Morgunblaðið - 06.05.2014, Page 4

Morgunblaðið - 06.05.2014, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2014 Á gervihnattarmynd sem tekin var yfir landinu 1. maí síðastliðinn má sjá að suðvesturhorn landsins er nú orðið snjólaust að mestu. Snjór er ennþá nokkuð áberandi í öðrum landshlutum. „Ég var að enda við að skoða mynd frá 1. maí á seinasta ári til samanburðar og við fyrstu sýn virð- ist snjómagnið vera ósköp keimlíkt,“ segir landfræðingurinn Ingibjörg Jónsdóttir um gervihnattarmynd- ina. „En þá er ég aðeins að skoða hvar snjórinn er. Ég er ekki með töl- ur um það hversu þykkur hann er í dag, en ég hef heyrt að á sumum stöðum séu miklir skaflar eftir.“ Gervihnattarmyndin af landinu er svokölluð MODUS-gervihnattar- mynd en samkvæmt upplýsingum Ingibjargar nást þær af jörðinni nokkrum sinnum á dag. Það er bandaríska geimferðastofnunin NASA sem á gervihnettina Terra og Aqua, sem taka myndirnar, en þar er myndunum safnað og stofnunin miðlar myndunum svo í rauntíma til notenda um allan heim. Notagildi myndanna er margvíslegt, til rann- sókna á veðri, gróðurfari og hafinu, en einnig við eftirlit með ýmsum at- burðum, svo sem sandstormum og dreifingu gjósku í eldgosum. Hnettirnir hafa verið á braut um jörðu í um tólf ár, og gagnasafnið því orðið viðamikið. Myndirnar eru að- gengilegar á netinu og eru m.a. not- aðar við kennslu og rannsóknir við Jarðvísindastofnun Háskólans, en Ingibjörg er dósent þar. Samkvæmt spá Veðurstofu Ís- lands verður sólríkt og hlýtt í flest- um landshlutum eftir hádegi í dag og á morgun. Er til að mynda spáð allt að tólf stiga hita í Reykjavík í hádeg- inu á morgun og átta stigum á Ak- ureyri. Hinsvegar fer kólnandi eftir miðja viku með norðlægum áttum. Von er á stöku skúrum eða éljum um helgina og þá sérstaklega á Norður- landi, en samkvæmt langtímaspám verður hiti við frostmark á Akureyri í hádeginu á laugardaginn. audura@mbl.is  Snjómagn á landinu 1. maí síðastliðinn var svipað og í fyrra  Spáð rigningu og éljum um helgina Fer kólnandi eftir miðja vikuna MODUS-gervihnattarmynd Tuttugu og tvö mál eru á dag- skrá Alþingis í dag, en þing- fundur hefst kl. 13.30. Einar K. Guðfinnsson, for- seti Alþingis, segir að málin sem rædd verði séu mál sem hafi verið í nefndum, og eru því nú að koma til annarrar eða síðari umræðu. Áætlað er að þingið ljúki störfum á föstudaginn í næstu viku. Í starfs- áætlun þingsins er gert ráð fyrir fjórum þingfundardögum til við- bótar, auk tveggja nefndardaga, sem báðir verða í þessari viku. Einar segir að ekkert hafi verið rætt um framlengingu á störfum þingsins eða um hugsanlegt sum- arþing. sgs@mbl.is Ekkert búið að ræða um framlengingu eða sumarþing Einar K. Guðfinnsson Búið er að fjarlægja þyrlu Norður- flugs, sem brotlenti á Eyjafjalla- jökli, af jöklinum. Ragnar Guð- mundsson, stjórnandi rannsóknar hjá Rannsóknarnefnd samgöngu- slysa, segir að skyggni á Eyja- fjallajökli og leiðindaveður um helgina hafi leitt til þess að ekki var hægt að sækja flakið fyrr en í gær. „Við fórum með þyrlu Landhelg- isgæslunnar og sóttum vélina upp á jökul og fórum með hana að Skóg- um,“ segir Ragnar. Þaðan átti að flytja flakið í skýli á vegum rann- sóknarnefndarinnar í gærkvöldi. Búast má við að rannsóknin taki nokkrar vikur. sgs@mbl.is Þyrlan flutt af Eyja- fjallajökli í gær Engin niðurstaða fékkst í kjara- deilu Félags íslenskra atvinnuflug- manna og Icelandair á fundi hjá sáttasemjara í gær. Fundurinn hófst klukkan 13 og stóð í um þrjár klukkustundir. Næsti fundur í deil- unni verður haldinn klukkan níu í fyrramálið. Um 300 flugmenn starfa hjá Ice- landair. Náist ekki samningar hafa flugmenn Icelandair boðað röð tímabundinna verkfalla. Hið fyrsta hefst föstudaginn 9. maí og mun standa í tólf klukkutíma frá kl. 6 um morguninn til kl. 18 um kvöldið. Fundað í kjaradeilu flugmanna og Ice- landair á morgun Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Það gæti farið að vefjast verulega fyrir þeim sem ætla út að borða í höfuðborginni hvert skal halda. Mikil gróska er í