Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.4. 2014
„Eftir kaldsama nótt vöknuðum við
undir morgun við það að tjaldið var
farið að leka, og þau sem sváfu yst
voru orðin blaut í gegnum svefnpok-
ana, en þessi tjöld voru ekki betri en
það að þegar eitthvað lagðist utan í
þau, þá byrjuðu þau að leka … Þeg-
ar betur var að gáð og aðstæður
skoðaðar kom í ljós að mikil rigning
var úti og töluverður vindur. Ekki
glæsilegt um að litast, og enginn af
okkur með útbúnað í slíkt veður, en
ekki þýddi að örvænta, tekinn var
fram handpumpaður steinolíu-
prímus, mikill kostagripur, og fljót-
lega eftir að kveikt hafði verið á hon-
um var orðið notalegt í tjaldinu. Í
þessari tjaldútilegu var ekki tjaldað
til margra nátta, enda átti hún að-
eins að standa yfir í rúman sólar-
hring. Í farteskinu voru, fyrir utan
tjaldið og prímusinn, svefnpokar, en
fóðrið í þeim var einhvers konar ull-
arkemba, en þannig pokar voru al-
gengastir á þeim tíma. Eitthvað
matarkyns var með, svo sem ein stór
kjötdós frá Sláturfélagi Suðurlands,
brauð og kexkökur. Af drykkjar-
föngum var helst verið með gosteg-
undirnar Sítron og Póló.“
Rafn Sigurðsson, f. 1927.
Kuldi og blaut föt
„Fátt man ég af hátíðarhöldunum,
nema það helsta, ræður, kórsöng
o.fl., en rigningin og kuldinn yf-
irskyggði allt hjá mér, beið bara að
þessu lyki svo hægt væri að halda
heimleiðis. […] Þegar fór að líða á
daginn fóru nú fínheitin að fara af
okkur, allt varð rennandi blautt,
enginn var hlífðarfatnaður með,
hefði ekki veitt af regnkápum og
vaðstígvélum, klæðnaður hefði verið
annar í dag. Mínar minningar frá
þessum degi tengjast aðallega kulda
og blautum fötum.“
Hallfríður
Georgsdóttir, f. 1931.
„Víst var þetta merkilegur og
minnisstæður dagur. Og svo sann-
arlega fylgdi athöfninni sérstök til-
finning hjá mér, telpu á tólfta ári.
Eins og hjá hinum, vænti ég. Þrátt
fyrir rigninguna, sem ég man nú
reyndar ekki eftir að hafi angrað
mig neitt sérstaklega, fann ég ein-
hverja sérstaka tilfinningu með fólk-
inu mínu og með landinu mínu, og er
sú tilfinning enn mjög sterk hjá
mér.“
Sigríður
Valdimarsdóttir, f. 1932.
Frá stofnun lýðveldisins 1944.
Tjöldin byrj-
uðu að leka
S
tofnun lýðveldisins á
Þingvöllum 17. júní
1944 er einn stærsti og
gleðilegasti viðburður í
sögu þessarar þjóðar.
Um það verður varla deilt. Sjötíu
ár verða í sumar liðin frá lýðveld-
ishátíðinni og eðli málsins sam-
kvæmt fer fólki sem man hana
fækkandi.
Undanfarin tvö og hálft ár hefur
dr. Þór Jakobsson veðurfræðingur
unnið að því að safna saman minn-
ingabrotum þessa fólks. Síðasta
árið í samvinnu við Örnu Björk
Stefánsdóttur sagnfræðing. Halda
þau nú utan um verkefnið í sam-
einingu. Efnisöflun er formlega
lokið og eru þátttakendur í verk-
efninu orðnir áttatíu talsins.
Forsaga málsins er sú að 17.
júní 2011 var öllum sem verið
höfðu á lýðveldishátíðinni 1944
boðið á Þingvöll ásamt fjölskyldum
sínum og létu margir sjá sig. Þór
Jakobsson flutti þar ávarp og
hvatti alla sem myndu eftir þess-
um merkisdegi til að færa minn-
ingar sínar í letur og senda sér.
„Heimtur urðu fljótt mjög góðar.
Fólk er furðuvel tölvuvætt þrátt
fyrir að vera komið á þennan ald-
ur,“ segir Þór brosandi en eins og
gefur að skilja eru allir þeir sem
muna hátíðina að einhverju gagni
nú komnir yfir sjötugt.
Persónuleg upplifun
„Tilgangurinn með þessu verkefni
er ekki að gefa heildarmynd af
hátíðinni, heldur einblínum við á
persónulega upplifun fólks. Minn-
ingin er upprifjun barns eða ung-
mennis á einum mesta degi í sögu
þjóðarinnar,“ segir Þór.
Hann setti stefnuna fljótlega á
fimmtíu manns en endaði í áttatíu.
„Viðbrögð fóru langt fram úr
væntingum,“ segir Þór. „Nú eru
allir textar komnir í hús, auk þess
sem við erum komin með gamlar
myndir af öllu fólkinu. Þetta er
þverskurðurinn af þjóðfélaginu.“
Elsti þátttakandinn í verkefninu
er Sigríður Jónsdóttir, fædd 1908.
Hún lést raunar á síðasta ári en
búið var að ganga frá framlagi
hennar í fullu samráði við hana.
