Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.4. 2014
Matur og drykkir
1 flak reykt þing-
vallableikja
ólífuolía
graslaukur eftir
smekk
½ bolli ristuð gras-
kersfræ
½ krukka kapers
börkur af einni sí-
trónu
nýmalaður pipar
eftir smekk
Bleikjan skorin í
teninga og öllu bland-
að saman. Piprað og
sítrónubörkur rifinn
yfir.
Þing-
vallasalat
2 pokar litlar mosarellakúlur
1 askja kirsuberjatómatar
½ askja fersk basilíka
ólífuolía
1 dl ristaðar furuhnetur
flögusalt og pipar eftir
smekk
Basilíka og olía er maukað
saman í blandara eða með töfra-
sprota. Basilíkuolíunni er svo
hellt yfir saman við tómatana og
mosarellaostinn og blöndunni
skipt niður í skálar. Að lokum er
kryddað með flögusalti, svörtum
pipar og ristuðum furuhnetum
stráð yfir.
Mosarellasalat
Þ
etta var æðislegt kvöld, með allra bestu vinkonum mínum, þótt að
vísu hafi vantað einhverjar í hópinn, og svo duttu þarna inn tveir
ferðalangar, þýskar stúlkur sem voru í skýjunum með matinn og
auðvitað þessar stórskemmtilegu vinkonur mínar,“ segir Margrét
Rósa Einarsdóttir, vert á Iðnó með meiru og formaður Ferðamálafélags
Mosfellsbæjar.
Möggu Rósu, eins og hún er jafnan kölluð, er margt til lista lagt þegar
kemur að því að útbúa huggulegt kvöldverðarboð. Að þessu sinni ákvað hún
að bjóða góðum vinkonum sínum heim á gistiheimilið Tjaldanes sem hún
rekur í Mosfellsdal. Á boðstólum var með-
al annars Þingvallasalat og ýmislegt gott
íslenskt hráefni þar sem blóðberg var
meðal annars notað í matargerðina. Þar
sem allt er frekar heimilislegt í Tjaldanesi
og léttur andi þá fannst Möggu Rósu ekk-
ert því til fyrirstöðu að fá tvo gesti á
staðnum til að borða með vinkonuhópnum.
Á undan matnum var drukkið kampavín
við huggulega stemningu og kertaljós.
„Í matarboðum finnst mér alltaf gott
bjóða annaðhvort upp á kjúkling eða
lambakjöt og ég reyni að vera búin að
gera sem mest áður en gestirnir koma -
að ég þurfi ekki að vera sveitt við að út-
búa matinn þegar vinkonurnar koma svo að ég missi ekki af því að spjalla
við þær. Ég er lítið fyrir það að láta alla hanga yfir pottunum saman og
gera eitthvað smá, ég vil hafa smá stjórn á þessu. Svo geri ég aldrei neitt
nýtt við svona tilefni. Ég æfi mig frekar á fjölskyldumeðlimum.“
MARGRÉT RÓSA EINARSDÓTTIR BÝÐUR Í MAT
Bestu vin-
konurnar
ÍSLENSKT HRÁEFNI VAR Í ÖNDVEGI Í MAT-
ARBOÐINU SEM MARGRÉT RÓSA EINARS-
DÓTTIR BAUÐ Í Á DÖGUNUM.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Margrét Rósa er list-
ræn fram í fingurróma
eins og sést á öllu sem
hún kemur nærri.
Fallega lagt á borð í Tjalda-
nesi, með servíttuhringjum
og öllu tilheyrandi.
Með matnum var bor-
ið fram ofnbakað ís-
lenskt grænmeti.
* Ég er lítiðfyrir það aðláta alla hanga
yfir pottunum
saman og gera
eitthvað smá, ég
vil hafa smá
stjórn á þessu