Morgunblaðið - 06.05.2014, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2014
Áþreifanleg vellíðan
EDDA
HEILDVERSLUN
Stofnsett 1932
Gæði og glæsileiki
Heildverslunin Edda
hefur um áratuga skeið sérhæft sig sem innflytjandi á líni.
Mörg af stærstu hótelum landsins jafnt sem minni nota
allt lín frá okkur.
Bjóðum einnig upp á lífrænt lín.
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík • Sími: 525 8210
eddaehf@eddaehf.is • www.eddaehf.is
82
ÁRA
EDDA Heildverslun
Draumur um góða nótt
Heildverslun með lín fyrir:
• hótelið
• gistiheimilið
• bændagistinguna
• veitingasalinn
• heilsulindina
• hjúkrunarheimilið
• þvottahúsið
• sérverslunina
Innanríkisráðuneytið tekur undir þá
gagnrýni að vinnsla og geymsla
gagna líkt og þeirra sem um ræðir í
máli hælisleitenda eigi ekki að fara
fram á opnu drifi tölvukerfis. Þeirri
vinnureglu hefur þegar verið breytt
til að tryggja aukið öryggi gagna.
Þetta er meðal þess sem kemur fram
í frétt á vef innanríkisráðuneytisins.
„Í framhaldi af umfjöllun um úr-
skurð Héraðsdóms Reykjavíkur og
dóm Hæstaréttar sem varða upplýs-
ingagjöf blaðamanna vegna gagna
um málefni hælisleitanda í svokölluðu
lekamáli vill innanríkisráðuneytið
taka eftirfarandi fram:
Rannsókn málsins af hálfu yfir-
valda er ekki lokið. Niðurstöður Hér-
aðsdóms Reykjavíkur og síðar
Hæstaréttar tengjast einungis þeirri
kröfu að blaðamenn upplýsi um heim-
ildarmenn sína. Ráðuneytið ítrekar
því að á meðan rannsókn málsins
stendur yfir getur hvorki ráðherra né
einstaka starfsmenn tjáð sig um það
efnislega.
Samantektir ráðuneytisins eins og
sú sem fjallað er um í dómi Hæsta-
réttar eru ekki minnisblöð og hafa
ekki slíka stöðu í ráðuneytinu þrátt
fyrir að einstaka fjölmiðlar og ein-
staklingar hafi fjallað um málið með
þeim hætti. Slíkar samantektir um
feril mála eru alvanalegar í stjórn-
sýslunni og sú samantekt sem í um-
ræðunni hefur verið er í engu frá-
brugðin þessari almennu vinnureglu.
Fól hún einungis í sér hefðbundna
lýsingu á staðreyndum máls, röð af-
greiðslna undirstofnana ráðuneytis-
ins og rök lögmanna.
Ráðuneytið ítrekar að engin meið-
andi ummæli voru í þeirri samantekt,
líkt og einhverjir hafa haldið fram og
jafnvel verið dreift af einhverjum
sem niðurstöðu ráðuneytisins. Ráðu-
neytið hefur áður harmað þá umræðu
enda hvergi í gögnum ráðuneytisins
að finna slíkar staðhæfingar um um-
ræddan hælisleitenda eins og áður
hefur verið skýrt tekið fram. Ráðu-
neytið tekur undir þá gagnrýni að
vinnsla og geymsla slíkra gagna eigi
ekki að fara fram á opnu drifi tölvu-
kerfis. Þeirri vinnureglu hefur þegar
verið breytt til að tryggja aukið ör-
yggi gagna. Um leið skal minnt á að
allir starfsmenn ráðuneytisins eru
bundnir trúnaði um mál sem til með-
ferðar eru í ráðuneytinu,“ segir í frétt
á vef ráðuneytisins í gær.
Skjal hefði ekki átt að
geyma á opnu drifi
Morgunblaðið/Golli
Við fylgjum hins vegar alþjóðlegri
skilgreiningu sem er sú að ef við-
komandi er að leita að vinnu og getur
hafið störf innan tveggja vikna þá er
viðkomandi atvinnulaus. Þá skiptir
ekki máli hvort viðkomandi er í námi
eða er að gera eitthvað annað.
Hvað varðar sveiflurnar á mældu
atvinnuleysi hjá okkur þá skýrast
þær meðal annars af miklum hreyf-
anleika á vinnumarkaði og mikilli at-
vinnuþátttöku ungs fólks. Atvinnu-
þátttaka ungs fólks er miklu meiri en
í öðrum Evrópulöndum og er yfir
70% ungs fólks á vinnumarkaði og
rúmlega 60% námsmanna á vinnu-
markaði. Atvinnuleysi er á niðurleið
en sennilega hefur kennaraverkfallið
haft þau áhrif að skólafólk hefur far-
ið fyrr af stað að leita sér að vinnu en
vanalega,“ segir Lárus um þróunina.
Aðferðin leiði til vanmats
Eins og grafið hér fyrir ofan sýnir
er mælt atvinnuleysi hjá Vinnumála-
stofnun í mörgum tilfellum lægra en
hjá Hagstofunni. Spurður hvort því
megi líta svo á að Vinnumálastofnun
vanmeti atvinnuleysið segir Lárus
að það sé ekki fjarri lagi.
„Vinnumálastofnun mælir þá sem
uppfylla skráninguna, þannig að þeir
eru frátaldir sem falla út af skránni.
Við hjá Hagstofunni myndum því að
öllu jöfnu telja að atvinnuleysið hjá
okkur væri hærra – að skráð at-
vinnuleysi hjá Vinnumálastofnun
myndi vanmeta atvinnuleysið. Í
þessum orðum felst ekki gagnrýni á
aðferð Vinnumálastofnunar, þar er
einfaldlega beitt annarri aðferð.
