Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Blaðsíða 29
6.4. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
– fyrir lifandi heimili
20%AFSLÁTTUR AF
SMÁVÖRUTIL PÁSKA!
G D a l s b r a u t 1 • A k u r e y r i OP I Ð V i r k a d a g a k l 1 0 – 1 8 o g l a u g a r d a g a 1 1 - 1 6 E I T T S Í M ANÚME R 5 5 8 1 1 0 0
E
lfa Antonsdóttir lögfræðingur og Hjalti Jak-
obsson tölvunarfræðingur búa í fallegri íbúð í
Nóatúni.
„Ég er búin að vera dugleg að sinna því sem
mér finnst gaman undanfarið. Það sem stendur upp úr
núna er að renna leir, ótrúlega róandi og nærandi að
fara einu sinni í viku og drulla sig út upp fyrir haus og
jafnvel búa til eitthvað fallegt í leiðinni. Annars finnst
mér mjög gaman að lesa og auðvitað blogga,“ segir Elfa
sem heldur úti hinu vinsæla hönnuarbloggi Undir súð.
Parið segir heimilisstílinn stílhreinan, frekar beinan og
sléttan, hvítan og svartan en samt heimilislegan.
„Það er mikilvægt að notagildi og hönnun sameinist í
þeim hlut sem ég set inn á heimilið. Getur hönnun verið
góð hönnun ef notagildið er ekki mikið? Hjalti myndi
hinsvegar segja að mér þætti mikilvægast að hluturinn
væri annaðhvort svartur eða hvítur,“ segir Elfa en þau
gerðu íbúðina skemmtilega upp og hafa gaman af því að
finna fallegar lausnir inn á heimilið. Elfa sækir mikinn
innblástur á Pinterest og öðrum hönnunarsíðum. Parið
segist versla helst til heimilisins í IKEA, „Það hefur
verið að gera alveg ótrúlega góða hluti upp á síðkastið.
Skemmtilegast finnst mér þó að versla í Habitat. Ég
held að ég væri til í að eiga allt þar inni.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fallegt ljós sem Elfa hannaði sjálf.
Skemmtilegur blaðastandur úr Habitat og indjánafjöður á steyptum standi.
Hönnun og notagildi
Í NÓATÚNI ER BJÖRT OG FALLEG ÍBÚÐ. ELFA OG HJALTI HAFA VERIÐ DUGLEG AÐ
BREYTA TIL OG SÆKJA MEÐAL ANNARS INNBLÁSTUR Í VEFSÍÐUNA PINTEREST.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
* „Það er mik-ilvægt að notagildi
og hönnun sameinist
í þeim hlut sem ég
set inn á heimilið.
Getur hönnun verið
góð hönnun ef nota-
gildið er ekki mik-
ið?“
HREINN OG BEINN HEIMILISSTÍLL
Elfa málaði nýver-
ið hvíta fætur á
gamla tekksófa-
borðið.