Morgunblaðið - 09.05.2014, Blaðsíða 35
vera lausbeislað. Fyrriparts-
klæðnaður var ómissandi og
morgunverðurinn varð alltaf að
vera eins, annars var mikil
hætta á að dagurinn yrði ekki í
lagi.
Stína var enginn morgunhani.
Fyrri hálfleikur dagsins þótti
henni yfirleitt minna skemmti-
legur en sá seinni og naut hún
sín yfirleitt mun betur í seinni
hálfleiknum. Það skipti ekki öllu
hversu langur sá hálfleikur var,
því lengri því betri og ef góð
bíómynd eða skemmtilegt spjall
og kannski bolli af írsku rjóma-
kaffi var í boði, þá var ekkert
mál að framlengja leik dagsins.
Við Stína áttum ágæt sam-
skipti gegnum tíðina og þrátt
fyrir festaslit, brotsjói og ágjöf í
lífsins sjó sýndi hún mér aldrei
annað en gott viðmót og hlýju.
Hún hefur reynst börnum mín-
um gríðarlega vel og sýnt þeim
mikla umhyggju og hlýju og
fyrir það allt er ég henni ákaf-
lega þakklátur.
Stína hefur nú svifið á vængj-
um vorsins til nýrra heima, laus
við þær þrautir sem þjökuðu
hana síðustu mánuðina í þessum
heimi. Í óravíddum alheimsins
hefur hún eflaust hitt fyrir Inga
sinn og getur gengið brosandi
með honum inn í langan seinni
hálfleik á grænum grundum
eilífðarinnar.
Um leið og ég þakka Stínu
samfylgdina sendum við Guðrún
ástvinum hennar okkar dýpstu
samúðarkveðjur og biðjum þess
að minningin um góðan ástvin
megi ylja þeim og lýsa nú á
köldum og dimmum stundum
sorgar og saknaðar.
Guð blessi minningu Stínu í
Þingholti.
Grímur Gíslason.
Með þessum orðum langar
mig að þakka fyrir það líf sem
við kveðjum í dag. Þakka fyrir
að hafa átt þess kost að kynnast
þeim mannkostum sem við
syrgjum í dag. Tíminn sem ég
hef þekkt Stínu telur rúmlega
tvo áratugi. Á þeim tíma átti ég
þess kost að njóta manngæsku
hennar og kærleiks. Ég hefði
vart getað eignast betri tengda-
móður og ömmu fyrir börnin
mín. Hún var daglegur partur
af okkar lífi og það mun verða
erfitt að venjast tilfinningunni
að hún sé það ekki lengur. Í
þessum sporum verður maður
eigingjarn og vill halda í sitt og
sína, en ég mun læra að það
þarf líka að sleppa og þakka
fyrir allan þann góða tíma sem
við áttum saman. Tómarúmið
sem skapast þarf að fylla upp
með einhverju öðru sem er
vandfundið því það kemur ekk-
ert í staðinn fyrir Stínu Páls.
Það á eftir að vanta Stínu í sól-
húsið, í grillið, í sunnudags-
steikina, á jóladag, um áramót-
in, á sjómannadaginn, í afmælin
og alla aðra daga þar sem bara
hversdagslegir hlutir voru í
gangi. Það vantar að Stína
hringi svona rétt til að kanna
hvernig við höfum það. Það
vantar að maður hafi einhvern
til að líta til með og spjalla við.
Það vantar bara algjörlega
ömmuna í fjölskylduna okkar.
Stína var glettin, kærleiksrík,
umhyggjusöm, þolinmóð og
elskuleg. Hún tók alltaf vel á
móti börnunum og vildi fylgjast
með hvað þau væru að gera
væri hún ekki á staðnum. Hún
vildi líka fá daglegar fréttir og
ef það klikkaði í einn dag fékk
maður að heyra fullt nafn með
áherslu þar sem spurt var hvar
maður væri eiginlega búinn að
vera. Stína var ekki opnasta
manneskja sem ég þekki hvorki
á tilfinningar né orð, en við átt-
um þó einlæg samtöl síðustu ár-
in og ekki hvað síst síðustu
mánuði sem ég mun geyma með
mér. Hennar verður sárt sakn-
að, en minningarnar eru margar
og góðar sem hægt verður að
ylja sér við.
Sólrún Erla Gunnarsdóttir.
