Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Blaðsíða 49
M argir hafa sett spurning- armerki við að dæmdur svikahrappur, Jordan Belfort, komi hingað til lands í maí til að kenna sölutækni. Íslendingar og heimurinn allur kynntust sögu þessa manns í kvikmynd Martin Scorsese The Wolf of Wall Street sem til- nefnd var til nokkurra óskarsverðlauna. Hún byggist á tveimur bókum sem Bel- fort skrifaði um líf sitt og starf. Aðalleik- ari myndarinnar, Leonardo DiCaprio segir Belfort hafa verið grimmilega hreinskilinn um allt sem hann gerði í fortíðinni og enginn þurfi að efast um hæfileika hans. Aðrir segja Belfort hvergi nærri breyttan mann og kvikmyndin afvegaleiði almenn- ing; geri það eftirsóknarvert að spila djarft með peninga annarra og vera hreinlega, eins og einn sagði, ekki úlfur á Wall Street – heldur hreinlega hýena. Belfort sat í fangelsi í 22 mánuði og var dæmdur til að greiða 110 milljónir dollara í skaðabætur til um 1.500 ein- staklinga sem töpuðu miklum fjármunum á blekkingum hans. Það liggur því beint við að spyrja fyrst þegar Belfort svarar símtali blaðamanns; Af hverju ætti fólk að hlýða á fyr- irlestur dæmds svikahrapps um sölutækni? „Ég held að besta fólkið til að læra af, í hverju sem er, hvort sem það tengist viðskiptalífinu, siðfræði, sölutækni eða samböndum, sé fólk sem gert hefur mis- tök. Ef ég vildi læra á viðskiptalífið, myndi ég trúlega vilja læra af einhverjum sem gert hefur nóg af mistökum á því sviði, dregið lærdóm af þeim og fer rétt að í dag. Ef þetta snérist um ástarsam- bönd, myndi ég vilja læra af manneskju sem hefur upplifað sinn skerf af sorgum, aðskilnaði og hefur loksins fundið út hvernig sambönd virka. Maður getur jafnt dregið lærdóm af því sem fór vel og því sem fór miður. Á margan hátt hefur fortíðin gefið mér stórkostlegt ræðupúlt til að tala til fólks úr. Og þá ekki aðeins um viðskipti og sölumennsku heldur um lífið almennt. Hvernig það er hægt að vinna sig út úr eigin afglöpum og takast á við and- streymi. Hvers vegna það er mikilvægt að festast ekki í niðurrífandi aðstæðum. Hvort sem þær eru sjálfskapaðar eða að klúður ríkisstjórnar eða alþjóðkreppa hef- ur ollið glundroða í efnahagsmálum. Það er mjög auðvelt að festast í þessu og láta þetta lita allt þitt líf og þitt sjón- arhorn á það. Þér finnst að vegna þessa getir þú ekki lengur uppfyllt drauma þína og þér sé haldið niðri. Ég er lifandi sönnun þess að þú getur gert hræðileg mistök, þú getur algerlega farið rangt að í öllu. En engu að síður ef þú ert tilbúinn til að fara í gegnum ræki- lega sjálfskoðun og gera breytingar á lífi þínu, þá getur þú breytt um stefnu og orðið meiri maður en þú varst í upphafi. Þú getur orðið sterkari en þú varst. Mér finnst fáránlegt að mistök á einhverjum sviðum leiði til þess að viðkomandi geti ekki komið boðskap á framfæri.“ Finnst þér siðferðilega rétt að þú ferð- ist um heiminn og kennir fólki hvernig eigi að stunda viðskipti? „Já, mér finnst það. Það er starfið mitt.