Morgunblaðið - 06.05.2014, Síða 24

Morgunblaðið - 06.05.2014, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2014 ✝ Hildur Jóns-dóttir fæddist á Raufarhöfn 4. des- ember 1947. Hún lést á Landspít- alanum Háskóla- sjúkrahúsi við Hringbraut 18. apr- íl 2014. Foreldrar henn- ar voru Jón Þ. Árnason, f. 22. október 1915, d. 3. apríl 1981, og Borg- hildur G. Guðmundsdóttir, f. 22. september 1915, d. 1. mars 2009. Hildur var elst af fimm systk- inum en hin eru Margret, f. 7. október 1949, hennar börn eru bundinni skólagöngu á Rauf- arhöfn en fór svo á Héraðsskól- ann á Laugum og lauk þar gagnfræðaprófi 1964. Hildur vann við síldarsöltun og af- greiðslu í Kaupfélaginu á Rauf- arhöfn á sínum unglingsárum. Árið 1966 fór hún til London og starfaði á ensku heimili í eitt ár og fljótlega eftir heimkomuna hóf Hildur störf hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og starfaði þar og hjá dótturfélögum þess í um 30 ár. Síðustu 14 árin starfaði Hildur sem bókari og launa- fulltrúi hjá Fjárstoð ehf. Hildur var mikil félagsvera og starfaði innan ITC í rúmlega 20 ár og gegndi þar ýmsum trún- aðarstörfum. Útför Hildar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 6. maí 2014, og hefst athöfnin kl. 13. Borghildur, Eðvarð Arnór og Davíð Jón. Árni Stefán, f. 19. desember 1951, maki Helga Ingi- bergsdóttir, f. 4. september 1953, þeirra dætur eru Sunna og Sandra. Jakobína, f. 11. ágúst 1960. Jón Þór, f. 11. ágúst 1960, d. 7. september 2000, maki Maria Hedin, f. 24. janúar 1961, þeirra synir David Alexander og Jokob Árni. Hildur ólst upp á Raufarhöfn til 1963 er fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur. Hún lauk hefð- Elskuleg mágkona mín, hún Hildur, er látin langt fyrir aldur fram, við sem ætluðum að eiga mörg ár til viðbótar með henni. Veikindi þín tóku sig því miður upp aftur síðastliðið haust og eft- ir erfiða meðferð og baráttu við krabbamein hafði dauðinn betur. Þú varst hrókur alls fagnaðar hvar sem þú komst, með góða nærveru og sterka rödd, alltaf svo glæsileg til fara, skartaðir hinum fegurstu litum sem fóru þér svo vel, en sá svarti var ekki þinn uppáhaldslitur. Aldrei var það mikið mál hjá þér að reiða fram dýrindis kræsingar, alltaf nýir og framandi réttir á borðum sem þú sagðir okkur að ekkert mál væri að búa til og uppskriftir – það er bara sitt lítið af hverju í þessum réttum. Þú prófar þig bara áfram og ef það gengur ekki kem ég og hjálpa þér, voru svörin ef ég bað um uppskrift að ein- hverjum réttinum. Við ættingjar þínir eigum eftir að sakna þess að hafa þig ekki með þegar skipu- leggja þarf veislu, en þar hefur þú verið aðalmanneskjan, alltaf tilbúin að hjálpa og oftast búin að kaupa það sem til þarf og koma með sýnishorn til að smakka. Þær eru ófáar veislurnar sem þú hefur haft umsjón með í minni fjölskyldu og vil ég þakka þér það af heilum hug. Dætrum mínum varstu afar góð frænka, alltaf gátu þær hringt í Hillu frænku og fengið góð ráð og reglulega hringdir þú til að heyra hvort ekki gengi vel hjá fallegu stelp- unum þínum. Síðastliðið haust komuð þið systur galvaskar og vöktuð mig snemma að morgni með kampavín, kransaköku og smá hávaða eins og fylgir ykkur oftast. Afmælisgjöfin átti að koma á óvart seinna sem hún svo sannarlega