Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Blaðsíða 17
6.4. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Hvar og hvenær? Verslunarmiðstöðinni Firðinum, Hafnarfirði, laugardag kl. 12-16. Nánar: Blásið verður til skottsölu í Firðinum en þar munu nokkrir selja varning úr skottinu á bílnum sínum. Skottsala í Firðinum* Tveir hausar eru betri en einn.Lumiere úr Fríða og Dýrið. Berglind Guðmundsdóttir held- ur úti matarblogginu Gul- urRauðurGrænn&salt, www.grgs.is. Hún er hjúkr- unarfræðingur og fjögurra barna móðir. Auk þess gaf hún nýverið út sína fyrstu mat- reiðslubók, Fljótlegir réttir fyr- ir sælkera. Þátturinn sem allir geta horft á? Hraðfréttir eru í miklu uppá- haldi hjá öllum fjölskyldu- meðlimum. Mikið hlegið, mikið gaman! Maturinn sem er í uppáhaldi hjá öllum? Súrsæti kjúklinga- rétturinn í aðalrétt, panna cotta með hindberjasósu í eftirrétt og Kúlugott í eftireftirrétt, allt uppskriftir af matarblogginu mínu GulurRauðurGrænn&salt (www.grgs.is). Skemmtilegast að gera saman? Okkur finnst hrika- lega gaman að ferðast og reynum að gera mikið af því. Elskum jafn- framt að fara norður í Laxárdal á sumrin þar sem fjölskyldan hefur afnot af dásamlegu húsi. Svo fer mik- ill tími í að horfa á drengina spila á handbolta- og fótboltamótum og ákveðin stemning sem fylgir því. Borðið þið morgunmat saman? Oft á virkum dögum. En um helgar vakna yfirleitt allir á mismunandi tíma, hver eftir sínum hentugleika, og þá er stundum morgunmatur frá klukkan sjö til hádegis. Hvað gerið þið saman heima ykkur til dægrastytt- ingar? Hér er mikið eldað og bakað og allir fjölskyldu- meðlimir sem taka þátt í því. Svo erum við algjör kósídýr – elskum að hafa það kósí. Fleygja okkur upp í sófa með sængur og snarl og spjalla eða horfa á einhverja grín- mynd. EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR Allir fá að taka þátt í eldamennskunni Berglind GuðmundsdóttirH jallastefnan leggur mikla áherslu á enskukennslu og kynning á tungumál- inu er hafin fyrir börn allt frá 18 mánaða aldri. Börn ná vel utan um tungumál og meðtaka fyrr en fullorðnir. Auk þess heyra þau fleiri hljóð en fullorðnir og ná því framburði og öðru slíku vel. „Með þessu er- um við líka að ná málhljóðunum bet- ur en bestur ár- angur næst ef það fer fram á leik- skólaaldri og á fyrstu árum grunnskólans,“ segir Áslaug Hulda Jónsdóttir, framkvæmdastýra Hjallastefn- unnar. Þá hefur stefna skólans ver- ið að bæta við öðrum tungumálum og er nú verið að gera tilraunir með kennslu í frönsku, spænsku og kínversku. „Við erum mjög spennt fyrir því að prófa það áfram og þróa það frekar.“ Áslaug segir það mikilvægt að nýta vel máltökunámskeið barna því eftir því sem á líður verði allt tungumálanám erfiðara og árang- ursminna. Framburðurinn betri Sólveig Simha kennir frönsku á leikskólanum Laufásborg sem til- heyrir Hjallastefnunni en hún kennir einnig í Alliance française. Hún segir það sniðugt að byrja að kenna börnum tungumál á unga- aldri. „Þau heyra mun betur en fullorðnir og eiga því auðveldara með að herma. Það er engin trufl- un eða vani á framburði á móð- urmálinu sem truflar,“ segir Sól- veig. Hjallastefnan leggur áherslu á að fá kennara sem kenna á sínu móðurmáli, þannig kemst hreim- urinn vel til skila. „Það gengur rosalega vel. Við endurtökum mjög mikið og er áherslan lögð á talmál. Lítil börn kunna langflest ekki að lesa svo það sem við erum að vinna með er að hlusta á frönsku, hlusta á allskonar hljóð og reyna að þekkja hljóðin á frönsku. Ég vinn líka með sögur og erum við núna að læra Rauðhettu með yngstu börnunum,“ segir Sólveig. Auk þess læra börnin að þekkja orð sem lýsa hlutum á frönsku og fá kennslu í orðum sem þau nota í daglegu lífi á sínu eigin móðurmáli. Börnin læra að tjá sig á frönsku og geta þannig haft samskipti við frönsk börn. „Mér þykir mjög auð- velt að kenna börnunum, þau eru alveg frábær. Ég er glaður kenn- ari,“ segir Sólveig og hlær. „Það er gaman hvað þau eru forvitin og op- in fyrir því að læra. Mér finnst það spennandi.“ Vill leggja áherslu á talmál Sólveig segir að skortur sé á tungumálakennslu fyrir yngstu börnin. „Það þarf að leggja áherslu á talmálið. Málfræðin kemur seinna, þegar börnin eru farin að geta tjáð sig. Það er gott að byrja að kenna málfræðina í framhalds- skóla eða í síðustu bekkjum grunn- skóla,“ segir Sólveig. Áslaug segir tungumál vera lyk- ilinn að framtíðinni fyrir börn. Það er ansi mikið til í því í ljósi þess að enska er tungumál veraldarvefsins, viðskiptalífsins og háskólasamfé- laganna. „Leikskólinn og alfyrstu ár grunnskólans eru langmikilvæg- asti tíminn fyrir tungumálanám en því miður hefur verið framhjá því litið.“ BÖRN ERU SNÖGG AÐ LÆRA TUNGUMÁL Snjallt að byrja snemma Sólveig Simha kennir börnum á Laufásborg frönsku. Hún segir það sniðugt að byrja að kenna börnum tungumál á ungaaldri. Morgunblaðið/Þórður HJALLASTEFNAN BYRJAR SNEMMA AÐ KYNNA LEIK- SKÓLABÖRNUM TUNGU- MÁL. FRÖNSKUKENNARI Á HJALLALEIKSKÓLA SEGIR AÐ SKORTUR SÉ Á TUNGU- MÁLAKENNSLU FYRIR YNGSTU BÖRNIN OG MIK- ILVÆGT SÉ AÐ LEGGJA ÁHERSLU Á TALMÁL FYRST. Áslaug Hulda Jónsdóttir Sími 570 2400 · oryggi.is Stöndum vaktina allan sólarhringinn Fylgstu með fyrirtækinu í snjall- símanum eða spjaldtölvunni Hágæða eftirlitsmyndavélakerfi frá Aver er ódýr og einföld lausn fyrir fyrirtæki. Fylgstu með í spjaldtölvunni eða farsímanum, hvenær og hvar sem þú ert. Kerfið býðst nú á frábæru verði, frá 179.000 kr. Komdu og skoðaðu í glæsilegri verslun okkar að Askalind 1. PI PA R\ TB W A • SÍ A • 14 04 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.