“ Lögfræðingur sem sinnt hefur málefnum nokkurra fórnarlamba þinna, Diane Nyga- ard, sagði í viðtali við AP fréttastofuna að enginn ætti að álíta sem svo að þú værir breyttur maður og traustsins verð- ur. „Ég á ekki von á því að sú kona muni mæta á fyrirlestrana mína. En ég held hún ætti að gera það. Hún er eflaust kristin manneskja sem sækir kirkju dag- lega, flettir í biblíunni og talar um frels- unina. En þegar kemur að því að lifa raunverulega eftir þeim boðskap, er hún þröngsýn. Í þessum heimi eru tvær manngerðir og önnur er fullkomlega þröngsýn og telur það hlutverk sitt að hefja sjálfan sig á stall meðan hin gerir það ekki. Öllum verður á í lífinu en allir eiga skilið annað tækifæri. Ekki aðeins ég. Gjörðir mínar frá degi til dags sanna það. Ef þú skoðar allt sem ég hef gert, hvert skref sem ég hef tekið eftir að ég kom úr fangelsi muntu eiga erfitt með að finna einn einasta einstakling sem hefur ekki notið góðs af því að kynnast mér. Ef einhverjum á Íslandi finnst að vegna fortíðar minnar eigi ég ekkert erindið þangað – ekki koma! Það er til meira en nóg af fólki í heiminum sem vill koma og sjá mig tala. Ég reyni ekki að sannfæra neinn um að hann verði að koma og sjá mig tala. Ekki eyða einum dollara í að koma og sjá mig ef þetta er þín skoðun. Ég virði þína skoðun en ég er ekki sam- mála henni. Þú hefur rétt á því að trúa hverju því sem þú vilt en komdu þá bara ekki að sjá mig. Ég vil þá ekki hitta þig og þú vilt ekki hitta mig. Það er meira en nóg af fólki í heiminum sem ég vil tala við og vill heyra mig tala.“ En ertu hissa á þeirri staðreynd að fólk virðist sífellt efast um þig? „Aðeins fáeinir efast. Árangur minn sem fyrirlesara er sönnun þess. Ef allir væru að efast um mig væri ég ekki að ferðast um allan heim og gera það sem ég geri.“ Rof milli fantasíu og raunveruleika Fannst þér þú breyttur maður eftir fang- elsisvistina? „Ég er ekki breyttur maður. Ég er maðurinn sem mér var ætlað að vera. Sú persóna sem ég var á þessu tímabili í lífi mínu, þegar ég var villtur og óður, það er ekki sú persóna sem ég var fæddur til að vera. Það var ekki sama manneskja og foreldrar mínir sendu út í þennan heim. Það var persónuleiki sem þróaðist frá dyggðugum einstaklingi, sem langaði að njóta velgengni en villtist af leið. Í dag er ég sú manneskja sem mér var ætlað að verða. Ég er ekki breyttur maður. Ég er sá sem ég átti að verða.“ Af hverju heldurðu að þú hafir villst af leið? „Samspil ýmissa atriða. Ég held að það sé mjög auðvelt á Wall Street, því pen- ingar flæða svo hratt inn. Maður þurfti ekki að leggja mjög hart að sér til að eignast peningana og það var ekki til neinn áþreifanlegur hlutur, sem þú skap- aðir sjálfur, sem orsakaði það að þú græddir. Virði peninganna sem þú upp- skerð er vefengjanlegt. Ég nefni sem dæmi að það tók mig heilt ár að skrifa bókina mína. Og sex eða sjö ár liðu áður en myndin var gerð. Svo að þegar ég lít til þeirrar velgengni sem ég nýt í dag sé ég svart á hvítu að hún er eðlilegur af- rakstur mikillar, margra ára vinnu. Á Wall Street verður rof milli fantasíu og raunveruleika. Það sem gerist þar er að þú ferð að kaupa hluti. Þú kaupir Ferr- ari, þú kaupir stórt hús. Þú reynir að tengja raunveruleg verðmæti við pen- ingana. Öllum stafar hætta af þessum að- stæðum. En aðeins sumir sogast inn í þær. Milljón dollara spurningin er þessi: Af hverju láta sumir glepjast en aðrir ekki? Hvað mig varðar er skýringuna að hluta til að finna í því að þegar ég fór 21 árs gamall út í heiminn gat ég ekki beðið eftir því að uppskera. Ég held að mjög margt ungt fólk sé í þeim sporum. Í fyrirlestrum mínum vara ég fólk við því. Góðir hlutir taka tíma. Og á þessum tímapunkti, þegar ég vildi græða hratt á Wall Street, var ég mjög hæfileikaríkur og góður sölumaður. Fyrir tilviljun komst ég í kynni við fólk, sem kom inn í líf mitt, og sumir þessara ein- staklinga höfðu áhrif á mig. Og megi ég skammast mín fyrir það að hafa ekki ver- ið nógu sterkur á þessum tímapunkti í lífi mínu til að segja; „Veistu hvað, þetta er ekki rétt.