Morgunblaðið - 09.05.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.05.2014, Blaðsíða 1
Baldur Arnarson Hörður Ægisson „Þetta hefur fyrst og fremst þau áhrif að nú er verið að létta gríðar- lega á greiðslubyrðinni. Þetta er því væntanlega stórt skref í að hægt verði að fara að létta á fjármagns- höftum,“ segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, í tilefni af nýju samkomulagi bankans og slitastjórnar LBI um afborganir af 226 milljarða króna eftirstöðvum skuldabréfs. Afborganirnar eru í erlendri mynt og hefur síðustu afborgun verið seinkað frá 2018 fram til ársins 2026. „Við teljum að þetta sé gríðarlega mikilvægur áfangi, ekki aðeins fyrir Landsbankann heldur hagkerfið allt. Okkur sýnist þetta falla að þeirri greiningu sem Seðlabankinn hefur verið að gera til að leysa úr því ójafn- vægi sem ella hefði verið í gjald- eyrismálum þjóðarinnar til 2018.“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir ótímabært að ræða hvort fallist verði á beiðni um undanþágu frá lögum um gjald- eyrishöft vegna samkomulagsins. „Eitt af stóru verkefnunum við af- nám haftanna er einmitt að endur- fjármagna stórar skuldbindingar á borð við þessa. Ef þetta verður nið- urstaða sem við getum unnið með, þá er hún mikilvægur liður í að létta þeim þrýstingi af gjaldmiðlinum til skamms tíma sem við höfum haft áhyggjur af. Með því væri stigið eitt skref í rétta átt við afnám haftanna.“ MLandsbankinn »4 Greiðir fyrir afnámi hafta  Landsbankinn nær samningi um endurfjármögnun 226 milljarða skuldabréfs  Samkomulagið er háð samþykki um undanþágu frá lögum um gjaldeyrishöft Léttir á greiðslubyrðinni » Að óbreyttu hefði þurft að greiða 50-60 milljarða á ári í erlendum gjaldeyri í afborganir af skuldabréfinu frá og með 2015 til 2018. » Skv. nýja samkomulaginu verða 106 ma. greiddir af bréf- inu 2014-18, 120 ma. 2020-26. GLEÐUR MEÐ HEIMAGERÐU FRJÁLSMENI SÓFI SEM VEX, SMÁBORÐ, ELDUNARÍLÁT ÓTAL MÖGULEIKAR MANNSMYNDAR- INNAR Á MÁLVERKI HEIMILI OG HÖNNUN RAGNAR ÞÓRISSON 42ERLA PERLAR 10  Jarðskjálfti varð klukkan 23.14 í gærkvöldi, 9,6 km austsuðaustur af Hestfjalli í Grímsnesi. Hann mæld- ist 3,9 stig og fannst víða á Suður- landi. Íbúi við Laugarvatn sagði hann hafa verið snarpan og engu líkara en bíll keyrði á húsið. Höggbylgjan hefði verið löng og þung. Snarpur jarðskjálfti við Hestfjall Fylgi flokka í borgarstjórn Reykjavíkur Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið 30. apríl - 6. maí 2014. Samfylkingin 30,3% Sjálfstæðisflokkurinn 27,2% Björt framtíð 19,7% Píratar 9,8% Vinstri - grænir 5,9% Framsóknarflokkurinn 4,5% Dögun 2,1% Alþýðufylkingin 0,1% Aðrir 0,4% 30,3% 27,2% 19,7%9,8% 5,9% 4,5% 0,1% 2,1% 0,4% Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Samfylkingin er stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Ís- lands fyrir Morgunblaðið. Meiri- hlutinn í borgarstjórn heldur velli. Könnunin var gerð dagana 30. apríl til 6. maí. Fylgi Samfylkingarinnar mælist nú 30,3%. Flokkurinn fengi fimm borgarfulltrúa, en hefur þrjá núna. Fylgið hefur aukist frá síðustu könnun í mars og verulega frá kosn- ingunum árið 2010, þegar flokkur- inn fékk 