Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Blaðsíða 15
málið í vinstri pólitíkinni það sama
og á árum áður, semsagt hvað fé-
lagshyggjufólk er klofið í marga
flokka. Reynslan er sú að þessi
nýju framboð koma og fara, þau
hafa sjaldnast orðið mjög langlíf en
henta mjög til að kljúfa félags-
hyggjufólk í herðar niður og
tryggja að hér séu stöðugt sam-
stjórnir Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks. En klofni Sjálf-
stæðisflokkurinn, eins og mjög er
rætt um núna, verða það mikil tíð-
indi.“
Hvað finnst þér um störf nýrrar
ríkisstjórnar?
„Síðasta ríkisstjórn var gagn-
rýnd harðlega fyrir mikla skatt-
heimtu, skilningsleysi á þörfum at-
vinnulífsins og fyrir að leiðrétta
ekki skuldir almennings. Ég tel að
sú stjórn hafi samt að mörgu leyti
unnið þrekvirki, það var ekkert
sjálfgefið að við sem þjóð skyldum
rétta úr kútnum eftir kreppuna.
Það eru samt enn blikur á lofti.
Núverandi ríkisstjórn getur ekki
gert kraftaverk fremur en aðrir, en
mér þættu það afglöp ef hún sliti
viðræðum við Evrópusambandið.
Svo þykir mér ekki mikið koma til
skuldaleiðréttinganna. Mér dettur í
hug máltækið „fjallið tók jóðsótt og
fæddist lítil mús“.“
Ertu Evrópusambandssinni?
„Ég er mjög hlynnt því að við-
ræðum við Evrópusambandið verði
lokið. Mér finnst algjört feigðarflan
að ætla að stöðva þær. Við erum
að jafna okkur eftir gríðarlegt
hrun og einn af þeim kostum sem
eru í boði, ef við ætlum að byggja
okkur upp til framtíðar, er aðild að
Evrópusambandinu. Ég setti mig
mjög inn í málefni Evrópusam-
bandsins þegar ég vann sem fjöl-
miðlamaður og mín niðurstaða var
alltaf sú að við gætum ekki vitað
hvað okkur stæði til boða nema við
færum í viðræður við ESB og sæj-
um samning. Ég sé ekki hvers
vegna við getum ekki lokið við-
ræðum og lagt málið síðan í þjóð-
aratkvæði eins og aðrar þjóðir.
Mér finnst þetta endalausa þras og
vesen óskiljanlegt. Íslendingar eru
ágætlega vel upplýst fólk og geta
alveg tekið afstöðu til málsins í
þjóðaratkvæðagreiðslu.“
Gloppa í þekkingu
fjölmiðlafólks
Þú vannst í rúm 20 ár á Ríkis-
útvarpinu. Það hafa verið miklar
deilur um stofnunina. Hvernig líst
þér á stöðuna hjá RÚV?
„Ég á mjög góðar minningar frá
árum mínum á RÚV, sem mér
þykir mjög góð stöð. Nú er búið að
ráða nýjan útvarpsstjóra, ungan
mann sem hefur staðið sig mjög
vel í þeim verkefnum sem hann
hefur tekið að sér. Það á eftir að
koma betur í ljós hvaða stefnu
hann tekur varðandi Ríkisútvarpið.
Það hafa lengi verið deilur um
stofnunina, mismiklar eftir tímabil-
um, en óvenjumiklar upp á síðkast-
ið. Eftir að Ríkisútvarpið var gert
að hlutafélagi hefur mér fundist að
menn séu ekki á alveg réttri leið.
Mér fannst til dæmis fáránlegt að
hætta við afnotagjaldið því það er
talin góð stjórnsýsla að menn viti
hvað þeir eru að borga fyrir með
sínum opinberu gjöldum. Það að
Ríkisútvarpið sé á fjárlögum býður
hættunni heim og stofnunin hefur
hrakist út í það að vera með mikla
kostun á dagskrárliðum, sem mér
finnst út í hött hjá ríkisútvarpi.
Svo finnst mér að vel mætti setja
reglur um það hversu lengi menn
gegna yfirmannsstöðum, og þá ekki
bara útvarpstjóri. Þannig verður
fólk ekki árum og áratugum saman
í sama starfi.
Eftir reynsluna hjá Alcoa finnst
mér áhyggjuefni hvað það er stór
gloppa í þekkingu fjölmiðlafólks
þegar kemur að atvinnulífinu og oft
er fjallað um það af mikilli van-
þekkingu. Fjölmiðlamenn eiga að
vera gagnrýnir en ég veit ekki
hvort það er verra að vera mjög
gagnrýninn og vita ekki neitt eða
vera alveg gagnrýnislaus. Það er
best að vita eitthvað um það sem
maður er að fjalla um og vera
gagnrýninn. Mér hefur alltaf þótt
sérstakt að eina sérhæfingin sem
boðið er upp á í íslenskum fjöl-
miðlum er í íþróttum.“
Nú ertu komin í nýtt starf hjá
eigin vefmiðli. Eru bjartsýn á að
það verkefni gangi upp?
„Mér finnst gaman að nota þekk-
ingu mína, kunnáttu og reynslu til
að halda áfram að gera hluti sem
skipta máli, svo er þetta líka svo
skemmtilegt verkefni. Það er alveg
ljóst að í framtíðinni mun fólk fara
á netið í auknum mæli til að leita
að upplýsingum og efni. Aldur
fólks mun ekki stöðva það í að nota
netið. Þannig að það er örugglega
þörf fyrir vefsíðu eins og þá sem
ég er að setja á laggirnar og von-
andi á hún eftir að ganga vel.“
„Mér finnst gaman að nota þekkingu
mína, kunnáttu og reynslu til að halda
áfram að gera hluti sem skipta máli,
svo er þetta líka svo skemmtilegt verk-
efni,“ segir Erna.
Morgunblaðið/Golli
6.4. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
Hús verslunarinnar, Kringlunni 7 – har@har.is – s. 568 8305
HÁR
Vertu vinur á facebook: Redken Iceland
Frábærar fermingargjafir
Hárburstinn
sem leysir
allar flækjur
Losaðu þig við byrðina - Handgerðir blásarar