gerði, í pakkanum var partí hjá Bínsu, síðan tón- leikar og út að borða að þeim loknum. Því miður gast þú ekki tekið fullan þátt í þessu, en þú varst með í upphafi og það er ég svo þakklát fyrir. Við Sunna heimsóttum þig daginn eftir á sjúkrahúsið, en þá varst þú byrjuð í erfiðasta og síð- asta hluta meðferðarinnar. Þú varst svo hress, páskarnir fram- undan og mikið að gerast. Það er ótrúlegt og erfitt að þú skulir ekki vera með okkur framar í öllu því sem fjölskyldan er vön að gera saman. Með söknuð í hjarta kveð ég þig, elsku Hildur, og veit að ættingjar og vinir sem farnir eru taka vel á móti þér. Meðan veðrið er stætt berðu höfuðið hátt og hræðstu eigi skugga á leið. Bak við dimmasta él glitrar lævirkjans ljóð upp við ljóshvolfin björt og heið þó steypist í gegn þér stormur og regn og þó byrðin sé þung sem þú berð þá stattu fast og vit fyrir víst þú ert aldrei einn á ferð. (Ísl. höf. óþekktur) Þú munt alltaf eiga stóran stað í hjarta mínu. Guð geymi þig. Þín mágkona, Helga. Hildur Jónsdóttir frænka mín var skeleggur merkisberi þeirr- ar samheldni sem löngum hefur einkennt frændgarðinn sem rek- ur sameiginlegt upphaf til afa okkar og ömmu á Harðbak á Melrakkasléttu, nyrsta bónda- býli á Íslandi. Framganga henn- ar og svipmót minnti þó ekki síð- ur á föður hennar, Jón Árnason. Glaðværð, sérstakur hressileiki og jákvæðni, talsverð stríðni í bland, frásagnargleði og dugnað- ur. Hilla ólst upp á Raufarhöfn og gekk síðan í Laugaskóla. Hennar kynslóð upplifði í æsku Raufarhöfn sem umsvifapláss og eina mikilvægustu útflutnings- höfn landsins. Þangað streymdi í sumarbyrjun fjöldi fólks, ekki síst æsku- og skólafólk, til að leggja gjörva hönd á vinnslu síld- ar á síldarplönum og í síldar- verksmiðju, og Rauða myllan varð í nokkra mánuði nafli heimsins. Hilla tók fullan þátt í fjölþættu atvinnulífi þessa ólg- andi síldarpláss og drakk í sig spennuna og gleðina sem fylgdi síldinni þegar mikill afli barst á land og allir sem vettlingi gátu valdið lögðust á eitt um að bjarga verðmætum sem voru þjóðar- búinu svo mikilvæg. Við eldhús- borðið heima fékk hún síðan beint í æð upplýsingar um horf- urnar á síldarmiðunum, stundum frá síldarskipstjórum í stuttu stoppi í landi sem komu í mat til foreldra hennar, Jóns og Lontu. Eftir ársdvöl í London urðu viðskipta- og bókhaldsstörf í Reykjavík aðalstarfsvettvangur hennar en ég hygg að síldar- plássið hafi samt alltaf verið veislan í hennar farangri. Hilla giftist ekki og eignaðist ekki börn en innan nánustu fjölskyldunnar sem og stórfjölskyldunnar var hún mikilvægur klettur, óeigin- gjörn og fórnfús, áhugasöm og ræktarleg við allt sitt fólk. Hún var gleðigjafi og börnin í fjöl- skyldunni, og ekki síður ungling- arnir, áttu í henni hauk í horni eins og þau væru hennar eigin börn. Og söm var reyndin þegar aldurinn færðist yfir móður hennar og móðursystur. Ásu móður minni, sinnti hún ekki síð- ur en afkomendur hennar. Hún heimsótti hana reglulega á hjúkr- unarheimili og flutti þá að sjálf- sögðu með sér glaðværð og hressileika en einnig þyt úr mannlífinu utan stofnunar og fréttir af fjölskyldu og vinum sem hún vissi að gaf lífi frænku hennar innihald og tilefni til líf- legra samræðna sem báðar nutu. Þar bar að sjálfsögðu á góma ættfræði