Morgunblaðið - 06.05.2014, Qupperneq 11
Morgunblaðið/Malín Brand
Á söguslóðum Reynir Hlíðar og Tara á Álftanesi þar sem þau ganga daglega um magnaðar söguslóðir. Reynir vill hvergi annars staðar búa en á nesinu.
landinu og töluvert er af stríðs-
minjum allt í kringum húsið og Bes-
sastaðatjörn. Reynir segir að á
gönguferðunum spinnist skemmti-
legar sögur tengdar þessum minj-
um, sögur sem ef til vill eru ekki all-
ar heilagur sannleikur en eru þó
skemmtilegar. „Þannig var að Bret-
arnir byggðu varðturninn,“ segir
Reynir, „en þeir byggðu hann bara
upp að brjósti og þarna stóðu
greyin í öllum veðrum. Svo kom
Kaninn og þá var byggt yfir, sett
þak á og hitari í skúrinn“, segir
Reynir og hlær.
Loftvarnabyrgi í garðinum
María á Jörfa man vel eftir
þessum árum og er sammála Reyni
um að sagan sé góð en þó er hún
nokkuð viss um að Bretar hafi
byggt sinn varðturn með þaki.
Herinn reisti braggana í landi
föður hennar sem bjó á bænum
Grund. „Þeir tóku jörðina hans,
tóku hér túnið við Bessastaðatjörn
og við Seiluna en slepptu samt eyr-
inni. Ætli þetta hafi ekki verið um
sjö hektarar að stærð,“ segir María
um braggabyggðina sem þar reis á
skömmum tíma. „Svo var byggður
hér rosalega stór bíóskáli og sam-
komuhús fyrir alla þessa menn. Þar
voru steyptir grunnar. Annað stórt
hús var líka steypt við hliðina og
þar var matsalurinn,“ segir hún.
Allt sést þetta vel á jörðinni.
Við Reynir bregðum okkur út í garð
með Maríu sem sýnir okkur heilt
loftvarnabyrgi sem staðið hefur
óbreytt frá því herinn reisti það árið
1940. Faðir Maríu nýtti það sem
kartöflugeymslu síðar en fjöl-
skyldan þurfti að hlaupa þangað
niður þegar loftvarnaflauturnar
gáfu til kynna að þýsk flugvél nálg-
aðist. Minningar Maríu um herinn
eru góðar þrátt fyrir að aðstæður
hafi verið sérstakar. Bretinn fór og
fjölskyldan fékk að eiga húsin.
„Hann seldi braggana til niðurrifs.
Þetta var það mikill peningur að
hann gat fengið sér traktor,“ segir
hún og brosir. Það er ljóst að
gönguferðir eldri borgara um sögu-
slóðir Álftaness eiga eftir að skapa
góðan sagnabrunn.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2014
Það er enn hægt að sjá og í raun finna fyrir
bíóbragganum við hús þeirra Maríu og
Bjarna á Jörfa. Bragginn er í rauninni þarna
enn þó að fátt sjást af honum annað en skor-
steinninn. Jörðin bungar þarna því undir
henni er bragginn þar sem hermennirnir í
Brighton-kampi sóttu kvikmyndasýningar.
Þeir dönsuðu á Bjarnastöðum og báðu kon-
urnar í kvenfélaginu sem héldu dansiböllin
að geyma byssurnar fyrir sig á loftinu meðan
þeir dönsuðu. Ekkert var verið að flækja
hlutina þegar böll voru annars vegar hjá her-
mönnunum í Brighton-kampi á Álftanesinu.
BÍÓBRAGGINN VINSÆLL
Skorsteinninn á bíóbragg-
anum varð eftir.
Byssur, böll og bíó
Ljósmynd/Reynir Hlíðar
Annað sjónarhorn Félagar út gönguhópi eldri borgara á Álftanesi í kaffipásu
á Skansinum, fyrrverandi aðsetri Óla Skans. Vel sést til Reykjavíkur þaðan.
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 I volvo.is
volvo v40
rennilegt útlit og framúrskarandi tækninýjungar.
kynntu þér volvo v40, öruggasta bíl í heimi.
Volvo V40 D2 115 hö, tog 285 Nm, 6 gíra beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 3,4 l/100 km. CO2 88 g/km.
Volvo V40 D2 115 hö, tog 285 Nm, 6 þrepa sjálfskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 3,9 l/100 km. CO2 102 g/km.
Volvo V40 búinn D2 dísilvél uppfyllir þau skilyrði sem þarf til að fá frítt í stæði í miðbæ Reykjavíkur í 90 mínútur í senn.
Brimborg og Volvo áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu.
KOMDU OG PRÓFAÐU VOLVO V40, ÖRUGGASTA BÍL Í HEIMI
VOLVO V40 FÉKK HÆSTU EINKUNN SEM HEFUR VERIÐ GEFIN Í ÖRYGGISPRÓFUNUM Euro NCAP.
OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-17 OG LAUGARDAGA KL. 12-16.
Volvo v40
beinskiptur frá 4.590.000 kr.
sjálfskiptur frá 5.090.000 kr.
lifðu í lúxus - veldu volvo
volvo.is
V40