“ Og halda aðra leið. Ég gerði mistök. En flugvél sem á að fara frá Los Angeles til Íslands getur endað á tunglinu jafnvel þótt hún fari ekki nema örlítið út fyrir áætlaða flugleið. Það þarf ekki að taka stóra u-beygju til að það hafi áhrif á allt. Margt smátt, á löngum tíma hefur sömu áhrif. Sérstaklega í þessu umhverfi.“ Heldur þú að kvikmyndin The Wolf of Wall Street geti afvegaleitt fólk, að líf þitt sé í myndinni gert eftirsóknarvert, eins og sumir gagnrýnendur myndarinnar vilja meina? „Ég held að ef fólk kemur út af mynd- inni og langar til að taka eiturlyf og sofa hjá vændiskonum sé eitthvað meiriháttar að hjá viðkomandi. Þetta er ein sú mesta della sem ég hef heyrt í fjölmiðlum. Að fólk muni horfa á myndina og langa til að tileinka sér svona lífsstíl. Það liggur í augum uppi hvað kom fyrir mig. Jú, myndin var skemmtileg áhorfs en það er ekki eins og myndin hafi endað á þann veg að ég hafi komist upp með þetta. Ég fór í fangelsi og tapaði öllu. Ég missti fjölskyldu mína, líf mitt var ónýtt. Sú staðreynd að mér tókst að vinna mig upp úr þessu og öðlast farsælt líf getur reynst öðrum andlega hvetjandi. Sú hugmynd að taka einhvern sér til fyrirmyndar snýst ekki aðeins um að taka það góða úr lífi þeirrar manneskju og tileinka sér það eft- ir heldur jafnframt að skoða mistök við- komandi og læra af þeim. Ég held að ég sé góður leiðbeinandi því í lífi mínu bregður mörgu mjög góðu fyrir en einnig mörgu slæmu. Og þú getur lært alveg jafn mikið af því slæma og fundið út hvernig megi forðast það. Þetta virkar í báðar áttir. Ég trúi því ekki að tilveran sé svört og hvít. Þar á milli eru margir gráir tónar. Galdurinn á bak við það að njóta velgengni er að þekkja gráu tónana. Fólk sem nýtur velgengni skilur það.“ Allt er snerti einkalífið í myndinni er satt Ertu sáttur við þá mynd sem kvikmyndin gefur af þér og lífi þínu? „Á suma vegu já en á annan hátt ekki. Viðskiptahliðin er mjög ónákvæm en ég skil hvaða ástæður lágu þar að baki. Ég skil að þeir höfðu aðeins fáeinar klukku- stundir til að koma því til skila að ég framdi glæpi. En sú mynd sem dregin var upp af glæpunum var mjög röng. Ég var ekki að selja hluti í fyrirtækjum sem voru einskis virði. Þetta voru alvöru fyr- irtæki, sum þeirra urðu stór og farsæl en önnur urðu líka gjaldþrota. En ekkert þeirra var tilbúningur einn, þetta snerist aldrei um það. Ég gerðist sekur um markaðsmisnotkun. Þetta eru mjög ólíkir hlutir. Ég er ekki að segja að annað sé verra en hitt en þetta atriði í myndinni er einfaldlega ónákvæmt. Ég veit að það „Aðeins fáeinir efast“ Í EINKAVIÐTALI VIÐ SUNNUDAGSBLAÐ MORGUNBLAÐSINS SEGIR JORDAN BELFORT AÐRA GETA LÆRT AF FORTÍÐ SINNI. HANN SEGIR ÞAÐ OFSÖGUM SAGT AÐ FÓLK EFIST UM SIG. FJÖLMIÐLAR SKRIFI LYGAR. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is 6.4. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.