Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.4. 2014
Ferðalög og flakk
Hjólaferðir njóta aukinna vinsælda, enda margt
ferðafólk sem vill geta sameinað hreyfingu og
skoðunarferðir. Hjá þýsku ferðaskrifstofunni
Rotalis (www.rotalis.de) er hægt að skrá sig í
lengri og styttri hjólaferðir en fyrirtækið hefur
boðið upp á hjólaferðir um Evrópu í fjóra ára-
tugi. Alls er boðið upp á 37 hjólaleiðir um
Þýskaland, Austurríki, Sviss, Holland, Spán,
Portúgal, Frakkland, Ítalíu, Pólland, Eystrasalts-
löndin og Norðurlönd auk þess sem hægt er að
fara í hjólaferð um Suður-Afríku, Tyrkland og
Víetnam á vegum fyrirtækisins. Ferðirnar eru frá
sjö upp í 17 daga og eru aldrei fleiri en 20 manns
í hóp. Ferðirnar eru flokkaðar eftir erf-
iðleikastigi, frá einum upp í fimm. Á vef Rotalis
eru nákvæmar upplýsingar og leiðarlýsingar af
öllum ferðunum og hægt er að panta bækling.
HJÓLAÐ UM EVRÓPU
HREYFING OG FERÐALÖG
Engin ástæða
til að sitja kyrr
í útlöndum
AP
ÞAÐ HENTAR EKKI ÖLLUM AÐ SITJA Á KAFFIHÚSUM EÐA
FARA Í RÚTUFERÐIR Á FERÐALÖGUM. HEILSUTENGD
FERÐAMENNSKA NÝTUR SÍFELLT MEIRI VINSÆLDA OG HÉR
ER BENT Á NOKKRAR SNIÐUGAR LEIÐIR TIL AÐ KYNNAST
FRAMANDI SLÓÐUM EN FÁ UM LEIÐ HOLLA HREYFINGU.
Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is
Fyrir þá sem vilja prófa eitthvað
nýtt á ferðalögum má reyna að
bóka ferð gegnum vefinn
www.surftrips.com en hann sér-
hæfir sig í að leiðbeina ferða-
mönnum sem vilja komast á
brimbretti um víða veröld.
Frá árinu 2003 hefur fyrirtækið Swimtrek
boðið upp á sundferðir víða um heim. Eins
og sjá má á vef fyrirtækisins, www.swimt-
rek.com, byrjaði ævintýrið með því að boð-
ið var upp á vikusundferð milli nokkurra
grískra eyja. Sú ferð er enn í boði en fjöldi
annarra hefur bæst við. Flestar ferðirnar
eru 3-7 dagar en miserfiðar. Ef farið er um
grísku eyjarnar eru jafnan syntir um fimm
kílómetrar á dag. Á milli sundspretta sigla
þátttakendur um á fjörutíu feta snekkju og
njóta útsýnisins. Meðal annarrra ferða sem
fyrirtækið býður upp á má nefna sundferð
með leiðsögn frá San Francisco út í Alcat-
raz, hina alræmdu fangelsiseyju.
SYNT MILLI GRÍSKU
EYJANNA
Írland býður upp á stórbrotna
náttúru. Fyrir þá sem vilja fara um
írska grund á tveimur jafnfljótum
má benda á fyrirtækið Trailwalkers
Ireland sem sérhæfir sig í að skipu-
leggja gönguferðir fyrir ferðafólk. Á
vefnum www.trailwalkersireland.ie
er hægt að skoða ferðalýsingar.
Fyrirtækið sér um að bóka gistingu,
útvega leiðalýsingar, kort og aðrar
upplýsingar fyrir þriggja til tíu daga
gönguferðir en fólk fer í ferðirnar á
eigin vegum, þ.e. ekki með leið-
sögumanni.
ÍRSK ÚTIVIST
Brynjólfur Þorkelsson
Framkvæmdastjóri
binni@remax.is
Sylvía GWalthersdóttir
Löggiltur fasteignasali
sylvia@remax.is
„...veittu mér framúrskarandi
þjónustu í alla staði“
„Katrín heiti ég. Þau hjónin Binni og Sylvía sáu um
að selja húsið mitt sumarið 2013 og veittu mér
framúrskarandi þjónustu í alla staði. Haldið var
opið hús þar sem þau sáu um að bjóða fólkið
velkomið og fylgdu opna húsinu svo eftir
en það leiddi til sölu sem allir voru sáttir við.
Ég mæli hiklaust með þessum sætu hjónum“
820 8080 Hringdu núna ogpantaðu frítt söluverðmat