Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.4. 2014 „Vorboðinn ljúfi“ er yfirskrift einleiks- tónleika Ástríðar Öldu Sigurðardóttur pí- anóleikara í tónleikaröðinni Klassík í Salnum, á sunnudag klukkan 16. Ástríður Alda hefur á undanförnum árum fest sig í sessi sem einn af helstu píanóleik- urum þjóðarinnar. Hún hefur vakið athygli fyrir einleik sem samleik, með kamm- erhópum og söngvurum. Að þessu sinni stíg- ur Ástríður Alda ein á svið og flytur efnisskrá sem tengist vorinu á ýmsan hátt. Verkin eru eftir tónskáldin Rameau, Grieg, MacDowell, Messiaen, Ravel, Henselt, Granados, Balak- iriev, Pärt og Taverner. TÓNLEIKAR ÁSTRÍÐAR ÖLDU VORBOÐINN Píanóleikarinn Ástríður Alda Sigurðardóttir mun leika verk sem öll tengjast vorinu. Morgunblaðið/Ernir Listamennirnir Helgi Hjaltalín og Pétur Örn gera í verkunum sjónrænar tilraunir. Myndlistarmennirnir Helgi Hjaltalín Eyjólfs- son og Pétur Örn Friðriksson opna á laugar- dag klukkan 15 sýningu í Listasafninu á Ak- ureyri sem þeir kalla „Markmið XIV“. Listamennirnir hafa á undanförnum árum vakið athygli fyrir frumleg efnistök og halda hér áfram að gera tilraunir sem skila engri af- gerandi niðurstöðu, á ferðalagi sem hefur engan sérstakan áfangastað. Tilgangur félag- anna er að setja saman mynd þar sem fram- kvæmd og framsetning sýningarinnar verður að sjónrænni upplifun. Þeir ýta myndmálinu að rökrænum þolmörkum sínum, en bjóða um leið áhorfandanum upp á dúnmjúkan þægindaramma fyrir skilningarvitin. HELGI OG PÉTUR ÖRN SÝNA MARKMIÐ XIV Lúðrasveitin Svanur held- ur vortónleika í Norður- ljósasal Hörpu á sunnudag klukkan 15. Sópr- ansöngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, kemur fram með lúðra- sveitinni og flutt verða mörg af kunnustu verkum óperubókmenntanna. Meðal aría sem lúðra- sveitin hyggst gæða lífi með hinni ástsælu söngkonu eru aría Næturdrottningarinnar úr Töfraflautu Mozarts auk þess sem fluttur verður forleikurinn að sömu óperu. Að- standendur tónleikanna lofa kröftugum og innblásnum flutningi Svans, sem er ein stærsta og spilaglaðasta hljómsveit landsins. Sveitin var stofnuð árið 1930 og í dag starfa um fjörutíu félagar, á aldrinum fimmtán til sextíu ára, í sveitinni. VORTÓNLEIKAR SVANS Í HÖRPU ÓPERUBLÁSTUR Diddú syngur með Svani. Í tilkynningu um sýninguna á verkumHreins Friðfinnssonar í Nýlistasafninukemur fram að hún verði sú síðasta í húsnæði safnsins við Skúlagötu. Nýkjörinn formaður stjórnar Nýló, Þorgerður Ólafs- dóttir, staðfestir að svo sé. Eigendur hús- næðisins, fasteignafélag í eigu Arion banka, ákváðu að tvöfalda leiguverð í sumar, sem hún segir brjóta allmikið í bága við loforð sem gefin hafi verið. „Þeir tilkynntu okkur að markmiðið væri svo að fá milljón á mánuði, sem er óeðlilega mikil hækkun í ljósi þess hversu gallað rým- ið er enn þann dag í dag,“ segir Þorgerður. Leigan hefur nú verið um kr. 400.000. „Stjórn safnins hefur síðustu fimm ár lagt gífurlega mikla sjálfboðavinnu og mikla fjár- muni í að gera rýmið boðlegt og nothæft, enda gekk stjórn út frá því að halda starf- seminni hérna áfram til áratuga. Frekari framkvæmdir hafa hinsvegar stoppað á eig- endum, þar sem þeir hafa ekki viljað leggja í nauðsynlega vinnu til þess að fullklára rým- ið, öllum til heilla. Húsið stendur á klöpp og vatn hefur flætt inn í leysingum, einnig hafa raflagnir og pípur verið í lélegu ástandi. Stöðugt bættist á listann hvað bjátaði á og umfang viðhalds jókst og kostnaðurinn í kjölfarið.