Morgunblaðið - 09.05.2014, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2014
✝ ÞorleifurKristján Ágúst
Vagnsson fæddist
á Bíldudal, Barða-
strandarsýslu 5.
október 1926.
Hann lést í Reykja-
vík 24. apríl 2014.
Foreldrar hans
voru Vagn Þor-
leifsson, f. 1898, d.
1979, og Solveig
Guðbjartsdóttir, f.
1909, d. 1969. Systkini: Gunn-
ar, hálfbróðir, samfeðra, f.
1918, d. 1977, Valgerður, f.
Oliver Hinrik, f. 1958, Hafþór,
f. 1961, Iris Rán, f. 1966, Sig-
urður, f. 1973.
Þorleifur ólst upp á Ósi og
Álftamýri í Arnarfirði. Hann
var síðast búsettur í Skipa-
sundi 39 í Reykjavík. Þorleifur,
eða Leifur, eins og hann kall-
aði sig, stundaði margvísleg
störf á ævinni. Hann var lengst
af sjómaður á fiskiskipum og
flutningaskipum á Íslandi og í
Svíþjóð en starfaði síðast sem
kjallarameistari á hótel Esju í
Reykjavík. Hann átti sér marg-
vísleg áhugamál t.d. smíðar,
uppfinningar, berjatínslu, saft-
gerð og fjallagrasasöfnun.
Einnig var hann annálaður
dansmaður.
Útför hans fer fram frá Ás-
kirkju í dag, 9. maí 2014, og
hefst athöfnin kl. 15.
1925, d. 1983, Hall-
dóra, f. 1927, d.
2001, Margeir, f.
1929, d. 2000,
Kristjana, f. 1931,
Guðlaug, f. 1932,
Elínborg , f. 1933,
d. 1992, Vagna, f.
1935, Aðalheiður,
f. 1937, Snævar, f.
1939, Ómar, f.
1940, Málfríður, f.
1944.
Börn: Elfa, f. 1947, Róbert, f.
1950, Sólveig, f. 1951, Erla, f.
1952, Margrét Bryndís, f. 1955,
Ég veit ekki hvað á að skrifa hér,
ég veit ekki hvað á að segja núna,
ég veit bara fágætu kynnin af þér,
ég veit bara best er að miss’ekki trúna.
Mín stuttu kynni af föður mín-
um síðustu misserin voru miklu
betri kynni en engin. Ég hefði
viljað að hann hefði kynnst mér
meira og fjölskyldu minni. Ég
vissi að hann hafði mjög gaman af
því að dansa og stundaði það stíft
í gegnum árin. Hann smíðaði ým-
is konar hljóðfæri, skútur og
fleira. Hann fór upp um öll fjöll
og tíndi fjallagrös og ber og saft-
aði úr berjunum. Hann var alltaf
að finna upp á einhverju nýju. En
svo brast heilsan á mjög stuttum
tíma. Ég vona að hann finni upp á
einhverju nýju á nýjum stað.
Blessuð sé minning hans.
Erla Þorleifsdóttir.
Elsku pabbi minn.
Ég bar alltaf svo mikla virð-
ingu fyrir þér og mér fannst þú
klárlega flottasti pabbinn í heim-
inum og er svo stolt yfir því að
vera dóttir þín. Hæfileikar, dugn-
aður og orka er það fyrsta sem
mér dettur í hug þegar ég hugsa
til þín. Það var fátt sem þú tókst
þér ekki fyrir hendur og þú hafð-
ir alltaf eitthvað fyrir stafni. Mér
er það sérstaklega minnisstætt
þegar ég fór með þér að tína ber
fyrir ca. 6 árum, en þú ætlaðir að
sýna mér góðan stað með fullt af
bláberjum. Ég þurfti að hafa mig
alla við að elta þig um hólana og
þúfurnar og var farin að kalla:
pabbi, bíddu eftir mér. Ég var
orðin alveg móð og másandi en
fyrir þér var þetta bara eins og að
labba niður Laugaveginn.
Svo var það dansinn. Þar sem
þú hafðir mjög gaman af því að
dansa og varst þvílíkur dansari,
þá settir þú mig í dansskóla þeg-
ar ég var bara þriggja eða fjög-
urra ára og ég man hvað þú varst
ósáttur þegar ég sagði þér á ung-
lingsárunum að ég væri hætt. Ég
fékk nú að dansa við þig einu
sinni eða tvisvar og það endaði
með því að ég bað um að fá að
setjast þar sem ég var orðin alveg
ringluð á öllum snúningunum
þínum.