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2014
✝ Rannveig ElínSigurtryggva-
dóttir fæddist á
Litlu-Völlum í
Bárðardal 26. sept-
ember 1920. Hún
lést á Heilbrigðis-
stofnuninni á
Blönduósi 28. apríl
2014.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Friðlaugur Sigur-
tryggvi Tómasson og Sigríður
Daníelsdóttir. Elín var fjórða í
aldursröð níu alsystkina en hún
átti fimm eldri hálfsystkini.
Eiginmaður Elínar var Þor-
björn Kristján Jónsson frá
Skrapatungu, Laxárdal í Húna-
vatnssýslu, f. 12. október 1905,
Helgi. Barnabörnin eru 23 og
afkomendurnir telja tæplega
níutíu.
Ella ólst upp í Bárðardalnum
en fór ung að vinna meðal ann-
ars á Húsavík og í Mývatns-
sveit. Síðan lá leið hennar að
Ási í Vatnsdal en þar kynntist
hún manni sínum. Þau hófu bú-
skap á Kornsá 2 í Vatnsdal og
bjuggu þar þar til Þorbjörn féll
frá. Ella hélt áfram búskap
með börnum sínum þar til Sig-
urður sonur þeirra tók við
búinu haustið 1977 að hún
flutti til Blönduós. Ella hóf
störf á Héraðshælinu á Blöndu-
ósi 1974 og vann þar þangað til
hún hóf störf í mötuneyti
Húnavallaskóla. Á Húnavöllum
vann hún um nokkurra ára bil
en fór síðan aftur að vinna á
Héraðshælinu og vann þar allt
þar til hún lét af störfum
vegna aldurs.
Útför hennar fer fram frá
Blönduóskirkju í dag, 9. maí
2014, kl. 14.
d. 30. júní 1976.
Elín, Ella eins og
hún var alltaf köll-
uð, og Þorbjörn
eignuðust átta
börn, þau eru: 1)
Jón Tryggvi f.
1941, maki Guð-
laug Heiðdal. 2)
Guðmundur Karl,
f. 1943, maki Sæ-
unn Freydís. 3)
Sigurður Ingi, f.
1945, maki Erla Bergþórs-
dóttir, d. 2003. 4) Aðalheiður, f.
1950, d. 1950. 5) Jósefína
Stella, f. 1952, d. 1999. 6)
Kristján, f. 1954, maki Emelía,
þau slitu samvistir. 7) Ingi-
björg, f. 1955, d. 1956. 8) Ingi-
björg, f. 1957, maki Jónas
Margt leitar á hugann nú er
tengdamóðir mín, Elín, hefur
kvatt þennan heim.
Ég kom inn í fjölskyldu henn-
ar fyrir um 50 árum. Elín, eða
Ella eins og hún var alltaf kölluð,
tók einstaklega vel á móti mér og
mér leið strax eins og ég væri
hluti af fjölskyldunni. Ella ólst
upp í stórum systkinahópi norð-
ur í Bárðardal. Hún talaði oft um
uppvaxtarár sín, þar voru blá-
berin tínd og sett í tunnu og
sykri stráð á milli laga.
Síðan voru berin notuð með
mat allan veturinn meðan birgðir
entust, þau hafa verið mikil
heilsulind fyrir unga munna, þá
var ekki mikið um aðra ávexti
eða grænmeti.
Lífshlaup Ellu var ekki alltaf
auðvelt en Þorbjörn eiginmaður
hennar veiktist haustið 1949 af
berklum og þurfti að dvelja lang-
tímum saman fjarri heimilinu. Þá
voru þrír elstu synir þeirra
fæddir og sinntu búskap og
heimilisverkum eftir bestu getu
með móður sinni. Á þeim tíma
voru þau með tvær til þrjár kýr,
um fimmtíu kindur og nokkur
hross. Má geta nærri að dags-
verk Ellu hafi of verið langt og
strangt.
Eftir að Þorbjörn kom heim
aftur héldu þau Ella áfram bú-
skap. Þeim fæddust þrjú börn til
viðbótar sem upp komust en
stúlku höfðu þau misst 1950, þá
fárra daga gamla, og aðra 1955,
fjögurra mánaða að aldri.
Þorbjörn féll frá 1976 og eftir
það stýrðu yngstu börn þeirra
Ellu búi með móður sinni þar til
Sigurður sonur þeirra og Erla
kona hans tóku við búinu.
Þegar Ella var um sextugt fór
hún að vinna í mötuneyti Húna-
vallaskóla og síðar á Héraðshæl-
inu á Blönduósi. Hún naut sam-
vista við vinnufélaga sína, ekki
síst við Húnavallaskóla þar sem
hún eignaðist góðar vinkonur.
