Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Blaðsíða 50
* „Þú getur skrifaðþað sem þú vilt, mérer í raun alveg sama. Því dagblöð, þau hreinlega ljúga og búa til hluti“ sem ég gerði var rangt. Ég átti skilið að fara í fangelsi fyrir það sem ég gerði. Ég tek samt fram að þessir hlutir í myndinni angra mig ekki. Myndin er skáldskapur sem er byggður á sannri sögu. Það sem var hins vegar sannleikanum samkvæmt eru atriði sem snerta mitt persónulega líf. Öll áföllin í einkalífinu. Það sem er einnig sannleikanum samkvæmt er söluþjálfunin. Hvernig ég kenndi öllum þessum krökk- um og ræðurnar komu beint upp úr bók- inni minni. Þær voru þó færðar í stílinn í myndinni til að láta þær hljóma verr en þær gerðu. Þeir reyndu að láta mig hljóma verr því þeir urðu að reyna að hreyfa við tilfinningum fólks. Og ég skil það en ég ráðlegg fólki að lesa bókina og bera hana saman við myndina. Angrar það mig? Nei, ég skil það. Þetta er kvik- myndagerð. Martin Scorsese er snillingur, Leonardo var ótrúlegur. Svo ég tek þessu eins og hverju öðru hundsbiti.“ Varstu hissa á að þér skyldi verða boð- ið að koma til Íslands? „Ég hef flutt fyrirlestra mína í Rúmen- íu, Mongólíu, Suður-Afríku, Mexíkó, Rúss- landi, Oman, alls staðar. Svo að ég varð ekki hissa. Ég er mjög hrifinn af því sem ég hef séð af Íslandi. Ég horfði á Wiki- leaks-myndina og sá þar þetta magnaða eldfjallaumhverfi. Það er eitthvað mjög svalt við það að fara til Íslands og ég er mjög spenntur. Ég held að fólk eigi eftir að tengja auðveldlega við það sem ég hef fram að færa. Ég veit að Íslendingar hafa þurft að glíma við meiriháttar vanda- mál. Það er örugglega mikil reiði út í bankaumhverfið og það er réttlát reiði. Ég tel að á Íslandi sé fólk sem geti verið reitt út í mig, sem fulltrúa þessa kerfis. Ég vona að það sama fólk, sem er hley- pidómalaust, komi og sjái mig af því að ég held að þegar það heyrir hvað ég hef fram að færa skilji það tilgang ferða minna. Vonandi get ég veitt því inn- blástur og sýnt því að sama hvað hefur gengið á þá er alltaf hægt að vinna sig út úr því.“ Fylgdistu með fréttum af efnahags- hruninu hér árið 2008? „Já, ég þekki það vel.“ Sérðu einhver líkindi með lífsstíl ís- lenskra bankamanna á góðæristímanum og því lífi sem þú lifðir? „Ég þekki ekki öll smáatriðin hvað það varðar en ég geri ráð fyrir því að þar séu sterkar hliðstæður. Fólk sem verður heltekið af því að græða peninga án þess að hirða um hvort það skaðar aðra eða ekki, eyðir yfirleitt peningunum sínum hratt og klaufalega, án ábyrgðartilfinn- ingar né virðingar fyrir peningunum vegna þess að því líður ekki eins og pen- inganna hafi verið aflað á heiðarlegan hátt. Það sé því bara eins gott að eyða þeim eins hratt og hægt er áður en ein- hver tekur þá aftur frá manni. Svona líf býr til svona lífsstíl. Ég hef séð þetta gerast um allan heim. Margir spyrja sig þá af hverju auðugir einstaklingar eins og Warren Buffet og Bill Gates lifi lífi sínu á ábyrgan hátt. Það er af því að þeir lögðu hart að sér og þeir virða fé sitt. Í dag virði ég það fé sem ég vinn mér inn. Ég vil lifa lífi mínu vel. Ég ætla ekki að lifa því eins og vitfirringur.“ 98% í blöðunum er lygi Hvað geturðu boðið sem aðrir fyrirlesarar heimsins geta ekki boðið upp á? „Án efa allt sem snertir sölumennsku, sannfæringarkraft, áhrifamátt og slíka þætti. Ég segi að ég sé trúlega einn hæf- asti einstaklingurinn í heiminum til að þjálfa fólk í þessu. Fyrir mörgum árum þróaði ég kerfi sem hefur reynst vera ótrúlega áhrifaríkt. Í þessu fagi held ég að enginn státi af þeirri ástríðu og þeim árangri sem ég hef sýnt fram á. Það sama gildir um frumkvöðlastarf, listina að vera frumkvöðull. Það eru aðeins örfáir einstaklingar í hópi fyrirlesara af þessu tagi sem hafa í raun og veru sinnt þeim störfum sem ég hef sinnt. Þeir græddu sína peninga á því að selja bækur og mynddiska. Svo að ég kem úr allt annarri átt. Ég var í viðskiptum. Ég var kapítal- isti. Ég tala því frá allt öðrum stað en flest allt þetta fólk sem er að halda tölur um þessa hluti.“ Í fjölmiðlum vestanhafs hefur birst gagnrýni á greiðslur Belfort til fórn- arlamba sinna en hann var dæmdur til að greiða þeim alls 110 milljón dollara. Í Forbes tímaritinu var fjallað um það fyrir nokkrum mánuðum að þrátt fyrir að hann hafi grætt á tá og fingri með bókum sín- um og bíómynd hafi hann frá árinu 2009 aðeins greitt lítinn hluta þessa fés til baka. Hvað segir Belfort um þá gagnrýni sem birst hefur í fjölmiðlum vestanhafs? „98% af því sem þú lest í blöðunum eru hreinn skáldskapur. Þú getur skrifað það sem þú vilt, mér er í raun alveg sama. Því dagblöð, þau hreinlega ljúga og búa til hluti og ég hef enga hugmynd um hvers konar dagblaði þú vinnur hjá, hvort 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.4. 2014 PI PA R\ TB W A • SÍ A • 1 4 1 0 0 5 MERIDA MTB27, BIG SEVEN 40 Stærðir: Bremsur: Gírar: Þyngd: 13,5“–15“–17“–18,5“ Promax vökvadiska- bremsur Shimano Altus 14,1 kg Léttgreiðslur 21.665 KR. í 6 mánuði 129.990 KR. BÚÐU ÞIG UNDIR HJÓLASUMARIÐ MIKLA á Merida gæðingum Taktu Merida gæðahjólin til kostanna á komandi sumri og hjólreiðar verða ný upplifun fyrir þig og þína. Í Ellingsen færðu einstakt úrval reiðhjóla fyrir konur og karla, stelpur og stráka … á götuna, öræfin og fjöllin, fyrir keppnina, sumarfríið og fjölskyldu- stundirnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.