Alveg helling á ég af póstkort-
um frá þér frá hinum ýmsum
löndum og fannst mér sérstak-
lega vænt um þegar þú bauðst
mér til þín tvisvar til Svíþjóðar og
ég fékk að fara með þér í siglingu
á skipinu sem þú vannst á.
Ég gæti haldið áfram enda-
laust. Fannst þú svo stórkostleg-
ur og yndislegur faðir en ég ætla
að enda þetta með þessu ljóði til
þín.
Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý
og hógvær göfgi svipnum í.
Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt
og hugardjúpið bjart og stillt.
En styrrinn aldrei stóð um þig,
- hver stormur varð að lægja sig,
er sólskin þinnar sálar skein
á satt og rétt í hverri grein.
Loks beygði þreytan þína dáð,
hið þýða fjör og augnaráð;
sú þraut var hörð – en hljóður nú
í hinsta draumi brosir þú.
(Jóhannes úr Kötlum)
Guð geymi þig, elsku pabbi
minn. Þín dóttir,
Iris Rán.
Elsku afi.
Mín fyrsta minning um þig var
þegar við vorum í Reykholti árið
1994 þegar ég var sex ára. Ég var
eins og skugginn þinn alla
helgina og vildi hvergi annars
staðar vera. Mér fannst þú svo
klár og úrræðagóður, þá alveg
sérstaklega í ratleiknum. Dáðist
að stóra og sterka afa mínum sem
að mínu mati gat gert allt. Fyrir
nokkrum árum gafstu mér litla
eftirlíkingu af bát sem þú hafðir
smíðað. Hann hefur verið í miklu
uppáhaldi síðan og stendur tign-
arlegur uppi á hillu þar sem hann
á heima. Ég furðaði mig alltaf á
því hvernig þú fórst að þessu
enda var ekkert sem þú gast ekki
smíðað. Þú hafðir ávallt hvatt mig
til þess að halda list minni áfram
og byrja að mála. Það ætla ég
mér að gera og ég veit að þú verð-
ur stoltur af mér. Þú varst svo
vitur, ævintýragjarn, hæfileika-
ríkur og fyndinn. Mér þykir svo
vænt um þig og söknuðurinn er
ólýsanlegur.
Þín dótturdóttir,
Sigurdís Jara.
Þorleifur, föðurbróðir minn,
andaðist á Landsspítalanum í
Fossvogi aðfaranótt sumardags-
ins fyrsta, 24. apríl s.l. eftir stutta
legu. Vil ég minnast hans hér
með nokkrum orðum.
Hann fæddist á Bíldudal og
ólst upp á Ósi í Mosdal og Álfta-
mýri í Arnarfirði til um tvítugs-
aldurs sem hann hélt að heiman,
suður til Reykjavíkur.
Þorleifur var alla tíð mjög
atorkusamur maður og iðulega
voru áhugamál hans jafnframt
atvinna hans það skiptið. Útþráin
laðaði hann á sjóinn, athafna-
þráin gerði hann að hagleiks-
manni og hreyfiþráin að orðlögð-
um dansara og göngumanni.
Hann starfaði sem farmaður og
fiskimaður, hótelstjóri, kjallara-
meistari, hljóðfæraviðgerðamað-
ur og –smiður, berja- og
fjallagrasatínir. Til margra ára
var hann búsettur í Malmö í Sví-
þjóð og vann sem háseti á sænsku
ferjunum. Síðustu starfsárin var
hann kjallarameistari á Hótel
Esju sem þá hét og gat sér gott
orð sem slíkur.
Þegar ég var yngri var Þorleif-
ur í mínum huga einhver ævin-
týramaður, líkt og faðir Línu
Langsokks, orðinn kóngur í Suð-
urhöfum. Faðir minn, Gunnar
Vagnsson, hálfbróðir hans, hafði
verið honum innan handar fyrst
þegar hann kom suður og man ég
örlítið eftir honum frá þeim tíma
en þá hef ég verið 4-5 ára.
Síðan kynntist ég Frænda,
eins og ég kallaði hann, aftur
seinna á lífsleiðinni var það þegar
hann bað mig eitt sinn að skrifa
fyrir sig bréf á ensku því hann
langaði til að flytja inn eininga-
hús frá Kanada. Það var nú ein
hugmyndin enn.
Eftir að við kynntumst betur
fóru að koma í ljós nýjar og
óvæntar hliðar á Frænda. Ég
komst t.d. að því að hann var ann-
álaður dansmaður og átti hann
sér margar dömur sem fasta
dansfélaga – mér var sagt að
hann þyrfti a.m.k. tvær til þrjár á
kvöldi.