og gamansögur gamlar og nýjar en einnig umræður um yngstu kynslóðina í fjölskyldunni sem báðar höfðu brennandi áhuga á. Þessi umhyggja var Hillu eðlislæg og sjálfsögð en móður minni var hún ómetanleg, ekki síst síðustu árin. Á kveðjustund kveð ég því Hildi frænku mína með miklu þakklæti, ekki bara fyrir okkar gamla vinskap og frændskap, heldur fyrir það hve dýrmætur vinur hún var Ásu móðursystur sinni þegar hún þurfti mest á því að halda. Guðmundur Þorgeirsson. Elsku Hilla okkar. Hún Hilla okkar var einstök kona. Allt frá því við munum eftir okkur hefur hún verið til staðar fyrir okkur í einu og öllu. Hvað sem það var gátum við farið til Hillu vitandi að hún myndi alltaf hugsa um okkur eins og hennar eigin börn. Fátt gátum við hugs- að okkur betra en þegar við vor- um sendir „suður“ í pössun til hennar og ömmu Borghildar. Það var gjörsamlega allt gert fyrir okkur og réðum við ferðinni. Henni fannst nefnilega alltaf svo mikilvægt að við myndum njóta okkar og hafa gaman. Það hafa eflaust fáar manneskjur farið eins oft í bíó eða leigt spólu án þess að hafa hugmynd um hvaða mynd væri farið að sjá. En þetta gerði hún fyrir okkur. Margoft fór Davíð „suður“ í keppnisferðir og þá stóð ekki á því að hún vaknaði eldsnemma og keyrði hann á staðinn og passaði að hann hefði allt sem hann þyrfti yfir daginn og horfði á þá leiki sem hún gat. Mér (Arnóri) er sérstaklega minnisstæð ferð sem ég og Hilla fórum í til Frakklands í tvær vik- ur. Ég var um tólf ára og þetta var alveg ótrúleg ferð fyrir ung- an man. Ég og Hilla vorum sam- an alla ferðina og upplifðum sam- an allt sem París hafði upp á á bjóða, þetta er mín fyrsta minn- ing um útlönd og er mér sérstak- lega hugljúft að Hilla hafi verið stór partur af henni. Engin minningargrein um hana Hillu er fullkláruð nema minnst sé á mat. Hún Hilla elsk- aði mat, að elda hann, borða hann og sérstaklega að bera á borð fyrir aðra. Aldrei fórum við í mat til Hillu þar sem allt var ekki undirlagt af kræsingum sem voru hver annarri betri. Hún var Íslandsmeistari í grjónagrautar- gerð. Mikil sorg ríkti meðal litlu barnanna í fjölskyldunni vegna þess að nú fengju þau aldrei aftur Hillugraut. Við tengjum allar okkar helstu minningar við Hillu því að við vorum alltaf saman á stórhátíð- um og uppákomum. Og veislur og samkomur voru einfaldlega ekki eins án hennar Hillu. Hlátur hennar var bráðnauðsynlegt bak- grunnshljóð. Alltaf brosandi og að passa að allt væri í lagi. Allir brandarar sem komu frá okkur bræðrum fengu hlátur og hrós, hvort sem þeir voru fyndnir eða ekki, skiljanlegir eða ekki, eða hún hafði jafnvel ekki heyrt hvað við sögðum. Þessa kátínu hennar notaði hún óspart á öll börn í fjöl- skyldunni. Börnin okkar eiga ekki eftir að sakna Hillu minna en við. Því í augum þeirra var hún önnur amma. Við viljum þakka þér kærlega fyrir allt sem þú hefur kennt okk- ur í gegnum tíðina. Bæði að það þýðir ekki að gefast upp né að væla eða kvarta yfir hlutum sem maður getur ekki stjórnað. Mannasiðir og hlýhugur voru líka kostir sem þú minntir okkur óspart á. Elsku Hilla okkar, við eigum eftir að sakna þín ofboðslega en munum geyma minningu þína að eilífu. Eðvarð Arnór Sigurðsson og fjölskylda, Davíð Jón Sigurðsson og fjölskylda. Elsku Hilla