Vinnumálastofnun er til dæmis
með svonefnt hlutaatvinnuleysi, sem
nær yfir þá sem eru í hlutastarfi en
fá atvinnuleysisbætur að hluta.
Hjá okkur eru þeir sem hafa vinnu
skráðir í vinnu, óháð því hvort um
hlutastarf er að ræða,“ segir Lárus
um hinar ólíku mælingaraðferðir
Hagstofunnar og VMST.
Athygli vekur að samkvæmt
vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar
voru 47.200 að jafnaði utan vinnu-
markaðar á Íslandi á fyrstu þremur
mánuðum ársins, 47.700 sömu mán-
uði í fyrra og 47.033 að meðaltali
þessa mánuði 2012. Telst sá munur
að líkindum innan skekkjumarka.
Sé litið lengra aftur var meðal-
fjöldi fólks utan vinnumarkaðar
þessa mánuði 46.233 árið 2011,
44.433 árið 2010 og 45.733 árið 2009.
Margir utan vinnumarkaðar
Samkvæmt þessu voru því fleiri
utan vinnumarkaðar á þessu tímabili
í ár en sömu mánuði 2010 sem jafnan
er talið hafa markað botn niður-
sveiflunnar eftir efnahagshrunið.
Ber í þessu efni að hafa í huga að
landsmönnum hefur fjölgað á tíma-
bilinu, úr 319.368 hinn 1. janúar 2009
í 325.671 hinn 1. janúar 2014.
Loks má nefna að samkvæmt
Vinnumálastofnun voru 1.620 há-
skólamenntaðir án vinnu í mars
2013, borið saman við 1.571 í sama
mánuði á þessu ári. Til samanburðar
voru 4.166 grunnskólamenntaðir án
vinnu í mars 2013, 3.516 í mars sl.
Telur atvinnuleysið vanmetið
Deildarstjóri hjá Hagstofu Íslands telur Vinnumálastofnun vanmeta fjölda atvinnulausra á Íslandi
Hagstofan fylgi alþjóðlega viðurkenndum aðferðum Atvinnulausir geti fallið af skrá hjá VMST
Morgunblaðið/Golli
Útivinna í blíðunni Áætlað er að 7.800-11.200 manns séu án vinnu.
Ný staða
» Atvinnuleysi á Íslandi um
þessar mundir er hátt í sögu-
legu samhengi og hefur verið
það allt frá því haustið 2008.
» Á tímabilinu frá 1. júlí 2012 til
31. mars sl. voru aðfluttir er-
lendir ríkisborgarar 2.890 fleiri
en brottfluttir.
» Slíkur flutningsjöfnuður hef-
ur ekki sést áður á Íslandi þegar
atvinnuleysi er jafn mikið.
» Samkvæmt tölum Hagstof-
unnar voru að jafnaði 10.500 án
vinnu á fyrsta ársfjórðungi í ár.
Mælingar á atvinnuleysi
Á landinu öllu frá ársbyrjun 2012
Heimildir: Hagstofa Íslands, Vinnumálastofnun
j m m j s nf a j á o d
2012
j m m j s nf a j á o d
2013
j mf
2014
9%
8%
7%
6%
5%
4%
3%
2%
1%
0%
Vinnumálastofnun Vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands
6,7 % 6,1 %
7,2 %
4,5 %
8,8 %
7,5 %
4,3 %
6,8 %
5,6 %
4,3 %
5,4 %
4,5 %
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Atvinnuleysi er í raun meira en ætla
má út frá tölum Vinnumálastofnunar
og munar þar nokkur þúsund manns.
Þetta má ráða af svörum Lárusar
Blöndal, deildarstjóra atvinnu, lífs-
kjara og mannfjölda hjá Hagstofu
Íslands, en tilefnið er nýjar tölur í
svonefndri vinnumarkaðskönnun
Hagstofunnar sem framkvæmd er í
hverri einustu viku ársins.
Þátttakendur eru á aldrinum frá
16-74 ára og er að jafnaði um 80%
svörun. Fjöldi svara er um og yfir
300 í hverri viku. Um er að ræða
handahófskennt úrtak úr þjóðskrá
og er þýðið svo vigtað, þannig að það
endurspegli aldurshópa og kyn.
Lárus segir Hagstofuna fylgja al-
þjóðlega viðurkenndum aðferðum og
fara t.d. sömu leið við mánaðarlega
áætlun og Svíar, Finnar, Danir og
Norðmenn við að áætla atvinnuleys-
ið. Þá sé beitt sömu aðferð og hjá
Eurostat, hagstofu ESB.
Samkvæmt könnuninni voru
11.200 án vinnu í mars, borið saman
við þá áætlun Vinnumálastofnunar
að atvinnulausir hafi verið 7.106 að
meðaltali í mars. Samkvæmt könn-
uninni voru 7.800 án vinnu í febrúar
en 7.213 að meðaltali hjá Vinnumála-
stofnun. Það eru miklar sveiflur í
Hagstofutölunum. Samkvæmt þeim
voru 12.400 án vinnu í janúar en
Vinnumálastofnun áætlar að 7.190
hafi þá að meðaltali verið án vinnu.
Beita ólíkum aðferðum
Lárus segir Hagstofuna og Vinnu-
málastofnun fara mismunandi leiðir
við að áætla atvinnuleysið.
„Aðferðin er mjög ólík. Vinnu-
málastofnun mælir skráð atvinnu-
leysi, þ.e. telur þá sem uppfylla skil-
yrði skráningarinnar. Það er
breytilegt eftir tímabilum. Á tímabili
var réttur til atvinnuleysisbóta fjög-
ur ár. Það tímabil var svo stytt og við
það féllu margir út af atvinnuleysis-
skrá.