Morgunblaðið - 09.05.2014, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.05.2014, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2014 Þú átt alltaf erindi til okkar Suðurver | Mjódd | Glæsibær | Húsgagnahöllin | Smáratorg | Austurver Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is Plankaparket í miklu úrvali Burstað, lakkað, olíuborið, hand- heflað, reykt, fasað, hvíttað... hvernig vilt þú hafa þitt parket? Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! einu herbergi. Þá hefur reynst erfitt að ná endum saman. Eiginmaður Wafa, Ahed al-Shami, rak vinsæla verslun í Hamidiyeh og hefur stofn- að litla matvöruverslun í Feiruzeh til að halda fjölskyldu sinni uppi. „Við vonum hið besta, fyrir okkur og aðra,“ segir hann. Ánægja með samkomulagið Samih, fyrrverandi verktaki, segir samkomulag stjórnvalda og upp- reisnarmanna skynsamlega ákvörð- un, jafnvel þótt húsið hans standi vart enn. Samih er fjögurra barna faðir og selur skó og klæðnað og von- ar að sáttin um Homs hafi jákvæð áhrif annars staðar í landinu. Undir þetta tekur leigubílstjórinn Abu Sa- lem. „Þetta eru bestu fréttir sem ég hef heyrt síðustu tvö og hálft ár,“ segir hann, jafnvel þótt það muni taka tíma að snúa aftur, „því fólk mun þurfa að endurbyggja,“ segir hann. Hin níu ára Bushra er líka spennt. Hún hlakkar til að endurheimta fötin sín, bækurnar og myndir. „Og ég get leikið við vinkonur mínar aftur,“ seg- ir hún. AFP Eyðilegging Ungur piltur sækir vatn í Homs en borgin er í rúst eftir átökin. Taíland. AFP. | Yingluck Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Taí- lands, á yfir höfði sér fimm ára bann frá stjórnmálum en sérstök nefnd um spillingu, NACC, hefur komist að þeirri niðurstöðu að næg sönnun- argögn séu fyrir hendi til að ákæra Shinawatra fyrir embættisglöp og hefur vísað málinu til efri deildar taí- lenska þingsins. Spillingarmálið varðar greiðslur hins opinbera til hrísgrjónabænda. Nefndin tilkynnti í gær að rann- sókn hennar á hrísgrjónamálinu myndi ekki ná til annarra ráðherra ríkisstjórnar Shinawatra en sagði að hún hefði ekki tekið ákvörðun um hvort höfðað yrði sakamál á hendur forsætisráðherranum. Eldri bróðir Shinawatra, Thaksin, sem gegndi embætti forsætisráðherra frá 2001- 2006, býr erlendis en hefur verið dæmdur í fangelsi vegna spillingar. Stjórnarskrárdómstóll Taílands vék Yingluck úr embætti á miðviku- dag, eftir að hafa komist að þeirri niðurstöðu að hún hefði misnotað vald sitt. Leiðtogar hins ríkjandi Pu- ea Thai-flokks Shinawatra, brugðust snarlega við með því að útnefna að- stoðarforsætisráðherra og viðskipta- ráðherra og hétu því að efna til kosn- inga 20. júlí. Hart hefur verið sótt að stjórn- völdum síðustu misseri og ítrekað efnt til mótmæla á götum Bangkok. Mótmælendur saka Shinawatra- systkinin um að hafa eitrað fyrir taí- lenskum stjórnmálum með spillingu og hafa tilkynnt að þeir hyggist skipa nýja ríkisstjórn í dag. Láti þeir verða af því, mun það trúlega skapa enn meiri óróleika í landinu en and- stæðingar stjórnarinnar hafa áður gefið út digurbarkalegar yfirlýsing- ar án þess að fylgja þeim eftir. Stuðningsmenn Shinawatra hafa boðað til mótmæla á morgun en for- svarsmenn þeirra hafa sakað dóm- stóla og NACC um samsæri gegn Puea Thai. Þeir hafa varað við því að valdarán hersins sé yfirvofandi en valdarán hefur alls átján sinnum ver- ið reynt eða tekist í Taílandi frá 1932. AFP Fagna Mótmælandi blæs í flautu í mótmælagöngu í Bangkok á miðvikudag. Mikil ólga er í landinu. Á yfir höfði sér 5 ára bann frá stjórnmálum  Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Búin? Yingluck heilsar stuðnings- mönnum sínum á miðvikudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.