veitinga- og skemmtistaðageiranum um þessar mundir og nýir staðir spretta upp víða. Nýverið var veitingastaðurinn Kjallarinn opnaður í kjallara hússins við Aðalstræti 2 í miðborginni. Þar var áður Rub 23 sem er nú aðeins á Akureyri. Eigendur Kjallarans eru þeir sömu og Steikhússins í Tryggva- götu. Tómas Kristjánsson, einn eigenda, segir Kjall- arann ólíkan Steikhúsinu að mörgu leyti, þar verði aðal- áherslan á fisk og sushi á meðan kjötið er í meirihluta á Steikhúsinu. Hann hefur ekki áhyggjur af því að offramboð sé af veitingastöðum í miðborginni, alltaf sé pláss fyrir góða staði. „Það hafa orðið mjög miklar breytingar í þessum geira undanfarin ár, breytingar af hinu góða. Fjölgun ferðamanna er ekkert að stoppa, þessir gestir þurfa að borða og það kallar á fleiri og fjölbreyttari staði,“ segir Tómas. Þá er Icelandic Fish and Chips flutt úr húsinu við Tryggvagötu 8 og verður brátt opnað á nýjum stað, ekki langt frá, í Hafnarhvoli, Tryggvagötu 11. Nýr staður var opnaður í síðustu viku í Tryggvagötu 8, hann nefnist Reykjavík Fish og eru eigendur hans þeir sömu og Humarhússins. „Við bjóðum upp á léttan fisk; plokkfisk, sjávar- réttagratín og djúpsteiktan fisk borinn fram á breskan máta. Þetta er heiðarlegur skyndibitafiskur og ekkert verið að reyna að finna upp hjólið,“ segir Ottó Magn- ússon, einn eigandi Reykjavík Fish. Kaffihús og ölhús í Hafnarstræti Á horninu í Hafnarstræti 5, þar sem skemmtistaðurinn Café Amsterdam var lengi til húsa, standa nú yfir miklar framkvæmdir en þar verður opnað Fredriksen Ale House um næstu mánaðamót. Á daginn verður staðurinn kaffihús en á kvöldin krá með lifandi tónlist, hann er á tveimur hæðum og tekur 120 manns í sæti. Að staðnum standa þeir Helgi Tómas Sigurðarson, Sigurður Ólason og Arnar Svansson en þeir eru líka með Kónginn sportbar í Grafarholti. „Þetta er stórglæsilegt hús og gaman að opna hér stað. Ég hef engar áhyggjur af því að það sé of mikið framboð komið af stöðum í bæn- um, við verðum líka með okkar sérstöðu,“ segir Helgi. Fleiri nýir staðir eru í miðborginni; Jörundur hundadagakonungur er nýr alhliða matsölustaður í Austurstræti 22. Nýtt kaffihús sem tekur 150 manns í sæti á að opna á Vesturgötunni, í húsi Fríðu frænku, með vorinu. Það verður tíundi veitingastaðurinn við Grófartorg. Í haust á svo að opna nýjan veitingastað í Austurstræti 16, þar sem Reykjavíkurapótek var lengst- um til húsa. Hafa engar áhyggjur af offramboði staða  Tveir nýir fiskistaðir og einn gamall flyst á nýjan stað Tryggvagata 8 Reykjavík Fish er nýr staður í skyndibitastíl og býður m.a. upp á fisk og franskar á breska vísu. Vinnslustöðin í Vestmanna- eyjum hefur stefnt Bjarna Benediktssyni fjármálaráð- herra, fyrir hönd ríkisins, vegna sérstaka veiði- gjaldsins sem fyrirtækið greiddi fyrir fiskveiðiárið 2012-2013. Fyrirtækið krefst þess að ríkissjóður endur- greiði því 516 milljónir króna og byggir kröfu sína á því að gjaldið brjóti í bága við eignarréttar- ákvæði stjórnarskrárinnar og með álagningunni væri gengið út fyrir mörk löglegrar skattheimtu, eins og fram kom í frétt í Morgun- blaðinu í gær. Um margt ósanngjarnt Bjarni Benediktsson fjármála- ráðherra var í gær spurður hvort hann teldi að stefna Vinnslustöðv- arinnar ætti við rök að styðjast: „Ég á eftir að skoða þetta mál. Ég á líka eftir að heyra í ríkislögmanni um stefnuna. Í þessu máli mun ríkið vitanlega taka til varna og því ekki rétt að tjá sig efnislega um það á þessu stigi,“ sagði Bjarni. „Eitt er að skattar og gjöld séu lögð á með sanngjörnum hætti,“ sagði Bjarni, „og ég hef talað fyrir því undanfarin ár að þetta sérstaka veiðileyfagjald, sem taki ekki til af- komu í einstökum tegundum, væri um margt ósanngjarnt. En það þýðir ekki endilega að það brjóti gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar. Það þurfum við bara að taka til sér- stakrar skoðunar.“ agnes@mbl.is Ríkið mun taka til varna Bjarni Benediktsson Fyrir dómstóla Tekist er á um greiðslu sérstaka veiðigjaldsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.