Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Blaðsíða 41
Er siðferðilega rétt að taka upp kortið? 6.4. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 H vað er siðferðilega rétt og rangt í inn- kaupum var mikið rætt þegar ég hitti vinkonu mína í Stokkhólmi á dögunum. Við tvær ákváðum að gera vel við okkur í miðborg Stokkhólms og þótt hún búi í Sví- þjóð gistum við á hóteli eins og fínar frúr. En það var nú bara svo við gætum farið óáreittar í gegnum nokkur samansöfnuð ársfjórðungsuppgjör. Á einhverjum tímapunkti leit út fyrir að við þyrftum að gera lista yfir umræðuefni fundarins því óreiðan í samræðunni var slík að hún var ekki líkleg til að skila einhverri niðurstöðu. Í vinskap geri ég ekki kröfu um einhverja eina rétta niðurstöðu og þess vegna fékk samtalið að flæða. Það skilaði hins vegar mikilli andlegri næringu – ekki andlegri fátækt. Vinkona mín er siðfræðingur með smekk fyrir fínum fötum og svo leggur hún mikið upp úr því að hafa heimili sitt fallegt. Fyrir mér er svo eðlilegt að vilja hafa fínt í kringum sig og klæða sig fallega. Mér finnst það jafnsjálfsagt og að bursta í sér tennurnar og borða alltaf morgunmat. Það eina sem hefur truflað mig í gegnum tíðina er þegar fólk feikar sig í gegnum lífið – kaupir eitthvað sem það hefur raunverulega ekki efni á til þess að búa sér til ein- hvern fyrirframákveðinn standard. Þetta horfir allt öðruvísi við vinkonu minni því í siðfræðinni áttu nátt- úrlega ekki að vera að sanka endalaust að þér veraldlegum eigum. Þar sem hjarta vinkonu minnar tekur aukakipp þegar hún sér fallega hönnun hefur hún þurft að fara sérstaklega í gegnum þetta og finna einhvern milliveg þannig að siðfræðingurinn og konan sem elskar fallega hönnun geti sameinast í einni og sömu konunni og skapað heilsteypta mynd. Það er nefnilega svo ógurlega siðferðilega rangt að fylla heimilið og fataskáp- inn af fíneríi á meðan heimurinn sveltur. Í þessum hugleiðingum okkar um kaupgleði og gerviþarfir varð ég fyr- ir miklum vonbrigðum þegar sænska móðurskipið H&M barst í tal. Eins mikið og ég elska það þá fölnaði það dálítið þegar við vorum búnar að strjúka og máta alls konar sænskt og evrópskt fínerí í NK, Mood- galleríinu og búnar að fara í verslunarleiðangur við Strandveginn. Og það fölnaði líka þegar við vorum búnar að ræða H&M út frá siðfræðinni. Í Svíþjóð verður fólk nefnilega brjálað út í H&M reglulega þegar upp kemst um barnaþrælkun fyrirtækisins í fjarlægum löndum. Það hefur ekki gerst einu sinni heldur oft og mörgum sinnum. Það ætti samt að vera augljóst – verðlagið bendir ekki beint til þess að það sé verið að sér- sníða á mann föt. En það var ekki bara barnaþrælkunin sem truflaði mig þegar ég labbaði um margra hæða himnaríki móðurskipsins. Mér leið eins og konu (mið- aldra konu) því mér fannst fötin táningsleg, illa saumuð og vansniðin. Það er því smá búið að eyðileggja þetta margnefnda móðurskip. Ég gæti hins vegar haldið langar ræður um hvað Svenskt Tenn er mikið ég og hvað lífið er dásamlegt þegar maður fer snemma að sofa á föstudags- og laug- ardagskvöldum og er kominn í leikfimi áður en Mogginn kemur inn um bréfalúguna. Þegar ég sagði þetta upphátt í símtali í vikunni var mér bent á að ég væri greinilega farin að undirbúa flutninginn á Eir … Það væri bara tímaspursmál hvenær þjónustuíbúðin yrði mín. martamaria@mbl.is Fylgihlutir úr Svenskt Tenn. Estrid Ericson fær sér te. Flest hér á myndinni fæst í Svenskt Tenn. Svona er allt í Svenskt Tenn. FLUGFARÞEGAR FÁVSK AFÖLLUMGLERAUGUM SÍMI 527 1515 GÖNGUGÖTU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.