Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.4. 2014
E
rna Indriðadóttir starf-
aði í rúm tuttugu ár á
Ríkisútvarpinu, meðal
annars sem fréttamað-
ur og dagskrárgerð-
armaður. Þegar þeim störfum lauk
gerðist hún upplýsingafulltrúi hjá
Alcoa-Fjarðaáli og vann þar í átta
ár en lét af því starfi um áramótin.
Nú vinnur hún að því að stofna
nýtt vefrit.
„Eftir nokkrar vikur vonast ég
til að geta sett í loftið vefrit sem
hefur hlotið heitið Lifðu núna og er
ætlað fyrir fólk fimmtíu og fimm
ára og eldra,“ segir Erna. „Þessi
hugmynd hefur verið að þróast
með mér í nokkur ár. Það er lítil
umfjöllun um eldri kynslóðirnar í
landinu í fjölmiðlum, en margt
brennur á þessum hópi sem vill
leita sér upplýsinga um ýmis mál
sem varða hag hans og lesa efni
sem varða líf hans og áhugamál.
Mér finnst ástæða til að fjalla um
þennan aldurshóp sem mér finnst
vera frekar ósýnilegur á opinber-
um vettvangi. Fólkið sem nú er að
eldast er vant því að vera á netinu
og er virkt þar og mun ekki sitja
aðgerðalaust á félagsheimilum aldr-
aðra í framtíðinni. Það fjölgar gríð-
arlega í þessum hópi og nú eru
78.000 Íslendingar 55 ára og eldri
og mun fara stigfjölgandi á næstu
árum og áratugum.
Ég finn og heyri að það eru for-
dómar í samfélaginu gagnvart
eldra fólki. Fólki er beinlínis mis-
munað vegna aldurs. Ég talaði ný-
lega við rúmlega sextuga mann-
eskju sem sótti um starf og var
langhæfasti umsækjandinn en fékk
ekki starfið. Ég hef talað við eldra
fólk sem finnst talað niður til sín
og verður fyrir dónaskap í versl-
unum, þar á meðal var maður sem
fór í fatabúð í Kringlunni og þar
var því hreytt í hann að þarna
væru ekki seld föt á gamalt fólk.
Ég held að fordómarnir séu miklu
meiri en fólk gerir sér grein fyrir.
Sem stendur er ég eini fasti
starfsmaður vefritsins en hef mik-
inn áhuga á að vera í samstarfi við
alla þá sem hafa áhuga á þessum
málum. Ég hef hugsað mér að vera
með ráðgjafanefnd í vefritinu þar
sem fólki verður boðið að taka þátt
og Landssamband eldri borgara
mun til dæmis eiga þar fulltrúa.“
Í óvinaherbúðum
Síðasta starf þitt var sem upplýs-
ingafulltrúi hjá Alcoa. Af hverju
fórstu í það starf á sínum tíma?
„Ég hef haft fyrir sið að skipta
reglulega um starf og gerði það
lengi vel innan Ríkisútvarpsins.
Þegar ég var búin að vinna í fjöl-
miðlum í tuttugu ár fannst mér
vera komið nóg. Ég fór í nám í
Bandaríkjunum og tók meistara-
próf í stjórnsýslufræðum. Nokkr-
um árum síðar fékk ég starf hjá
Alcoa hér á landi. Sennilega hefði
mér ekki dottið í hug að ráða mig í
vinnu hjá bandarísku stórfyrirtæki
nema vegna þess að ég hafði búið í
Bandaríkjunum.“
Fannstu fyrir því að einhverjir
hefðu neikvætt viðhorf gagnvart
starfi þínu fyrir Alcoa, til dæmis
vegna Kárahnjúkavirkjunar?
„Já, það fór ekkert á milli mála
að einhverjum fannst ég vera kom-
in yfir í „óvinaherbúðirnar“. Það
kom mér að vissu leyti á óvart
hversu hatrammar deilurnar um
Kárahnjúkavirkjun voru, vegna
þess að þegar ég hóf störf var búið
að samþykkja virkjun og álver á
Alþingi með miklum meirihluta og
ég taldi málinu þannig lokið. Ég
hitti fólk sem talaði fyrir fram-
kvæmdunum fyrir austan og hafði
fengið líflátshótanir frá andstæð-
ingum framkvæmdanna og svo
náttúruverndarfólk sem taldi sig
hafa verið beitt þöggun.
Yfirgnæfandi meirihluti Austfirð-
inga var fylgjandi þessum fram-
kvæmdum. Reglulega voru einnig
gerðar skoðanakannanir fyrir Alcoa
á vegum Capacent um afstöðu
landsmanna allra til byggingar ál-
versins og þeir sem voru jákvæðir í
garð hennar voru 50-60 prósent en
þeir sem voru á móti voru 25-30
prósent, um helmingi færri. Samt
heyrðist miklu meira í þeim sem
voru neikvæðir. Mér fannst líka
merkilegt að fylgjast með fréttum
fjölmiðla af áliðnaðinum en þeir
voru mjög gagnrýnir sem var gott.
