Morgunblaðið - 06.05.2014, Page 19
FRÉTTIR 19Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2014
Aðeins eitt íbúðarhús er eftir á stóru byggingarsvæði í
Fikirtepe-hverfi í Istanbúl, öll önnur mannvirki hafa
verið fjarlægð. Eigandinn neitar að fara. Nafn manns-
ins hefur ekki verið gefið upp en hann er kallaður AD í
tyrkneskum fjölmiðlum. AD krefst þess að bygginga-
fyrirtækið geri við sig skýran samning um bætur.
AFP
Staðfastur húseigandi í Istanbúl
Síðustu kannanir fyrir þing- og
sveitarstjórnarkosningarnar í Suð-
ur-Afríku á morgun benda til að Afr-
íska þjóðarráðið, ANC, muni halda
meirihluta sínum á þingi en fá ívið
minna fylgi en 2009 eða 63,9%.
Helsta flokki stjórnarandstæðinga,
Lýðræðisbandalaginu, er spáð góðri
kosningu, 23,7%, en var síðast með
16,7%. Leiðtogi flokksins, Helen
Zille, er hvít.
Um 89% S-Afríkumanna eru
blökkumenn, 9,5% hvít og hinir af
blönduðu kyni. ANC, flokkur Nel-
sons heitins Mandela, nýtur enn
góðs af tengslunum við þjóðhetjuna
en hefur nú verið við völd í 20 ár.
Vaxandi spilling flokksbrodda,
hrottaskapur gegn verkfalls-
mönnum og fleiri hneyksli hafa vald-
ið honum miklum vanda. Nýlega
kom í ljós að Jacob Zuma forseti lét
gera umbætur á sveitasetri sínu sem
kostuðu 215 milljónir randa, um
2.200 milljónir króna, úr ríkissjóði.
Löng valdatíð hefur spillt ANC og
gert ráðamenn værukæra, þannig
gengur hægt að bæta kjör fátækra
blökkumanna. Hagvöxtur hefur
minnkað, var aðeins 2,3% í fyrra,
skráð atvinnuleysi er um 25% en
mun meira í reynd. Fyrir tveim ár-
um var róttækur vinstrisinni, Julius
Malema, sem stýrði ungliðahreyf-
ingu ANC, rekinn, m.a. fyrir að
gagnrýna æðstu menn. Hann hefur
nú stofnað nýjan flokk sem spáð er
4,7% fylgi. kjon@mbl.is
ANC spáð sigri
í Suður-Afríku
Hörð gagnrýni vegna spillingar
valdamanna og lélegra kjara svartra
AFP
Ósátt Liðsmenn EFF, flokks Malema, á kosningafundi í Pretoríu á sunnu-
dag með eftirlíkingu líkkistu sem skreytt er mynd af Jacob Zuma forseta.
Óþreyja blökkumanna
» Hvítir ráða enn mestu í
efnahagslífinu. Uppsöfnuð
reiði og vonleysi svartra vegna
lélegra kjara er sögð geta ýtt
mjög undir ókyrrð og verkföll.
» Krafa Malema um að námur
verði þjóðnýttar, menntun
verði ókeypis og lögskipuð
verði lágmarkslaun endur-
speglar óþreyju margra
svartra.
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Boko Haram, samtök íslamskra
hryðjuverkamanna í Nígeríu, hafa
viðurkennt að hafa rænt hundruðum
skólastúlkna í apríl. „Ég rændi
stúlkunum ykkar,“ segir leiðtogi
Boko Haram, Abubakar Shekau, í
myndskeiði sem birt var í gær. Sagði
hann að stúlkurnar yrðu seldar á
uppboði en þær eru bæði úr röðum
kristinna og múslíma.