“ Þorgerður segir tilraunir stjórnar Nýló og lögmanna hennar til áframhaldandi samn- ingsgerðar ekki hafa gengið og hafi sam- skipti við eigendur húsnæðisins valdið von- brigðum. Stjórn tók því saman yfirlit yfir allan kostnað sem fór í viðgerðir og betr- umbætur á rýminu og sendi eigendum, þar sem lagt var til að þeir mættu safninu á miðri leið. Lögfræðingar eigenda húsnæð- isins við Skúlagötu hafa hinsvegar hunsað erindi stjórnar og sendu safninu á dögunum tilkynningu um útburð. „Eins og stjórn safnsins, starfsfólk og listamenn væru í raun hústökufólk,“ segir Þorgerður. Hún segir áhugavert að hugsa til þess að á sama tíma og Nýló stendur í þessu stappi við eigendur húsnæðisins, leggi þeir mikið í að bæta menningarímynd sína og skreyta sig með myndlistarsýningum í höfuðstöðvum Arion banka. Umfangsmikil fjáröflun Nú hefur verðmætri og umfangsmikilli safn- eign Nýlistasafnsins því verið pakkað niður og staflað á bretti og bíður eftir því að verða flutt í húsnæði, sem að öllum líkindum verð- ur leigt af Reykjavíkurborg. „Það sem skemmir safnmuni er óþarfa til- færsla og flutningur og er því augljóst mál að koma þarf Nýló af almennum leigumark- aði. Um leið og samlegðaráhrif safnsins höfðu staðið fyrir sínu og götulengjan hér við Skúlagötu lifnað við, eins og raunin varð, vildu eigendur skipta um leigutaka. Fer- metraverðið var orðið mun hagstæðara vegna vinnu og seguláhrifa Nýló og annarrar starfsemi hér, sem missir einnig húsnæðið. Gömul saga og ný, og alltaf jafn ófrumleg og leiðigjörn,“ segir Þorgerður. Það er því ljóst að Nýlistasafnið flytur al- NÝLISTASAFNIÐ FLYTUR AF SKÚLAGÖTU OG VERÐA SAFNEIGN OG SÝNINGARRÝMI AÐSKILIN Nýló vísað á dyr NÝLISTASAFNINU HÓTAÐ ÚTBURÐI, EINS OG „ STJÓRN SAFNSINS, STARFSFÓLK OG LISTAMENN VÆRU Í RAUN HÚSTÖKUFÓLK,“ SEGIR ÞORGERÐUR ÓLAFSDÓTTIR NÝKJÖRINN FORMAÐUR STJÓRNAR SAFNSINS. Menning M yndlist Hreins Friðfinns- sonar og verk unnin undir áhrifum af henni eru áber- andi í menningarlífinu í Reykjavík um helgina þar sem tvær sýningar með verkum hans verða opnaðar. Í dag, laugardag, klukkan 17 verður opnuð í Nýlistasafninu sýningin „æ ofaní æ“. Sýningarstjórar eru Markús Þór Andrésson og Ragnheiður Gestsdóttir, og eru sýningin og viðburðir henni tengdir hluti af Listahátíð í Reykjavík. Þar gefur að líta úrval verka eft- ir Hrein auk kvikmyndarinnar „æ ofaní æ“ eftir sýningarstjórana, sem byggist á lífi hans og list. Lykilverk eftir hann eru notuð sem burðarás í frásögn þar sem sannleiksleit vís- indanna og sköpunarþrá listarinnar takast á. Fyrr í dag, klukkan 15, verður opnuð í i8 galleríi við Tryggvagötu sýningin „Portrett af myndhöggvara sem höggmynd, ásamt högg- mynd eftir myndhöggvarann“. Sýningin hverfist um áður ósýnt myndbandsverk Hreins í fimm hlutum, „Portrett af mynd- höggvara