Bílpróf tók Ella um sextugt og
keyrði sig og vinkonur sínar út
um allt land í nokkur ár. Voru
það henni ómetanlegar ferðir í
glaðværum hópi.
Það eru ekki nema um tvö ár
síðan Ella keyrði síðast barna-
börnin mín í reiðskólann á
Blönduósi þegar þau höfðu kom-
ið til hennar og beðið eftir að
reiðnámskeið byrjaði, Ellu
fannst ómögulegt að þau þyrftu
að ganga í slydduhraglanda eins
og þá var úti. Stuttu síðar hætti
Ella alveg að aka bíl, henni
fannst hún ekki hafa nægjanlegt
vald yfir bílnum til að vera í um-
ferðinni, þessi ákvörðun var
hennar og lýsti henni vel, hún
var ákveðin kona og samkvæm
sjálfri sér.
Ella var stolt af sínum afkom-
endum og allri fjölskyldu sinni,
fylgdist vel með öllum sínum og
stóð vel við bakið á okkur öllum,
mér reyndist hún dýrmætur fé-
lagi þegar ég átti í erfiðum mál-
um, hún skildi mig og studdi mig.
Ella var alltaf kát og hress,
hún hafði gaman af samneyti við
annað fólk og naut sín vel í glað-
værum hópi vina. Á síðari árum,
þegar hún kom suður í heimsókn
til okkar Kalla, hittust Ella og
systkini hennar stundum og
gaman var að heyra þau systkin
sitja saman og spila á spil, tíu
eða vist, þá var hlegið hátt og
mikið.
Ég kveð tengdamóður mína
með þökk fyrir alla hennar vel-
vild og hlýju.
Sæunn Freydís
Grímsdóttir.
Þakklæti er sú tilfinningin
sem lýsir best tilfinningum okk-
ar til elskulegu ömmu. Þakklæti
fyrir að ég hafi í næstum fimmtíu
ár fengið að vera svo heppin að
eiga ömmu á lífi. Þakklæti fyrir
að fengið að alast upp í nágrenni
við hana, þakklæti fyrir öll árin
þar sem hún vann í heimavistar-
skólanum sem ég gekk í, þakk-
læti fyrir sumarið sem ég fékk að
búa hjá henni. Og þakklæti fyrir
allan stuðning og umhyggju í
gegnum árin. Þó svo að oft væru
vegalengdir á milli okkar kom
það ekki að sök því að við hringd-
um oft í hvor aðra og ræddum
um lífið og tilveruna. Hún hrós-
aði mér, hvatti og studdi. Við
hringdum allaf í hvor aðra á af-
mælum okkar og með því sýnd-
um við væntumþykju í garð hvor
annarrar. Dóra Gulla og Hall-
gerður Freyja eru þakklátar fyr-
ir að hafa fengið að kynnast
langömmu sinni og fengið að sjá
hana eins oft og hægt var. Valdi
fékk að kynnast henni og eins og
við bar hann afar mikla virðingu
fyrir henni og kallaði hana
„ömmu dreka“. Amma lét nefni-
lega engan eiga neitt inni hjá sér
og sagði sína skoðun hvort sem
hún var sammála síðasta ræðu-
manni eða ekki.
Faðmur ömmu var óhemju
stór og aldrei var hún stoltari en
þegar allur stóri hópurinn henn-
ar var saman kominn. Hún
spurði mig stundum því í ósköp-
unum við værum svona mikið
fyrir að hittast en ég svaraði því
til að það væri hennar verk.
Hún kenndi okkur það hversu
mikilvægt það er að vera fjöl-
skylda, að rækta hvert annað og
sýna umhyggju. Og það skulum
við halda áfram að gera. Það er
afar sárt að geta ekki fylgt henni
síðasta spölinn þar sem ég verð
utan landsteinanna. En ég verð
með í anda og veit að dugnaðar-
forkurinn hún amma mín hefði
aldrei tekið það í mál að ég hefði
hætt við verkefnið vegna hennar.
Það væri ekki í hennar anda.
Anna, Þorvaldur,
Halldóra Guðlaug
og Hallgerður Freyja.
Rannveig Elín
Sigurtryggvadóttir
✝ Sigríður Elías-dóttir fæddist
á Akranesi 27. júlí
1943. Hún lést á
Kanaríeyjum 9.
febrúar 2014.
