Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Blaðsíða 39
Polaroid-myndavélin var vinsæl á 20. öldinni þar sem hún tók myndir og framkallaði þær strax. Eftir að hafa ýtt á takkann rúllaði lítill pappír út og myndin framkallaðist fyrir framan augu þess sem myndina tók. Hún átti hinsvegar aldrei séns í stafrænu vélarnar og hvað þá snjallsímana. Það var Edwin Land sem stofnaði Polaroid-fyrirtækið árið 1937 og varð mynda- vélin og þessar frægu skyndimyndir sem komu út úr vélinni flaggskip fyrirtækisins um langt árabil. Um tíma unnu 15 þúsund manns í verksmiðjum Polaroid í Massachusetts í Bandaríkjunum. Félagið náði hinsvegar ekki að laga sig að breyttum aðstæðum á myndavélamarkaðnum þegar stafræna byltingin hófst og óskaði það eftir gjaldþrotaskiptum árið 2001. Nokkru síðar var hætt að framleiða vél- arnar og pappírinn í þær. Polaroid nafnið lifir þó áfram og árið 2010 tóku nýir eigendur við nafninu og hófu endurreisn í samstarfi við Lady Gaga sem gerð var að að hönnunarstjóra fyrirtækisins. Hafin var á ný framleiðsla á pappír og varahlutum í gamlar Polaroid vélar í verksmiðju gamla fyrirtækisins í Hollandi. Polaroid skyndimyndavél ÞAÐ ÞEKKJA EKKI ALLIR POLAROID-MYNDA- VÉLINA SEM NAUT TALSVERÐRA VINSÆLDA ÁÐUR EN STAFRÆN LJÓSMYNDUN RUDDI SÉR TIL RÚMS. FYRSTA POLAROID VÉLIN KOM Á MARKAÐ ÁRIÐ 1948. Það er fátt skemmtilegra en að mæta með Polaroid-mynda- vél í mannfagnaði og festa minningarnar á blað samstundis. Morgunblaðið/Styrmir Kári GAMLA GRÆJAN 6.4. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 * Það eru engir gamlir vegir til nýrra átta. Bruce Henderson, stofnandi The Boston Consulting Group Snjallforrititð VSCO Cam er mynda- vélasmáforrit fyrir síma og spjaldtölv- ur. Forritið, sem kom út í júní á síðasta ári, hefur rokið upp í vinsældum á stuttum tíma og hefur verið verið kall- að hið nýja Instagram. VSCO Cam gerir fólki kleift að taka myndir á símann sinn og lagfæra þær með skemmtilegum möguleikum sem líkja eftir eiginleikum mynda úr gam- aldags filmumyndavélum á fágaðan hátt. Myndirnar er síðan hægt að vista í símanum eða deila á aðra samfélags- miðla eins og Facebook, Instagram og Twitter en í forritinu er einnig hægt að búa sér til „prófíl“ eða síðu þar sem hægt er að deila myndunum með öðr- um VSCO-unnendum. Forritið er númer 22 á lista App Store yfir vinsæl- ustu myndavéla- og myndbandssmá- forritin. VSCO cam er frítt á App Store og þar geta snjallsímaeigendur kynnt sér forritið frekar. VSCO HIÐ NÝJA INSTAGRAM? Líkt eftir gömlum filmum Hér má sjá brot af þeim skemmtilegu möguleikum sem smáforritið býður upp á. Saga Apple er eins og góð saga skrif- uð fyrsta apríl. Úr bílskúrnum hans Steve Jobs þar sem Apple 1 var smíðuð yfir í gríðarlega velgengni. Á upphafsárum Apple vantaði þá félaga, Jobs og Steve Wozniak, rúm- lega þúsund dollara. Jobs var tvítugur og átti forláta VW-smárútu sem oftast er kölluð rúgbrauðið hér á landi en seldi bílinn til að geta smíðað tölvu. Það dýrasta sem Wozniak átti var Hewlet Packard-tölvureiknir og náðu þeir að selja þetta tvennt á 1.300 dollara til að byrja. Apple 1 sló í gegn nánast um leið og segja má að þeir félagar hafi hrundið af stað heimilis- tölvubyltingunni. Sögu Jobs þekkja svo flestir. Þeg- ar hann var þrítugur var hann látinn fara frá Apple, stofnaði NextStep og keypti Pixar. Tók þátt í að gera tölvugerða kvikmynd sem kallaðist Toy Story eða Leikfangasaga og sneri svo aftur í fyr- irtækið sem hann hafði byggt upp árið 1997. Apple var þá nánast staðnað og fátt nýtt hafði frá því komið um árabil. Ári eftir að Jobs tók við skil- aði það hins vegar aftur hagnaði og ekki sér fyrir endann á velgengninni. Allt þetta hefði ekki getað orðið að veruleika hefði Jobs ekki getað selt rúg- brauðið. TÖFF TÆKNISTAÐREYND iRúgbrauð Smáralind | Sími 512 1330 Opið Sunnudaga 13-18 AppleTV iPhone Verð frá:67.890.- FERMINGARTILBOÐ Tilboð:15.990.-* Fullt verð: 18.990.- *T ilb o ð g ild ir til 1 2 .a p ríl 2 0 1 4 . Þaðerbúiðað ferma iPhone í verslanirokkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.