Ég heyrði til dæmis mjög fína um-
fjöllun á Rás 2 um áliðnaðinn þar
sem viðkomandi þáttagerðarmaður
hafði lagt mikla vinnu í þáttinn og
tók Rannveigu Rist í viðtal sem
var eins og þriðju gráðu yfir-
heyrsla. Ég hef hins vegar aldrei
heyrt í fjölmiðlum þriðju gráðu
yfirheyrslu yfir þeim sem voru
andvígir þessum framkvæmdum,
hvað þá að verið sé að skoða nátt-
úruverndarsamtökin í landinu á
gagnrýninn hátt, hvernig þau eru
fjármögnuð, hverjir það eru sem
stjórna þeim og svo framvegis“
Heldurðu að Kárahnjúkavirkjun
hafi verið til góðs?
„Já, við erum með áliðnað í land-
inu og mér finnst ekki að hann
þurfi allur að vera á suðvestur-
horninu. Ég man eftir því þegar ég
var á Reyðarfirði og horfði á sjón-
varpsfrétt um opnun Hellisheiðar-
virkjunar og sagt var frá því að
straumi hefði verið hleypt á stækk-
að álver á Grundartanga. Þetta
virtist alveg hafa farið framhjá
mönnum. Það voru ekki mótmæli
gegn þessu á meðan menn voru
mjög uppteknir við að mótmæla
virkjun austur á landi. Álverið á
Reyðarfirði skapar varlega áætlað
milli eitt og tvö þúsund störf og
veitir miklum gjaldeyristekjum inn
í landið sem veitir ekki af.
Mér finnst líka merkilegt þegar
fræðimenn koma fram og kenna
jafnvel Kárahnjúkavirkjun og
framkvæmdunum fyrir austan um
hrunið. Á þeim tíma sem þar voru
framkvæmdir komu um 78 millj-
arðar króna inn í íslenska hag-
kerfið meðan fjárfestingar í at-
vinnulífinu voru 1.500 milljarðar,
þannig að þarna voru um fimm
prósent af fjárfestingunum sem
voru í gangi fyrir hrun. Mér er
hulin ráðgáta hvernig menn geta
fundið út að þessi virkjun hafi ver-
ið einn helsti orsakavaldur að
hruninu.“
Vil sjá Ingibjörgu
Sólrúnu sem forseta
Víkjum að pólitík, þú varst á lista
Samfylkingarinnar í Norðaustur-
kjördæmi fyrir síðustu alþingis-
kosningar en komst ekki á þing.
Hefurðu brennandi áhuga á stjórn-
málum?
„Ég hef alltaf talið mig frjáls-
lyndan jafnaðarmann. Á árum áður
höfðaði vinstri pólitíkin ekki til mín
vegna þess að mikill klofningur var
meðal vinstrimanna sem náðu aldr-
ei árangri af því þeir voru í of
mörgum fylkingum. Áhugi minn
vaknaði svo af alvöru með tilkomu
R-listans og Samfylkingarinnar og
ég var mikill aðdáandi Ingibjargar
Sólrúnar, fannst hún frábær
stjórnmálamaður og myndi helst
vilja sjá hana sem næsta forseta.
Eftir hrunið ákvað ég að ganga í
Samfylkinguna. Ég var svo farin að
hugsa mér til hreyfings fyrir aust-
an, það voru að koma kosningar og
þar sem ég hef mikinn áhuga á
landsbyggðarpólitíkinni ákvað ég
að fara í framboð. Mér gekk vel í
prófkjörinu en í kosningunum beið
flokkurinn eitt versta afhroð í sög-
unni þannig að mér varð ekki káp-
an úr því klæðinu að komast á
þing.
Núna finnst mér helsta vanda-
Úr álinu
yfir í net-
heima
ERNA INDRIÐADÓTTIR ER AÐ STOFNA NÝTT VEFRIT SEM
ÆTLAÐ ER FÓLKI SEM ER 55 ÁRA OG ELDRA. HÚN SEGIR
FORDÓMA RÍKJA Í SAMFÉLAGINU GAGNVART ELDRA FÓLKI.
ERNA RÆÐIR UM NÝJA VERKEFNIÐ OG SÖMULEIÐIS UM
STARF SITT HJÁ ALCOA OG MÓTMÆLIN GEGN KÁRA-
HNJÚKAVIRKJUN OG ÁRIN Á RÍKISÚTVARPINU.
Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is
* Ég talaði nýlega við rúmlega sextugamanneskju sem sótti um starf og varlanghæfasti umsækjandinn en fékk ekki
starfið. Ég hef talað við eldra fólk sem
finnst talað niður til sín og verður fyrir
dónaskap í verslunum, þar á meðal var
maður sem fór í fatabúð í Kringlunni og
þar var því hreytt í hann að þarna væru
ekki seld föt á gamalt fólk.
Svipmynd