Foreldrar Sig-
ríðar: Elías Guð-
mundsson skip-
stjóri og Sigríður
Viktoría Ein-
arsdóttir hús-
freyja. Systkini
hennar eru Einar Tjörvi, Gunn-
ar, Ólafur, Hreinn, látinn, Ið-
unn, Edda og Guðrún.
Maki Sigríðar er
Eiríkur Valdimars-
son. Börn hennar
eru: Gunnar Haf-
steinn Magnason,
látinn, var ókvænt-
ur og barnlaus.
Salóme Eiríks-
dóttir, maki Sig-
urður Gunnarsson
og eiga þau sex
börn og þrjú
barnabörn.
Útför Sigríðar fór fram frá
Akraneskirkju hinn 4. mars
2014.
Elsku hjartans Sirrý, litla syst-
ir mín.
Ég horfi á mynd þína
hugurinn þyrlast sem vindurinn.
Sem blása vill sorginni
til sólar eða regnbogans.
Hjartað er veikt
þjakað af sorginni.
Þegar komið er að leiðarlokum
brjótast minningar fram og
gömlu góðu dagarnir þegar allt
lék í lyndi fylla hugann.
Ég man: Við tvær systur, ung-
ar og hressar, fórum á vit ævin-
týra til Akureyrar, ógleymanlegt.
Við þrjár systur í heilsuferð að
Reykhólum, í jóga, orkufæði,
nuddi og fleira skemmtilegu. Við
þrjár systur á Akureyri, að hend-
ast upp kirkjutröppurnar, þú tú-
perandi hár mitt og fleira yndis-
legt. Við fjórar systur í afmælinu
mínu á Kanarí, strákarnir okkar
með, algjört æði. Geymi myndina
af okkur systrum á ísskápnum.
Ógleymanleg voru súpukvöld
okkar systkina, þar sem rifjuð
voru upp æskupör og sagðar sög-
ur. Hér er ég aðeins að stikla á
stóru um ógleymanlegar stundir
okkar.
Sólin skein ekki alltaf björt og
fögur á lífsleið þinni Sirrý mín,
ókjörin öll af þrautum, missi og
veikindum urðu lífsförunautar
þínir í mörg ár, eilíf barátta frá
degi til dags, áttum þó oft góðar
stundir sem hægt er að orna sér
við. Draumur þinn var lengi vel að
fara í sólina á Kanarí, þú gerðir
þann draum að veruleika, fékkst
yndislegar tvær vikur uns kallið
kom og batt enda á jarðvist þína.
Sárast er að missa þig svo
fjarri heimahögunum og geta
ekki verið hjá þér síðustu dagana
en í huga mínum og hjarta varstu
allan tímann.
Þú brosir á myndinni
vindurinn gleypir bros mitt
Það þurrkast út á leiðinni
um geiminn með vorblænum
Hrygg sit ein
sé ei úr táramóðunni
Gyuð geymi þig Sirrý mín og
styrki Salóme dóttur þína og fjöl-
skyldu á þessum erfiðu tímum.
Þú ert geymd en ekki gleymd,
farðu vel með þig, elska þig.
Edda stóra systir.
Kær vinkona er gengin. Við
þökkum henni samfylgd, vináttu
og tryggð. Sirrý var vönduð vin-
kona og okkur afar dýrmæt. Hún
gaf alltaf af sér og var til staðar, í
gleði og sorgum lífsins. Hún átti
við heilsubrest að stríða en lét það
aldrei slá sig út af laginu. Við vor-
um vinkonur og vinnufélagar í
áratugi. Ungar konur stunduðum
við sjúkraliðanám og unnum á
Sjúkrahúsi Akraness. Sirrý var
góður sjúkraliði. Vandvirk, skörp
og vinnusöm. Góð við alla. Hún
fann til með þeim sem þjáðust og
hlúði að. Dýrmætur starfskraft-
ur. Mörgum árum síðar hittumst
við aftur, á kvöldvöktum á Hjúkr-
unarheimilinu Skjóli. Svo var
Laugaskjól stofnað og við tókum
þátt í því verkefni. „Laugaskjóls-
systur“. Dásamleg ár. Gott heim-
ili. Virðing, vandvirkni, vinátta
var leiðarljós. Sirrý okkar naut
sín vel þar. Rétt kona á réttum
stað. Við brölluðum líka ýmislegt
saman sem ljúft er að minnast.