mín, hér sit ég og er að reyna að skrifa kveðju til þín en á erfitt með að koma því frá mér sem mig langar til að segja því ég trúi ekki enn að þú sért farin. Ég fór til mömmu og pabba í kvöld og þar var Bínsa, við vorum að reyna að ákveða lög fyrir jarðarförina þína. Hvernig er hægt að velja nema stuðlög fyrir konu sem var alltaf í góðu skapi og hress, meira að segja þegar þú lást á spítalanum í einni meðferðinni og ég kom til að leyfa þér að hlusta á Sætabrauðs- drengina sem ég hafði tekið upp á tónleikum fyrir þig, þú hlóst og söngst en hélst samt áfram að tala og tala. Það er eitt sem mér fannst svo skemmtilegt við þig; hvað þér þótti gaman að tala og segja sögur. Ég trúi ekki ennþá að ég geti ekki komið lengur til þín í heim- sókn og hlustað á sögur um gamla tímann og hvað pabbi var mikill prins og hvað þið systurn- ar þurftuð að stjana í kringum hann. Þú elskaðir að segja þær sögur. Við Sandra systir erum búnar að hringjast á núna eftir að þú kvaddir og gráta saman og tala um þig. Henni þykir sárt að hafa ekki verið hjá þér og getað kvatt þig. Ég sagði henni að það hefði verið ró yfir þér og þú hefðir meira að segja brosað og grett þig rétt áður en þú sofnaðir svefninum langa. Þegar við minnumst þín reynum við að brosa í gegnum tárin. Þú varst alltaf svo hress og kát og vildir allt fyrir okkur gera. Það var allt- af svo gott að koma í heimsókn og fá risaknús og koss beint á munn- inn. Stóra brosið og skemmtilegi hláturinn þinn heyrðist út um allt og smitaði út frá sér til þeirra sem voru nærstaddir. Fjöl- skylduboðin verða ekki söm án þín, þú fórst alltaf á kostum og var stutt í grínið hjá þér. Fyndn- ast fannst okkur þó að segja að matarboðið væri ekki byrjað fyrr en þú værir búin að sulla aðeins niður. Við veltum því stundum fyrir okkur hvort þessi ótrúlega um- hyggja þín hefði eitthvað með það að gera að þú varst barnlaus sjálf. Okkar niðurstaða var að svo væri ekki heldur var þetta bara hluti af þér sem manneskju. Ég veit að amma, afi og Jónki munu taka vel á móti þér elsku Hilla mín. Þú munt alltaf eiga stóran stað í hjarta okkar systra. Guð geymi þig elsku frænka. Sunna og Sandra. Nú er hún Hilla mín farin. Eft- ir að hún kvaddi hef ég verið að spá í líf okkar saman. Hún var jú móðursystir mín en við tengd- umst mun sterkari böndum en það. Hilla fékk mig í afmælisgjöf á 23 ára afmælinu sínu og ég hét nafninu hennar. Ég var fyrsta barnabarnið í fjölskyldunni og því prinsessa allra en sérstaklega hennar. Hún hafði endalaust gaman af því að fara með mig í leikhúsferðir, leyfa mér að gista, og í raun að gera allt það sem hugur lítillar stúlku girntist. Og alltaf var gaman hjá okkur. Þeg- ar ég fór að hugsa til baka sé ég að nú er sennilega einn minn helsti aðdáandi farinn. Hildur þreyttist aldrei á því að segja sögur af „litlu stjórnsömu“ í hverju einasta fjölskylduboði og alltaf kom ég vel út. Það er gott að hafa svona fólk í lífi sínu. Hild- ur hafði afskaplega gaman af mannfögnuðum og að halda veisl- ur. Þegar ég var yngri hafði ég einkarétt á afmælisdeginum okk- ar en þótti gott í seinni tíð að hún nennti alltaf að bjóða öllum heim á þessum degi okkar og var bara nóg fyrir mig að mæta á svæðið. Hilla var börnunum mínum góð og voru þær ófáar næturnar sem