Frændi var sístarfandi og sí-
fellt að finna eitthvað upp. Á
seinni árum lagði hann fyrir sig
smíði á líkönum af skipum og bát-
um, t.d. smíðaði hann víkingaskip
fyrir fullum seglum fyrir sjávar-
útvegsráðuneytið og eins gerði
hann líkön af síldarnótabátum
með öllu tilheyrandi sem eru til
sýnis á Síldarminjasafninu á
Siglufirði. Eitt af áhugamálum
Frænda var hljóðfærasmíði og
reyndar hafði hann sem ungur
hann starfað á yngri árum við
viðgerðir á hljóðfærum hjá Pálm-
ari Ísólfssyni en efni voru ekki til
að halda til náms á því sviði.
Hann bætti um betur á efri árum
og fór að smíða langspil, gítara og
ýmis önnur strengjahljóðfæri.
Gat ég verið honum innan handar
við stillingu á þeim.
Á seinni árum hittumst við á
sunnudagsmorgnum í „morgun-
tei“ og var margt spjallað og
skensað með flest. Minnist ég
þessara stunda með þakklæti og
verð alltaf hress í huga þegar
mér verður hugsað til þessa
ágæta frænda míns sem lét aldrei
deigan síga fram á síðustu stund.
Hann átti þá ósk heitasta að
skilja við sína nánustu í sátt og
veit ég að honum hlotnaðist það.
Þorleifur var tæplega meðal-
maður á hæð, ljóshærður, vel á
sig kominn, snöggur í hreyfing-
um og fasi, góðlundaður og
skemmtilegur í viðræðu, skap-
maður og málafylgjumaður.
Bjarni Gunnarsson.
Hér er lítil saga, sem er út-
dráttur úr ritgerðinni „Fiðlan
mín“. Hún var skrifuð síðastliðið
haust í tengslum við tónlistarnám
mitt. Ég birti þessa litlu sögu hér
til að minnast Þorleifs og þakka
mínum kæra vini fyrir að beina
mér inn á tómstundabraut, sem
er mér nú til ómældrar ánægju.
Hann Leifur er fastagestur í
Kolaportinu. Kominn yfir átrætt,
en fullur af orku og sköpunar-
gleði. Hann gengur til berja á
haustin, býr til söft og safa. Einn-
ig tínir hann fjallagrös yfir sum-
artímann. Með þessu móti skapar
hann sér smá auka tekjur um-
fram ellilaunin. Á veturna og
fram á vorið dundar hann sér auk
þess við að smíða bátalíkön og
strengjahljóðfæri, enda sérlega
laghentur. Á sínum yngri árum
vann hann um tíma við píanó- við-
gerðir, en þar segist hann hafa
lært grunninn að uppbyggingu
hljóðfæra.
Ég vissi af berja- og fjallagra-
satínslunni og líka um smábáta-
smíðina, enda hefur hann oftast
einn bát til sýnis og sölu hjá ein-
hverjum í Kolaportinu. Einn
laugardagseftirmiðdag heilsar
hann upp á mig og heldur á fiðlu
og boga. Ég vissi ekki um hljóð-
færasmíðar hans þá og hvái um
kaupin, en hann segist vera að
taka þetta úr sölu, þetta seljist
ekki. Fiðlan var gullfalleg, svona
í augum leikmanns og ég spyr
áfram af hverju hann sé að selja
hljóðfærið. „Ég bjó hana til og
var að vonast til að hún seldist
hérna, en það er víst borin von“.
Mín fyrsta hugsun var að grip-
urinn gæti verið fallegt veggs-
kraut. Án frekari umhugsunar
bauðst ég til að kaupa hljóðfærið
(listaverkið í mínum huga).
„Neei… þessi er ráðstöfuð. Ég
smíðaði tvær og ég skal selja þér
hina“.
Næsta laugardag var Leifur
mættur með fiðluna. Hún var í
nýrri fiðlutösku og fiðlubogi með.
Í ljós kom við frekara spjall að
langspil, sem hann smíðar seljast
vel, en hann hefur einnig búið til
ukulele og gítara. Við afhend-
inguna var forlagateningum mín-
um kastað.
Ég sagði það gjarnan að hvort
sem ég hefði fiðluna til tónlistar
eða sjónlistar, þá yrði hún mér
kær vegna vinskapar okkar
Leifs. Fyrst var að komast að því
hvort þessi fornfálegi gripur væri
aðeins skrautgripur. Eiginkona
góðs vinar míns, sem vinnur með
mér í Kolaportinu, spilar á fiðlu.