sem höggmynd“, en myndböndin sýna listamanninn Kristin E. Hrafnsson við hversdagslega iðju á ýmsum stöðum í Reykjavík. Sjá má hvar hann hoppar á trampólíni, rólar sér, skautar, heklar og spreytir sig með húlahring. Á sýningunni eru einnig tvö verk Kristins, „Skopparakringla“ sem rennd er í messing og myndbandsverkið „Gangsetning“. Þegar skopparakringlan nær ákveðnum hraða birtist prófílmynd af Hreini. Þess má geta að á athyglisverðri sýningu Kristins, sem nýlokið er í Hverfisgalleríi, mátti sjá ljósmyndum af Hreini stillt upp með myndum af geimnum. Hreinn Friðfinnsson, sem er 71 árs gamall, er einn kunnasti íslenski myndlistarmaður sinnar kynslóðar. Hann hefur um langt árabil verið búsettur í Hollandi. Þrátt fyrir að hafa glímt við heilsubrest á undanförnum árum vinnur hann ötullega að list sinni, sýningar með verkum hans eru settar upp víða um lönd og hann er kominn hingað til lands í til- efni sýninganna. „Jú, ég er alltaf að sýna út um allar triss- ur,“ segir Hreinn. „Aðrir verða að annast allt hið praktíska fyrir mig að verulegu leyti þar sem heilsan er vond og ég kemst lítið um. En ég verð að koma með hugmyndir um hvað það á að vera. Þannig hefur þetta verið und- anfarin ár og ekkert einstakt við það. Ég er vel settur miðað við marga aðra.“ Uppljómuð Sýningarstjórarnir Ragnheiður og Markús segja að sýningarnar tvær tengist ekki að öðru leyti en því að verkin eru eftir sama listamann og endurspegli hversu skapandi Hreinn er. „Á sýningunni í Nýlistasafninu má sjá ýmis verk sem við höfum tínt til úr eigu Nýló, Péturs Arasonar og annarra safnara, auk nýrra verka. Þau kallast öll á einhvern hátt á við kvikmyndina sem er sprottin út frá hugarheimi hans og verkum.“ Kvikmyndin var frumsýnd í Finnlandi á dögunum en er nú sýnd í fyrsta skipti á Ís- landi. Kunn finnsk leikkona, Kati Outinen, fer með hlutverk Aiku sem starfar á Rannsókn- arstofu tímans. Hún hefur það verkefni að fylgjast með framvindu tilraunar þar sem tví- burabræður voru í æsku fluttir á ólíkar slóðir til þess að mæla framvindu tímans. Magnús Logi Kristinsson túlkar þann bróður sem ólst upp hátt uppi í fjöllum Íslands en Hreinn túlkar sjálfur þann sem ólst upp niðri við sjávarmál í Amsterdam. Kvikmyndin er um 50 mínútna löng. „Til að byggja upp söguþráðinn völdum við ákveðin verk Hreins; þau gegna svipuðu hlut- verki og smásögur í heildstæðu sagnasafni,“ segir leikstjórarnir. „Fleiri verka Hreins kall- ast síðan á við kvikmyndina; þau upplýsast af myndinni og kvikmyndin af verkunum, eins og gestir sem koma í Nýlistasafnið munu upplifa.“ TVÆR SÝNINGAR OPNAÐAR MEÐ VERKUM HREINS FRIÐFINNSSONAR MYNDLISTARMANNS Opnar nýja sýn á lífið í verkum sínum „HREINN HEFUR SÉRSTAKA SÝN Á LÍFIÐ,“ SEGJA SÝNINGARSTJÓRARNIR MARKÚS ANDRÉSSON OG RAGNHEIÐUR GESTSDÓTIR UM LIST HREINS FRIÐFINNSSONAR. ÞAU HAFA GERT KVIKMYND ÚT FRÁ VERKUM HANS. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Stilla úr verki Hreins, Portrett af myndhöggvara sem höggmynd, sem sýnt er í i8 galleríi. Finnska leikkonan Kati Outinen í kvikmyndinni „Time and Time and Again“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.