þau gistu hjá henni. Bæði þeim og henni þóttu þær stundir frá- bærar. Hilla var óþreytandi að mæta á skólaskemmtanir, tón- leika eða hvaðeina sem börnin voru í. Hún Hilla mín var kona sem var full af lífi, hress og skemmtileg og hrókur alls fagn- aðar. Hún átti það líka til að nöldra og vera með allt á hornum sér en því var aldrei tekið alvar- lega. Við vorum meira en bara frænkur. Í 12 ár höfum við líka unnið saman. Í hópi samstarfs- félaga hefur hún verið stór part- ur. Hún tók sig ekki hátíðlega, hló mikið og hafði gaman af því að stríða. Eitt sinn var veðmál í gangi í vinnunni og sá sem tapaði átti að hlaupa á sundfötum í kringum turninn. Engin þorði að standa við veðmálið nema Hilla. Í næstu skemmtun mætti hún í bikiníi utan yfir fötin. Algjör snillingur. Þetta hefðu fáir aðrir en hún gert og verður hennar sárt saknað hjá okkur í vinnunni. Í mars í fyrra hafði hún verið laus við krabbamein í fimm ár en það kom aftur. Hún var ekki viss um að hún vildi fara í þessa stóru miklu meðferð en fátt annað var í boði. Eftir að hún tók ákvörðun um að taka slaginn hellti hún sér út í hann á fullu og meðferðin gekk vel. Eftir að Hilla lagðist inn höfðum við þann háttinn á að heyrast á morgnana og á kvöldin. Síðasta símtalið mitt við hana var ákaflega skemmtilegt. Þá var hún komin upp á gjörgæsludeild og ég hringdi til að bjóða henni góða nótt. Hún var afskaplega hress, hló og gerði að gamni sínu og skildi ekkert í því hvað hún væri að gera þarna. Ég hélt að gamla væri á einhverju því stuðið á henni var það mikið. Daginn eftir sögðu læknar mér að hún hefði í raun blekkt alla með því hvað hún var hress og menn ekki áttað sig á því hversu alvarlega veik hún í raun var. Það voru for- réttindi fyrir mig og mína að fá að hafa þig í okkar lífi, elsku Hilla mín. Ég veit að þú átt eftir að halda uppi stuðinu á þeim stað þar sem þú ert núna og ég bið að heilsa öllum sem ég þekki þar. Saknaðarkveðja, þín Borghildur. Hildur Jónsdóttir  Fleiri minningargreinar um Hildi Jónsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann ✝ Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna fráfalls GUÐRÍÐAR GUÐJÓNSDÓTTUR frá Rifshalakoti. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins Ljósheima fyrir góða umönnun. Auður Þorsteinsdóttir, Þórður Kristinn Karlsson, Grétar Halldórsson, Páll Sævar Halldórsson, Halldór Guðmundur Halldórsson, Svava Einarsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Okkar yndislega systir, mágkona og frænka, HILDUR JÓNSDÓTTIR frá Raufarhöfn, Engihjalla 19, Kópavogi, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 18. apríl, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn 6. maí, kl. 13.00. Margrét Jónsdóttir, Árni Stefán Jónsson, Helga Ingibergsdóttir, Jakobína Jónsdóttir, Maria Hedin Jónsson og systkinabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI DANÍELSSON, lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi fimmtudaginn 1. maí. Útför hans verður gerð frá Akraneskirkju þriðjudaginn 13. maí kl. 14.00. Steindóra Sigríður Steinsdóttir, Friðþjófur Helgason, Guðfinna Steinunn Svavarsdóttir, Steinn Helgason, Elín Klara Svavarsdóttir, Helgi Valur Helgason, Erla Skarphéðinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.