19,1% atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur stuðnings 27,2% kjósenda og fengi einnig fimm borgarfulltrúa eins og hann hefur nú. Þetta er meira en í síðustu könnun Félagsvísindastofn- unar í mars en minna fylgi en í kosningunum fyrir fjórum árum þegar flokkurinn fékk 33,6% at- kvæða. Björt framtíð er með 19,7% fylgi og þrjá menn. Það er mun minna fylgi en í síðustu könnun þegar flokkurinn mældist með 24,8% fylgi. Í kosningunum árið 2010 var Besti flokkurinn með 34,7% atkvæða og fékk þá sex menn kjörna. Píratar eru með 9,8% fylgi og ná inn einum manni. Stuðningur við VG minnkar enn. Flokkurinn er með 5,9% fylgi, en heldur sínum fulltrúa. Framsóknarflokkurinn er með 4,5% fylgi, hefur bætt við sig og er nær því að fá mann kjörinn en áður. Framboð Dögunar mælist með 2,1% fylgi og Alþýðufylkingarinnar 0,1%. Af heildinni sögðust rúmlega 14% þátttakenda í könnuninni ekki hafa gert upp hug sinn. »18-19 Meirihlutinn í borgarstjórn heldur velli  Samfylkingin með fimm fulltrúa  Framsókn bætir við sig Sigrún Magnúsdóttir, þingflokks- formaður Framsóknarflokksins, segir til skoðunar að Alþingi komi saman í sumar. Formenn þing- flokkanna funduðu með Einari K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis, í gær. Sigrún segir stefnt að því að ljúka þingstörfum 16. maí, en í síðasta lagi 17. maí. Gefa þurfi sveitarstjórnarmönnum sviðið vegna kosninga 31. maí. Spurð hvort Evrópumálin verði sett til hliðar í bili segir Sigrún ljóst að ekki náist að ljúka afgreiðslu þeirra fyrir þinglok. „Það verður sumarþing ef aðal- málin klárast ekki, þá ræðum við þau í sumar og tökum þau til af- greiðslu. Það verður hins vegar ekki eingöngu sumarþing um Evrópumálin. Það er ekki óeðli- legt að efnt sé til sumarþings til að ljúka mikilvægum málum, til hagsbóta fyrir heimilin í landinu. Ríkisstjórnin leggur áherslu á heimilin og málefni sem þeim eru tengd og að koma þeim í gegn. Gerist það ekki er eðlilegt að það verði sumarþing.“ baldura@mbl.is Sumar- þing til skoðunar Morgunblaðið/Ómar Ferðir um 4.500 farþega Icelandair raskast, en 26 ferðum véla félagsins sem voru á áætlun í dag hefur verið aflýst, vegna vinnustöðvunar flug- manna. Þeir leggja niður störf kl. 6 og stendur vinnustöðvunin til kl. 18. Með kvöldinu hefst flug að nýju og þá fara í loftið vélar sem stefna til Ameríku, Óslóar og Kaupmannahafnar. Í gær var unnið við að greiða úr málum farþega sem áttu bókað far með Icelandair, það er breyta farseðl- um eða útvega þeim far með öðrum félögum. Samningafundi flugmanna og Samtaka atvinnulífsins í gær lauk án árangurs. Næsti fundur er boð- aður á mánudag. Náist ekki samningar í bráð eru frekari vinnustöðvanir boðaðar á næstunni. Myndin er tekin í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi þegar síð- ustu vélar komu heim, en ljóst er að rólegra verður í flugstöðinni í dag. Ferðir fjölda fólks raskast vegna vinnustöðvunar flugmanna Icelandair í dag Morgunblaðið/Þórður Viðræðum um kjör flugmanna frestað fram á mánudag Stofnað 1913  109. tölublað  102. árgangur  F Ö S T U D A G U R 9. M A Í 2 0 1 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.