Alls var 276 skólastúlkum rænt í
bænum Chibok í Borno í norðurhluta
landsins. Um 50 þeirra tókst að flýja
en enn eru 223 í haldi mannræningj-
anna. Mikil reiði er í Nígeríu vegna
málsins, fjöldi fólks hefur tekið þátt í
kröfugöngum þar sem meint að-
gerðaleysi stjórn-
valda hefur verið
gagnrýnt. Forseti
landsins, Good-
luck Jonathan,
hefur skipað
hernum að hafa
uppi á stúlkunum
og beðið Banda-
ríkin um aðstoð.
Naomi Mutah,
áhrifakona frá Chibok, sem tók þátt í
að skipuleggja mótmælagöngur í
höfuðborginni Abuja, í síðustu viku
var í gær handtekin. Er fullyrt að
það hafi verið gert að kröfu for-
setafrúarnnar, Patience Jonathan.
Er hún sögð hafa sakað aðgerða-
sinna um að hafa sviðsett mannránið
til að sverta ríkisstjórnina.
Stúlkurnar verða seldar
Leiðtogi Boko Haram gengst við mannráninu í apríl
223 stúlkur frá smábæ í Nígeríu enn í haldi ræningja
Blóði stokknir
» Boko Haram-liðar hafa árum
saman staðið fyrir hryðjuverk-
um í Nígeríu og þúsundir
manna hafa fallið, þar af um
1.500 á þessu ári.
» Um helmingur Nígeríu-
manna er kristinn, hinir eru
múslímar sem búa aðallega í
norðurhlutanum.
» Goodluck Jonathan er krist-
inn en trúflokkarnir skiptast á
um forsetaembættið. Spilling
einkennir efnahagslífið.
Goodluck Jonathan
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Didier Burkhalter, forseti Öryggis-
og samvinnustofnunar Evrópu,
ÖSE, og núverandi forseti Sviss, er
væntanlegur til Moskvu á morgun til
viðræðna. Ráðamenn í Rússlandi og
Þýskalandi hafa hvatt ÖSE til að
reyna að miðla málum í deilum
stjórnvalda í Kænugarði og aðskiln-
aðarsinna. Úkraínuher er smám
saman að ná tökum á miðborg Slavj-
ansk í austurhluta landsins þar sem
um 800 aðskilnaðarsinnar, hlynntir
Rússum, hafa tekið ýmsar stjórnar-
byggingar.
Vitað er að minnst 10 hafa fallið í
átökunum síðustu daga í austurhér-
uðunum, þar af fjórir hermenn. All-
margir aðskilnaðarsinnar sáust í
gær flýja frá miðborginni. Að sögn
úkraínskra stjórnvalda hafa aðskiln-
aðarsinnar, sem sagðir eru vel þjálf-
aðir og ráða yfir öflugum vopnum,
notað óbreytta borgara sem mann-
lega skildi, skotið á stjórnarhermenn
úr íbúðarhúsum. En ekki hafi verið
svarað með þungavopnum af ótta við
mannfall í röðum almennra borgara.
Stjórnvöld í Kænugarði hafa heit-
ið rannsókn á atburðunum í Odessa á
föstudag þegar tugir manna fórust í
eldsvoða í kjölfar slagsmála milli
annars vegar aðskilnaðarsinna og
hins vegar stuðningsmanna Úkra-
ínustjórnar. Líklegt er að eldurinn
hafi kviknað þegar bensínsprengjum
var varpað en báðir aðilar notuðu
slík vopn, að sögn New York Times.
Myndskeið á föstudag sýnir fólk
úr hópi Úkraínusinna reyna að færa
vinnupalla að brennandi húsinu til að
fólk á efri hæðum geti flúið út um
glugga og komist niður. En nokkrir
syngja úkraínska þjóðsönginn sem
er eitur í beinum aðskilnaðarsinna.
ÖSE miðli mál-
um í Úkraínu
Úkraínuher sækir fram í Slavjansk
AFP
Reiðubúnir Úkraínskir hermenn í
varðstöð nálægt Slavjansk í gær.
Flottar
fermingargjafir
- okkar hönnun og smíði
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
14
06
29
jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind
Flottar
fermingargjafir
Trú, von og kærleikur – okkar hönnun