Það lá beinast við að fá alvöru
fiðluleikara til að handleika grip-
inn. Viku seinna kom niðurstaða.
Strengirnir voru of langt frá háls-
inum (gripbrettinu).
Við Jónas R. Jónsson fiðluvið-
gerðarmaður, erum góðir vinir.
Það lá því beint við að sýna Jón-
asi fiðluna og fá hans álit. Ég bað
hann jafnframt um að laga þenn-
an galla með fjarlægð
strengjanna frá gripbrettinu.
Nokkrum vikum síðar, þ.e. í
lok ágúst kom ég við á verkstæð-
inu hjá Jónasi. Hann bað mig for-
láts, nú væru tónlistarskólarnir
að byrja og hann hefði ekki und-
an og væri ekkert farinn að skoða
fiðluna svo heitið gæti. Mér lá
ekkert á, þurfti hvort eð er smá
tíma til að huga að góðu vegg-
plássi fyrir hana, en ummæli
hans um skólana vöktu mig til
umhugsunar. Jónas gaf mér góða
von um að hægt væri að gera fiðl-
una spilunarhæfa…
Meira: mbl.is/minningar
Sigurður T. Garðarsson
Þorleifur Kristján
Ágúst Vagnsson
Lokað
Vegna útfarar HJARTAR KRISTJÁNSSONAR verður
skrifstofa okkar lokuð frá hádegi föstudaginn 9. maí.
✝
Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og
langalangafi,
BJÖRN EYSTEINSSON,
Hjallabraut 25,
Hafnarfirði,
andaðist mánudaginn 5. maí á Hrafnistu,
Hafnarfirði.
Erna Björnsdóttir, Ellert Borgar Þorvaldsson,
Eysteinn Björnsson,
Hanna Ragnheiður Björnsdóttir, Hafþór Theodórsson,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.
✝
Okkar ástkæra föðursystir,
STEINUNN SVAVA SNÆBJÖRNSDÓTTIR
JACOBS,
Didda,
lést í heimabæ sínum San Antonio, Texas,
fimmtudaginn 25. apríl.
Bálför hefur farið fram.
Fyrir hönd fjölskyldunnar vestanhafs,
Sif Sigurvinsdóttir.
✝
Þökkum auðsýnda samúð vegna fráfalls
okkar ástkæra
ARTHURS ÞÓRS STEFÁNSSONAR.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki
Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir góða umönnun.
Nanna Arthursdóttir, Guðbergur Þorvaldsson,
Áslaug Arthursdóttir, Oddgeir Árnason,
Þorsteinn Arthursson, Guðrún Petra Guðnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar ástkæri
BJARNI ÁGÚSTSSON
mjólkurfræðingur,
Skipalóni 24,
Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
þriðjudaginn 6. maí.
Þórdís Lára Ingadóttir,
Heiða Dís Bjarnadóttir, Sturla Hrafn Einarsson,
Elmar Ingi Bjarnason, Ólafía Ingvarsdóttir,
Margrét Ágústsdóttir, Aðalsteinn Ólafsson,
Kristján Ágústsson, Stefanía Sara Gunnarsdóttir,
Ágúst Björn Ágústsson, Þórdís Kristinsdóttir,
Álfheiður Óladóttir, Skúli Níelsen
og barnabörn.
✝
Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir
og afi,
GUÐMUNDUR JÓNSSON,
Hnjúkaseli 11,
Reykjavík,
andaðist á heimili sínu miðvikudaginn 7. maí.
Brynja Baldursdóttir,
Magnea Guðmundsdóttir, Haukur Sigurðsson,
Jónína Guðmundsdóttir,
Daníel Rafn Guðmundsson, Bergrún Lind Jónasdóttir,
Tinna Rut, Sigurður, Telma Sif, Sæbjörn Rafn,
Brynja Sól og Saga Lind.
✝
Elskulegur eiginmaður minn,
BJÖRN ÞORBJÖRNSSON
húsgagnabólstrari
frá Kirkjubæ í Vestmannaeyjum,
Hraunbæ 180,
Reykjavík,
lést þriðjudaginn 20. apríl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Kristín Vilhjálmsdóttir, Krista.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
RICHARD B. ÞORLÁKSSON,
Lautasmára 5,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
laugardaginn 3. maí.
Útför hans fer fram frá Vídalínskirkju
miðvikudaginn 14. maí kl. 13.00.
Svala Veturliðadóttir,
Anna Brynja Richardsdóttir,
Guðrún Erla Richardsdóttir, Bjarni Svanur Bjarnason,
Þ. Richard Richardsson, Drífa Úlfarsdóttir,
Pétur Smári Richardsson, Olga Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.