Sirrý elskaði leikhúsferðir og
dreif okkur gjarnan með sér í
Borgarleikhúsið. Gott að lyfta sér
upp úr hversdagsleikanum og
njóta saman margs konar leik-
sýninga. Sirrý fannst gaman að
punta sig. Hún hafði næmt auga
fyrir fegurð og klæddi sig fallega.
„Glerfín“ sögðum við oft og dáð-
umst að henni fyrir handverkið.
Með tárin í augunum kveðjum við
nú kæra vinkonu.
Nú er lífsins leiðir skilja,
lokið þinni göngu á jörð.
Flyt ég þér af hljóðu hjarta,
hinstu kveðju og þakkargjörð.
Gegnum árin okkar björtu,
átti ég þig í gleði og þraut.
Umhyggju sem aldrei gleymist,
ávallt lést mér falla í skaut.
(Höf. ók.)
Okkar innilegustu samúðar-
kveðjur til fjölskyldunnar hennar.
Guð og englarnir passi ykkur öll.
Ása Sigvalda og
Helga Olivers.
Hún Sirrý systir okkar með
brosið sitt blíða og hlýja er nú far-
in í sína síðustu ferð. Í þetta sinn
til hinna grænu dala eilífðarinnar,
þar sem ætíð skín sumarsólin hlý
og björt. Við systkini og vinir
hennar allir komum til með að
sakna hennar ljúfu lundar, hjálp-
semi og bjartrar útgeislunar.
Sem barn og langt fram á ung-
lingsár var hún ærslafenginn
fjörkálfur, ávalt reiðubúin til
þátttöku í nýju ævintýri og uppá-
tektum. Brosið var ávalt bjart og
opið og ævinlega var hún reiðubú-
in að rétta fram hjálparhönd er
þess var þörf. Þessi eiginleiki
fylgdi henni fram á síðasta dag.
Hún mátti ekki vita af illri líðan
hjá einhverjum vini, ættingja eða
kunningja án þess að heimsækja
hlutaðeigandi með huggunarorð á
vör og boð um aðstoð.
Ævi hennar var aldrei rósum
stráð og auðveld. Ung missti hún
son sinn, sem henni þótti afar
vænt um og lengst af síðari hluta
ævinnar átti hún við mjög sárs-
aukafull veikindi. Þau drógu úr
henni þrek og fylgdu henni til
dauðadags.
Ung gekkst hún undir nám
sjúkraliða og vann lengi við að-
hlynningu sjúkra á Sjúkrahúsi
Akraness. Hún var vinsæl og
dugmikil í starfi, uns hún varð að
hætta vegna veikinda. Hún flutti
til Reykjavíkur og síðar Kópa-
vogs með manni sínum og fjöl-
skyldu. Fyrir um sjö árum flutti
hún aftur til Akraness. Síðustu
æviárin átti hún þó enga ósk heit-
ari en að komast aftur suður,
enda margir vinir, dóttirin og
ömmubörnin þar. Við sendum
henni meðfylgjandi kveðjubrag:
Kvatt hefur þú heiminn, Sirrý litla
systir mín,
skilur eftir minningar um æskuár teit
og fín.
Broshýr varstu alla tíð, einlæg og
hjartahlý
hjálpsöm við alla uns veikindi þar
settu strik í.
Kveðjum þig kæra systir uns sjáumst
við á ný
kannski á engjum eilífðar þar golan er
undurhlý.
Minningin um þig mun æ með okkur lifa
meðan hjörtun í brjóstum okkar áfram
tifa.
Erfiðleikar miklir líf þitt oft eltu og
hrjáðu
ótrúlega þér tókst samt á þeim að
sigrast,
þá að baki láta vildir og til suðurs
ferðast
ekki tókst það núna, í þig því miður
náðu.
Guð blessi þig á þinni lokaleið
og styrki dóttur þína og ömmu-
börn í að yfirbuga sorg sína.
Inger, Karel og
Einar bróðir.
Sigríður
Elíasdóttir Morgunblaðið birtir minning-argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, "Senda inn minn-
ingargrein", valinn úr felliglugg-
anum. Einnig er hægt að slá inn
slóðina www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og
hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram. Þar mega
einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og
börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er
feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni
undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja
mynd skal senda hana með æviá-
gripi í innsendikerfinu. Hafi
æviágrip þegar verið sent er ráð-
legt að senda myndina á net-
fangið minning@mbl.is og láta
umsjónarmenn minningargreina
vita.
Minningargreinar