Næstelst er Sigfríður Nieljohníus-
dóttir, sem verður 94 ára í vor, og
yngst eru Egill Rúnar Friðleifsson
og Margrét Elísabet Jónsdóttir,
fædd 1940. Þór segir minni Sig-
fríðar óbrigðult og svo skemmti-
lega vill til að hún man alveg eins
vel eftir Alþingishátíðinni 1930.
Lét sig ekki vanta þar heldur.
Minningabrotin hverfast ekki
eingöngu um lýðveldishátíðina en
Þór bað fólk að bæta einhverju við
um lífið og tilveruna á þessum ár-
um. Sumir voru alls ekki á Þing-
völlum þennan dag en sátu í stað-
inn límdir við útvarpið og upplifðu
viðburðinn með þeim hætti eða
sóttu hátíðir af sama tilefni úti á
landi.
Langar að gefa efnið út
Tilgangurinn með verkefninu hefur
frá upphafi verið að gefa út bók.
Þrátt fyrir að hafa leitað hófanna
víða, meðal annars hjá viðskipta-
bönkunum, hefur Þór hvorki tekist
að afla styrkja né finna útgefanda.
„Það eru tveir hópar í þjóðfélag-
inu sem ég kann ekki á,
stjórnmálamenn og peningamenn.
Núna er ég að gera hosur mínar
grænar fyrir Háskóla Íslands og
er býsna vongóður um að hann
leggist á árarnar með okkur,“ seg-
ir Þór sem kveðst þurfa eina millj-
ón króna til að búa efnið undir út-
gáfu.
Tveir aðilar hafa styrkt verk-
efnið, Eimskipafélag Íslands og
danskur efnamaður, Gottfred
Westergård, en þeir styrkir snúa
ekki að útgáfumálum. Westergård
gefur til minningar um íslenska
konu sína, Elínu Brynjólfsdóttur,
sem var á lýðveldishátíðinni.
Tímafrekt en skemmtilegt
Þrátt fyrir þetta mótlæti er Þór
hvergi af baki dottinn og gerir sér
ennþá von um að bókin komi út
og það fyrr en síðar. Skemmtileg-
ast yrði auðvitað að hún kæmi út
17. júní næstkomandi, á sjötugs-
afmæli hátíðarinnar. „Þetta hefur
verið tímafrekt en afar skemmti-
legt verkefni. Það er ómögulegt að
þetta efni endi bara á handrita-
deildinni,“ segir hann og kímir.
Að sögn Þórs yrði það ekki
bara skaði fyrir „lýðveldisbörnin“
heldur einnig yngri kynslóðir.
Þessi minningabrot eigi ekki síður
erindi við þær. „Við myndum jafn-
vel tileinka verkið æsku landsins.“
Við þetta má bæta að Eggert
Gunnarsson kvikmyndagerð-
armaður vinnur nú að gerð sjón-
varpsmyndar um „lýðveldisbörnin“,
þar sem rætt verður við sautján
manns úr hópnum, og er Þór von-
góður um að hún verði frumsýnd í
Ríkissjónvarpinu 17. júní nk.
Morgunblaðið/Þórður
Minnast eins mesta gleði-
dags í sögu þjóðarinnar
„LÝÐVELDISBÖRN, MINNINGAR NÚLIFANDI ÍSLENDINGA SEM VORU Á ÞINGVÖLLUM 17. JÚNÍ 1944“ ER YFIRSKRIFT VERK-
EFNIS SEM DR. ÞÓR JAKOBSSON VEÐURFRÆÐINGUR OG ARNA BJÖRK STEFÁNSDÓTTIR SAGNFRÆÐINGUR VINNA NÚ
AÐ. ÞÁTTTAKENDUR ERU ORÐNIR ÁTTATÍU TALSINS OG DREYMIR ÞÓR OG ÖRNU BJÖRK UM AÐ GEFA EFNIÐ ÚT Á BÓK.
* Af þeim ríflega 48.100 manns sem greiddu atkvæðivoru 99,5% samþykk sambandsslitum við Dani og98,3% stofnun lýðveldisins.ÞjóðmálORRI PÁLL ORMARSSON
orri@mbl.is
Þór Jakobsson var sjálfur á Þing-
völlum sumarið 1944 ásamt
foreldrum sínum, Þóru Ein-
arsdóttur og séra Jakobi Jóns-
syni, og systkinunum fjórum,
Guðrúnu Sigríði, Svövu, Jökli og
Jóni Einari.
„Foreldrum var almennt annt
um að taka börn sín með á há-
tíðina og foreldrar mínir voru
engin undantekning. Þetta var
mjög eftirminnilegt enda ekki á hverjum degi sem öll fjölskyldan fór
saman í ferðalag,“ segir Þór.
Hann viðurkennir að hann muni ekki svo mikið eftir deginum sjálfur.
„Það er einkum þrennt sem ég man: Í fyrsta lagi að í bílaröðinni fyrir
framan okkur á leiðinni á Þingvöll var bíll með númerið R-1944. Það
þótti okkur systkinunum stórmerkilegt. Í annan stað er það mann-
mergðin og í þriðja lagi þögnin sem brast á eftir yfirlýsinguna um að
lýðveldið hefði verið stofnað. Margir tilgreina rigninguna þennan dag
en ég man ekki sérstaklega eftir henni.“
LENTI Á EFTIR BÍL MEÐ NÚMERIÐ R-1944
Fölskylda Þórs lýðveldisárið 1944.
Umsjónarmenn verkefnisins,
Þór Jakobsson veðurfræð-
ingur og Arna Björk Stef-
ánsdóttir sagnfræðingur.