæk- inu í Grundarfirði sem hefur leitt undirbúningsstarfið. Hún leggur áherslu á að ekki megi rugla saman svæðisgarði og þjóðgarði. Í síðarnefndu görðunum sé nátt- úruvernd útgangspunkturinn. Hins vegar sé svæðisgarður framtak heimamanna, sveitarfélaga og fé- lagasamtaka í atvinnulífi; samningur byggður á langtímasýn og vilja til varanlegs samstarfs. „Tilgangurinn sé að auka breidd atvinnulífs og lífs- gæði þeirra sem þar búa og laða að fólk, sérstaklega ungu kynslóðina,“ segir Björg. sbs@mbl.is STOFNA SVÆÐISGARÐ Á SNÆFELLSNESI Ólafsvík er innan svæðisgarðsins og þaðan er aðeins örstutt á fengsæl og góð fiskimið. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fjölþætt frumkvöðlastarf Björg Ágústsdóttir Sigurður Pálsson er liðlegafimmtugur kokkur á ÖnnuEA 303, línuveiðiskipi Út- gerðarfélags Akureyringa. Hann fór fyrst á sjó 1998 sem háseti en sló til þegar starf bauðst í eldhús- inu, þótt reynslan væri lítil. Engin, réttara sagt! „Ég er oftast með venjulegan heimilismat og strákarnir eru mjög ánægðir með það. Ég verð að segja strákarnir því ég er elstur um borð!“ segir Siggi og hlær. „Ég býð reyndar stundum upp á spari- mat; purusteik er til dæmis vinsæl á leiðinni í land eftir góðan túr.“ Skipið er vel útbúið til línuveiða. Í því miðju, fremst í vélarrúminu, er brunnur þar sem línan er dregin inn. Ekki eru mörg skip í heim- inum þannig og segir Sigurður ótrúlegt að horfa í gegnum lúgu úr matsalnum niður að brunninum og fylgjast með þegar fiskurinn er dreginn um borð. „Ég ætlaði ekki að verða sjó- maður; hafði farið tvo túra sem há- seti með tengdapabba þegar hann var skipstjóri á Stakfellinu frá Þórshöfn og sagði við konuna mína þegar ég kom í land að þetta myndi ég aldrei gera aftur! En það voru miklu meiri tekjur í boði úti á sjó en í landi þannig að ég sló til.“ Upp úr aldamótunum fékk Sig- urður hásetastarf á Þórði Jón- assyni frá Akureyri. „Eigandinn, Hreiðar gamli Valtýsson, hringdi svo í mig fyrir fyrsta túrinn og spurði ég gæti farið sem kokkur! Ég sagðist aðeins verða að hugsa málið, hringdi í mömmu og hún sagði að ég skyldi segja já og hringja bara í hana ef einhver vandamál kæmu upp. Fram að þessu hafði ég aldrei gert neitt nema að sjóða kartöflur...“ Nú segist Siggi á heimavelli í eldhúsinu. Hann er lærður bakari, sem kemur sér auðvitað vel. „Ég kann mjög vel við starfið þótt vinnudagurinn sé langur.“ Hann fer á fætur um klukkan fimm og er yfirleitt kominn í koju um tíuleytið. „Ég byrja að undirbúa morg- unmat klukkan fimm, ræsi aðra vaktina tíu mínútum fyrir sex og hin kemur klukkan hálf sjö í morg- unmat. Svo smyr ég handa strák- unum og fer með til þeirra niður í kaffitímanum – það er ágætis æf- ing fyrir mig að fara niður tröpp- urnar til þeirra og upp í brú með kaffi handa kafteininum. Ég baka síðan yfirleitt eitthvað gott og eftir smá pásu byrja ég að undirbúa há- degismatinn. Finnst gott að vera tímanlega í því. Svo er kaffi seinni partinn, og um fjögurleytið fer ég að huga að kvöldmatnum. Eftir hann geng ég frá og byrja að und- irbúa mig fyrir næsta dag.“ YTRI-HRYGGUR Á ELDEYJARBANKA Kunni að sjóða kartöflur SIGURÐUR PÁLSSON HEFUR VERIÐ ÁRUM SAMAN Á SJÓ, AÐALLEGA SEM KOKKUR. ÁÐUR HAFÐI HANN EKKI VERIÐ IÐINN Í ELDHÚSINU. Í matsalnum: Magnús, Þorfinnur, Jón Daníel, Gunnar, Ólafur og Óskar Þór. Sigurður Pálsson með glænýtt ban- anabrauð handa körlunum um borð. Jón Þorsteinsson frá SS var kjörinn kjötmeistari Ís- lands á dögunum. Hann vann með fullu húsi stiga: engir gallar fundust á þeim fimm vörum sem voru dæmdar. Enginn hefur náð slíkum árangri áður. Jón kjötmeistari Íslands Handverkshátíð verður í Eyjafjarðarsveit í 22. sinn í sum- ar. Margar hefðbundnar umsóknir hafa borist en meira er um lífræn hráefni og vottuð eftir sanngjörn viðskipti en áður. Þá er endurvinnsla og vistvæn framleiðsla ríkjandi. Vistvænt og vottað PI PA R\ TB W A • SÍ A • 14 06 29 Flottar fermingargjafir - okkar hönnun og smíði jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.