Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.4. 2014 Á borði bréfritara er bréfafarg, sem gott fólk færði honum. Á það er ritað stórum stöfum: „Never, never, never quit“ Winston Churchill. Frægum mönnum eru stund- um eignuð orð og setningar sem fleyg verða. Stundum er fótur fyrir þeim, stundum hefur þeim verið breytt en ósjaldan er snjallyrðum komið í þeirra munn í heilu lagi, jafnvel löngu eftir að þeir hafa kvatt. Þetta kann að vera gert til að gefa orð- unum, frægðarmanninum eða báðum aukna vikt. Og það „svínvirkar“ eins og kerlingin sagði. En hitt er líka þekkt að spakleg orð eða kátleg fá ekki flug né fulla virðingu fyrr en stórmenni eða annars kon- ar frægðarfólk er skrifað fyrir þeim. Og það hefur einnig iðulega gerst að þess konar fólk hefur svo sannarlega sagt það sem hermt er, en þó ekki endi- lega orðið fyrst manna til þess að gera það. Spak- vitrir menn, sem muna langt fram, geta síðar grufl- að upp og bent á að aðrir hafi löngu fyrr en t.d. stórmennið sagt það sama eða svipað og það sé til skráð ef að er gáð. Þá er ekki endilega verið að saka hinn mikla mann um að vera fingralangan á frasa, en sagt sem svo, að „miklir menn eða frægir hugsi á svipuðum brautum“. Rétt feðruð orð Nú er enginn vafi á því að orðin á bréfafarginu fyrr- nefnda eru réttilega eftir Churchill höfð og þau eru að auki mjög í stíl við framgöngu hans og baráttu. Hann gafst svo sannarlega ekki upp eða lét í minni pokann fyrir neinum fyrr en hann þurfti. Orðin á farginu eru þó fyrst og fremst hvatning. Það er alls ekki víst að höfundur þeirra hafi viljað að þau væru tekin bók- staflega alltaf og algjörlega. Það eru auðvitað til marg- vísleg dæmi úr stjórnmálaferli Winstons Churchills þar sem hann tók skakkan pól og hélt því striki alltof lengi. Til að mynda var barátta hans á árunum á milli stríða, gegn því að Bretar gæfust upp fyrir sjálfstæð- isbaráttumönnum í Indlandi, sennilega algjörlega von- laus þegar þar var komið. Dómgreind, sem styðst við eftiráspeki sem hefur sankað að sér staðreyndum um langa hríð, er ekki eins hætt við að bregðast eins og þeirri sem rýna verður út í óvissuna og spá fyrir um þróun „staðreynda“ næstu ár eða áratugi á eftir. Þess vegna er dómgreind okkar, litlu stjórnmálaspeking- anna, svona miklu öruggari en jafnvel stjórnmálalegs risa eins og Winstons Churchills rúmlega hálfri öld síð- ar. Og það er auðvitað til fjöldi dæma um hitt, að þegar að Churchill sá að tiltekinn slagur var tapaður og mál- staðurinn ekki þess virði að sökkva með honum, sneri hann sér að öðru. En það breytir engu um að never, ne- ver, never quit var honum runnið í merg og bein. Og m.a. þess vegna náði hann svo miklum árangri. En þótt líklegt sé að hvatningar af þessu tagi, jafnvel heit- strengingar, eigi ekki að skilja algjörlega bókstaflega, gætu mjög margir haft af því mikið gagn að leggja inn- tak þeirra á minnið og tileinka sér það. Þeir myndu hafa mikið gagn af þeirri sjálfsbreytingu og hugs- anlega rísa betur undir þeim verkefnunum sem þeir hafa boðist til að sinna. Aldrei að víkja aldrei til Guðmundur Magnússon sagnfræðingur hefur skrifað fróðlega grein í nýjasta hefti Þjóðmála, upphaf 10. ár- gangs þessa merka tímarits. Hún kallast þjóðsagan um kjörorð Jóns forseta. Þjóðsagan sú tengist orðunum „Aldrei að víkja“ og hinni útgáfunni, sem ýmsir töldu réttari, einkum eftir að nokkuð var liðið frá andláti Jóns, „Eigi víkja“. Niðurstaða Guðmundar er þessi: 1) Jón Sigurðsson átti sér ekkert kjörorð í þeim skilningi sem í það hug- tak hefur jafnan verið lagður, það er einkunnarorð sem lýsandi sé fyrir stefnu hans og starfshætti. 2) Ekkert bendi til þess að áletrunin „Eigi víkja“ á innsiglinu með skjaldarmerkinu, sem honum var fært að gjöf vorið 1851 hafi verið „viðkvæði“ hans „orðtak“, eða „stefnuskrá“ hvað þá „heróp“ eins og látið hefur Má ég gera eitthvað fleira fyrir yður, fylgispektar maður? Reykjavíkurbréf 04.04.14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.